Morgunblaðið - 15.07.1992, Blaðsíða 29
þetta efni. Ég er honum persónu-
lega þakklátur fyrir að hafa rakið
móðurætt mína aftur um tvö þús-
und ár, alla leið til hershöfðingja
Alexanders og þeirra persnesku
prinsessa með millilendingu hjá
Ottó keisara II. og páfafrænda og
Jóni í Suðurheimi, sem var ættfaðir
Gottskálks biskups Nikulássonar,
en hann var ættfaðir séra Álfs-ætt-
arinnar í Kaldaðamesi í Flóa, sem
átt hefur heima í Flóagaflinum í
400 ár.
Ég sakna Sigurgeirs og harma
það að geta ekki talað við hann
framar um sameiginleg hugðarefni.
En líf og dauði eru hvort tveggja
hluti af sköpun Guðs. Lífíð til þessa
heims, dauðinn til eilífs lífs. Eða
eins og Gunnar Dal skáld segir:
„Það skilur enginn augnablikið
fyrr en það er farið.
Það skilur enginn nýja sköpun,
fyrr en henni er lokið.
Og enginn þekkir stund hamingjunnar,
fyrr en hún er liðin.
Nútimann þekkir enginn
- nema sá einn sem lifir í eilífðinni.
(Or „Raddir morgunsins")
Kolbeinn Þorleifsson.
En nvað er þá tíminn? Ef enginn
spyr mig, veit ég. En vilji ég svara
þeim sem spyr, veit ég ekki.
(Ágústínus kirkjufaðir.)
Þú segir tímann líða.
Ó nei.
Tíminn stendur í stað:
- við - hverfum á braut.
(Óþekktur höfundur.)
Vinur minn og samhetji, Sigur-
geir Þorgrímsson sagnfræðingur,
lést fyrir aldur fram að kvöldi 8.
júlí 1992 eftir erfíð veikindi. Hann
fæddist þann 4. nóvember 1943,
sonur hjónanna Ingibjargar Sveins-
dóttur og Þorgríms Magnússonar.
Mikill ættfræðingur er horfinn
sjónum. Nafn hans hefur hlotið sess
í fortíðinni. Við nafn hans tengist
nú bókstafurinn d að viðbættum
punkti og dagsetningu hans hinsta
dags, líkt og við nöfn tugþúsunda
genginna íslendinga sem hann vissi
deili á, vissi nöfn þeirra, ævistundir
og margvísleg örlög. Voru sumir
andvana fæddir, en aðrir langlífir.
Áttu sumir illa ævi, en aðrir góða.
En sú stund kom, að þeir viku af
sviðinu, stundum án þess að ljúka
hlutverkinu að því er virtist.
Undrast mátti leikni Sigurgeirs
við ættrakningu. Hann þekkti
kannski ekki alla viðstadda sem
bættust í hóp á mannfundunum,
en hann kannaðist þá að öllum lík-
indum við foreldra þeirra og altént
’við ömmur og afa og þeirra fram-
ættir aftur í aldir. Hratt og hik-
laust komu nöfnin, bæir og skyld-
leiki við aðrar ættir. Fortíðin lifnaði
og dó til skiptis, fæðing og dauði
jafnoft nefnd, tengd ævi mannsins
eins og lífið sjálft, ekki eins - en
jafn náttúruleg.
Þótt Sigurgeir væri inntur eftir
ættum manna, var það síður en svo
umræðuefni á kostnað annarra, því
að áhugamál hans voru mörg. Hann
var mannvinur og maður hugsjóna.
Hann var félagsmaður og hafði
unun af að skipuleggja atburði sem
sameinaði fólk til átaka og sam-
vinnu við góð málefni. Að skilnaði
er mér þakklæti í huga fyrir sam-
starf og stuðning við sitthvað sem
við höfuin tekið þátt í með öðrum
samheijum.
Síðasta áratuginn var árlegur
Hjólreiðadagur á vegum Styrktar-
félags lamaðra og fatlaðra haldinn
Sérfræóingar
í blómaskreytingum
vió öll tækifæri
I"W%) blómaverkstæði
MlNNA^
Skólavörðustíg 12
á horni Bergstaðastrætis
sími 19090
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1992
29
með mikilli þátttöku skólabarna í
Reykavík og nágrenni. Vígorðið
var: „Hjólað í þágu þeirra sem geta
ekki hjólað", en árangursrík fjár-
söfnun fór fram í tengslum við Hjól-
reiðadaginn. Eftir nokkurra ára hlé,
en söfnunardagur þessi hafði kraf-
ist tímafrekrar skipulagningar,
vinnu og fómfýsi kvennadeildar
styrktarfélagsins, stóð Sigurgeir
Þorgrímsson fyrir vel heppnuðum
en jafnframt hinum síðasta Hjól-
reiðadegi í samvinnu við verslanir
Kringlunnar. Sigurgeir var þá for-
maður íþróttafélags fatlaðra.
Sigurgeir var allt frá upphafi
áhugasamur um svonefnda Sól-
stöðuhátíð um sumarsólstöður.
Meginathöfn hennar er hin árlega
Sólstöðuganga um Reykjavík og
nágrenni, en þátttakendum er
fijálst að koma og fara að vild
meðan á göngu stendur. Hin fyrsta
var reyndar farin frá Þingvöllum
til Reykjavíkur og skipulagði Sigur-
geir þátttöku fatlaðra þá og síðar.
Framkvæmdastjóri göngunnar sjö
sl. ár hefur verið Einar Egilsson,
en Sigurgeir var í undirbúnings-
nefnd ásamt okkur Guðlaugi Leó-
syni. Gönguna höfum við í gamni
og alvöru kallað „meðmælagöngu
með lífinu og menningunni". Þenn-
an dag skyldi fagna jákvæðum hlið-
um tilverunnar. Sólstöðuhátíð er
ætlað að vera fjölbreytt og þreyttist
Sigurgeir ekki á að minna á, að
atriði sólstöðugöngu ættu sum að
vera hugvekjandi og menntandi.
Sigurgeir Þorgrímsson var
ráðjagfí er hópur áhugamanna hófu
söfnun upplýsinga fyrir samningu
Reynifellsættar, en hún er rakin til
Þorgils Þorgilssonar og Guðrúnar
Erlendsdóttur sem bjuggu á Reyni-
felli á Rangárvöllum um miðja átj-
ándu öld. Margir Rangæingar eru
frá þeim komnir, en að vonum hafa
afkomendur dreifst um land og álf-
ur. Ráð Sigurgeirs gáfust vel og
sömuleiðis var hið mikla gagnasafn
hans ómetanleg náma í fyrstu
áföngum verksins sem nýverið er
lokið. Reynifellsætt verður væntan-
lega nokkurra binda verk og hefur
nú við fráfall Sigurgeirs verið
ákveðið að tileinka ritið minningu
hans, hins mikla ættfræðings, en
hann var raunar einnig af rangæsk-
um ættum.
Sigurgeir var frá upphafi stuðn-
ingsmaður hugmyndar um eflingu
Odda á Rangárvöllum og meðal
stofnenda Oddafélagsins sem var
stofnað 1. desember 1990. Hug-
myndin er að í Odda rísi með tíð
og tíma miðstöð náttúrufræða og
þjóðlífs þar sem einkum yrði lögð
stund á samtvinnaða sögu lands og
lýðs í Rangárþingi, en einnig um-
hverfí og lífsskilyrði á íslandi og
gervallri jörðinni. Sigurgeir var í
fulltrúaráði Oddafélagsins og
reyndist þar sem annars staðar full-
ur áhuga og fijór af hugmyndum
um framkvæmd og stefnu.
í jólakveðjum kom í ljós, að Sig-
urgeir var mikill trúmaður. Þykist
ég vita, þótt það bærist aldrei í tal
hjá okkur öll þessi ágætu samtöl í
áratug, að hann hafi ekki talið
manninn öldungis allan, þegar hann
að ævilokum hlyti bókstafínn d og
punkt fyrir aftan nafnið sitt — og
sess í fortíðinni. Já, vísast er Sigur-
geir vinur minn léttari í spori nú
en sólstöðunótt eina forðum er við
ásamt öðrum göngumönnum
klöngruðumst um úfíð og ógreið-
fært Gálgahraun, og studdum hvor
annan, ég hann og hann hugmynd
mína.
Hvað sem tímanum líður og
skilningi á honum, verður tómarými
við brottför Sigurgeirs og munu
vinir hans minnast hans með hlýhug
er þeir nú halda áfram göngunni
enn um sinn. Ástríkri móður hans,
bræðrum og öðrum skyldmennum
vottum við Jóhanna kona mín sam-
úð okkar á sárri skilnaðarstundu.
Þór Jakobsson.
Fleirí minningargreinar um
Sigurgeir Þorgrímsson bíða
birtingar og munu birtast
næstu daga.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa-
langamma,
INGIGERÐUR EINARSDÓTTIR,
Langholtsvegi 206,
er andaðist 5. júlf, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudag-
inn 16. júlí kl. 15.00.
Sigríður Helgadóttir, Einar Helgason,
Vigfús Helgason, Halldór Helgason,
Jakob Helgason, Kristinn Helgason,
tengdadætur, barnabörn,
barnabarnabörn og langalangömmubarn.
t
Eiginmaður minn,
ÓLI KRISTJÁN SIGURÐSSON,
verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn 17. júlí
kl. 13.30.
GunnÞórunn Jónsdóttir.
t
MAGNÚS ELlASSON
frá Bolungarvík,
lést í Hrafnistu 13. júlí.
Fyrir hönd aðstandenda,
Lilja Þorbergsdóttir.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
MAGNEA BJARNADÓTTIR,
Reynivöllum 5,
Selfossi,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju föstudaginn 17. júlí kl. 13.30.
Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, vinsamlegast láti Ljós-
heima, hjúkrunardeild aldraðra á Selfossi, njóta þess.
Tage Rothaus Olesen,
Bjarni Olesen, Jóhanna Guðjónsdóttir Öfjörð,
Óii Olesen,
Ágústa Olesen
og barnabörn.
t
Móðir okkar,
LAURA PROPPÉ,
andaöist sunnudaginn 12. júlí.
Brynhildur Garðarsdóttir,
Drffa Garðarsdóttir,
Edda Garðarsdóttir,
Hanna Garðarsdóttir,
Ólafur Garðarsson.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
SVANBJÖRN FRÍMANNSSON
fyrrverandi Seðlabankastjóri,
verður jarðsunginn frá Héteigskirkju fimmtudaginn 16. júlí
kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á hjúkrunarheimiliö
Skjól eða Barnaspítala Hringsins.
Hólmfríður Andrésdóttir,
Andrés Svanbjörnsson, Björk Sigrún Timmermann,
Sigriður Halldóra Svanbjörnsdóttir, Ásgeir Thoroddsen,
Agnar Frfmann Svanbjörnsson, Ásta Sigrfður Hrólfsdóttir,
barnabarnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
DÝRLEIFAR SIGURBJÖRNSDÓTTUR
fró Grfmsey.
Sérstakar þakkirfærum við starfsfólki hjartadeildar 14-E Landspít-
alans fyrir góða umönnunn og einstaka hlýju í garð hinnar látnu.
Margrét Þórisdóttir, Helgi Þórisson,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabarn.
t
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og sanna vináttu, vegna andiáts
og útfarar elsku eiginkonu, dóttur, móð-
ur, tengdamóður og ömmu,
ERLU GUÐRÚNAR GESTSDÓTTUR,
Þúfubarði 9,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við Systrafélagi
og kór Víðistaðakirkju og félögum úr
karlakórnum Þröstum, tónlistarfólki
öðru og vinum er lögðu okkur lið.
Ármann Eiríksson,
Gestur Gamalíelsson, Jóna Guðmundsdóttir,
Jón Gestur Ármannsson, Ásta Birna Ingófsdóttir,
Steinunn Eir Ármannsdóttir, Alfa Karitas Stefánsdóttir,
Hermann Ármannsson.
t
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför
SIGRÍÐAR AUÐUNS.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hvíta þandsins og deildar
B-5, Borgarspítala.
Sigrfður Torfadóttir,
Auður Torfadóttir, Sigurður Gústavsson,
Torfi Sigurðsson, Gústav Sigurðsson.
AuðurAuðuns.
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför dóttur
okkar, systur og barnabarns,
SVÖVU SÓLBJARTAR ÁGÚSTSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir sendum við ýmsum félagasamtökum og ein-
staklingum fyrir veittan stuðning í veikindum hennar.
Inga Þ. Arnbjörnsdóttir, Ágúst Þ. Skarphéðinsson,
Eggert Þ. Ágústsson, Jóna S. Ágústsdóttir,
Ágúst Þ. Ágústsson,
Jóna Ólafsdóttir, Arnbjörn Ólafsson.
Birtíng afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og ininningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritsfjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
-I