Morgunblaðið - 15.07.1992, Blaðsíða 4
%
Sfwii Iiiíii. «r.r JWO/RfluíSíVfflv. ‘diMfVvKíX JauíW.
—MORGUNBLAÐIÐ- MIBVIKUDAGUR' 15: -JUtf '1992 - ’
Húsavík;
„Blátt lón“ á Háhöfða?
Húsavík.
NOKKRIR Húsvíkingar, sem þjáðst hafa af exemsjúkdómnum
psoriasis hafa bundist samtökum um að gera tilraun til að halda
sjúkdómnum í skefjum með böðum í vatni úr borholu sem stað-
ið hefur 30 ár ónotuð á Húsavíkurhöfða. Svo sem kunnugt er
hafa margir fengið bót meina sinna í Bláa lóninu við Grindavík
og er vonast eftir sama árangri hér.
Á árunum 1960 og þar á eftir
voru gerðar ýsmar tilraunir til
að finna nothæft vatn fyrir hita-
veitu á Húsavík, þar sem vitað
var að undir bænum væru heitar
lindir. Víða fannst vatn og þá
einna álitlegast á svokölluðum
Háhöfða á Húsavík og fannst þar
yfír 65 gráðu heitt vatn, en við
rannsóknir kom í ljós að það var
sævi blandað og öðrum efnum
svo holan var ekki talin hæf til
notkunar fyrir hitaveitu og var
henni því lokað og þar með hætt
borunum og síðar ráðist í hita-
veituframkvæmdir með leiðslu
frá Hveravöllum.
Nú eftir 30 ár hafa áhuga-
menn ákveðið að gera tilraun
með böð úr þessari hoiu og hafa
þeir fengið stór ostaker sem
Mjólkursamlag KÞ hefur gefíð
og komið þeim fyrir við holuna
sem er á Háhöfðanum rétt sunn-
an við Laugardalinn. Rafveita og
Hitaveita hafa stutt málið og
búningsklefínn er í vinnuskúr frá
bænum og nú hafa sjúklingarnir
hafið regluleg böð úr þessu vatni.
Vatnsyfírborðið er á 17 metra
dýpi en vatninu dælt upp af 27
metrum og er það 65 gráðu heitt
en í baðkerinu er það um 35 stiga
heitt.
Áður en þessi tilraun hófst
fóru hinir sjúku í læknisskoðun
og myndatöku og verður fylgst
með tilraunum af hálfu lækna.
Haukur Ákason og Jón Ásberg
Salomonsson hafa haft aðal-
göngu um þessa framkvæmd.
Jón Ásberg segir að fram til
þessa hafi tilraunin verið jákvæð
en hún hefur enn staðið stutt og
ekki sé neitt hægt að segja til
um árangur fyrr en þetta hefur
Morgunblaðið/Silli
verið fullreynt sem ætlunin er
að gera.
- Fréttaritari.
VEÐUR
—
L
A
ÍDAGkl. 12.00
HeimiW: Veðuretofa íslands
(Bygg! é veöurspá kl. 16.16»gœr)
Breytingar á greiðslu fyrir lyf 1. ágúst;
Hlutfallsgreiðslur
í stað fastagjaids
Sjúklingar greiða 25% af lyfjaverði upp að 3000 kr.
SJUKLINGAR koma til með að greiða 25% af verði hvers lyfs upp
að ákveðnu þaki samkvæmt reglugerðarbreytingum sem taka giidi
1. ágúst nk. Á sama tíma tekur í gildi breyting á reglugerð um
gerð lyfseðla og ávísanir lyfja, afgreiðslu þeirra og merkingu. Áætl-
að er að kostnaður vegna samheitalyfja lækki um 100-200 milljónir
króna með þessum breytingum. Breytingar þessar voru unnar í sam-
ráði við fulltrúa frá ASÍ, BSRB, og KÍ.
VEÐURHORFUR I DAG, 15. JULI
YFIRLIT: Skammt suðvestur af landínu er 1017 mb hæðarhryggur, sem
þokast norðaustur.
SPA: Hægviðri eöa norövestan gola. Skýjað með köflum vestanlands
en annars léttskýjað eða heiðskfrt. Hiti 12-20 stig, hlýjast suðaustan-
og austanlands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FIMMTUDAG: Hæg breytileg eða austlæg átt og þurrt um
allt land. Þokuloft við austurströndina en annars léttskýjað. Fremur hlýtt.
HORFUR Á FÖSTUDAG: Austanstrekkingur og rigning á Suður- og
Austurlandi en þurrt og nokkuö bjart norðvestantil. Heldur kólnandi um
suöaustanvert landið.
Svarsími Veðurstofu (slands — Veðurfregnir: 990600.
Ö :Qk :Qk
Heiðskírt
r r r
r r
r r r
Rigning
Léttskýjað
* r *
* r
r * r
Slydda
Hálfskýjað Skýjað Alskýjað
* * *
* *
* * *
Snjókoma
V
Skúrir Slydduél
$
V
Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og f|aðrirnar vindstyrk,
heil Ijöður er 2 vindstig.^
10° Hitastig
V Súld
= Þoka
stig-.
FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 (gær)
Allir helstu vegir um landið eru nú greiöfærir. Fært er nú á fjallabílum
um mestallt hálendið. Þó eru eftirtaldar leiðir enn lokaðar: F78, úr Lauga-
felli í Kiðagil; Stórisandur og Hlöðuvallavegur. Uxahryggir og Kaldidalur
eru opnir allri umferð. Suðurlandsvegur verður lokaður vegna malbikun-
ar frá klukkan 19.00 til klukkan 7.00 á 4 km kafla, milli Lækjarbotna og
Bláfjallaafleggjara, næstu þrjár nætur (aðfaranótt miðvikudags, fimmtu-
dags og föstudags). Gamli Suðurlandsvegurinn hefur verið lagfærður
og verður umferð því beint um hann meðan á framkvæmdum stendur.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og
í grænni línu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hiti veftur
Akureyri 17 léttskýjað
Reykjavík 9 skýjað
Bergen 14 skúr
Helslnki 22 skýjað
Kaupmannahöfn 18 skúr
Narssarssuaq 11 léttskýjað
Nuuk 3 þoka á síð. klst.
Ósló 19 skýjað
Stokkhólmur 16 rigning
Þórshöfn 11 léttskýjað
Algarve 31 heiðskfrt
Amsterdam 18 skýjað
Barcelona 24 heiðskfrt
Bcrlín 19 rignlng
Chicago 21 alskýjað
Feneyjar 25 skýjað
Frankfurt 20 skýjað
Glasgow 18 skýjað
Hamborg 19 hálfskýjað
London 19 rigning
Los Angetes 21 alskýjað
Lúxemborg 16 skýjað
Madrid 33 léttskýjaö
Malaga 29 heiðskírt
Mallorca 27 iéttskýjað
Montreal 18 rigning
New York 23 léttskýjað
Oriando 24 iéttskýjað
Parfs 22 skýjað
Madeira 21 alskýjað
Róm 27 heiðskfrt
Vín 25 léttskýjað
Washington 27 heiðskfrt
Winnipeg 16 léttskýjaö
Sighvatur Björgvinsson, heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra,
kynnti í gær breytingar á reglu-
gerðum sem fela í sér að hlutfalls-
greiðslur eru teknar upp í stað
fastagjalds í afgreiðslu lyfja. Sam-
kvæmt þessum breytingum greiðir
sjúklingur 25% af verði hvers lyfs
upp að kr. 3.000 en elli- og örorku-
lífeyrisþegar greiða 10% af verði
hvers lyfs upp að kr. 700. Með
þessum reglugerðarbreytingum er
fellt niður fastagjald sjúklings sem
hefur verið kr. 850 og kr. 250, eða
kr. 500 ogkr. 150 fyrir bestukaupa-
lyf. Þessar breytingar ná einungis
til þeirra lyfja sem áður báru fasta-
gjald en lyf sem hafa verið greidd
að fullu af almannatryggingum
verða það áfram.
Samkvæmt þessum reglugerðar-
breytingum verður Tryggingastofn-
un ríkisins heimilt að binda
greiðsluþátttöku sína við ódýrasta
samheitalyfíð hveiju sinni. í sér-
stökum tilfellum er mögulegt að fá
lyf, sem áður báru fastagjald, á
lyfjakort og lækkar þá greiðsluþak
og hlutfallsgreiðsla um helming.
Fram kom í máli heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra að tilgang-
urinn með þessum aðgerðum væri
sá að ná fram auknum sparnaði í
lyfjakostnaði um leið og tilkostnað-
ur sjúklinga lækkaði. Með þessum
breytingum er reynt að stuðla að
því að breyta lyfjakaupum til ódýr-
ari lyfja. En með vali á greiðsluhlut-
falli og þaki er stefnt að því að
kostnaður sjúklings aukist ekki að
meðaltali miðað við óbreytta neyslu.
Þessum reglugerðarbreytingum
fylgir sú kvöð á lækna að taka fram
á nýrri útgáfu lyfseðilseyðublaða
hvort þeir heimili afgreiðslu ódýr-
asta samheitalyfs þess sérlyfs sem
er ávísað. Ef þetta er ekki gert er
lyfseðill ógildur. Þegar læknir heim-
ilar afgreiðslu á ódýrasta samheita-
lyfinu verður lyfjafræðingur að af-
henta það samkvæmt þessum regl-
um. Áætlað er að lyfjakostnaður
vegna samheitalyfja lækki um
100-200 milljónir króna með þess-
um breytingum. En ef þessum regl-
um verður fylgt út í æsar gæti lyfja-
kostnaður lækkað um 500 milljónir
króna á ári.
Hinir nýhönnuðu lyfseðlar gefa
kost á allt að fjórum afgreiðslum á
sama lyfseðli. Með þessu móti spar-
ar sjúklingur ekki einungis ferðir
til læknis heldur hefur hann einnig
möguleika á að dreifa greiðslum
fyrir lyf yfir lengri tímabil.
Styttan af Nonna;
Var um tíma í lestrarsal
Borgarbókasafnsins
STYTTA Nínu Sæmundsson af Nonna frá árinu 1958 er enn ófund-
in. Nú hefur komið fram að styttunni var komið fyrir í lestrarsal
Borgarbókasafnsins í Þingholtsstræti 27 árið 1977 og var hún þar
um tíma. Tilgáta sú að styttan hafi eyðilagst í bruna sem varð í
vöruskemmum Eimskipafélagsins á sjötta áratugnum reyndist því
tilhæfulaus.
Við eftirgrennslanir Önnu Snor-
radóttir um afdrif styttunnar kom
í ljós að í september 1977 var tek-
inn gluggi úr lestrarsal Borgar-
bókasafnsins til þess að koma stytt-
unni inn í salinn. Verkbeiðni þar
um hefur fundist í skjölum Borgar-
bókasafns. Starfsmenn safnsins
muna eftir styttunni í lestrarsalnum
en ekki hefur fengist staðfest hve
lengi listaverk Nínu stóð þar né
heldur hvert það var flutt þaðan.
Styttunnar hefur verið leitað 5
geymslum Reykjavíkurborgar á
Korpúlfsstöðum en án árangurs.