Morgunblaðið - 15.07.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JUU 1992
Minning:
Sigurgeir Þorgríms
son ættfræðingur
Þegar DV tók þá ákvörðun að
setja upp svokallað ættfræðisíðu í
blaðinu, þar sem raktar eru ættir,
vensl og fjölskyldubönd afmælis-
barna, látinna einstaklinga eða
fólks í fréttum, hófst leit að manni
sem treystandi var til að sinna slík-
um skrifum af nákvæmni og
skyldurækni. Við staðnæmdumst
fljótlega við nafn Sigurgeirs Þor-
grímssonar og svo fór að Sigurgeir
var ráðinn til starfans. Kom fljótt
í ljós að hann var vandanum vaxinn
og undir hans stjóm naut ættfræði-
síða DV vinsælda og mikils lesturs.
Á síðasta ári varð Sigurgeir að
taka sér frí vegna veikinda, sem
nú hafa leitt til fráfalls hans. Sigur-
geir lét þó ekki veikindin aftra sér
frá því að mæta á árshátíð og af-
mælishóf DV í vor enda var hugur
hans stöðugt á vinnustaðnum. Þar
hafði hann lagt nótt við nýtan dag,
nær óslitið á fjórða ár til að skila
sínu verki. Mér er til efs að aðrir
starfsmenn fyrirtækisins hafí unnið
svo langan vinnudag sem bar vott
um natni hans, ábyrgð og áhuga í
á því verki sem hann hafði tekið
að sér.
Sigurgeir gekk aldrei heill til
' skógar. Fötlun hans var erfíð og
honum byrði, en þess frekar vakti
hann aðdáun og athygli, vegna þess
að hann lét ekki bæklun sína aftra
sér frá afskiptum og þátttöku á
hinum ýmsu sviðum þjóðfélags-
mála.
Ég man eftir Sigurgeir sem ung-
um manni í stúdentapólitíkinni og
á fundum ungra sjálfstæðismanna
og síðar var hann virkur forystu-
maður í samtökum bindindismanna
og íþróttafélagi fatlaðra og synti
> öæði og hljóp við fót af ótrúlegum
dugnaði og áhuga.
Sigurgeir var einnig áhugasamur
um ættfræði og sagnfræði og lauk
sagnfræðiprófí frá Háskóla Islands
í fyrravetur. Hann tók þátt í fé-
lags- og rannsóknarstarfí þessara
fræðigreina.
Sigurgeir Þorgrímsson var vel
greindur maður, rökvís og skelegg-
ur ef því var skipta. Hann lét ekki
sinn hlut. Skap hans var heitt og
ríkt en var þó kurteis maður, stillt-
ur og æðrulaus.
Fyrir hönd samstarfsfólks á rit-
stjórn DV vil ég á þessari á stundu
þakka Sigurgeir fyrir góð kynni og
ljúf og sérstaklega, hollustu hans
og tryggð í minn garð og blaðsins.
Aldraðri móður og öðrum að-
standendum flytjum við innilegustu
samúðarkveðjur.
F.h. samstarfsfólks hjá DV,
Ellert B. Scram.
Það var í Safnahúsinu við Hverf-
isgötu, 1975 að mig minnir, að
kynni okkar Sigurgeirs Þorgríms-
sonar hófust. Spurnir hafði ég haft
af honum og leitaði tii hans af litlu
tilefni, að ég hélt. Þá hafði ég ekki
tekið eftir honum, þótt úr öðrum
skæri hann sig: Maður lágvaxinn
með bægifót, seinn að koma fyrir
sig orði, sem tvítók oft setningar
eða setningarhluta, þótt ekki stam-
aði. Á Þjóðskjalasafninu rakti hann
ættir upp úr kirkjubókum og átti á
stundum í uppflettingum fyrir Einar
Bjamason prófessor, sem hann mat
ákaflega mikils. Viðstöðulaust gat
hann haft yfír margar ættartölur,
langt aftur í aldir ýmsar þær, sem
Einar hafði rakið. Síðasta sinn er
við settumst inn á kaffístofu sam-
an, í ársbyijun 1992, harmaði hann,
að ekki hefði verið lokið við útgáfu
handrita Einars Bjamasonar.
Nám í sagnfræði við Háskóla
íslands stundaði Sigurgeir Þor-
grímsson á níunda áratugnum, er
ég sótti þar námskeið mér til gagns
og gamans. Vald hafði hann ekki
á öðrum útlendum tungumálum en
dönsku, og kennslubækur á ensku
lásum við saman við þriðja mann.
Fann ég, að áhugi hans beindist
fyrst og fremst að íslenskri per-
sónusögu. í augum hans var sagan
summa af ævisögum einstakra
manna, starfs og atkvæða, (og um
holisma kærði hann sig kollóttan,
jafnvel svo að fyrir brjóstið á kenn-
urum hans fór). Þekkti hann til ævi
og ætta flestra þeirra, sem hátt bar
í sögu landsins frá siðaskiptum.
Aðrar greinar sagnfræði áttu síður
huga hans. í ritsmíðar, hvort eð
heldur um menn eða málefni, viðaði
hann að mikið efni, en dró fáar
ályktanir, svo sem í ritgerð um
Jósafat Jónasson (Stein Dofra) í
Sögu 1980 og í grein um stjómar-
skrármálið í Veröld 1982. Langaði
hann til að taka síðan saman sögu
íslenskrar bindindishreyfíngar, sem
var honum hjartfólgin, og safnaði
hann að sér efni um hana. Eftir
nokkurt hlé á námi lauk hann B.A.
- prófí 1990, og vandfundinn mun
betri inngangur að íslenskri ætt-
fræði en fyrrihluti lokaritgerðar
hans.
í Dagblaðið Vísi hóf Sigurgeir
Þorgrímsson 1987 að rita daglega
greinar um ættir manna, sem frá
sagði í fréttum, áttu afmæli eða
létust. Urðu þær flestu öðru blað-
efni víðlesnari. í fyrstu samdi hann
þær einn, en síðan með öðrum fram
á 1991, að hann kenndi meins, sem
bót varð ekki á ráðin. í veikindum
sínum sýndi hann í senn lífsvilja
og æðruleysi. Með ættfræðigreinum
sínum mun Sigurgeir Þorgrímsson
hafa áunnið sér syllu í sögu ís-
lenskrar blaðamennsku en ættfræði
var honum ástríða eins og sagn-
fræði sönnum sagnfræðingum.
Haraldur Jóhannsson.
Sigurgeir Þorgrímsson, sagn-
fræðingur, lést á Landspítalanum í
Reykjavík að kvöldi 8. júlí, 48 ára
að aldri.
Sigurgeir fæddist 4. nóvember
1943 í Reykjavík. Hann lagði stund
á ættfræði og sá um ættfræðiskrif
hjá DV frá 1987. Sigurgeir var
þeirrar manngerðar, að hann lét sér
ekkert vera óviðkomandi, ef hann
taldi það vera af hinu góða. Hann
var ævinlega tilbúinn að rétta þeim
hönd, sem minna máttu sín, og var
starfandi í mörgum félögum og fé-
lagasamtökum, og var þar alls stað-
ar góður liðsmaður. Hann starfaði
mjög mikið í góðtemplarareglunni
og gegndi þar embætti stórriddara
frá árinu 1980 til 1992.
Sigurgeir gerðist formaður
íþróttafélags fatlaðra árið 1987 og
var formaður til ársins 1990. Hann
hafði mjög mikinn áhuga á fram-
gangi félagsins og vann mjög mikið
starf sem formaður þess.
Nú er komið að leiðarlokum. Við
félagsmenn í ÍFR kveðjum fyrrver-
andi formann okkar. Við kveðjum
hann með þakklæti fýrir hans störf
í þágu félagsins og vináttu hans
við okkur.
Fjölskyldu Sigurgeirs sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur
og biðjum honum blessunar guðs.
F.h. íþróttafélags fatlaðra
Reykjavík,
Jón Sigurðsson, formaður.
í dag kl. 13.30 verður jarðsung-
inn frá Fossvogskirkju Sigurgeir
Þorgrímsson, blaðamaður og sagn-
fræðingur. Hann lést á Landspítal-
anum miðvikudagskvöldið 8. júlí
eftir að hafa átt við erfíð veikindi
að stríða sl. eitt og hálft ár.
Sigurgeir fæddist í Reykjavík 4.
nóvember 1943 og ólst þar upp í
foreldrahúsum ásamt tveimur yngri
bræðrum. Auk þess fæddist foreldr-
um hans fjórði sonurinn sem dó í
bamæsku. Fyrstu árin átti Sigur-
geir heima í Norðurmýrinni en fjöl-
skyldan flutti í Hlíðamar þar sem
hann bjó síðan. Þar hélt hann svo
heimili með aldraðri móður sinni
meðan honum entist aldur.
Sigurgeir var sonur hjónanna
Þorgríms Magnúsonar, f. 12. des-
ember 1905, d. 13. september 1964,
forstjóra í Reykjavík, og Ingibjarg-
ar Sveinsdóttur, f. 25. nóvember
1911, húsfreyju.
Bræður Sigurgeirs em Sveinn
Þorgrímsson, staðarverkfræðingur
við Blönduvirkjun, og Magnús Þor-
grímsson, sálfræðingur í Borgar-
nesi, en sá bróðir Sigurgeirs sem
dó í barnæsku hét Sveinn Emil
Þorjgrímsson.
Eg man eftir Sigurgeir frá því
fyrir tæpum tuttugu ámm á fund-
um ungra sjálfstæðismanna og lýð-
ræðissinnaðra stúdenta. Um það
leyti sótti ég stundum föstudagsfyr-
irlestra Guðspekifélagsins en þar
var þá Sigurgeir einnig mættur,
augljóslega mjög áhugasamur um
málefni guðspekinnar.
Ég minnist þess að eftir einn
fyrirlesturinn tók Sigurgeir mig
tali og spurðist fyrir um heimspeki-
námið sem ég þá stundaði við HI
Samræðurnar drógust á langinn þar
sem við röltum um Þingholtin þetta
kyrrláta skammdegiskvöld. Sigur-
geir var ekki í rónni fyrr en ég
hafði eftir bestu getu greint honum
frá helstu sönnunum fyrir tilvist
guðs sem vestræn heimspeki hefur
upp á að bjóða auk þess sem við
höfðum svo sitthvað til málanna að
leggja frá eigin bijósti.
Þetta var upphafíð að okkar
kunningsskap en við áttum síðar
margar samræður um heimspekileg
álitamál.
Samskipti okkar urðu svo öllu
meiri fyrir réttum fímm árum er
hann kom til liðs við ritstjórn DV
í því skyni að sjá um persónufræði-
skrif blaðsins.
Jónas Kristjánsson ritstjóri hafði
spurt mig nokkrum dögum áður
hvort ég hefði vit og áhuga á ætt-
fræði og hvort ég teldi að hægt
yrði að skrifa í blaðið eina síðu á
dag þar sem íslenskir einstaklingar
væru með ættgreiningu tengdir
þjóðkunnum mönnum. Fyrri spurn-
ingunni svaraði ég afdráttarlaust
neitandi en þeirri síðari eitthvað á
þá leið að ef einhver gæti haldið
úti daglegum skrifum af þessum
toga þá væri það Sigurgeir Þor-
grímsson. Þá brosti Jónas og sagði:
„Þú þykist ekkert vita um ættfræði
en þetta veistu a.m.k. Ég hef haft
tal af fjölda ættfræðinga sem allir
vísa á Sigurgeir til starfans.“
Það er svo skemmst frá því að
segja að Sigurgeir vann einstakt
þrekvirki er hann á þremur og hálfu
ári lagði grunninn að og skóp að
mestu gagnasafn DV um ættir ís-
lenskra einstaklinga. Án þess fram-
lags væri persónufræði DV öll önn-
ur og mun fátæklegri en raun ber
í vitni.
Sigurgeir lauk BA-prófí í sagn-
fræði frá HÍ vorið 1990. Það próf
er þó ekki vísbending nema um
brotabrot af þeirri menntun sem
hann hafði aflað sér, oftast með
sjálfsnámi.
Hann hafði til að bera yfír-
gripsmikla almenna söguþekkingu,
var sérstaklega vel að sér í sögu
íslands, Færeyja og annarra Norð-
urlanda og bjó yfír ótrúlega ítar-
legri þekkingu á íslensku samfé-
lagi, einstaklingum þess, embætt-
um þeirra, æviþáttum og ættar-
tengslum.
Eftir að hafa starfað með Sigur-
geir við ættfræðiskrif DV í þijú og
hálft ár er ég þess fullviss að hann
kunni m.a. nokkur skil á öllum al-
þingismönnum íslendinga allt frá
1845. Þó taldi hann sig ekki á
heimavelli fyrr en íslenskar mið-
aldaættir báru á góma en í þeim
efnum efast ég um að hann hafi
átt sér jafningja.
Kynni okkar Sigurgeirs meðal
guðspekinga forðum daga var engin
tilviljun. Hann hafði alla tíð mikinn
áhuga á trúmálum, lífsspeki og
dulskpeki ýmis konar. I þeim efnum
kynnti hann sér fordómalaust allt
sem hann komst yfír, kenningar
guðspekinga, spíritista og Nýalls-
sinna og guðfræði réttrúnaðar,
fijálslyndis og kaþólskra, auk dul-
spekikenninga aftan úr miðöldum
eða austan úr Asíu sem ég kann
engin skil á. Þá sýndi hann það í
samræðum um heimspeki að hann
var vel að sér í almennri hugmynda-
sögu, hafði áhuga á heimspekileg-
um rannsóknum, var rökvís í þeim
efnum og beitti heimspekilegum
hugtökum af kunnáttu.
Sigurgeir var augljóslega trú-
hneigður en trú og trúhneigð er
sitthvað. í veikindum hans varð
t
Eiginmaður minn,
BJARNI BJARNASON,
Hörgsdal,
verður jarðsunginn frá Prestbakkakirkju á Síðu fimmtudaginn
16. júlí kl. 14.00.
Fyrir hönd barna okkar, tengdabarna og barnabarna,
Dórothea Theodórsdóttir.
t
Minningarathöfn um son okkar,
HELGA THEÓDÓR SVEINSSON,
verður í Fossvogskapellu fimmtudaginn 16. júlí kl. 10.30.
Fyrir hönd systkina hins látna,
Sveinn Sveinsson, Ingibjörg Theódórsdóttlr,
Þórufelli 10.
t
Elskulegur sonur minn, bróðir okkar, mágur og föðurbróðir,
SIGURGEIR ÞORGRÍMSSON
sagnfræðingur,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn 15. júll,
kl. 13.30.
Ingibjörg Sveinsdóttir,
Magnús Þorgrímsson,
Guðfinna Magnúsdóttir,
Sveinn Þorgrímsson,
Ingibjörg Sveinsdóttir,
Þorsteinn Sveinsson.
Anna Þóra Árnadóttir,
Þorgrímur Sveinsson,
mér svo ljóst að hann var einnig
trúaður og að trú hans var mikil,
enda nærtækasta skýringin á því
fullkomna æðruleysi sem hann
sýndi síðustu mánuðina og vikurn-
ar.
Sigurgeir var sannmenntaður í
þeim skilningi að hann lærði það
sem hann hafði áhuga á og lærði
það vel. En eiiiungis vegna áhugans
á viðfangsefninu. Hann sótti ekki
skóla né þreytti próf eins og nú er
að verða alsiða, vegna námslána,
yfírborðskenndra mannvirðinga eða
traustari fjáhagsafkomu. Þekking
og mannlegur skilningur voru hon-
um meira virði en svo að slíkt yrði
fyrst og fremst í askana látið.
Reyndar hafði Sigurgeir einlæg-
an áhuga á öllu því sem hann tók
sér fyrir hendur. Ég efast um að
nokkur laun hafí verið honum þýð-
ingarmeiri en sú umbun sem sam-
viskusamur maður fínnur í vand-
virkni sinni að verkslokum. Slík
fágæt afstaða heyrir til sérvisku
og á sér fá griðlöng í afkastasamfé-
lagi nútímans. Því er það ævintýri
líkast að einmitt í hraða og hringiðu
fjölmiðlanna hafí sérþekking og
sérviska Sigurgeirs komið að svo
frábærum notum síðustu starfsár
hans.
Sigurgeir var vel að sér í íslensk-
um og ýmsum erlendum bókmennt-
um. Hann var áhugamaður um
kvikmyndagerð og leiklist og sótti
tónleika og málverkasýningar hve-
nær sem færi gafst.
Síðast en ekki síst vann Sigur-
geir óhemju mikið félagsstarf.
Hann starfaði í áraraðir að bindind-
ismálum og komst til æðstu met-
orða íslenskra góðtemplara, vann
þrotlaust að málefnum Iþróttafé-
lags fatlaðra í Reykjavík og var
formaður þess um skeið, gegndi
trúnaðarstörfum fyrir Ættfræðifé-
lagið og var virkur þátttakandi í
fjölda annarra félaga sem aðrir
kunna betur frá að greina.
Ég kveð með söknuði einstakan
mann og góðan vin. Móður hans,
bræðrum og fjölskyldum þeirra
sendum við hjónin okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Kjartan Gunnar Kjartansson.
Nú er genginn góður maður, sem
lagði af mörkum mikið starf á þeim
sviðum sem voru áhugamál hans,
enda þótt fötlun hans gerði honum
að ýmsu leyti erfítt um vik. Sú var
tíðin fyrir áratug, að við hittumst
á hveijum degi vegna sameiginlegs
áhuga okkar á gömlum ættum,
skjölum, sagnfræði og trúmálum.
Hann var víðlesinn og spurull og
sótti til mín viðbótarþekkingu um
áhugasvið sín, sem voru margvís-
leg: Ættfræði, trúarbragðafræði,
kristin trúfræði, menningarsaga.
(Við ræddum m.a. um Toynbee og
skoðanir hans.) Við vorum einnig
saman innan ramma Góðtemplara-
reglunnar meðan ég var þar og nú
síðast innan Ættfræðifélagsins. í
Reglunni reis hann til hæstu met-
orða, varð framkvæmdastjóri í 12
ár eða stórritari, eins og templarar
kalla það embætti, og hefur það
verið í höndum úrvalsmanna um
meira en öld. Meistarastykki hans
var þó á sviði ættfræðikennslu, er
hann gerðist einn af upphafsmönn-
um hinnar miklu ættfræðivakning-
ar hér á landi, þegar hann var ráð-
inn til að ritstýra ættfræðisíðum
DV sumarið 1987. Þannig sannaði
hann að hin þjóðlega íþrótt ætt-
fræðinnar gat verið góð söluvara,
og gerði þar með óþjóðlegum út-
lendingsskap í viðhorfum til ætt-
fræðinnar skömm til. Þegar ég
sýndi þátttakendum á norrænu
ættfræðiþingi í Ósló 1989 ættfræði-
síðu DV og afmælis- og minningar-
greinasíður Morgunblaðsins til að
sýna þeim gildi ættfræðinnar í mínu
heimalandi, urðu þeir stórhrifnir.
Slíkt höfðu þeir aldrei séð fyrr.
Kona nokkur sagði að þetta ættu
byggðablöðin að taka upp annars
staðar á Norðurlöndum. Er það
annars ekki merkilegt, að blöðin
sem halda upp á hina þjóðlegu ætt-
fræði þurfa ekki að kvarta undan
kaupendaleysi? Það er kannske höf-
uðhlutverk og köllun Sigurgeirs í
lífinu að vinna þetta verk, og veit
ég að hann hefði verið mér sam-
mála, svo hjartfólgið var honum