Morgunblaðið - 06.08.1992, Side 9

Morgunblaðið - 06.08.1992, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992 9 Innanhússarkitekt ráðleggur viðskiptavinum Metró Guðrún Benediktsdóttir innanhússarkitekt, FHÍ, ráðleggur um val á KAM- INNRÉTTINGAR innréttin9t,m' versluninni Metró fimmtudag og föstudag kl. 14-18 og laugardag kl. 11-14. í hinni glæsilegu KAM-línu eru eldhúsinnréttingar, baðherbergisinnréttingar og fataskápar. Verið velkomin í Metró og þiggið ókeypis ráðgjöf. itfkMETRÓ ___________í MJÓDD___________ ÁLFABAKKA 16 • REYKJAVÍK • SÍMI 670050 Ávöxtun verðbréfasjóða 1. júlí. 6 mán. Kjarabréf 7,5% Tekjubréf 8,2% Markbréf 8,2% Skyndibréf 6,0% Skandia Tll hagsbóta fyrlr íslondinga FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ SKANDIA HF. HAFNARSTRÆTI, S. (91) 619700 - KRINGLUNNI, (91) 689700 - AKUREYRI.S. (96) 11100 145.000 KRONA VERÐLÆKKUN Á HONDA ACCORD Gerðu raunhæfan samanburð á verði og gæðum. Eftir að verðið á Accord hefur verið lækkað ber hann höfuð og herðar yfir keppinautana. Verð eftir lækkun: Accord. EX með sjálfskiptingu: 1.518.000,- s 1 Accord EXi með sjálfskiptingu: 1.615.000,- & ÁRÉTTRI LÍNU „Hátíð orgs og ælu“ DV sker fordæming- una ekki við nögl þegar það lýsir þeirri „þjóðhá- tíð“ sem verzlunar- maimahelgin er orðin: „Útihátiðir eru partur af þeirri íslenzku hefð að nota svo mikið magn eiturefna á svo stuttum tima, að menn umhverf- ist fyrst, missi síðan ráð og rænu og endi í sárs- aukafullum eftirköstum. Þetta sjá löggæzlumenn og sjúkraliðar um hverja einustu helgi ársins ... Eitthvað er það i is- lenzkri þjóðarsál, sem kallar á þátttöku í þján- ingum verzlunarmanna- helgarinnar. Ef til vill eru ungir íslendingar svo miklu lokaðri en ungt fólk i öðrum löndum, að þeir þurfí á útrásum af þessu tagi að halda til að halda sönsum afgang- inn af árinu ... ísland er brennimerkt fylliríi. Víman er svo mikil að hún hefur áhrif á sljórn landsins, stjórn fyrirtækja og stjóm heimila. Hvarvetna má sjá að fólk hefur misst þessa stjómartauma úr höndum sér vegna ótæpi- legrar notkunar vímu- efna, einkum áfengis ... Hér á landi skortir al- menningsálit, sem lítur niður á draf og slangur, org og ælu, skemmdar- verk og barsmiðar, svo og aðra fylgifíska mikill- ar og hraðrar notkunar eiturefna. Sumar útihá- tíðir verzlunarmanna- helgarinnar sýna í hnot- skum þessa vöntun í þjóðarsálina." Gætni, tillits- semi og hóf- semd Það er tiltölulega bjart ffiEP Verzlunarmannahelgin frá breytilegum sjónar- hornum Fólk og fjölmiðlar líta nýliðna verzlunar- mannahelgi, eins og önnur fyrirbæri lífs- ins, frá breytilegum sjónarhornum. Stak- steinar glugga í DV, Alþýðublaðið og Tím- ann, sem sjá skemmtanahald þjóðarinn- ar, ungviðis og fullorðinna, af mismun- andi sjónarhólum og máski með ólíku hugarfari. í huga leiðarahöfundar Alþýðublaðsins þegar hann lýsir helginni: „Mestu umferðarhelgi ársins er nú lokið. Verzl- unarmannahelgin laðaði þúsundir út á þjóðvegina og sem betur fer gekk öll umferð stórslysalaust. Nú sem á undanförnum árum hefur hinn þungi áróður gegn heimsku- legu ökulagi, svo og gegn ölvunarakstri, borið árangur. Allur almenn- ingur sýndi gætni og til- litssemi í umferðinni og virðist leggja sig sérstak- lega fram um að öku- menning megi verða sem bezt miðað við aðstæður, því vissulega eru þjóð- vegir okkar að mörgu leyti illa undir það búnir að mæta miklum umferð- arþunga eins og um verzlunarmannahelgina. Hinar hefðbundnu skenuntihátíðir helgar- innar fóru vel fram að mati allra sem fjölmiðlar ræddu við. Efalaust gáfu þó myndir sjónvarps- stöðvanna blendnar til- finningar gagnvart hug- takinu um að skemmtun fari vel fram. Umgangur- inn á sumum hátiðum bar þess greinilega merki að fram höfðu farið hrein- ustu sukkhátíðir. Áfengisneyzla er löngu orðin fastur liður verzl- unarmaimalielgarinnar, ekki sízt á hátíðum viða um landið. Þessvegna ber að fagna þeirri viðleitni mótshaldara sem sett hafa á laggimar áfengis- lausar hátíðir sem val- kost fyrir fólk sem vill rýóta samveru og útivist- ar án þess að drekka frá sér ráð og rænu. I Ijós hefur komið að slík hátíð í Galtalækjarskógi hefur nú árum saman verið ein langstærsta útihátíðin um verzlunarmannahelg- ina og sýnir og sannar að stór hluti almennings kýs vímulausar hátíðir." Síldarævin- týrið á Sigló í „vítt og breitt“ Tímans segir m.a.: „Siglfirðingum er að takast að koma sér upp ágætri hátíð sem dregur að sér meiri mannQölda en nokkur dægurlaga- hljómsveit með allt á útopnu á einhverjum melum. Síldanevintýri þeirra er einstakt og hugmyndin sem að baki býr eins einföld og hún er snjöll. Dregin er fram isérstaða bæjarins og byggt á sögulegri hefð, þegar sett er upp síldar- plan með tilheyrandi sölt- un og svo er slegið upp balli að loknum erfiðum og skemmtilegum degi. Fólk kann sannarlega að meta framtak Sigl- fírðinganna því ferða- menn eru á við marg- falda íbúatöluna á meðan á ævintýrinu Stendur, þar sem allir skemmti- kraftar ljósvakans eru viðs fjarri. Það má svo sannarlega halda hátíðir úti sem inni með glæsi- brag ef hugvit og smekk- vísj fá að ráða ferð.“ í fréttaskeyti hér í blaðinu um umgengni gesta á Siglufirði segir: „Sem dæmi um frá- bæra umgengni gestanna get ég nefnt að Þormóð- ur rammi hf. lánaði lóð fyrir húsbíla og tjöld (en tjaldað var á hveijum bletti í firðinum) og áður en gestir yfirgáfu svæðið sópuðu þeir bilastæðin og vökvuðu blómin á lóð- inni. Það er stórkostlegt hversu vel fólk skildi við tjaldstæðin." Af framangreindu má sjá að það voru skin sem skúrir á „þjóðhátíð" verzlunarmannahelgar- innar. Og þegar það sem miður fer er hafið til • fréttaskýja er skylt að jákvæðu hliðaraar fái að íljóta með. terlcurog hagkvæmur auglýsingamiðill! NIKON F4 Til sölu vel með farin Nikon F4 myndavél með mótordrifi. Einnig þrjár mjög góðar linsur: Nikkor 135 mm f 2.0 Nikkor 50 mm f 1.4 Nikkor 24 mm f 2.8 Upplýsingar veittar í síma 612502. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN ýj ýT/ , |T ' VILLTAR TÆR IVILLTUM M0SA Nýjung gæðir BAMA skóna sérstökum kostum. Þeir hafa innbyggðan skógarmosa sem nemur til sína raka, er þægilegur, ferskur og hefur góð áhrif á húðina. BAMA skórnir eru framúrskarandi. Þar má nefna sérstaklega hina vel hönnuðu fótahvílu. Fæturnir hvíla á þeim stuðningi, sem hið góða innlegg veitir. BAMA hefur einkaleyfi á þessum mosasóla, sem hefur náð miklum vinsældum í Þýskalandi og víðar. Auk þess eru allar afurðir BAMA í sérflokki hvað gæði varðar. V Domus Medíca, Egilsgötu 3, sími 18519 Kringlunni, i Kringlunni 8-12, sími 689212 _____________________J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.