Morgunblaðið - 24.07.1992, Side 12

Morgunblaðið - 24.07.1992, Side 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1992 Tugir pallbíla lengdir árlega ÞRJU bílaumboð á höfuðborgarsvæðinu hafa undanfarna mánuði boðið viðskiptavinum sínum upp á að lengja skúffur 5 manna pallbíla þannig að virðisaukaskattur af bílunum falli niður. Reglu- gerðarákvæði gerir ráð fyrir niðurfellingu skattsins sé bíll skráð- ur sendibíll, þ.e. farmrými sé lengra en fólksrými eða pallur 1,70 sm að lengd, og hann sé notaður til skattskylds atvinnurekstrar. Kostnaður við lengingu bílanna er á bilinu 140.-160.000 þús. kr. en misjafnt er hvort bætt er aftan á pallinn eða í hann miðjan. Birgir Hákonarson, deildarstjóri í tæknideild Bifreiðaskoðunar, telur lengingu ekki hafa áhrif á öryggi bílanna. Bjarni Ólafsson, deildarstjóri í söludeild Jötuns, sagði að fyrirtæk- ið lengdi 20-30 Isuzu Crew Cab- pallbíla á hveiju ári eða um fjórð- ung af seldum bílum af þessari teg- und. Pallarnir væru lengdir úr 1,50 sm í 1,70 sm og væri kostnaðurinn við lenginguna 140.-150.000 þús. kr. Þannig sagði hann að verð bíls- ins lækkaði um nálægt 150.000 þúsund krónur. Reynir Jónsson, verkefnastjóri hjá Toyota, sagði að af 300-400 seldum Toyota Double Cab-pallbíl- um hefðu a.m.k. 30-40 verið lengd- ir fyrir viðskiptavini. Lengingin næmi 30 sm, pallurinn lengdist úr 1,40 sm í 1,70 sm, og væri kostnað- ur við lenginguna um 160.000 þús. kr. með ryðvörn. Verð bílsins sagði hann að lækkaði um 175.000 þús. kr. Finnbogi Eyjólfsson, blaðafull- trúi Heklu, sagði að af um það bil 100 seldum Mitsubishi L 200 hefðu 90% verið lengdir. Pallurinn væri lengdur úr 1,45 sm í 1,70 sm og væri kostnaðurinn á bilinu 140.-150.000 þús. kr. , Rúnar Hannesson, fulltrúi í fjár- málaráðuneytinu, sagði að bifreiðar þyrftu að uppfylla tvenns konar skilyrði til að ekki þyrfti að borga virðisaukaskatt af þeim. Annars vegar væri um formkröfur að ræða og hins vegar huglæg skilyrði, þ.e. að bíllinn væri eingöngu notaður til skattskylds atvinnurekstrar. Að- spurður sagðist hann ekki telja það gera til þótt menn Iengdu bíla í því skyni að uppfylla formkröfur ef þeir teldu slíkt borga sig og bif- reiðaeftirlitið teldi bíllinn jafn ör- uggan eftir sem áður. Hann sagði að tilgangslaust væri að banna mönnum að lengja bíla því þá myndu þeir einfaldlega kaupa lengri bíla. Birgir Hákonarson, deildarstjóri í tæknideild Bifreiðaeftirlits ís- lands, segir að ýmist sé bætt aftan við palla pallbíla eða inn í þá. Ef síðari kosturinn væri valinn væri það aðeins leyfilegt samkvæmt for- skrift framleiðanda bílsins. Að- spurður kvaðst hann ekki gera ráð fyrir því að Iengingin, ef hún væri rétt framkvæmd, hefði áhrif á ör- yggi bílsins. ■ Anna G. Ólafsdóttir 8 7 Tíöni hálsáverka í umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu 1974-1991 Árleg tíöni miöaö viö 100.000 I hverjum aldursflokki 6 c t\ f \ Konur 1 \ • \ A ÍA \ Q l/\ l/ \ Ssv 9 N. \ J Karlar 0 o á 1 1 1 i H é T" 1 1 1 1' "1" ■ i 1 I 1 4 10-14 20-24 30-34 40-44 50-54 60-64 70-74 80 ára ra ára óra ára ára ára óra ára og eldri Hálshnykksáverkar algengari hjá konum KONUR leita oftar til lækna vegna hálshnykksáverka en karlar eftir því sem segir í skýrslu Slysavarnaráðs íslands um áverka af þessu tagi, tíðni, orsakir og aðgerðir gegn þeim. Eins og fram hefur komið verð- ur hálshnykkur oftast við aftan- ákeyrslu. A kynningarfundi um skýrsluna kom fram að ein af aðalskýringun- um er talin vera sú að konur sitji oftar í farþegasæti en karlar og séu þannig oftar óviðbúnari því að bifreið sé stöðvuð. Þessi skýring vegur hins vegar ekki þungt þegar leitað er skýr- inga á því að tvöfalt fleiri stúlkur þjást af hálsmeiðslum en drengir eins og kemur fram í umferðar- slysakönnun Umferðarnefndar Reykjavíkur. Engin ein skýring virðist vera á þessu en þegar leit- að var til slysadeildar um ástæður þessa var meðal annars bent á að konur leituðu almennt oftar til heilbrigðiskerfisins en karlar. „Það er vegna þess að konur eru ekki alveg jafn vitlausar og karlar. Þeir geta verið með verk og ónot einhvers staðar, og beðið fram í rauðan dauðann til að ná sér í hjálp eftir því,“ sagði læknir á slysadeildinni m.a. Hann benti líka á að stelpur væru, eftir allt sam- an, ekki alveg eins og strákar! IB SUMARLEYFID Hjá Tækjamiðlun íslands fæst pallbílahús sem þetta. Hér er það á Toyota Hilux með tvöföldu húsi. Þarna er húsið í lægstu stöðu og hækkar það síðan um nærri hálfan metra þegar staðnæmst er til að sofa í húsinu. Tjaldvagnar og pallbílahús Morgunblaðið/Bjarni Gísli Jónsson býður ýmsar gerðir tjaldvagna sem kosta á bilinu 250 til 500 þúsund krónur eftir því hversu mikinn búnað menn vilja. TJALDVAGNAR, hjól- hýsi, ferðabílar og pall- bilahús — allt eru þetta möguleikar sem bíleigend- ur notfæra sér þegar ferðalög eru annars végar. Hver möguleiki hefur sína kosti og galla og þeir kosta mismunandi mikið. Við kynnum hér tvö þeirra, tjaldvagna og pallbílahús en í sumar hefur verið Iíf- leg sala á þessum tækjum. Þeir eru líka ódýrustu möguleikarnir — fyrir utan tjaldið að sjálfsögðu. Tjaldvagnar Tjaldvagnar hafa átt vax- andi vinsældum að fagna og stunda nokkrir innflutning á þeim. Tjaldvagn er eiginlega pallur á hjólum sem hengdur er aftan í bílinn og á pallin- um er samanbrotið tjald ásamt ýmsum búnaði. Þar má einnig koma fyrir sængurfatn- aði og öðrum farangri. Tjaldvagn- ar kosta yfirleitt á bilinum 250 til 500 þúsund kr. og þeir vega 200 til 400 kg. Svefnpláss er oft- ast fyrir 4 á pallinum sjálfum og í sumum má einnig sofa í fortjald- inu. Þá er fylgibúnaður mismikill og helst í hendur við verðið. Dýr- ari tjaldvögnunum fylgir allur helsti eldunarbúnaður, vaskur og vatnstankur og þeir eru oft með rúmgóðu fortjaldi eða forstofu þar sem menn geta eldað. Við val á tjaldvagni þarf að hafa í huga að hann sé sterklegur fyrir íslenska vegi og rykþéttur. Tjaldvagnar eru skráningarskyld- ir og fá sérstakt númer. Þeir verða að hafa hemla- og stefnuljós og þá verður að tengja við rafmagn bílsins. Þess vegna er ekki nóg að hafa dráttarkúluna, rafmagns- tenging verður einnig að vera fyr- ir hendi enda er það orðin skylda að bílar hafí hvort tveggja. Að vetrarlagi má reisa tjaldvagninn upp á endann eða hliðina og koma honum fyrir í bílskúr. Einnig hafa söluaðilar stundum milligöngu um útvegun geymslu sem kostað get- ur kringum 15 þús. kr. fyrir vetur- inn. Kostur við tjaldvagn er kannski helstur sá hversu meðfærilegur og ódýr hann er. Segja má að með tjaldvagni geti útilegan alltaf verið skynidákvörðun, vagninn er tilbúinn með öllum búnaði, aðeins þarf að kaupa nesti. Allir venju- legir bílar geta dregið tjaldvagn og ökumenn eru fljótir að venjast honum. Gæta verður þess að há- markshraði með tjaldvagn er 70 km á klst. og á ósléttum vegum geta vagnarnir hoppað dálítið. Því skal fara með gát. Pallbílahús Pallbílahús eru annar og heldur dýrari möguleiki en tjaldvagnar. Þessi hús eru sett á pallbíla, oft- ast jeppa og hefur einnig verið vaxandi eftirspurn eftir þessum húsum hér. Margir hafa kynnst þeim erlendis og jafnvel flutt inn sjálfir. Áður þóttu þessi hús vara- söm því þau voru of há og breyttu verulega þyngdarpunkti bílanna. Nú eru húsin yfirleitt þannig að hægt er að hækka þau og lækka og taka þau mun minna á sig í akstri þegar þau eru lækkuð. Hægt er að fá þessi hús á alla algengustu jeppana, bandaríska sem japanska og hvort sem þeir eru með einföldu eða tvöföldu húsi. í þessum pallbílahúsum er svefnrými fyrir fjóra til fimm, fullkomin eldunarstaða og ýmis annar búnaður, t.d. ísskápur sem tengja má ýmist 12 volta raf- magni bílsins eða gaskút, vatns- tankur og dæla og hirslur fyrir matvæli og búnað. Þau eru einnig með sjálfvirkum hitastilli. Pall- bílahúsin vega tæp 400 kg og kosta hátt í 600 þús.kr. Pallbílahúsin eru heldur meiri fjárfesting en tjaldvagnar og þar fá menn einnig nokkru meira fyr- ir sinn snúð. Þau nýtast samt á nokkuð svipaðan hátt. Auðvelt er að setja þau á pallinn og taka þau af, sérstakir tjakkar fylgja og tek- ur aðeins 15 til 30 mín. að skella því á pallinn. Því má nota bílinn á venjulegan hátt á virkum dögum en setja húsið á um helgar. Meðan húsið er ekki í notkun er hægt að geyma það á tjökkunum og hafi menn bílskúr með nægilega háum og breiðum dyrum (rúmlega 2 m) má jafnvel aka því þar inn og aka svo undan húsinu. Pallbíla- húsin eru ekki skráningarskyld, aðeins verður að gæta þess að vel sjáist á afturluktir bílsins. Pallbílahús og tjaldvagnar eru talsvert ódýrari möguleiki en hjól- hýsi og sérbúnir ferðabílar og sérstaklega má benda á góða nýt- ingu bíls með húsi á pallinum sem getur þannig ýmist verið ferðabíll eða vinnubíll. En eins og minnst var á í upphafi eru auðvitað til ódýrari möguleikar, þ.e. tjaldið sem kemst í skottið á hvaða bíl sem er! ■ Jóhannes Tómasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.