Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 6
T 3 6 C seet jíhha .as fluoAáaMviua GiQAJaKUOfloic ftíORGUNBLAÐIÐ SUNNyDÁGUR 26.ÁPRÍLT992 . Ólöf Kolbrún Harðardóttir hefur nú tekið við starfi óperustjóra hjá Islensku óperunni ÓPERUSTJÓRAR EIGAAÐ FLJÚGA eftir Kristínu Marju Beldursdóttur ÆVINTÝRIÐ við Ingólfsstræti verður að halda áfram, segir nýskipaður óperustjóri Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Ótrúleg bjartsýni og áræðni hefur einkennt starfsemi íslensku óperunnar síðustu tíu árin undir stjórn Garðar Cortes, en nú þegar kona er komin í brúna spyrja menn sig hvort búast megi við breytingum, hvort verkefnaval verði annað eða hvort fastar verði * haidið um budduna. Olöf Kolbrún segist ekki boða neina byltingu og álítur að það muni frekar há sér heldur en hitt að geta ekki farið á flug eins og fyrjrrennarinn. Þegar Ólöf Kolbrún er spurð hvort hún taki við þessu nýja verk- efni með kvíða eða tilhlökkun, segist hún ekki hafa haft svig- rúm til að velta því fyrir sér. „í fyrstu fannst mér það af og frá að taka "við starfi óperustjóra, fannst ég ekki í stakk búin til þess. Enda sýndi stjórn Óperunnar mér margra mánaða biðlund. Hins vegar má segja að ég hafí verið hluti af þessu öllu hingað til, alltaf verið hér í mínu nafni og af mínum áhuga, það eina sem hefur breyst er að ég hef fengið titil. Ég breyti engum aðferðum, stend að- eins í forsvari." — Þið bjugguð til óperu úr engu fyrir tíu árum og rákuð áfram af hugsjón, er hún enn fyrir hendi? „Það var nú áhuga og þori Garð- ars að þakka að Islenska óperan varð til. Ég held að ég hefði aldrei flogið jafnhátt og hann hefði ég verið í forgrunni. Þetta er eins og með fuglana, einn hefur forystu, hinir koma á eftir. En við vorum mörg sem bökkuðum hann upp.“ HVER STJÓRNAR? „Garðar stofnaði Söngskólann 1973 og kór innan hans,“ segir • ..... - Morgunblaðið/Árni Sæberg Olof Kolbrún: „Eg held að þetta muni standa mér fyrir þrif- um sem óperustjóri, það var ég sem togaði í hælana á Garðari.“ Ólöf Kolbrún, og rifjar stuttlega upp það sem á undan er gengið. „Hann stofnaði líka Sinfóníuhljómsveitina í Reykjavík 1975, var þá kominn með kór og hljómsveit, og setti loks upp óperu. Við fluttum „Pagliacci" árið 1979 og stuttu eftir það var Garðari tilkynnt um erfðaskrá Sig- urliða Kristjánssonar og Helgu Jónsdóttur sem hljóðaði þannig, að hluta arfsins skyldi varið til upp- byggingar óperu. Skilyrði var að arfurinn færi í húsnæði undir óperu en ekki i að reka hana. Við lögðum þá tii við Borgarleikhússmenn að hið nýja hús þeirra yrði byggt þann- ig, að hægt væri að nýta það fyrir óperuflutning, en samstaða tókst ekki. Við höfðum stofnað óperufyrir- tæki og því kom þessi gjöf á silfur- fati okkur til stuðnings. Garðar hafði áður gert tilboð í þetta hús af mikilli bjartsýni, honum fannst hann geta það með þennan sama hóp og keypti með honum húsnæði Söngskólans á sínum tíma að baki sér. Þessi hópur hefur alla tíð síðan verið sterkur bakhjarl óperunnar, kórfélagar og einsöngvarar, sem aldrei hafa þegið full æfingalaun, en fengið borgað fyrir sýningar samkvæmt samningi við ríkið. „Við vorum svo áköf í að byija, fá að syngja og um leið að skapa okkur atvinnugrundvöll, eygjandi þann draum að fá góðan stuðning í fram- tíðinni," segir Ólöf Kolbrún. „Draumurinn virðist vera að ræt- ast því nú eigum við okkar eigið heimili, tryggan áhorfendaskara og ríkisstyrkur er orðinn 40% af því rekstrarfé sem óperan þarf. Undir- skrift samnings við ríkið tryggir íslensku óperunni bjartari framtíð. Við erum nú að gera skuldbreyting- ar á lánum, en á þessum tíu árum höfum við eignast skuldahala, því erfðaféð skilaði sér seinna inn en áætlað var og hluti af upphaflegum tekjum fóru í breytingar á húsinu. En við erum smátt og smátt að komast út úr ógöngum." — Kemur þú til með að draga þig í hlé frá söngnum? „Nei ég er fyrst og fremst söng- kona. Staða óperustjóra er metin sem hálft starf og er hann ábyrgur fyrir þeim ákvörðunum sem teknar eru um verkefnaval og um val á listamönnum. Ein af ástæðunum fyrir því að ég tók að mér starfið er sú, að nýlega var búið að ráða framkvæmdastjóra, Guðríði Jó- hannesdóttur, sem sér um fjármál og rekstur og hefur tvo starfsmenn sér til aðstoðar. Að öðru leyti fer stjórn og varastjórn, _um átta manna hópur, með málefni Óperunnar. Það má segja að hér sé samstilltur hóp- ur sem skiptir sér af öllu milli him- ins og jarðar, enda gat framkvæmd- astjórinn ekki stillt sig um daginn og sagði: Hver stjórnar eiginlega í þessu húsi?! Það er góð tilfinning að vita að fólki er ekki sama. Við erum fáliðuð hér og því er ætlast til þess af nýrri manneskju sem kemur hingað inn að hún gefi sig óskipta að starfinu, án allrar íhlutunar ættingja eða heimilis, sem sagt fórni sér alveg! Við sem vinnum hér erum öll styrkt- arfélagar óperunnar og það er góð tilfinning að vinna í eigin þágu, hjá éigin fyrirtæki.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.