Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 25
MÖRGtJNBLAÐlÐ VELVAIiflW&frM^rÆ^tiffi&L^AfeRÍúTálfe . . % IfS - Góð þjón- usta hjá Bif- reiðaskoðun Islands Frá Halldóri S. Magnússyni: Mér finnst að ómaklega hafi ver- ið vegið að Bifreiðaskoðun íslands hf. að undanförnu. Þjónustan hefur stórbatnað eftir að þetta fyrirtæki tók til starfa. Það er mikill munur á þjónustunni frá því sem var og nú getur hver komist að þegar hann vill, það þarf aðeins að panta tíma. Fátt hefur hins vegar verið eins vanþakkað eins og þessi þjónusta. Talað hefur verið um að rekstur þessa fyrirtækis sé dæmi um mis- heppnaðan einkarekstur og finnst mér það mjög ranglátt. Kostnaður- inn við skoðunina miðað við þjón- ustu á almennum verkstæðum finnst mér vera mjög sanngjarn. í sjálfu sér er ég því ekki mótfall- inn því að bifreiðaverkstæðin fái leyfi til að veita þessa þjónustu en ég hef enga trú á að það geti orðið öruggara eða ódýrara. Mikla íjár- festingu þarf til og bifreiðaverk- stæðin þurfa að hafa miklar tekjur til að standa^ undir henni. Hjá Bif- reiðaskoðun íslands hf. er skoðunin örugg og ekkert nema gott um starfsemina þar að segja. HALLDÓR S. MAGNÚSSON, Iðufelli 4, Reykjavík. Morgunblaðið/KGA Á FERÐ í BÆNUM Þar sem kærleiksblómin spretta Frá Rannveigu Tryggvadóttur: Jón Karlsson, hjúkrunarfræðing- ur og starfsmaður Rauða krossins í því stríðshtjáða landi Afganistan, er látinn og ekkert fær vakið hann til lífsins á ný. í minningu hans mætti samt vinna eitt góðverkið enn, þ.e. ef banamanni hans yrði beðið griða, hann ekki líflátinn en fengi fangelsisdóm. Ég veit ekki hvort slíkri beiðni héðan yrði sinnt en þetta mætti reyna og væri verð-, ugur minnisvarði um kærleiksrík störf Jóns heitins. Afganska þjóðin hlýtur að vera orðin hálfsturluð eftir 13 ára hernað í landinu. Það var ógæfa-hennar að miskunnarlaus og voldugur ná- granni með einræðisherra við stjórnvölinn ágirntist land hennar. Réðust Sovétmenn inn í landið 1979 og var Najibullah gestgjafi þeirra. Er von að Afganir vilji ekki sýna honum linkind nú. Eftir tíu ára hrottalegan hemað hurfu Sovét- menn á braut en þjóðin er enn að uppskera það sem þeir sáðu. Er innrásin hófst voru Afganir 16 milljónir en nú munu tvær milljónir fallnar, eða áttundi hver maður, auk þess sem hundruð þúsunda flúðu land og fleiri en tölu virðist á kom- ið hafa hlotið örkuml. Ekki tel ég ólíklegt að hatur í garð Najibullah hafi valdið því að Jón Karlsson var myrtur. Það eiga æði margir um sárt að binda af hans völdum. í nýjustu skýrslu um lífsgæði á móður Jörð eru íslendingar taldir í 11. sæti en af 160 þjóðum á listan- um eru Afganir í því 158. Ágjarn nágranni sem einskis sveifst kom þeim í það sæti. Ekkju Jóns og öðrum vanda- mönnum sendi ég hugheilar samúð- arkveðjur. RANNVEIG TRYGGVADÓTTIR, Bjarmalandi 7, Reykjavík VELVAKANDI VETTLINGAR Bláir barnavettlingar, merktir „Þóra“, fundust á Vífilstaðat- úni. Upplýsingar í síma 656916. ARMBAND Armband tapaðist í Kringl- unni 5 eða á leið þaðan að Land- spítalanum. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 11535. Fundarlaun. PÁFAGAUKUR Gulur og grænn páfagaukur fannst á skírdag í Öskjuhlíð. Upplýsingar I síma 11097. KETTIR Fallegir kettlingar fást gef- ins. Upplýsingar í síma 626423. Vegalaus kisa fannst á flæk- ingi á Hverfisgötu 14. apríl, bröndótt með hjarta í hálsólinni. Upplýsingar í síma 14793. LYKLAVESKI Svart lyklaveski með sjö lykl- um fannst við bil við Reiðhöl- lina. Upplýsingar í síma 666337. HATTUR Brúnn .hattur tapaðist við Kleppsveg 23. apríl. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 687544. GÓÐ GREIN Sigrún Ingvarsson: Ég vil þakka fyrir góða grein eftir Hallgrím Þ. Magnússon lækni, Óhollar drykkjarvörur, sem birtist í Morgunblaðinu hinn 14. apríl. Ég bý í Lúxemborg og þar þurfum við að kaupa allt drykkjarvatn á flöskum og er það alls ekki gott vatn. Gos- drykkjaþamb Islendinga, sém eiga besta vatn í heimi, er óskilj- anlegt. ÁSTA GUÐ- MUNDSDÓTTIR Sænsk hjón eru að leita að stúlku sem vann í bænum Ár- stad á árunum 1985 til 1987. Stúlkan er á aldrinum 25-30 ára og heitir Ásta Guðmundsdóttir. Hjónin heita: Sven og Annette Johansson Fruktvilnsveagen 7B Sími: 0293-51493 81569 Mánkarbo Svíþjóð. Pennavinir Frá Englandi skrifar 28 ára maður meða áhug á umhverfis- vernd, sögu, tungumálum og ferða- lögum. Vill helst skrifast á við kon- ur: Stephen Bailey, 119 St. Botolphs Crescent, Lincoln LN5 8BJ, Lincolnshire, England. 31 ÁRS GÖMUL þýsk kona, gift frönskum manni og á einn tólf ára gamlan son, vill eignast pennavin- konu á íslandi. Áhugamál hennar eru lestur góðra bóka, dýr, ferða- lög, náttúran, saumaskapur o.fl. Heimilisfang hennar er: Carolina Bass D-7016 Gerlingen, W-Germany. Frá Ghana skrifar 27 ára stúlka með áhuga á ljósmyndun, kvik- myndum, matargerð o.fl. Viíl skrif- ast á við karlmenn á öllum aldri: Annie E. Montford, P.O. Box 904, Cape Coast, Ghana, West Africa. LEIÐRÉTTING Röng tímasetning Ranglega var sagt í blaðinu í gær að ferming í Kristskirkju í dag hæfist klukkan 14. Hið rétta er að hún hefst klukkan 10,30. TILBOÐ VIKIJNNAR msklaö TÍVOÚ CURKUR T estk-tp31*0 íf% áður. jS&r229 V I tilda hrísgbjon í suðupoka pr. 250 g Mcvrrns iXGrESTXVE HAFRAKEX pr. 500g HAGKAUP - allt I eintii ferd JB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.