Morgunblaðið - 14.06.1992, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.06.1992, Qupperneq 2
Það var dumbungur í lofti, en fýllinn, vinur sjó- mannsins, er iðinn við kolann þegar ætis er von. I bræluskratta Á vetrarvertíð undir Jökli. LÚKARSAGA Binni í Gröf tók kóssinn EINU sinni á síldarárunum fyrir austan lét Binni í Grðf reka á daginn, sem oft áður, því síldin veiddist aðeins á nóttunni og á daginn voru menn þá að dudda sér við ýmislegt. í algjörri lognblíðunni og glampandi sól brugðu strákarnir á leik og fengu sér sundsprett á hafi úti í góða veðrinu. Um það leyti vaknaði Binni í Gröf af mið- dagslúrnum, fór upp, Ieit til veðurs og sprændi, en að því búnu fór hann inn í brú og sigldi í burtu. Strákarnir rétt náðu til næsta báts. á Breiðafirðinum Það hefur verið ótrúlega leiðinlegt veðrið til sjávar- ins síðustu mánuði, arg- asta óveður í hafinu og erfítt að sækja af þeim sökum. En þeir láta ekki sinn hlut íslensku sjó- mennimir og það gefur því ósjaldan á bátinn. Ragnar Axelsson ljós- myndari Morgunblaðsins var mætt- ur gallavæddur um borð í Kristin fyrir sólarupprás og það var frekar óbjörgulegt veðrið, vitlaust veður, dumbungur og kalt. En það þýðir ekki að láta landfestamar toga of lengi í og innan skamms tók Krist- inn sveifluna á þéttum og taktföst- um ölduföldum úthafsins úti af Jökli. Þeir róa þar um slóðir á iitlu bátunum árla dags og koma venju- lega að landi síðdegis, næstum því á lokunartíma skrifstofa klukkan fímm. Það þarf samvalið og duglegt lið, traustan mannskap, til þess að vel gangi að draga og leggja 5 trossur á venjulegum vinnudegi, en um klukkutíma stím var á miðin. En það var Iétt yfir mannskapnum þótt mest kapp væri lagt á það við þessar aðstæður að vinna hratt og ákveðið, stytta róðurinn eins og kostur væri. Kristinn HU 123 er 34 tonna bátur, einn af þessum gömlu jöxlum, súðbyrtur eikarbátur með ályfirbyggingu og búinn að þjóna tímana tvenna. Hann er þó í góðu formi núna, var allur tekinn í gegn ekki alls fyrir löngu, en var þá orðinn hálfgert brak. Það er Hrói hf. sem gerir Kristin út og þeir verka sjálfír aflann. Kristinn er hefðbundinn vertíðar- bátur af minni gerðinni, og sækir nær eingöngu á netavertíðinni 5 Brúnina á Breiðafirði, kant sem liggur frekar grunnt frá Nesinu yst og alveg innúr. í þessum tveimur róðrum sem Morgunblaðið fór voru aðeins tveir sjómenn af fímm manna áhöfn í báðum, en skipstjór- inn, Magnús Gamalíelsson, hafði slasast og Finnur Gærdbo leyst hann af og síðan voru tveir aðrir í afleysingum. Aflinn var að mestu þorskur en þó alltaf svolítið ýsuskotinn. Það er markvisst munstrið um borð þeg- ar dregið er við erfiðar aðstæður eins og voru í þessum róðrum, mannskapurinn verður eins og einn hugur, ein hönd og aldan er stigin eins og duttlungar hennar bjóða hveiju sinni. Það geta orðið snögg veðrabrigði á Breiðafirðinum, allt frá silfurtærum lognblíðum sjó á sumardegi þar sem eyjamar, djásn Breiðafjarðar, speglast í haffletin- um og rabba í rólegheitunum við straumböndin milli flóðs og fjöru og upp í veðrahaminn þegar brim- kögrið markar allar eyjar og sker vaða uppi. Það er ekki stór lúkarinn á Kristni HU en það er gott að bregða sér niður í hlýjuna og keyra upp kabyssuna undir snarlinu og kaffi- sopa. Þá vaknar spjallið og það bregst ekki að lúkarssögurnar taka sinn toll af tímanum. Það var bræluskratti á Breiða- fírðinum þegar haldið var í land og hafði satt að segja verið hraglandi allan tímann, því það bítur hressi- lega í þegar norðanáttin gælir, en allt gengur þetta sinn vanagang, þeir fiska sem róa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.