Morgunblaðið - 14.06.1992, Side 13

Morgunblaðið - 14.06.1992, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMARiuvMaui: 14. JÚNÍ 1992 Dauðinn klæðir hana vel Leikkonurnar Meryl Streep og Goldie Hawn beijast um sama manninn, Bruce Willis, í nýrri gamanmynd leik- stjórans Robert Zemeckis, sem frægastur er fyrir Aft- ur til framtíðar-myndimar. Gamanmyndin heitir því undarlega nafni Dauðinn klæðir hana vel eða „Death Becomes Her“ og hún er ein af sumarmyndunum vestra í ár. Zemeckis er þekktur fyrir gott vald á rándýrum tæknibrellum sem kemur í góðar þarfir hér því í myndinni tekur Streep inn eitur sem gerir hana unga að eilífu en hliðarverkanir fylgja sem kalla á erfiðar lýtalækningar. Sem betur fer fyrir hana er Willis einn af færustu lýtalæknum landsins. U niversal-kvikmynda- verið hefur sett um tvo og hálfan milljarð króna í myndina og treystir á að Zemeckis hafi varið pen- ingunum í enn eina metsöl- umyndina. Hann segir myndina vera svarta kómedíu um „hégóma- girnd, græðgi, kynlíf, pen- inga, dauðann og ótrúlegar andlitslyftingar". KVIKMYNDIR Hver er lykillinn ad velgengni Propaganda? Úrfólksvagni í kadílakk Sigurjón og Golin; á réttum stað á réttum t.íma. Ótrúlegar lýtalækn- ingar; Streep, Hawn og Willis í hinni svörtu kómedíu Zemeckis. Kevin Kline var boðið hlutverk lýtalæknisins en honum nægðu ekki launin sem voru í boði, 180 milljónir króna. Þannig náði Bruce hlutverkinu. Zemeckis segir myndina marka nokkur tímamót í tæknibrellugerð því í henni séu hlutir sem menn hafi aldrei gert áður, m.a. tölv- ugrafík sem ekki hafi verið reynd fyrr. 17.500 hafa séð Ógnareðli M„Ég lærði bara setning- arnar mínar en Marty og Bob sögðu mér ekkert frá þumal- fingrinum. Þeir eru sjúkir," segir leikkonan unga Juli- ette Lewis um besta atriðið í spennumyndinni Víghöfða þegar De Niro og Lewis eiga stefnumót í litlu skólaleik- húsi. USérstök leikstjóraútgáfa James Camerons á fram- haldsmyndinni „Aliens“ hef- ur verið gefin út. Hún er tuttugu mínútum lengri en frumútgáfan en stærsta viðbótin snýr að einkalífi geimfarans Ripleys, sem Sigourney We- aver leikur. Þegar hún snýr til baka til jarðar eftir 57 ára svefn í geimnum kemst hún að því að dóttir hennar hafi lifað góðu lífi og lát- ist lítil, vinaleg kona f elli. ■Ciint Eastwood er kom- inn aftur í hnakkinn og far- inn að þeysa um sléttumar í nýjustu mynd sinni, vestr- anum „Unforgiven“. East- wood leikur mannaveiðara í myndinni sem eltist við gleði- konumorðingja en með hon- um er Morgan Freeman. MÞað má vera að jólamyod Stjörnubíós í ár verði „A Few Good Men“, sem er réttardrama með stórstjöm- um í hveiju hlutverki, m.a. Tom Cruise og Jack Nic- holson. Leikstjóri er Rob Reiner, sem síðast gerði Eymd en þar á undan Þegar Harry hitti Sally... Alls höfðu um 17.500 manns séð spennumyndina umtöluðu Ognareðii eða „Basic Instict11 um síðustu helgi að sögn Andra Þórs Guðmundssonar rekstrar- stjóra Regnbogans en þá hafði hún verið sýnd í 17 daga og sagði Andri um 90 prósent nýtingu hafa verið á sætaframboði. Þá hafa um 4.000 manns séð svörtu kómedíuna Lost- æti frá Frakklandi, rétt rúmlega 10.000 manns „Freejack“ og um 8.500 Léttlyndu Rósu. Næstu myndir bíósins koma varla fyrr en í júli en þá verður sýndur nýr trylhr John Frankenhei- mers, „Year of the Gun“ með Sharon Stone úr Ógn- areðli og Andew McCarthy. Síðan spennumyndin „De- fenceless" með Barbara Hershey og Sam Shepard en einn framleiðandanna er Taylor Hackford og spennumyndin „White Sands“ með Mickey Ro- urke og Mary Elizabeth Mastrantonio. Mlkll aðsókn; Sharon Stone í Ógnareðli. Nýlega birtist löng og mjögjákvæð grein í bandaríska mánaðarritinu „Details" um Propaganda Films Siguijóns Sighvatssonar og Steve Golins. Þar kemur fram að fyrirtækið velti um sex milljörðum króna á ári og hefur 85 manns í vinnu aðeins sex árum eftir að félagarnir stofnuðu það með sex milljónir króna á milli handanna. Propaganda er orðið eitt stærsta og virtasta fyrirtækið vestanhafs á sviði sjónvarps- auglýsinga og tónlistarmyndbanda en leggur nú æ meiri áherslu á bíómyndagerð. Siguijón og Golin vona að ein af fjórum bíómynd- um sem þeir framleiða í ár verði fyrsta stórgróðamynd fyrirtækisins. í tímaritinu lýsir Sigur- jón því svona: „Þú vilt ekki keyra endalaust um á fólks- vagni. Þig langar í kadílakk." Eftir Arnald Indriðoson í greininni er fjallað stutt- lega um lykilinn að velgengni Propaganda. Það er einfalt mál: Siguijón og Golin voru réttu mennimir á réttum stað á réttum tíma. Árið 1986 duttu þeir niður á þá hug- mynd að stofna fyrirtæki sem sérhæfði sig í gerð tón- listarmyndbanda. Þeir réðu til sín fjóra unga menn sem stóðu framarlega í gerð slíkra myndbanda, David Fincher, Nigel Dick, Greg Gold og Dominic Sena. Sá síðastnefndi kom með nafn á fyrirtækið, Propaganda Films („Mér fannst það fár- ánlegt, það heimskasta sem ég hafði heyrt en ég hafði enga betri hugmynd," er haft eftir Golin). Tónlistarmyndbönd höfðu að sjálfsögðu verið gerð fram að þeim tíma en Propaganda setti meiri pening i fram- leiðslu þeirra og útlit, sem varð vandaðra, fágaðra og kynþokkafyllra eins og segir í greininni. „Við vissum hvað við vorum að gera,“ er haft eftir Golin. „Flestir þeirra sem gerðu tónlistarmynd- bönd gátu ekki hellt uppá kaffi hvað þá meir.“ Fljótlega voru þeir farnir að vinna fyrir Madonnu og fleiri stór nöfn í tónlistariðn- aðinum og með aukinni vel- gengi kom auglýsingagerðin. I dag gerir Propaganda 125 tónlistarmyndbönd á ári og 35 auglýsingar. Tónlistarmyndböndin og auglýsingamar voru æfing- arvöílur fyrir bíóleikstjóra framtíðarinnar en sá sem náð hefur lengst af upprunalega leikstjórahópnum er David Fincher. Hann leikstýrir geimhrollvekjunni „Alien 3 og þykir hafa gert góða hluti þar en hún er fyrsta bíó- myndin sem hann gerir og finnst mörgum hann hafa fengið ótrúleg völd svo ungur og óreyndur í bíó- =? myndum. ^ Propaganda stefnir ~ enn frekar á bíómynda- markaðinn en tökur standa nú yfir á spenn- J' umyndinni „Red Rock West“ með Nicolas Cage og Dennis Hop- £ per, önnur mynd Æ heitir „The Candy- « man“ og sú þriðja c Kalífornía. „Það besta við þennan a! iðnað,“ segir A Siguijón í grein- -e inni, „er að mað- § ur þarf enga § reynslu.„Það 5 eina sem þú i þarft að gera ýj er að prenta ^ nafnspjald." /" íslenskt sjónarhorn á kvikmyndir að eru að verða róttæk kynslóðaskipti í ís- lenskri kvikmyndagerð og mikil geijun á sér stað og því er tímasetningin á blaðinu núna mjög góð,‘ segir Böðvar Bjarki Pét- ursson, ritstjóri nýja tímaritsins Kvikmyndir, sem kom út fyrir helg- ina. Kvikmyndir fjallar um bíómyndir og gerð mynda og í það skrifa um tuttugu manns en megin- hluti efnisins er um íslenskar bíó- myndir og segir Böðvar Bjarki það vera stefnu blaðsins að leggja áherslu á það sem er að gerast í kvik- myndagerð á Islandi. Á meðal efnis í blaðinu má nefna umljallanir um mynd- irnar Veggfóður, Karlakór- inn Heklu, Svo á jörðu sem á himni og Sódómu Reykja- vík en að auki er að fmna gagnrýni á íslenskar mynd- ir, myndbandagagnrýni, franska kvikmyndagerð og þýska, birt «r viðtal við Eggert Þorleifsson leikara og fjallað um Kaurismaki í Finnlandi, Almodóvar á Spáni og svarta kvikmynda- gerð. Böðvar Bjarki segir Kvik- myndir eiga að vera alhliða tímarit um allt sem snýr að kvikmyndagerð; bíómyndir, sjónvarpsmyndir, tónlistar- myndbönd og heimildar- myndir. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að halda úti kvikmyndatímariti en ekki gengið. Af hveiju skyldi það ganga núna? „Ég hef rannsakað önnur blöð og sýnist að það fyrsta, sem Friðrik Þór Friðriksson var með, hafi verið það besta,“ segir ritstjórinn, „og ef eitthvað er líkist Kvik- myndir helst því. Það er mikið lagt í blaðið, vandaðir pennar fengnir til að skrifa og allt efni er séð frá ís- lenskum sjónarhóli og þessi íslenski sjónarhóll held ég að geti skipt mjög miklu máli.“ IBIO Tilvitnanir í ísland og íslendinga í erlend- um bíómyndum eru ekki nýjar af nálinni; í „All the President’s Men“ er vitn- að í heimsmeistaraeinvíg- ið í skák á íslandi, í Fisk- inum Wöndu er ísland nefnt sem brandari í tengslum við hugsanlegt ferðalag, í annarri lakari gamanmynd er talað um mörgæsirnar á íslandi, í „World War 111“ leikur Rock Hudson Bandaríkj- aforseta sem mætir á stórveldafund á íslandi og svona mætti lengi telja. Sjaldnar eru íslending- ar í stórum hlutverkum en þó hefur það gerst tvisvar nýlega með stuttu millibili. í Tvídröngum voru Islendingar drukkn- ir hótelgestir sem héldu vöku fyrir FBI-löggunni Dale Cooper og í „The Player“, nýjustu mynd Roberts Altmans, leikur Greta Scacehi íslenskan málara eins og frægt er orðið og þar má víst finna marga Islendingabrand- ara. íslendingar særast varla af því, a.m.k. ekki eins mikið og þegar dans- og söngvamyndin „Ice- land“ var gerð á stríðsár- unum og olli heilmiklu fjaðrafoki enda gaf hún einkar heimskulega og annarlega lýsingu á lifn- aðarháttum landans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.