Morgunblaðið - 14.06.1992, Blaðsíða 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1992
TÆKNI/Geta bílarflogib innan skamms?
Loftbíllinn, sport-
bíll með skrúfu-
hreyfla í stað vél-
knúinna hjóla.
HVAÐ SEGIRÐU um að geta
eftir nokkur ár brugðið þér norð-
ur til Akureyrar á um það bil
sama hraða og Fokkervél (570
km/klst.), en verið fljótari í för-
um þar sem þú ert laus við allt
flugvallaumstang — eigin fjög-
urra manna einkabíl, og þarft
ekki að velta fyrir þér hvað sé
búið að malbika og hvort þú þurf-
ir grjótgrind vegna grjótkasts-
ins? Loftbíllinn eyðir heldur
meiru en jarðbundni gamli bíll-
inn, fer með meira í „flugtak"
og „lendingu", en eyðir ekki öllu
meiru á leiðinni vegna lítils loft-
núnings
Þessi „bíll“ er ekki aðeins til á
teikniborðinu vestur í Banda-
ríkjunum. Hann á í hæsta lagi eftir
að bæta við sig lendingarútbúnaði
og hljóðdeyfingu. Um er að ræða
átta skrúfu-
hreyfla, og gerir
það bílinn miklu
öruggari en t.d.
þyrlu, því að hann
á að geta lent með
sex bilaða hreyfla,
en tvo í gangi.
Varla er hægt að
hugsa sér þennan
eftir Egil
Egilsson
bfl koma í stað smábfls í innanbæj-
arsnatti. Til flugtaks og lendingar
þarf svæði að þvermáli um tíu m.
Til allra ferðalaga má hugsa sér
svona bíl í einkaeign, og verðið
ætti ekki að vera óyfirstíganlegt
er hann kemur á markaðinn eftir
nokkur ár. Hinn venjulegi umhverf-
issyndari og lífsgæðaþræll Vestur-
landa á sínu ævilanga lífsgæðafyll-
iríi kýs sér einn venjulegan bíl til
bæjarsnattsins en loftbílinn til sum-
arbústaðaferðanna og til að heim-
sækja ömmu á Akureyri.
Gerðin
Loftbfllinn er einskonar bastarð-
ur marghreyfla þyrlu og sportbfls.
Flugtæknin er í raun mjög einföld.
Aftan á útblæstri hreyflanna eru
blöðkur sem beina loftinu beint nið-
ur í flugtaki, en á ská niður á við
á ferð, til að yfirvinna þyngdaraflið
og loftnúninginn. Stýritæknin verð-
ur að vera tölva. Óhugsandi er að
stjórna þéttri loftumferð öðruvísi.
Stjóm ferðar af hendi nær gersam-
lega óvirks bílstjóra fælist í því einu
að mata tölvu bílsins á upplýsingum
um ákvörðunarstað. Tölvan ynni í
samvinnu við staðsetningarkerfí
gervitungls, sem staðsetti bílinn
með örfárra metra nákvæmni, og
hefði vitaskuld upplýsingar um aðra
flugumferð á svæðinu.
Séríslenskar aðstæður
Hjá okkur vakna margskonar
spumingar, vegna þess að aðstæður
ættu að verða erfiðari að sumu leyti
til „loftaksturs" en t.d. í Evrópu.
Hvernig virka íslenskir vindar á
farartækið? Ekki aðeins em vindar
hvassari hér en gengur og gerist,
heldur veldur fjöllótt landslag
sviptivindum og niðurstreymi.
Hvemig nær slíkur bíll jafnvægi
eftir að hafa misst það í íslensku
óveðri? Hvaða hæð glatar hann við
það? Hvemig virkar staðsetningar-
kerfi gervitungla við íslenskar að-
stæður?
Hef opnað læknastofu
í Læknastöðinni, Álfheimum 74.
Guðmundur Geirsson, læknir.
Sérgrein: Þvagfæraskurðlækningar.
Tímapantanir í síma 686311.
DMS fitþtPáíÍLteisDsSQÖtiiD
DjsnjgjtnTwaDiiiB
Stórkostlegt tækifæri fyrir 9-14 ára stelpur og stróka
fyrir aóeins 2.000 krónur ó dag
íþróttir, ratleikir, fjallgöngur, bátsferðir og kvöldvökur.
Tímabil: 20. júní - 26. júní, 27. júní - 3. júlí,
4. júlí- 10. júlí, 11. júlí-17. júlí.
//
Iþróttai
íþróttami&stö&in
Laugarvatni
Innritmi hafín i simum 98-61151 og 98-61147
SIÐFRÆÐI/Hvad ervinátta?
I vinarhúsi
Þó rnaðurinn sé alltaf einn getur hann átt vini. Það gerir lífið bæri-
legt. Einangraður maður er takmarkaður maður. Hann þekkir ekki
sjálfan sig. Hann verður að geta sér til um tilfinningar sínar og við-
brögð. Vinalaus maður í félagsskap hefur óljósar hugmyndir um
sjálfan sig. Vinur, á hinn bóginn, fyllir lífið ánægju og leiðir til
sjálfsþekkingar.
*
Igegnum vináttu öðlumst við djúpa
reynslu af vinum og okkur sjálf-
um. Vinur er spegill, sem sýnir ekki
útlit heldur innri mann. Hann spegl-
ar sjálfsmyndinni. Hann sýnir okkur
hver við emm í
raun. Enginn getur
þekkt tilfinningar
sínar og viðbrögð
nema í gegnum
náin kynni við aðra
manneskju. Við
deilum tilfinning-
um okkar og hugs-
un með vinum og
treystum þeim fyr-
ir okkar innstu hugðarefnum. Vinur
er ekki aðeins félagi, heldur kær
félagi. Orðið vinur er tengt latínu
orðinu venus sem merkir kærleikur.
Ást og traust eru því sterkustu
þræðirnir í vinasambandinu.
Vinátta er lengi að hlaðast upp.
Hún er ekki hrifning, því fólk getur
hrifist hvert af öðru án þess að
mynda persónulegt samband. Vin-
átta er að gera eitthvað saman,
vinna, skemmta sér, leysa vanda-
mál. Það vekur vonir um framtíðina
að gera eitthvað ánægjulegt saman
og skapa góðar minningar. Vinátta
er því lifandi samband sem þróast
og styrkist með árunum. Góðir vinir
bæta hver annan.
Við getum átt nokkrar gerðir af
vinum. Hér eru dæmi: 1) Ánægju-
vini. Ánægjan er þá sterkasti þráð-
urinn í sambandinu. Við skemmtum
okkur með þeim og hlæjum mikið.
Unglingar eiga marga ánægjuvini
og beinist athygli þeirra iðulega
meira að hlutunum sem veita ánægju
heldur en að sambandinu sjálfu. 2)
Nytjavini. Við eigum sameiginlegra
hagsmuna að gæta með þeim. Þeir
hjálpa okkur og við þeim. 3) Andleg-
ir vinir. Manngerðin, skapgerðin og
persónan sjálf vega þá þyngst. Vinir
í þessum flokki yfirgefa okkur síð-
astir þegar á móti blæs í lífinu.
eftir Gunnar
Hersvein
Speki: Að rækta garðinn sinn er að rækta vini sína og elska aðra.
LÖGFRÆÐI/ Hverjar eru helstu
breytingamar?
Lög um kyrrsetningu,
lögbann o.fl.
Ný dómstólaskipan og aðgreining dómsvalds og umboðsvalds í
héraði kallar á ýmsar breytingar á fyrirmælum laga um kyrrsetn-
ingu, lögbann og skyldar aðgerðir. Áf því tilefni hafa verið sett ný
lög um kyrrsetningu, lögbann og fl. nr. 31/1990, sem taka gildi 1.
júlí nk., og koma þau að mestu í stað laga nr. 18/1949. Nýju lögin
eru sniðin að þeirri skipan sem lög nr. 92/1989 um aðskilnað dóms-
valds og umboðsvalds í héraði (aðskilnaðarlögin) mæla fyrir um.
Með kyrrsetningu og lögbanni
er átt við aðgerðir til bráða-
birgða sem ætlað er að vernda rétt-
indi sem ekki verður þegar fullnægt
með aðför, með því að tryggja, að
óbreytt ástand
vari meðan leitað
er úrlausnar dóm-
stóla um þau.
Nánar felst
kyrrsetning í því,
að sýslumaður
kyrrsetur, eftir
kröfu skuldareig-
anda og að nánar
tilgreindum skilyrðum uppfylltum,
eignir skuldara, í þeim tilgangi, að
eignin verði til staðar til að gera
fjárnám í henni þegar fjámáms-
heimildar hefur verið aflað. Skilyrði
þess að peningakrafa verði tryggð
með þessum hætti er að tryggingar
verði ekki þegar aflað með aðför
og sennilegt megi telja, ef kyrrsetn-
ing fer ekki fram, að það dragi
mjög úr líkum á því að fullnusta
kröfunnar takist eða fullnusta
hennar verði verulega örðugri. Það
er ekki skilyrði kyrrsetningar að
gerðarbeiðandi leiði fullar sannanir
fyrir réttmæti kröfunnar. Til þess
m.a., að stuðla að því að menn beið-
ist ekki kyrrsetningar nema nokkur
vissa sé fyrir réttmæti þeirrar kröfu
sem henni er ætlað að tryggja,
gera lögin ráð fýrir að gerðarbeið-
andi setji að jafnaði tryggingu fyrir
greiðslu bóta sem þolandi kyrrsetn-
ingar kynni að eiga rétt til vegna
gerðarinnar. Skorður eru settar við
ráðstöfunum kyrrsettrar eignar.
Skyld kyrrsetningu er svökölluð
löggeymsla, sem einnig er fjallað
um í lögunum. Sú aðgerð miðar að
eftir Dovíð Þór
Björgvinsson