Morgunblaðið - 14.06.1992, Síða 26
26 C
MÓRduNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 14
. JÚNÍ 1992
KSKUMYNDIN...
5R AFHERÐIMAGNÚSSYNI, SÖLUSTJÓRA OGKNATTSPYRNUMANNl
ÚRMYNDASAFNINV...
ÓLAFUR K. MAGNÚSSON
Metnaðar-
fiillur
og tapsár
MÓÐIR hans segir hann hafa verið komin
með fótbolta á tærnar þriggja ára. Faðirinn,
sem þá var markmaður í handboltaliði FH-
inga, var duglegur við að taka son sinn með
á æfingar og fljótlega var piltur farinn að
aefa. Sex ára gamall fluttist hann i Slétta:
hraunið. Þar myndaðist góður hópur sem
hafði íþróttir sem eitt af sínum aðaláhuga-
málum. Hann segist vera FH-ingur í húð og
hár. Gífurlegur rígur hafi verið milli Hafnar-
fjarðarliðanna tveggja á sínum æskuárum
og hafi bekkirnir í skólanum gjarnan skipst
upp í FH-inga og Haukara. „Það var því
ekki farandi í skólann eftir tap gegn Haukum
sem þótti hin mesta hneisa fyrir FH-inga.
Nú ber ekki eins mikið á þessari hörðu sam-
keppni. Við erum að komast á siðmenntaðra
plan hvað þetta varðar,“ segir Hörður Magn-
ússon, markakóngur fyrstu deildar í knatt-
spyrnu undanfarin þrjú ár.
Hörður er frumburður foreldra
sinna, Elísabetar Sonju Harð-
ardóttur og Magnúsar Ólafssonar,
útlitsteiknara og skemmtikrafts.
Sveinninn ungi leit dagsins Ijós á
Fæðingarheimili Reykjavíkur 19.
febrúar 1966 og er því 26 ára gam-
all. Næstelstur er Rósmundur, sem
kom í heiminn fimm árum síðar. Auk
hans á Hörður systurina Sonju
Maggýju, 8 ára, og bróðirinn Hjalta
Frey, 2 ára. Hörður segir að bræð-
umir hafi ekki leikið sér neitt að
ráði saman vegna aldursmunarins.
„Ætli megi ekki segja að ég hafi
verið dekurbamið og því kannski
ekki neitt sérstaklega góður eldri
bróðir," segir Hörður.
Út á hinn fijálsa vinnumarkað fór
Hörður að afloknu stúdentsprófi frá
Flensborg 1987 með smáviðkomu í
lögfræðideild HÍ. „Annars ætlaði ég
mér ailtaf að verða íþróttakennari,
en lífið þróast víst oft öðruvísi en
maður ætlar.
Síðustu tvö
árin hefur
Hörður starf-
að sem sölustjóri fyrir myndbanda-
deild Háskólabíós.
Hörður er sagður hafa verið þæg-
ur krakki og mikill mömmustrákur,
metnaðarfullur og kannski einum
of tapsár. Á hinn bóginn væri hann
„í skýjunum" þegar vel gekk. „Það
má segja að það sé ekkert millistig.
Annaðhvort er maður miður sín eða
ekki. Hins vegar er afskaplega mis-
jafnt hvemig menn taka ósigri.“
Hörður hafði einskonar fyrirliðahlut-
verki að gegna í sínu hverfi. Það
var hann sem safnaði strákunum
saman í lið svo hægt væri að skora
önnur strákalið á hólm. Auk íþrótta-
áhugans þótti Hörður frambærilegur
skákmaður í æsku og náði hann
þeim árangri að verða skóla-
meistari í skák í Lækjarskóla
þegar hann var í áttunda bekk.
„Pabbi tók mig með sér á skák-
einvígi Fishers og Spasskíjs sem hér
var haldið árið 1972 og upp úr því
kviknaði áhuginn, eins og hjá svo
mörgum öðrum.“ Þegar Hörður er
að því spurður hvort hann hafí ekki
gert af sér einhver strákapör, segir
hann: „Ég held, satt best að segja,
að ég hafi ekki verið neitt sérlega
hugaður ungur maður. Ætli ég hafi
ekki frekar verið í því að æsa félaga
mína upp í einhverja vitleysu, bjöllu-
at og slíkt, en labbað svo sjálfur í
burtu þegar til átti að taka.“
Þess má til gamans geta að Hörð-
ur mun ganga í það heilaga í Víði-
staðakirkju 4. júlí nk. og er tilvon-
andi eiginkona hans Delia Kristín
Howser.
Fyrsta sigurliðið
Knattspyrnuvertíðin er hafin af
fullum krafti og má segja að
íslenska karlalandsliðið hafi gefið
tóninn með glæsilegum sigri á Ung-
veijum í Búdapest á dög-
unum. Af því tilefni birt-
um við mynd af fyrsta
sigurliði íslands i knatt-
spyrnu. Það sigraði Finna
á Melavellinum 2. júlí
1948. í frásögn Morgun-
blaðsins af leiknum segir
m.a. að strekkingskaldi
af vestan hafi verið á vell-
inum þegar leikurinn hófst og hafi
leikmönnum veist erfítt að hemja
knöttinn og var fyrri hálfleikur til-
þrifalítill ef marka má eftirfarandi
klausu: „Fyrri hálfleikur endaði 0:0
og voru það sanngjörn úrslit, enda
var varla hægt að segja, að mörkin
kæmust nokkum tíma í hættu og
varla hafði sést móta fyrir góðri
knattspyrnu þegar hér var komið.“
- Mörkin komu svo í lok leiksins og
um það segir m.a.: „Þegar um 6
mín. eru eftir af leik 'fá íslendingar
aukaspyrnu sem Sæmundur Gíslason
spyrnir fyrir mark Finna, en Ríkharð-
ur kemst inn úr vöminni með knött-
inn og skorar með óveij-
andi skoti.../ Þegar um 2
mín. eru eftir af leiknum
gera íslendingar upp-
hlaup sem endar með því
að Ríkharður spyrnir að
marki en vinstri bakvörð-
ur Finna stýrir knettinum
í markið. Leikurinn end-
aði því 2-0 fyrir íslend-
inga og verðskulduðu þeir úrslitin."
- Hér er engu við að bæta en við
birtum einnig myndir af tveimur
fræknum knattspyrnuliðum þar sem
nokkrir af landsliðsmönnunum koma
við sögu, liði Vals og KR frá því um
miðja öldina. Myndin af Valsliðinu
var tekin 1956, af eins konar „old
boys“ liði félagsins, sem lék gegn
gullaldarliði Skagamanna en beið
ósigur með fimm mörkum gegn
tveimur.
Fyrsta sigurlið íslands í knattspyrnu, sem lagði Finna að velli 2.
júlí 1948. Aftari röð frá vinstri: Olafur Hannesson, Einar Halldórs-
son, Sigurður Ólafsson, Ríkharður Jónsson, Sveinn Helgason og
Ellert Sölvason (Lolli í Val). Fremri röð frá vinstri: Sæmundur Gísla-
son, Karl Guðmundsson, Hermann Hermannsson, Hafsteinn Guð-
mundsson og Gunnlaugur Lárusson.
SVEITIN MÍN ER____
LANGIDALUR ÍAUSTUR HÚNA VATNSSÝSLU
Úr Langadal.
„Heima eru veturnir bjartari
og kaldari og sumrin kyrrari
og hlýrri en hér fyrir sunnan,“
segir Jón Pétur Líndal sveitar-
stjóri Kjalameshrepps, en hann
er frá Holtastöðum í Langadal.
Fjölskylda Jóns Péturs hefur
búið að Holtastöðum í fjóra
ættliði. „Sá hluti Langadalsins
sem ég þekki best er austan
Blöndu og undir LangadalsQall-
inu. Áin er vatnsmikil og skiptir
sveitinni, enda hvergi brúuð í
dalnum. Blanda er ekki alvond
því á bökkum hennar er nóg af
góðri möl og sandi til mannvirkja-
gerðar," segir Jón Pétur.
Langadalsfjallið freistaði til
uppgöngu. „Ég fór oft á fjallið,
bæði í girðingarvinnu, beijamó
og göngur á haustin. Þá notaði
ég gjaman tækifærið til að fara
alla leið upp á brún. Þaðan er
Jón Pétur Líndal.
víðsýnt vestur alla sýsluna og
langt út á Húnaflóa."
Frá bemskuárum finnst Jóni
Pétri miklu muna um bættar sam-
göngur. „Þegar ég var krakki man
ég ekki eftir vetrarferð öðmvísi
en að það væri bamingur. Vegur-
inn bæði niðurgrafinn og einstak-
lega hlykkjóttur, varla beinn kafli
svo næmi heilli bíllengd."
Holtastaðir em kenndir við
Holta ísröðarson landnámsmann.
Þar er bændakirkja og hafa ábú-
endur verið bændur, sýslumenn
og prestar. Þá er ótalinn frægur
glæpamaður, Holtastaða-Jóhann.
Við síðustu aftöku í Vatnsdalshól-
um er sagt að sýslumaður hafi
hvatt hann til að standa nálægt
höggstokknum og sagt: „Illum
skálkum til viðvömnar, blessaður
Jóhann, komdu nær.“
ÞANNIG ...
RÆKTAR KOLBRÚN FINNSDÓTTIR KRYDD
Morgunblaðið/Sverrir
Kolbrún er með yfirbyggðar svalir, þar sem hún ræktar mikinn hluta
af kryddinu.
Nytjarækt
semgleð-
uraugað
„Þetta er áhugamál sem hefur
svo sannarlega undið upp á sig,“
segir Kolbrún Finnsdóttir. Hún
hefur mikinn áhuga á ræktun
nytjaplatna, sérstaklega krydds,
og nú er svo komið að Kolbrún,
sem starfaði að ferðamálum i 25
- ár, hefur sótt um inngöngu í
Garðyrkjuskóla ríkisins í Hvera-
gerði.
Mest er umfang kryddræktunar-
innar hjá Kolbrúnu en auk
þess ræktar hún t.d. tómata í stofu-
glugganum og salat á svölunum og
hefur sett niður alls konar ávaxta-
steina í von um að þeir vaxi upp
og beri ávöxt. En kryddið ræktar
hún bæði innandyra og utan.
„Ég kaupi kryddfræ í blómabúð-
um og set í bakka snemma á vorin,
I mars/apríl, þegar fer að birta
sæmilega. Þegar hitinn er kominn
vel yfir frostmark, í um 8-10 stig,
umpotta ég, eða dreifplanta eins
og það kallast. Þá set ég 2-4 plönt-
ur í venjulega blómapotta og kem
þeim fyrir í sólríkum gluggum, á
yfirbyggðum svolum hjá mér og
harðgerðustu plönturnar, t.d. stein-
selju og graslauk, set ég út í garð,
á skjólsælan stað. Eftir einn til tvo
mánuði er hægt að nota kryddið."
Kolbrún segist hafa mjög gaman
af kryddræktinni og hún eyðir tals-
verðum tíma í hana enda þarf að
vökva plönturnar vel. „Ef sólskin
er, verður að vökva daglega. Maður
er því bundinn yfir kryddinu, rétt
eins og börnum."
Meðal þess sem Kolbrún ræktar,
er basilíka, salvía, rósmarín, lavend-
el, oreganó og estragon. Hún segir
kryddjurtirnar ná um 25-30 sm hæð
er líður á sumarið. Sumar þeirra
t.d rósmarín verði fallegur smá-
runni á meðan óreganó sé ris-
minna. Þá sé lavendel mjög fallegt,
ekki síst ef það blómstri, en þá
nýtist jurtin ekki eins vel sem krydd.
Plönturnar geta verið í pottunum
fram á haust og þegar nota á krydd-
ið er einfaldlega klippt af plönt-
unni. Þegar líður að hausti er gott
að þurrka kryddið. „En best er
kryddið auðvitað ferskt, það er
óskaplega gott t.d. í salöt og ýmsan
ítalskan mat. Kryddrækt og áhugi
á matseld eru áhugamál sem fara
ákaflega vel saman.“