Morgunblaðið - 14.06.1992, Page 4

Morgunblaðið - 14.06.1992, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1992 4 C_________________________ LÖKARSÖGUR Af Geira eineygða og öðrum góðum Geir eineygði var mikill drykkjumaður og enn meiri einstæðingur: Hann gerði ýmist mikið eða lítið úr öllu og sérstak- lega notaði hann oft orðtakið: Ég hef ekki gert það mörg ár. Ef Geiri var spurður að nafni, svaraði hann: Ég heiti nú Ásgeir, það sama og forsetinn. Geiri átti ekki mikið af fötum og varla það sem hann var í dags daglega. Eftir löndun á síldinni skiptu menn stundum um föt og brugðu sér í meyjarfans. Einu sinni tók Geiri báðar skyrturnar sínar, skokkaði upp á bryggju þar sem stelp- urnar voru, henti annarri skyrtunni í sjóinn og sagði: Ég á nóg af þessu. Einu sinni var Geiri grunaður sterk- lega um að hafa étið úr 20 sardinudósum í lúkarnum, öllum sem til voru, og kokk- urinn bar það upp á hann. Vinur, svar- aði Geiri, ég hef ekki borðað sardínur í mörg ár. Á Hávarði þetta síldarsumar var hör- kulið, Magnús maður skipstjóri, Stjáni Boga, Kjartan Ásmunds, Geir Eineygði, Helgi Kristins og Grímur á Felli svo ein- hverjir séu nefndir. Á þessum bátum voru engin klósett, en fata aftur á og reglan var sú að sá sem notaði fötuna, hreinsaði hana og skildi eftir klárt fyrir næsta. Einu sinni kemur Kjartan í Fram- nesi kolvitlaus fram í lúkar og ber það upp á Geira eíneygða að hann hafi ekki hreinsað fötuna sem síðasti maður: Bless- aðir strákar, þetta er ekki rétt, svaraði Geiri eingeyði, ég hef ekki kúkað í mörg ár. Lúkarspjall um borð í Kristni frá Ólafsvik Farðu svo og gefðu kjölsvíninu ÞAÐ var á Nebbanum, togaranum Nept- únusi, að tveir strákaskarfar fóru einn túr og var annar þeirra ákaflega Iiðlegur og lipur og vildi allt vita. Ekki leið á löngu þar til skipsfélagamir voru famir að spila með hann. Kokkurinn var enginn eftirbát- ur og þegar fróðleiksfýsni stráksa bitnaði einu sinni á kokksa þá svaraði hann út í hött og sagði: Farðu nú með ruslið og gefðu kjölsvíninu. Stráksi setti Upp undrunarsvip og spurði hvort það væri hér um borð. Já, svaraði kokksi, það er alltaf geymt í keðjukassanum frammi á hvalbak og síðan er það borðað á heimleið- inni. Stráksi rembdist fram á og henti ruslinu niður í keðjukassann þótt hann sæi ekki svínið í öllu keðjukrullinu. Tveir skipsfélaganna komu að máli við stráksa, því þeim leist ekki á að keðjukassinn yrði fylltur, svö þeir sögðu honum að henda mslinu í sjóinn, þegar kokksi sendi hann í keðjukassann, en skipuðu honum að þegja um það. Við hveija ferðina hjá stráksa skemmti kokksi sér æ betur. í Grimsby fóm Ómar Blaupunkt og Litli blautur, Valdi, í dýrabúð og keyptu grís. Var dýrinu síðan komið um borð og það falið í netalestinni. Eftir sólarhrings- siglingu á heimleið sögðu þeir stráksa að spyrja kokkinn hvenær ætti að slátra svín- inu og éta það. Þegar tími er til, svaraði kokkurinn. Hver slátrar því, spurði strákur. Auðvitað kokkurinn, svaraði fagmaðurinn. Ertu ekki til í að slátra því núna, spurði strákur. Jú, svaraði kokksi, ef þú nærð í það. Skömmu síðar stóð stráksi í borðsalnum fyrir framan alla skipveijana og kokkinn, slengir svín- inu í fang kokksins, Sigga bónda, honum að óvörum og sagði: Slátraðu nú, helvít- ið þitt. Angistarsvipurinn á kokkinum og hlátrasköllin í borðsalnum vora hvort tveggja í hámarki lengi vel. Verð 6.990 XS-XXL Verð 6.490,- XS-XXL Verð 2.580, 36-42 . Barnagalli, kr. 3.990,- St. 8-14 Fótboltaskór, kr. 2.980, St. 28-38 Fótbolti kr. 1.450,- Opið laugardag frá kl. 10-14. Verð 5.290,- 36-47 SPORTBÚÐIN ÁRMÚLA40, SÍMI 813555. á leið um landið Fulltrúarfrá ísarn og Scania verksmiðjunum munu á næstu dögum kynna nýjasta og fullkomnasta vöru- flutningabíl flotans. Vonumst til að sjá sem flesta koma og skoða Scania 143M Stream- line með loftfjöðrun á öllum hjólum. FERÐAAÆTLUN - SEINNI HLUTI Sunnudagur 14. júní Akureyri kl. 10-15 (Umferðamiðst.) Húsavík kl. 17-20 Mánudagur 15. júní Egilsstaðir kl. 12-15 Seyðisfjörður kl. 16-18 Norðíjörður kl. 20-22 Þriðjudagur 16. júni Eskifjörður kl. 10-12 Reyðarfjörður kl. 13-15 Fáskrúðsfjörður kl. 17-18 Breiðdalsvík kl. 20-21 Miðvikudagur 17. júní Djúpivogur kl. 9-11 Höfn kl. 14-16 Kirkjubæjarkl. kl. 20-22 Fimmtudagur 18. júní Vík kl. 10-12 Hvolsvöllur kl. 14-15 Hella Selfoss kl. 16-17 kl. 18-21 Föstudagur 19. júní Grindavík kl. 10-12 Sandgerði kl. 14-16 Keflavík kl. 17-19 Laugard. og sunnud. 20. og 21. júní Reykjavík kl. 10-18 íi'tt RN HF. Skógarhlíð 10, simi 91-20720.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.