Morgunblaðið - 14.06.1992, Page 19
C 19
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1992
ROKK
Iron Maiden
í Grjótinu
Breska þungarokk-
hljómsveitin Iron
Maiden hélt tónleika
í Laugardalshöll 5.
júní sl. við mikinn
fögnuð þeirra ríflega
2.000 áheyrenda sem
sveitina sáu. Eftir
tónleikana fóru sveit-
armenn síðan í Grjót-
ið í Tryggvagötu til
að kasta mæðinni og
blanda geði við aðdá-
endur.
Dave Murray, gítarleikari sveit-
arinnar, með starfsfólki Gijóts-
ins.
Ljósmynd/Hallfríður Jóhannsdóttir
Iron Maiden í Gijótinu.
Fjölmargir tónleikagesta lögðu
leið sína í Gijótið, sem reyndar
er sérstaklega ætlað rokkáhuga-
fólki, til að komast í snertingu við
rokkgoðin, enda er Iron Maiden
með fremstu þungarokksveitum
heims. Þeir fengu líka ósk sína
uppfyllta, því hljómsveitarmenn
voru hinir alúðlegustu og alþýðleg-
ustu, stilltu sér upp til myndatöku
fyrir hvern sem var og árituðu allt
sem að þeim var rétt. Hafði margur
viðstaddra á orði að við annarri eins
hegðan hefðu menn vart búist af
jafn miklum stjörnum.
—--—
Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon
Gert að aflanum
Það þykir ótvírætt merki um að sumarið sé komið er guttarnir
þyrpast niður á bryggju með veiðistangir sínar. Síðustu daga
hafa ungir Ólafsfírðingar stundað veiðiskap af kappi og er þessi
piltur þar á meðal. Það beit á, en vanir menn vilja meina að
þetta sé dæmigerður norðlenskur þorskur; lítill og horaður.
Hann lét það þó ekki á sig fá og var niðursokkinn í að gera
að aflanum þegar Ijósmyndari átti leið hjá.
V
BOSCH
VERKSTÆÐI
Lágmúla 9 sími 3 88 20
• Vélastillingar
• Smurþjónusta
• Rafviðgerðir
• Ljósastillingar
(j|j)OKMSSONHF • Díselverkstæði
Heildsöiudreifing
Vaggan — Akureyri
Ósk — Akranesl
Alvöru föt á börnin