Morgunblaðið - 14.06.1992, Page 24
rnunrnn
Mér sýnist sem ekki allir taki
þetta próf alvarlega?
Ast er...
1-16
ekki minni í skammdeg-
inu.
TM R®g. U.S Pat OH — all nghts reserved
® 1992 Los Angeles Times Syndicate
fHir|iimUðþÍþ
BRÉF HL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
BÖm náttúrunnar
Frá Richardt Ryel:
SÍÐASTA hefti hins virta franska
vikurits L’Express, er að miklu leyti
helgað leifum frumstæðra þjóðflokka
víða um veröld. Menningin, eins og
við köllum hana, þjarmar æ meira
að frumbyggjum Austur-Indíu, Afr-
íku, S-Ameríku og frumbyggjum
(aborgin) Ástralíu.
Að slíta upp blóm og ætla að gróð-
ursetja það á mölina gefst ekki vel.
Þetta er hamingjusamt fólk, sem lif-
ir í náinni snertingu við náttúruna.
Það er heiðarlegt, hreinskilið, frjálst
og áhyggjulaust og það vill fá að lifa
óáreitt og í friði.
Spyrji maður þetta fólk um Péturs-
kirkjuna í Rómaborg eða nýja orgel-
ið í Hallgrímskirkju verður því vafa-
laust svarafátt. Það þarf heldur ekki
að vita þetta. Okkur Vesturlandabú-
um hættir við að vanmeta fólk, þekk-
ingu þess og lifnaðarhætti. Við höf-
uni mikið rétt tileinkað okkur mikinn
lærdóm um allt milli himins og jarð-
ar. Við erum að þessu leyti eins og
tölvur sem eru mataðar daginn lang-
an með alls konar upplýsingar um
ólíklegustu efni.
Að oft við fáum þembu og gengur
oft illa að melta allan þennan lærdóm
er svo annað mái. Já, við vitum
meira, en lærdómur og þekking er
ekki sama og vit og gáfur, það sést
best á því hve þekkingin er oft mis-
notuð. Óhamingja okkar stafar e.t.v.
einmitt af þessu. Hvað athygli, eftir-
tekt og almenna skynsemi snertir
standa hinir frumstæðu þjóðflokkar
okkur jafnfætis. Við höfum ekki
þroskast að sama skapi og við höfum
tileinkað okkur hina vélrænu þekk-
ingu.
I dag vilja menn vita, eiga menn
að vita, þurfa menn að vita. Immanu-
el Kant (1724-1804) einn mesti
hugsuður og heimspekingur verald-
arsögunnar sagði. „Eg er ekki annað
en gömul gæs, gömul gæs sem ekk-
ert veit.“ Hver þorir að segja það í
dag að hann viti ekki neitt?. Lao Tse
(500 f.Kr.) höfundur Taiosmanns
sagði. „Sá sem talar veit ekki, og
sá sem veit talar ekki. (Sá sem skrif-
ar, skrifar af því hann veit ekki bet-
ur. R.R.)
Nú þegar borgarmúrar Jeríkó-
borgar eru hrundir og borgin ijúk-
andi rústir einar riðar allt til falls.
Nasismi, fasismi, kommúnismi, „soc-
ialismi", „idealismi", „humanismi",
„nationalismi“ já, siðgæðið, trúin og
sjálfur Guð. Ekkert er lengur sjálf-
sagft, né mönnum heilagt.
Því renna menn aftur hýru auga
til hinna frumstæðu þjóðflokka. En
eins og þeir myndu þrífast illa á
mölinni eins myndum við vafalaust
heldur ekki una því til lengdar að
striplast berrössuð um í frumskógum
S-Ameríku. En á rústum „idealis-
mans“ og óskhyggjunnar erum við
þegar farin að byggja upp raunhæf-
ari heim. Heim sem rúmar bæði
fijálsræði, skoðana- og fundafrelsi,
tjáningarfrelsi, og sem sér jafnframt
fyrir efnahagslegu öryggi okkar.
Hættan í dag er ekki sú að vita ekki,
að hafa ekki fastmótaða skoðun.
Hið lifandi
orð Guðs
Frá Einari Ingva Magnússyni:
ALLTOF lítill gaumur er gefinn að
hinum æðri mætti og orði hans í
heilagri ritningu. En þó við mennim-
ir gleymum Guði á annríkum stund-
um dagsins, þá minnist Guð okkar
og hversu ófullkomnir við erum, eða
eins og segir í sálmi 103: „Því að
hann þekkir eðli vort, minnist þess,
að við erum mold.“ En jafnvel þó
við séum smáir og forgengilegir, þá
gætir Guð okkar, sem sjáaldurs auga
síns, og enginn fær slitið okkur úr
hendi hans, eins og segir í hans heil-
aga orðL „Dýr er í augum Drottins
dauði dýrkenda hans,“ segir einnig
í sálmi 116:15
Þetta vissi sá frægi Ameríkumað-
ur, sem var á leið í orrustu, en bað
til Guðs síns með þessum orðum: Þó
ég gleymi þér, vilt þú þá ekki gleyma
mér.
Annríki hversdagsins, skemmtanir
fríhelganna og léttlyndi tómstund-
anna; allt virðist þetta beina hugum
vorum frá sjálfum lífgjafanum mikla.
Hollt væri okkur að minnast trúfesti
undangenginna kynslóða trúsystkina
okkar, sem sungu með Davíð sálrha-
skáldi: „Þakkið Drottni, því að hann
er góður, því að miskunn hans varir
að eilífu.“ Sálm. 107:1. Á öðrum stað
segir Davíð: „Ég vil ljóða um Drottin
meðan ég lifí, lofsyngja Guði mínum
meðan ég er til.“ Sálm. 104:33.
Þetta mættum vér svo sannarlega
taka okkur til fyrirmyndar, sú kyn-
slóð, sem er of upptekin við að afla
sér eigna, sem mölur og ryð eyðir,
Hættan í dag stafar eins og endra-
nær frá þeim sem „vita betur“, þeim
sem „ætla að frelsa heiminn", þess-
um eih'fðar „mannvinum“ sem bera
hag þinn og minn svo mjög fyrir
bijósti.
Hverfum aftur til náttúrunnar.
Rótleysi okkar sem búum á mölinni
stafar af því að við erum slitin úr
tengslum við náttúruna.
Maðurinn er afsprengi náttúrunn-
ar. Náttúran er eins og opin bók sem
allir skilja. Við erum öll börn náttúr-
unnar. Þekktu þinn eigin uppruna
og þú munt betur skilja þitt eigið eðli.
RICHARDT RYEL,
Sollerod park 12, 1-17,
2840 Holte,
Danmörku.
í staðinn fyrir varanlega fjársjóði á
himnum. En með hveiju getur maður
haldið vegi sínum hreinum, spurði
sálmaskáldið, og gaf svarið strax frá
Guði komið: „Með því að gefa gaum
að orði þínu.“ Sálm. 119:9. Það ætt-
um við kristnir menn að gjöra jafn
oft og við neytum veraldlegrar fæðu,
minnugir orða Krists, er hann sagði:
Minn matur er að gjöra vilja Guðs,
og fullkomna verk þess er sendi mig.
Að gefa orði Guðs gaum og leyfa
þeim sem fræjum að festa rætur í
hjörtum vorum, þar til þau ná að
vaxa og bera ávexti til blessunar
náunga okkar. Með því förum við
að uppfylla hið nýja boðorð Krists:
Allt sem þér viljið að aðrir menn
gjöri yður það skuluð þér og þeim
gjöra.
í ritningunni segir: Orðið varð
hold og bjó með oss. Það er, Kristur
Jesús, hann sem sagði: Ég er vegur-
inn, sannleikurinn og lífíð. Þess
vegna hefur orð Guðs svo oft verið
nefnt lifandi orð, eins og raunar
Nýja testamentið er kallað, sem er
endursagt á daglegu máli í útgáfu
Arnar og Örlygs frá árinu 1979.
Þetta ættu þeir að hafa hugfast,
sem ekki enn hafa játast Kristi, og
vér raunar allir, því alla skortir Guðs
dýrð og allir þarfnast hjálpræðis
hans. í orði Guðs er að finna leið-
sögn til lífshamingju bæði í þessum
heimi og í hinum komandi. Jafnvel
vill Davíð meina, að sjálft orð Guðs
sé okkur mönnunum svo nauðsyn-
legt, að hann kveður í sálmi 119,
nokkuð sem vér dauðlegir menn ætt-
um að gefa alvarlega gætur að, og
er á þessa leið: „Þetta er huggun
mín í eymd minni, að orð þitt lætur
mig lífí halda.“
EINAR INGVI MAGNÚSSON,
Heiðargerði 35, Reykjavík.
HOGNI HREKKVISI
Víkverji skrifar
Skýrt var frá því í fréttum að
maður sá, er bera átti íslenska
fánann við setningu Ólympíuskák-
mótsins í Manila, hafí haft á orði
að hann myndi nota fánastöngina
til þess að reka Corazon Aquino,
forseta Filippseyja, á hol. Öryggis-
verðir tóku þau ummæli alvarlega
og meinuðu manninum inngöngu í
salinn. Kom fyrir ekki sú skýring
hans að hann hafi aðeins verið að
gantast. Trúlegt er þó að svo hafi
verið en hér var engin áhætta tekin.
xxx
rásögn þessi rifjaði upp atvik,
er Víkveiji varð vitni að á
Heathrow-flugvejli í London fyrir
tveimur árum. Á leið út í flugvél
spurði vörður mann, sem var næst-
ur á undan Víkveija, hvað hann
væri með í handtöskunni. „Það eru
nú bara nokkrar skammbyssur,"
svaraði maðurinn og glotti. Við-
brögðin voru snögg, manninum var
umsvifalaust kippt út úr röðinni,
og nú var annar kominn þeim fyrri
til aðstoðar.
„Hvað, ætlið þið ekki að líta í
töskuna?" spurði maðurinn og var
enn hinn brattasti. „Ekki hér, góði
minn,“ var svarið, „þú kemur með
okkur inn á skrifstofu, þar sem
málið verður rannsakað.“ — „Já en
vélin er að fara og ég má ekki
missa af fluginu.“ — „Það er þitt
mál en ekki okkar. Kannski hefð-
irðu átt að hugsa um það fyrr.“
Síðan var maðurinn leiddur burt
og var nú ekki eins borubrattur og
I fyrstu.
Þetta sannfærði Víkveija um að
þótt einhveijum finnist gamanmál
að gera smáat í öryggisvörðum
snýr málið öðruvísi við frá þeirra
bæjardyrum, þeim er ljós alvara
málsins og þola illa gálgahúmor.
Þess má geta að umræddur
„byssumaður" missti ekki af fluginu
sínu. Hann smaug inn í vélina rétt
fyrir brottför, en það hefði hann
ekki gert ef ekki hefði orðið þriggja
stundarfjórðunga seinkun.
xxx
Fyrst eftir að ráðhúsið var tekið
í notkun virtist gangstéttin við
húsið almennt notuð sem bílastæði.
Samkvæmt merkjum mega þó lang-
ferðabílar einir staldra við þar á
stéttinni, en þá væntanlega aðeins
á meðan farþegar eru að fara í þá
eða úr. Eitthvað hefur þó dregið
úr þessu, en Víkveiji hefur aldrei
átt svo leið um Vonarstræti að einn
eða fleiri mannlaus bíll hafi ekki
verið þar á stéttinni.
Skortur á bílastæðum veldur ekki
þessu háttalagi, að minnsta kosti
hefur Víkveiji aldrei orðið þess var
að stæðið handan götunnar væri
fullsett. Auk þess eru bílastæði í
kjallara ráðhússins, en þau eru ef
til vill aðeins fyrir starfsfólk borgar-
innar.
Víkveiji kann illa við þessar bíla-
stöður á gangstéttinni við ráðhúsið
— og hann er ekki einn um það.