Morgunblaðið - 14.06.1992, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1992
finna mörg hundruð minni framleið-
enda, sk. petit cha.tea.ux, sem fram-
leiddu góð vín á sambærilegu verði
og oft lægra verði en t.d. vín frá
Chile. „Frönsku sveitavínin, vin de
pays, hafa líka verið í gífurlegri sókn
undanfarið. í suðurhluta Frakklands
hafa gæði vínanna, jafnvel hvítvína,
aukist gífurlega, með bættum fram-
leiðsluaðferðum, betri þrúgutegund-
um og vel menntuðum víngerðar-
mönnum. Allt í einu er því nú að
fínna mikinn flölda frábærra vin de
pays í búðum á mjög góðu verði.
Þetta er ný kynslóð víngerðarmanna
sem kominn er upp og líklega er hún
besta vopnið gagnvart nýjaheimsvín-
unum. Við verðum að hafa í huga að
í öllum löndum er að finna mikla
breidd vína og bestu vínin frá Ástral-
íu og Kalifomíu eru langt frá því að
vera ódýr.“
Sutcliffe sagðist sjálf vilja óska
þess að hægt væri að selja meira af
góðum þýskum vínum á uppboðum
en af þeim væri hún mjög hrifin.
Eftirspum eftir þeim væri hins vegar
ekki mjög mikil, með einstaka undan-
tekningum, og oft væri hægt að fá
dýrleg Riesling-vín á hlægilegu verði.
„Þetta eru frábær sumarvín sökum
þess hve létt þau eru, áfengismagnið
oft ekki meira en níu prósent. Þýsk
vín em hins vegar ekki í tísku sem
stendur. Fólk virðist flest ekki skilja
þessa undursamlegu blöndu af sým
og sætleika. Ég held að stór hluti
af skýringunni sé að margir hafí ein-
hvem tímann smakkað liebfraum-
ilch-vm, orðið fyrir miklum vonbrigð-
um og sagt sem svo: Allt í lagi, þetta
eru þá þýsk vín.“
Bresk blöð sagði hún skekkja mjög
myndina af því hvemig vínneysla
væri í raun. Líklega snerist um helm-
ingur allra vínskrifa um nýjaheim-
svín og fólk fengi því á tilfínninguna
að þau hefðu helming markaðarins.
Líklega mætti rekja þetta að ein-
hveiju leyti til þess að menn væm
mjög spenntir fyrir boðsferðum til
Ástralíu eða Nýja-Sjálands en allir
gætu hins vegar skroppið yfír sundið
til Frakklands. „Þessi vín fá því
umfjöllun sem alls ekki er í samræmi
við markaðinn. Ef litið er á tölur þá
er Frakkland með um helming mark-
aðarins og næst koma Þýskaland og
Ítalía. Umflöllunin er því mjög
óábyrg. Menn verða að halda hlut-
föllunum réttum."
Hin almenna þróun vínneyslu í
Evrópu sagði Sutcliffe vera að fólk
drykki örlítið minna en aftur á móti
betri vín en áður. í Frakklandi hefði
almenningur löngum drukkið mjög
einföld rauðvín í miklu magni en nú
væri neyslan að færast yfír í appell-
ation controlée vín. „Fólk er farið
að velta því meira fyrir sér hvað það
drekkur. Þetta er mjög jákvætt því
að það sýnir að fólk er farið að neyta
víns í auknum mæli sér til yndisauka
og af áhuga en ekki bara vegna áhrif-
anna eins og áður. Það eru líka ávallt
að bætast við nýjar þjóðir sem neyta
víns og em Kínveijar gott dæmi þar
um. Hér áður fyrr drukku þeir ávallt
koníak með mat, sem er raunar alveg
ótrúlegur siður. Maður settist til borðs
með Kínveija á veitingastað og upp
var tekin flaska af koníaki. Vissulega
mjög dýru koníaki en samt eftir sem
áður drykk sem maður er vanur að
neyta í litlu magni með kaffí. Yngri
kynslóðir Kínveija sýna hinsvegar
víni mikinn áhuga enda á vín mjög
vel við kínverska matargerð, ekki síst
Kantonmatargerð."
Kannanir sem Sotheby’s hefði gert
sagði Sutcliffe hafa sýnt mjög at-
hyglisverðar niðurstöður varðandi
hvaða hópar það væru sem hefðu
áhuga á víni. Þannig hefði verið
mest samsvörun milli unnenda mynd-
listar og vínunnenda. Þegar þetta
hefði verið þrengt enn frekar kæmi
í ljós að samsvörunin væri allra mest
hjá unnendum samtímalistar. Einnig
væri það athyglisvert að svipaða
samsvörun hefði verið að finna hjá
áhugamönnum um úr og klukkur og
áhugamönnum um fombíla. Þessir
tveir hópar sýndu yfirleitt víni mikinn
áhuga. „Hjá mismunandi starfshóp-
um er samsvörunin mest meðal
lækna en þeir eru oft ástríðufullir
vínáhugamenn. Það athyglisverða er
að maður fínnur þennan mikla víná-
huga meðal lækna um allan heim.
Þeir hreinlega elska vín. Það hlýtur
að vera góðs viti.“
c 11
HEFJUM GAMLA ÍSLENSKA
BYGGINGALIST TIL VEGS A NÝ...
BOSCH
V E R S L U N
Lágmúla 9 sími 3 88 20
RAFSTÖÐVAR
ALLT AÐ 30%
LÆ K K U N
0,67 kw 49.114 stgr.
1,90 kw 62.627
2,15 kw 55.456 stgr.
3,00 kw 80.741 stgr.
3,40 kw 1 fasa 3,80 kw 3 fasa 115.446 stgr.
Volvo 615 S Turbo 80,
ekinn 132.000 km. Nýleg-
ur sorppressukassi 14 m3
Verð 980 þús.
Sorppressukassi Norba
KI5, árg. '85. Ný yfirfarinn,
15 m3, fyrir víra og krók.
Verð 850 þús.
V-þýskt gígant krókheysi,
árg.1’87,16tonn,lítið
notað. Verð 680 þús.
Tækjamiðlun Islands hf.,
Díldshöföa 8, sími 91-674727.
LANGTÍMALAUSN
SEM ÞÚ LEiTAR AÐ
SPARAÐU VIÐHALD
NOTAÐU ÁL
Mega h/f, Hngjatcigi S, 103 Reylcjavík
Pósthólf 1026, 121 Reykjavík.
Sfmi 91-680606. Fax 91-680208.
miTSUSHiBn
©GQLF
Handtöskur: Lítil kr. 1.480,- Stór kr. 3.560,-
ÚTILÍFt
Glæsibæ - Sími 82922
H!3
3S
GOLFPOKAR
9“ herrapoki, 6 hólfa skipting alveg niður í botn- verð aðeins 8.900,-
I
8“ dömupoki, 6 hólfa skipting alveg niður í botn- verð adeins 6.900,-