Morgunblaðið - 15.07.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.07.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JUU 1992 21 Tillögur um aðgerðir til hjálpar loðdýrabændum: Stofnlánadeild af- skrifi helming lána NEFND á vegum þingflokka ríkisstjórnarinnar leggur til að stjórn- völd beiti sér fyrir almennum aðgerðum til aðstoðar loðdýrabænd- um, m.a. með niðurfellingu skulda samtals að fjárhæð um 1.150 milljónir kr. Stofnlánadeild landbúnaðarins verði gert að fella niður helming lána til loðdýraræktarinnar og að ríkissjóður leggi fram fé til greiðslu á lánum með ríkisábyrgð. Lán loðdýraræktarinnar í Stofnlánadeild eru samtals tæpar 1.700 milljónir og er því gert ráð fyrir að deildin afskrifi tæpar 850 milljónir kr. I afskriftasjóði Stofnlánadeildarinnar eru nú 680 milljónir kr. þannig að sjóðurinn myndi tæmast og auk þess étast 170 milljónir af eigin fé deildarinn- ar er er nú um 1.800 milljóiiir. Nefnd stjórnarflokkanna tók til umfjöllunar skýrslu um stöðu loð- dýraræktarinnar og tillögur til úr- bóta sem unnin var á vegum land- búnaðarráðherra. Gerir hún tillögur fyrri nefndarinnar í mörgum atriðum að sínum nema hvað hún leggur til að Stofnlánadeild afskrifi stærri hluta loðdýralánanna en áður var lagt til. Halldór Blöndal landbúnað- arráðherra lagði tillögurnar fram til kynningar á ríkisstjórnarfundi í gær og í framhaldi af því verða þær lagð- ar fyrir þingflokka stjórnarflokk- anna. í áliti nefndarinnar segir að hið opinbera og samtök bænda hafi hvatt bændur sérstaklega til að hefja loð- dýrarækt og þeir beri því verulega ábyrgð á því hvernig komið er. Fram kemur að tillögurnar miða að því að fram fari nauðasamningar í greininni í tengslum við afskrift hluta af lánum loðdýrabænda. Talið er að skuldir loðdýraræktarinnar séu um 3,5 millj- arðar kr. Auk afskrifta á helmingi lána Stofnlánadeildar leggur nefndin tii að ríkissjóður leggi fram fé til greiðslu á skuldbreytingalánum loð- dýrabænda sem veitt voru með ríkis- ábyrgð, samtals um 300 milljónir kr. Lagt er til að þeim tilmælum verði beint til sveitarfélaga að þau gefi eftir eða lækki kröfur sínar vegna fasteignaskatts og aðstöðugjalds sem í vanskilum eru hjá loðdýra- bændum. Þá er lagt til að um frek- ari aðgerðir verði ekki að ræða af hálfu stjórnvalda. Miðað er við að aðgerðirnar nái bæði til starfandi loðdýrabænda og þeirra sem hætt hafa starfsemi. Halldór Blöndal sagðist í gær vilja beita sér fyrir því að málið verði leyst á grundvelli álits nefndarinnar. Hann vakti athygli á því að ekki væri um að ræða nýtt lánsfé, heldur aðeins viðurkenningu á þeim staðreyndum að ótrygg veð væru fyrir lánum loð- dýrabænda. Sagði landbúnaðarráð- herra að tillögurnar væru gerðar í trausti þess að hluti loðdýrabænda muni koma fótunum undir sig á nýj- an leik. Leifur Kr. Jóhannesson fram- kvæmdastjóri Stofnlánadeildar land- búnaðarins sagði að tillögur nefnd- arinnar yrðu lagðar fyrir stjórn deild- arinnar þegar þær bærust. Hann sagði að gert væri ráð fyrir meiri afskriftum skulda við deildina en áður hefði verið talað um. Sagði hann að mörg bú skulduðu 8-12 milljónir kr. og ljóst að hluti skuld- anna væri þegar tapaður. Loðdýral- ánin hefðu verið afborgunar- og vaxtalaus í þrjú ár og hefði deildin tekið það á sig. Hann sagði að ef ákveðið yrði að afskrifa helming lána loðdýrabænda myndi afkoma Stofnl- ánadeildarinnar skerðast mjög. Tæplega 240 loðdýrabú voru á landinu þegar flest var og njóta eig- endur þeirra notið góðs af tillögum nefndarinnar ef samþykktar verða. Nú eru starfandi tæplega 100 bú. Arvid Kro, framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra loðdýraræktenda, og loðdýrabóndi á Lómatjörn sagði ánægjulegt að tillögur nefndarinnar væru komnar fram. Taldi hann að fyrirhugaðar aðgerðir munu duga flestum núverandi loðdýrabændum til að komast yfir erfiðleikana og gera þeim mögulegt að komast í skil með það sem eftir er af skuldun- um. Ríkisskattanefnd úrskurðar í öðru kvótamáli: ÁÐUR en Ríkisskattanefnd var lögð niður um síðustu mánaðarmót og Yfirskattanefnd tók við störfum hennar úrskurðaði nefndin í öðru kvótamáli sínu. í þessum úrskurði ítrekar Ríkisskattanefnd þá skoðun sína að ekki standist lög að eignfæra kvóta í bókhaldi og beri að gjaldfæra hann sem rekstrarkostnað. í máli þessu er um að ræða rúmlega 13 milljón króna kvótakaup útgerðarfyrirtækis að hálfu og fiskverkunarfyrirtækis í Olafsfirði að hálfu á árunum 1988-89. Fiskverkunarfyrirtækið tók þátt í kvótakaupunum með sam- komulagi um hráefniskaup en það var útgerðarfélagið sem kærði niðurstöðu ríkisskattstjóra vegna framtalsins 1990 til ríkisskatta- nefndar. Er skattstjóra barst framtalið í hendur 1990 óskaði hann eftir skýr- ingum á því afhveiju kærandi hefði gjaldfært rúmlega 5,3 milljónir króna af keyptum aflakvóta en af- skrifað þann hluta kvótans sem hafði verið eignfærður með 20%. Tók skattstjóri fram að fyrningar- hlutfall eignfærðs kvóta ætti að vera 8%. í framhaldi af þessu kvað skattstjóri upp kæruúrskurð þann 9. nóvember 1990 þar sem fyrning kvótans var lækkuð í 8%. Þessu undi kærandi ekki og vísaði málinu til ríkisskattanefndar. Helstu rök ríkisskattstjóra fyrir fyrningarhlutfallinu eru að aflakvóti sem keyptur er sem framtíðarkvóti eigi að eignfæra og afskrifa með sama hætti og eftir sömu reglum og skip og skipsbúnaður eru afskrif- uð. Og rétt sé að taka fram að Lögfræðiálit um EES-samninginn og fjárfestingar í fasteignum: Reglur mega ekki mismuna Islendingum og útlendingum ÞRÍR lögfræðingar, sem fengnir voru til þess að skila stjórnvöldum álit.i um áhrif EES-samningsins á löggjöf um fasteignir hér á landi, komast að þeirri niðurstöðu að ekki megi á neinn hátt setja hömlur á fjárfestingu í fasteignum hér landi, sem mismuni þeim, sem eiga rétt til starfs, stofnsetningar fyrirtækis eða þjónustustarfsemi hér á landi samkvæmt EES-samniiignum, eftir þjóðerni þeirra. Þannig verði skilyrði, sem sett verði fyrir eignarhaldi á fasteignum, svo sem varð- andi búsetu, nýtingu og annað, að gilda jafnt um Islendinga og ríkis- borgara annarra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu. Þeir Ólafur Walther Stefánsson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðu- neytinu, Stefán Már Stefánsson lagaprófessor og Tiyggvi Gunnars- son hæstaréttarlögmaður komast að þeirri niðurstöðu í álitsgerð sinni að ákvæði EES-samningsins um fijálsa fjármagnsflutninga leiði ekki af sér sjálfstæðan rétt til að festa kaup á fasteignum. Þannig sé heim- ilt að setja skorður við kaupum er- lendra aðila, sem ekki eru búsettir hér á landi, á sumarbústöðum og öðru íbúðarhúsnæði, sem notað sé hluta úr ári, til samræmis við þær reglur sem gilda í EB. Hins vegar komast lögfræðing- arnir að þeirri niðurstöðu að ákvæði EES-samningsins um rétt til að stofna fyrirtæki í aðildarlöndum samningsins, rétt til fijálsrar þjón- ustustarfsemi og rétt launþega feli í sér rétt til þess að festa kaup á fasteignum hér á landi, sem nauð- synlegar eru í þágu þessara rétt- inda. „Sá sem kaupir fasteign hér á landi með stoð í EES-rétti sam- kvæmt fyrrgreindu verður væntan- lega ekki beittur misrétti með hlið- sjón af þjóðerni sínu við hóflega öflun annarra fasteigna til tíma- bundinnar dvalar, t.d. sumarbú- staða. Öflun lands og jarða verður aðeins bundin skilyrðum, t.d. um búsetu, sem ekki fela í sér mis- rétti,“ segir í áliti lögfræðinganna, sem samið er að beiðni landbúnað- ar- og dómsmálaráðherra. Þetta þýðir, samkvæmt álitsgerð- inni, að það yrði andstætt EES- samningnum ef almennt væri gerð krafa um búsetu erlends aðila á jörð til þess að hann mætti eignast hana en mismunandi væri hvort sú krafa yrði gerð og henni fylgt eftir hvað varðaði íslenzka aðila. „Sem kunnugt er eru fjölmargar jarðir í eigu aðila sem ekki búa þar og reka búskap, þannig að erfiðleikum getur valdið ef taka ætti upp þá reglu að eigandi jarðar sé búsettur á henni,“ segir í álitsgerðinni. Þar segir enn- fremur að vilji erlendur aðili kaupa bújörð til þess að reka þar aðra atvinnustarfsemi en hefðbundinn landbúnað, til dæmis útleigu á veiði og ferðaþjónustu, sé honum það heimilt samkvæmt stofnsetningará- kvæðum EES-samningsins. í álitsgerð lögfræðinganna segir jafnframt að erlendir ríkisborgarar, sem njóti réttinda hér á landi sam- kvæmt EES-samningnum og upp- fylli skilyrði, sem sett séu fyrir því að menn hafi rétt til félagslegra íbúða, eigi að njóta slíks réttar til jafns við íslenzka ríkisborgara. Gunnar Snorri Gunnarsson, skrif- stofustjóri viðskiptaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins, segir að niður- staða lögfræðinganna komi ráðu- neytismönnum ekki á óvart. Það hafi alla tíð verið ljóst, að eitt verði yfir íslendinga og útlendinga að ganga í þessum efnum. ítrekað er að ekki standist lög að skrá kvóta sem eign þannig hafi skattframkvæmdin : raun verið. í máli kærenda kemur fram að í málinu sé ekki deilt um hvort eign- færa beri kvótann eða ekki heldur á hve löngum tíma sé eðlilegt að afskrifa hann. Ljóst sé að eignarétt- ur veiðiheimilda er með allt öðrum hætti en eignaréttur á tilteknu skipi. Keyptar veiðiheimildir séu kostnað- ur við öflun tekna og hér sé um að ræða réttindi til nýtingar á náttúru- auðæfum til tiltekins tíma og unnt sé að skerða eða taka alveg af. Það séu því engin rök til staðar sem mæla með að fyrning þeirra sé með sama hætti og fyrning skipa. í úrskurði sínum í þessu máli vís- ar ríkisskattanefnd til fyrri úrskurð- ar síns frá 20. maí s.l. sem Morgun- blaðið hefur fjallað ítarlega um. Þar kemur m.a. fram að eignfærsla á kvóta standist ekki lög og keyptan kvóta beri að gjaldfæra allan á því ári sem hann er keyptur. Þessum úrskurði hefur sem kunnugt er ver- ið vísað til dómstóla af fjármálaráð- herra. I niðurstöðu sinni segir ríkis- skattanefnd m.a.: „Svo sem ágrein- ingsefnið horfir við ríkisskattanefnd þykir með hliðssjón af almennum lagarökum og lagaviðhorfum eðli- legast að telja kærenda hafa verið rétt í skattskilum sínum að gjald- færa kaupverð umræddra veiði- heimilda sem rekstrarkostnað......á kaupári þeirra m.a. með hliðsjón af eðli þeirra, að engum sérstökum ákvæðum er að dreifa um meðferð veiðiheimilda í skattskilum svo og að ekki er hægt að henda reiður á neinu afmörkuðu tímabili til gjald- færslu eins og fyrirkomulagi er háttað á þessu sviði samanber lög nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða sem kveða ekki á um neitt afmarkað heildartímabil veiðiheimilda." í framhaldi af þessu breytir ríkis- skattanefnd síðan framtali kærenda m.a. þannig að eignarskattsstofn er minnkaður um 8 milljónir króna og eignaskattur alls um 120.000 krónur. r&CWAi ^4*4^ ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.