Morgunblaðið - 14.06.1992, Page 8

Morgunblaðið - 14.06.1992, Page 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1992 FOLK SPYR HANN OFT: „Þú ert alltaf í músíkinni, Grétar?“ Hann jánkar og er þá oftar en ekki spurður að því hvað hann geri. „Þeir eru margir sem líta ekki á tónlist sem atvinnu, skilja ekki hvað starfíð snýst um. En þetta er heilmikil vinna, dagurinn er yfirleitt þaulskipulagður frá morgni til kvölds." Rætt við Grétar Örvarsson forsprakka Stjómarinnar en hljóm- sveitin hefur mörg jám í eldinum. Þriðja platan er nýútkom- in, hljómsveitin lagði nýverið upp í hljómleikaferð um land- ið, stefnt er að útgáfu í Bretlandi og hljómleikaferð til Kína. eftir Urði Gunnarsdóttur/ Myndir: Bjarni Eiríksson FORSÆTIS- og félagsmálaráðherra Stjórnarinnar fengu tii liðs við sig nýja ráðherra fyrir síðustu áramót og kveður nú við nýjan tón í því stjórnarsamstarfi. Heilbrigðisráð- herrann, sem að ósekju mætti reykja minna, leikur á bassa, utanríkisráðherrann er eftir- sóttur gítarleikari erlendis og landbunaðarráðherrann er trommuleikari utan af landi. Það er margt á döfinni hjá Stjórninni, ný plata, hljómleikaferð og mögnleikar á útgáfu erlendis en að baki er hin eina sanna Evróvision. Við höfum mörg járn í eldinum, þann- ig eiga hlutirnir að vera,“ segir Grétar Orvarsson, forsprakki Sljómarinnar. Isíðustu viku kom út þriðja plata Stjórnar- innar, sem ber einfald- lega heitið Stjórnin. Á henni kveður við nýjan tón enda hafa orðið mannaskipti í hljóm- sveitínni og meira af efni hennar er frums- amið en áður. Grétar Örvarsson og Sigríður Beinteinsdóttir eru eftir sem áður í framlínunni en Friðrik Karlsson gít- arleikari, Jóhann As- mundsson bassaleikari og Halldór Gunnlaugur Hauksson (Halli Gulli) trommuleikari hafa bæst í hópinn. „Við vildum stokka upp spilin hjá hljómsveitinni. í gömlu Stjórninni vorum við ekki alveg sammála um hvaða stefnu við ættum að halda okkur við í tónlistinni og svo var hreinlega komin þreyta í samstarf- ið,“ segir Grétar. „Þessar manna- breytingar skýra línurnar betur. Friðrik hafði lagt okkur til lög áður en hann gekk til liðs við hljómsveit- ina, lög sem okkur féll mjög vel. Og það hefur komið í ljós að við höfum mjög líkan tónlistarsmekk." Grétar segir það vissulega gefa hljómsveitinni aukið vægi að fá inn þungavigtarmenn úr Mezzoforte og Halla Gulla, sem lék með Loðinni Rottu. „Friðrik valdi á milli Stjórn- arinnar og því að vinna áfram með bresku hljómsveitinni Shakatak, hann er eftirsóttur gítarleikari, t.d. í Bretlandi. Hvort þessar manna- breytingar breyta stöðu hljómsveit- arinnar kemur ekki í ljós fyrr en síðar. Það þarf oft svo lítið til, í kjölfar þáttöku okkar í Evróvision hafa umboðsaðilar okkar unnið að því að gefa „Nei eða já“ út í Bret- landi. Gangi það eftir, getur í raun hvað sem er gerst.“ Mestallt efni plötunnar er eftir Grétar og Friðrik, að frátöldum tveimur erlendum lögum, einu lagi Valgeirs Guðjónssonar og lagi eftir Grétar og Eyjólf Kristjánsson. „Við höfum náð að skapa okkur skýrari stefnu, okkar eigin hljóm. Lögin eru rokkaðri en áður, engu að síður er efni plötunnar mjög fjölbreytt," segir Grétar. Hann hefur lagt mik- ið upp úr því að hljóðblanda plötur Stjórnarinnar eins vel og kostur er og segir hljómsveitina freka á hljóðverstíma af þeim sökum. „Það kvað við nýjan tón þegar Stjórnin hóf göngu sína, ég hef t.d. ekki heyrt þá íslensku plötu sem er bet- ur hljóðblönduð en önnur plata okkar, Tvö líf. En góður hljómur er ekki fenginn áreynslulaust, að baki eru gegndarlausar æfingar. Við spilum mikið, þurfum ekki svo langan tíma í að æfa lögin, heldur getum einbeitt okkur að því að hlusta og fínpússa tóninn. Ég notast mikið við tæknina og hef verið gagnrýndur töluvert fyrir það. Ég keyri upptökur að hluta undirleiksins inn í tölvu og næ þannig fram fyllri tón, t.d. náum við með því móti fram auka slag- verki, tveimur hljómborðum o.s.frv. Ég hef lagt áherslu á þessa vinnu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.