Morgunblaðið - 06.08.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.08.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992 11 Bókmenntahátíð í Molde: Menningarsaga í ljóðum Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson EITT af þekktari skáldum Norð- manna nú er Arnold Eidslott (f. 1926). Eftir hann hafa komið út sextán ljóðabækur, hin fyrsta Vinden talar til den dode, .1953. Eidslott var meðal þeirra skálda frá ýmsum löndum sem fluttu ljóð sín á alþjóðlegri bókmennta- hátíð, Bjornsonhátíðinni í Molde i Noregi í júlí. Arnold Eidslott las ljóð sín lágri röddu, að mestu í sömu tóntegund, en ákveðið. Hann er líkari óðals- bónda en skáldi og sýnist eldri en hann er. Verk Eidslotts eru lítt kunn hér á landi. Trúarlegt efni þeirra hefur eflaust höfðað til Sigurjóns Guð- jónssonar, fýrrverandi prófasts, því að hann hefur þýtt nokkur ljóð Eidslotts og birt í Lesbók Morgun- blaðsins. Sigurjón hefur lagt sitt af mörkum við kynningu norrænnar ljóðlistar, má nefna þýðingar eftir hann á Ijóðum Rolfs Jacobsens og fyrir nokkru komu í Lesbók athygl- isverðar þýðingar eftir hann á ljóð- um úr nýjustu bók Knut Odegárds: Kinomaskinist. Meðal þeirra ljóða sem Arnold Eidslott fltti var ljóð um Titanic, hið sokkna skip sem átti að vera ósökkvandi. Ein rómaðasta skáld- saga síðari ára í Noregi fjallar ein- mitt um sama, þ.e.a.s. örlög farþega Titanic. Sú bók nefnist Salme ved reisens slutt og er eftir ungan höf- und, Erik Fosnes Hansen. Ljóð Amolds Eidslotts um Tit- anic var ekki neitt bjartsýnisljóð. Það sama má segja um fleiri ljóð hans. Það sem einkennir þessi ljóð er m. a. ströng bygging og hrynj- andi. Þau eru djúp og yrkisefnin eru sótt í evrópska sögu, ekki síst miðaldir, oft er kveðið um tónskáld. Það hefur verið mjög rík tilhneig- ing norskra skálda og skáldsagna- höfunda að spegla sína eigin sam- tíð með hjálp miðaldaefnis, og dett- ur manni í hug að bækur eins og Nafn rósarinnar eftir Umberto Eco hafí einhverju ráðið um. í fyrstu skáldsögu sinni var til dæmis Erik Fosnes Hansen gagntekinn af grimmúðlegu sögusviði miðalda. í ljóðinu Diktet yrkir Arnold Eidslott um það undur sem ljóðið er og líkir því við súlukóng, stoltan fugl hafsins sem óvænt flýgur inn í stofu skáldsins. Það kom mér ekki á óvart að Eidslott las Lengsel ett- er havet sem án efa er eitt af helstu ljóðum hans. Ljóðið speglar þrá eft- ir bernskuströnd skáldsins í vestri og fólkinu sem þar bjó: „Gefðu mér aftur/ jörðina þar sem fyrstu tár mín féllu/ Ég þræði slóð hins liðna/ Bráðum hitti ég ættfeður mína“. í De navnloses kor (1989) stígur trúarskáldið Arnold Eidslottt fram og einnig er bókin dæmigerð fyrir yrkisefni úr fortíð. Einkunnarorð eru sótt til Nýja testamentisins og í nýlegt lútherskt trúfræðirit. Ljóst er að skáldið hefur áhyggjur af trú- leysi okkar tíma. Það gerist mál- svari andans í heimi efnishyggju. Arnold Eidslott er eitt þeirra norsku skálda sem með ljóðum sín- um ná langt út fyrir strendur Nor- egs. Þótt hugur hans sé bundinn við borgir eins og Flórens, fræg skáld, tónlistarmenn og málara gleymir hann samt ekki upprunan- um og endar De navnloses kor á ljóðum um það fólk sem stendur honum næst, norsku sjómennina sem hann er kominn af: Hafíð fæddi mig hafið Allir forfeður mínir komu frá hafinu sjóndeildarhringum og saltstorknum þilförum í heimsmenningunni finnur Arn- old Eidslott flest yrkisefni sín og af henni er hann heillaður. Hann gerir sér engu að síður grein fyrir smæð mannsins -og leitar Guðs. Mörg ljóðanna eru túlkun hans á ýmsu því veigamesta sem mannleg- ur andi hefur skapað. Miðaldir og kristin arfleifð setja svip á De navnloses kor. í Flórens heilla kirkjur borgar- innar og minningarnar um menn endurreisnarinnar, málara og skáld. Hann yrkir um Dante og Leonardo da Vinci og marga aðra. Það er einkennandi fyrir De navnloses kor að skáldið vill benda lesendum sín- um á hvar mannsandinn rís hæst og jafnframt minna á hve fólk á í raun bágt. Hann vitnar til dæmis oftar en einu sinni í hinn einmana Svía August Strindberg sem kvað:. „Det ár synd om mánniskoma." Stundum er Eidslott kannski ein- um um of heillaður af kirkjum og háum turnum, en það er aldrei langt í jarðsamband hjá honum. Til- beiðsla og trúarleg viðhorf eru sem kunnugt er ekki alltaf ljóðlistinni sjálfri til ávinnings fremur en til að mynda einhliða félagsleg boðun. Hvort sem menn líta á De navnloses kor sem menningar- eða trúarsögu í ljóðum hlýtur niðurstað- an að verða sú að þegar best lætur ÞIXGIIOLl Suðurlandsbraut 4A, sími 680666 STÆRRI EIGNIR FANNAFOLD. Vorum að fá gott ca 150 fm parhús á einni hæð með innb. bílsk. Vandaðar innr. Áhv. 5,3 millj. Verð 13 millj. LOGAFOLD. Ca 243 fm einbhús vel staðsett innst í lokuðum botnlanga. Húsið sk. í forst., gott eldh. m. vönduðum innr., stofu og borðst., þvhús, 3 stór herb. og bað. Mjög stór innb. bílsk. Verð 16,8 millj. BREKKUSEL. Gott endaraðh. ca 250 fm. Sóríb. á jarðh. Bílskúr. V. 13,9 m. MERKJATEIGUR - MOS. Nýkomið fallegt einbhús, sem er á tveimur hæðum m. innb. bílsk. Góðar innr. Falleg rækt. lóð. Áhv. langtímal. 1,1 millj. Verð 15,2 millj. MELBÆR. Mjög gott ca 254 fm rað- hús m/bílsk. Húsið er tvær hæðir og kj. Á 1. hæð eru saml. stofur, gott eldhús, gesta- snyrting og þvhús. Á 2. hæð er gott sjónv- hol, 4 herb. og gott bað. í kj. er stór salur og 2 gluggalaus herb. Gott hús, góður garð- ur. Verð 13,8 millj. HAFNARFJ. - LAUST. ca 150 fm raðhús v/Smyrlahraun ásamt ca 30 fm bílsk. m/rafm. og hita. íb. er á tveimur hæðum. Niðri er eldh., stofur, snyrting og þvhús. Uppi 4 herb. og bað. Geymsluris yfir. Parket. Verð 12,5 millj. Áhv. ca 1,9 millj. langtlán. HÆÐIR HATEIGSVEGUR. Vorum að fá í sölu efri hæð í glæsil. húsi. íb. er ca 115 fm. Góöar stofur, 3 svefnherb. Glæsil. út- sýni. Suö-vestursv. V. 9,7 m. RAUÐALÆKUR 28. Vorum að fá í sölu íb. á 2. hæð auk bílsk. íb. er ca 120 fm í fjórb. íb. skiptist í rúmg. stofur, 3 svefnherb., mögul. á fjórum, og gott eld- hús. Suður- og vestursv. Eignask. mögul. Verö 9,2 millj. REYNIMELUR. Til sölu neðri sór- hæð ca 85 fm. íb. skiptist í 2 stórar saml. stofur, gott svefnherb., eldhús með endurn. innr. og baðherb. Nýtt gler. Mögul. á tveim- ur svefnherb. Sérinng. Verð 6,8 millj. VESTURBÆR - KÓP. ca 115 fm efri sórhæð í tvíb. v/Holtageröi. Góöur ca 35 fm bílsk. m. kj. undir fylgir. Nýjar eld- hinnr., Góður garður. Verð 9,8 milj. Áhv. ca 3,5 millj. langtián. NORÐURBRUN. Mjög góð ca 170 fm sérh. m. innb. bílsk. Hæðin skiptist i góðar stofur, húsbherb., 3 svefnherb., gott eldhús. Fallegur garður. Laust innan mán. Verð 12,4 millj. LAUGARÁSVEGUR. Caisofm neðri sérh. í þríb. ásamt ca 35 fm bílsk. Verð 11,5 millj. Laus fljótl. 4RA-5HERB. RAUÐAS. Góð ca 155 fm endaíb. á tveimur hæðum. Vandaðar innr. Stórar suð- vestursv. Bílskróttur. Eignask. mögul. Áhv. ca 2 millj. Verð 10,9 millj. SKAFTAHLÍÐ 18. Vorum að fá í einkasölu ca 115 fm íb. á 1. hæð. íb. skipt- ist í stóra stofu og broðst., ágætt eldhús, á sórgangi eru 3 herb. og bað. íb. fylgir rúmg. herb. með sérsnyrtingu á jarðhæð. Falleg lóð. Suðursv. Verð 8,6 millj. FLUÐASEL. Góð ca 92 fm íb. á 2. hæð. Parket. Snyrtil. sameign. Mögul. að taka 2ja herb. íb. uppí kaupverð. Áhv. hús- bróf ca 4 millj. Verð 7,2 millj. TRÖNUHJALLI. Ný glæsil. ca 120 fm íb. á 2. hæð ásamt bílsk. Vandaðar innr. Góðar suðursv. Þvhús í íb. Áhv. húsbr. ca 6,4 millj. Verð 11,5 millj. IRABAKKI. Til sölu góð ca 80 fm íb. á 3. hæð. Sórþvhús. Tvennar svalir. Snyrtil. sameign. Áhv. ca 2,9 millj. Verð 6 millj. KJARRHÓLMI. Ca 90 fm íb. á efstu hæð. Þvhús í íb. Suðursv. Verð 6,8 millj. ÁLFATÚN - KÓP. Stórgl. íb. m/bílsk. ca 116 fm. íb. er á 2. hæð í fjórb- húsi. Verð 10,7 millj. Áhv. ca 3,6 millj. FRAKKASTÍGUR. Falleg ca 100 fm íb. á 1. hæð með sérinng. í nýl. húsi. Eigninni fylgir stæði í bílskýli ca 28 fm. Góð íb. Verð 8,5 milij. 3JAHERB. LAUGARNESVEGUR - M. BÍLSKÚR. Vorum að fá í sölu ca 75 fm íb. á 1. hæð í þríbhúsi auk bílsk. Verð 5,8 millj. HÁTEIGSVEGUR. goS ca 93 fm íb., lítið niöurgr. jarðhæð með sérinng. Stór stofa, 2-3 herb., eldhús og bað. V. 6,3 m. GLAÐHEIMAR. Góð ca 65 fm íb. á götuhæð með sérinng. Stofa, 2 herb., eldhús og bað. Húsið er vel staðsett á róleg- um stað. Áhv. veðdeild 4 millj. V. 6,6 m. HLIÐAR. Vorum að fá í einkasölu ca 90 fm íb. í nýl. húsi við Hörgshlíð. Vandað- ar innr. Góðar stofur, 2 rúmg. svefnherb. Suðurverönd. Sé rinng. Bílskýli. Stórgl. eign. Áhv. veðdeild 3,5 millj. Verð 10,6 millj. FRAMNESVEGUR. Falleg risíb. sem sk. í stofur, opið eldh., 2 svefnherb. Svalir út af stofu. íb. er öll nýstands. Verð 7,2-7,3 millj. HRAUNBÆR. Góð ca 80 fm íb. á 3. hæð. Nýbúið að laga hús og sameign. Verð 6,5 millj. ÁLFHÓLSVEGUR. góö neðn hæð ásamt bílsk. ofarlega v. Álfhólsveg. Glæsil. útsýni. Vestursv. Verð 8,5 millj. Áhv. ca 1,0 millj. Laus fljótl. HRAUNBÆR. Góð ca 92 fm íb. á 3. hæð. íb. er í góðu ásigkomul. Flísar og parket á gólfi. Tvennar svalir. Sér svefn- álma. Verð 6,8 millj. Áhv. veðd. ca 2,3 millj. SKÓGARÁS. Góð ca 84 fm íb. á 2. hæð. Þvottah. í íb. Lóð frág. Verð 6,9 millj. Áhv. veðd. 2,8 millj. 2JAHERB. DIGRANESVEGUR. tíi söiu björt og góð ca 75 fm íb. á jarðhæð i tvíb- húsi. Talsvert endurn. Áhv. ca 2,7 millj. Verð 5,2 millj. HOLTSGATA. Vorum að fá i sölu ca 60 fm ib. á 1. hæð. Góð baklóö. Suð-vest- ursv. fb. er laus fljótl. Verð 5,2 millj. INN VIÐ SUND. Góð ca 75 fm ib. í kj. innarlega á Kleppsvegi. Rúmg. stofa, stórt hol, gott eldhús með nýl. innr. og borðkróki, gott herb. með skápum. Nýir gluggar og gler. Ákv. sala. Laus fljótl. NÆFURAS. Góð ca. 80 fm íb. á 2. hæð. þvottah. í íb. Tvennar svalir. glæsil. útsýni. Verð 6,5 millj. Ahv. 2,9 mlllj. SAFAMÝRI. Ca 61 fm íb. í kj. m. sórinng. Húsið nýmálað utan. Nýtt gler. Laus strax. Verð 5,2 millj. FLYÐRUGRANDI - LAUS. Ca 50 fm ib. á 3. hæð. Stórar svalir. Áhv. veðd. ca 1.200 þús. Verð 6,0 mlllj. Lyklar á skrifst. BUGÐULÆKUR - LAUS. ca 50 fm kjíb. fb. er rúmg. og ( góðu standi. M.a. nýtt gler. Verð 4,5 millj. Áhv. 1,5 millj. GRETTISGATA - LAUS. Mjög falleg 51 fm einstaklíb. á 2. hæð. Allt endurn. Parket og marmari á gólfum. Arinn í stofu. Verð 5,8 millj. Arnold Eidslott hljómar hér rödd skálds sem höfðar sterkt til samtímans. A fyrrnefndri bókmenntahátíð í Molde flutti annað roskið skáld ljóð sín, Lars Huldén frá Finnlandi. Huldén hefur ort í ýmsum stílteg- undum, enda afar fjölhæfur. Hann las að þessu sinni sonnettur sem fiestar voru eftirmæli eða minning- arljóð. Ein þeirra fjállaði um hund skáldsins. Undir lestrinum rifjaðist upp Minningarljóð Tómasar Guðmunds- Holland _______Myndlist__________ Eiríkur Þorláksson Samstarf við erlenda aðila um listsýningar hefur alia tíð verið mikilvægur hluti í starfsemi Ný- listasafnsins við Vatnsstíg. Nú stendur yfir í safninu sýning á verk- um hollenskra listamanna, og er hún hingað komin sem fyrri hluti samstarfsverkefnis sem er einfald- lega nefnt Holland - ísland; í síðari hlutanum (sem haldinn verður í september) verða haldnar sýningar á verkum fimm íslenskra lista- manna í Hollandi. Það hefur verið mikill samgangur í myndlistinni milli þessara landa í meira en tvo áratugi. íslendingar hafa sótt til náms í Hollandi, og sumir hafa jafnvel sest þar að um lengri eða skemmri tíma; hollenskir listamenn hafa Verið tíðir gestir hér, og hafa sumir þeirra einnig fest rætur meðal íslendinga. Þessi samskipti hafa alla tíð verið nokkuð fjölbreytt, enda hafa þau byggst á samböndum víða um Holland, en ekki aðeins í Amsterdam eða Haag; þetta verkefni tengir t.d. Nýlista- safnið við borgirnar Goes, Middel- burg og Vlissingen, sem ekki er víst að Islendingar þekki mikið til, en þar verða sýningar þeirra Dan- íels Magnússonar, Haraldar Jóns- sonar, Hrafnkels Sigurðssonar, Hreins Friðfinnssonar og Rögnu Sigurðardóttur haldnar í næsta mánuði. Val þessarra íslensku lista- manna, sem og þeirra hollensku sem sýna hér, mun vera á ábyrgð listfræðinganna Tom van den Berge og Joyce van Elzakker. Þau sitja bæði í stjórn stofnunar sem heitir First Floor Foundation, og stendur fyrir þessum sýningum, m.a. í sam- vinnu við Nýlistasafniðog menning- armálanefnd Vlissingen. Þessi stofnun virðist gott dæmi um hvað gera má í krafti samvinnu lista- manna og smærri sýningarstaða, sem hver fyrir sig hefur vart færi á að standa í erlendu samstarfi, en geta lagt sitt af mörkum í sam- starfí fleiri aðila. Á sýningunni í Nýlistasafninu getur að líta verk fjögurra hol- lenskra listamanna, þeirra Eveline van Duyl, Willem Speekenbrink, Peter Terhorst og Marcel Zalme. Þarna er um að ræða bæði högg- myndir, innsetningar og málverk, en þetta listafólk er allt á fertugs- aldri, og fjölbreytni verka þeirra gefur þannig örlitla mynd af þeim straumum, sem eru að getjast með- al þeirrar kynslóðar í Hollandi. Hugmyndalistin er sá grunnur, sem flest þeirra byggja á. Eveline van Duyl setur upp snotra innsetn- ingu, þar sem flallað er um mikil- vægi orðsins; hinir fijálsu fuglar himinsins þarfnast hins vegar ekki orða, og þannig er titillinn dreginn í efa. Peter Terhorst setur einnig fram hugmyndafræðileg verk, t.d. „History (nr. 2) sem bendir á að Lars Huldén sonar um Stubb, hjartnæmt ljóð sem finna má í síðustu bók skálds- ins, Heim til þín ísland. Það var einhver skyldleiki með ljóðum Huld- éns og Tómasar. Til dæmis í eftir- farandi línum Tómasar: „Og þöglan trúnað þinn ég mat því meira/ sem málskraf heimsins lét mér hærra í eyra.“ Huldén sagði að skáldskapur sinn upp á síðkastið mótaðist af því að hann væri sífellt að sjá á bak fleiri og fleiri vinum sínum. A - Island saga mannkyns, lista og vísinda byggir á hinu ritaða orði, hversu öfugsnúið sem það kann að virðast. Verk Villem Speekenbrink eru öllu meira fyrir augað, t.d. er „Silence Please (nr. 1) skemmtileg samsetn- ing, og „Black Hole (nr. 7) er kraft- mikil og vel uppsett ímynd, sem sýnir að stærð getur haft sitt að segja. Það voru þó verk Marcel Zalme sem helst hrifu undirritaðan. í þeim er að finna einhveija dulúð, sem gerir þau eftirminnileg, og má þar t.d. benda á „River I (nr. 15). Um leið skýrir listamaðurinn þetta allt út í öðru verki, „8 lessons for mod- em painters (nr. 14), og afhjúpar þannig sjálfan sig og alla aðra lista- menn; slíkt eykur enn á það aðdrátt- arafl, sem verk hans hafa. Þó að þarna sé að finna ýmis skemmtileg verk sem sýna að hér eru góðir listamenn á ferð, þá líður þessi sýning fyrir upplýsingaleysi. Það er raunar til skammar að að- eins sé hægt að fá ljósrit með nöfn- um verkanna, eða þá umslag með ljósmyndum af nokkrum verkum hinna hollensku og íslensku lista- manna sem taka þátt í þessu sam- starfi. Hvergi er að finna neinar upplýsingar um sýnendurna, menntun þeirra, listhugsun og við- horf, og er líklegt að þessi skortur á upplýsingum hái flestum sýning- argestum mikið. Það er gjörsam- lega úrelt hugmynd að slík þjón- usta, eða réttar sagt þjónustuleysi, sé listinni til framdráttar. - Það verður að vona að betur verði stað- ið að þessum þætti varðandi sýning- ar íslenska listafólksins í Hollandi í næsta mánuði. Sýningin í Nýlistasafninu á verk- um hinna hollensku listamanna stendur til sunnudagsins 9. ágúst. ♦ ♦ ♦------ ■ NEMENDAÞJÓNUSTAN SF. býður skólanemum nú í ágúst nám- skeið til að rifja upp námsefni und- anfarinna missera áður en skóli byijar aftur. Einnig er boðið upp á undirbúning fyrir endurtökupróf eða stöðupróf í framhalds- og há- skóla. Á námskeiðunum verður boð- ið upp á kennslu í raungreinum, tungumálum og viðskiptagreinum. Nemendum er kennt í einkatímum eða 2-4 manna hópum á tímum sem nemendur og kennarar ákveða sameiginlega. Kennararnir eru með kennsluréttindi og kennslureynslu úr almennum skólum. Námið er sveigt að þörfum hvers og eins og hentar ekki aðeins skólanemum heldur einnig þeim sem vilja hressa upp á kunnáttu sína í þessum grein- um til nota í daglega lífinu. Nám- skeiðin geta líka gagnast þeim sem ekki hafa verið í skóia um nokkurt skeið en hafa í hyggju að setjast á skólabekk í framtíðinni og vilja rifja upp grunn þeirra námsgreina sem þeir ætla að sækja í almennum skóla. "

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.