Morgunblaðið - 06.08.1992, Síða 16

Morgunblaðið - 06.08.1992, Síða 16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. AGUST 1992 16 Minning: Páll Límhil ráðuneytisstíórí Fæddur 9. desember 1924 Dáinn 26. júlí 1992 Páll Líndal ráðuneytisstjóri í umhverfísráðuneytinu andaðist 26. júlí. Hann fæddist í R^ykjavík 9. desember 1924, sonur Þórhildar Pálsdóttur Briem amtmanns og Theodórs Líndals prófessors Björnssonar alþingismanns. Páll Líndal var gáfaður maður svo sem hann átti kyn til og allra manna fróðastur um sögu lands og þjóðar, ekki síst um allt sem varð- aði Reykavík, bæði menn og mál- efni. Hann stundaði nám í Mennta- skólanum í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi 1943 og sex árum síðar lögfræðiprófi frá Háskóla ís- lands. A námsárum sínum var Páll í ýmsum deildum stjómarráðsins; viðskiptaráðuneyti, dómsmálaráðu- neyti og fjármálaráðuneyti. Fund- um okkar bar fyrst saman þegar hann var í sumarvinnu í stjómar- ráðinu. Síðar áttum við margháttuð samskipti og öll ánægjuleg. Páll var fágætlega skemmtilegur maður hvort sem maður hitti hann á gönguferð í Heiðmörk, innan um skjalahauga á skrifstofu, á safni að leita í mygluðum skjölum eða í veislufagnaði. Árið 1965 tókum við Henrik Bjömsson ráðuneytisstjóri og Páll Líndal saman Ríkishandbók íslands. Páll sá þar um langan og ítarlegan kafla um Reykjavíkurborg og stofn- anir hennar og kannaði ýmsar óprentaðar heimildir í því sambandi. Komu þar fram margvíslegar upp- lýsingar, sem a.m.k. þá voru ekki aðgengilegar almenningi. Páll var afkastamikill við vinnu og ritfær i besta lagi svo sem bækur hans og greinar vitna um. Hann var einnig snjall ræðumaður, hvort sem um var að ræða alvöru- eða gamanmál. Annað samstarfsverkefni okkar Páls var þegar við áttum báðir sæti í nefnd sem skipuð var til þess að vinna að frumvarpi til laga um grunn- skóla og frumvarpi til laga um skóla- kerfi, ásamt þeim Andra ísakssyni, Ingólfi Þorkelssyni og Kristjáni Ing- ólfssyni. Nefndarstörf eru áreiðan- lega ekki það skemmtiefni, sem menn vilja helst kjósa sér, enda sagði ég mig úr einni nefnd eingöngu vegna þes hve hún var leiðinleg. Oðru máli gegndi um grunnskólanefndina. Hún var ákaflega skemmtileg, ekki ein- göngu vegna verkefnisins, heldur engu að síður vegna þeirra sam- starfsfúsu og lífsglöðu manna, sem þar áttu sæti. Og þar átti Páll Iind- al mikinn og góðan hlut að máli, bæði um vinnuframlag og ánægju- legan samstarfsanda. Páll kom víða við á starfsferli sínum. Hann var um langt skeið í störfum hjá Reykjavíkurborg, sem fulltrúi í skrifstofu borgarstjóra, skrifstofustjóri og síðar borgarlög- maður, ritari borgarráðs og borgar- stjómar, formaður byggingar- nefndar, skipulagsnefndar, al- mannavama Reykjavíkur og félags- málaráðs borgarinnar, og formaður framkvæmdastjómar fyrstu Lista- hátíðar í Reykjavík, svo að nokkuð sé nefnt af hinum fjölmörgu störf- um sem á hann hlóðust í þágu borg- arinnar. Þá var Páll um skeið vara- formaður og síðan formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og fulltrúi íslands í fastanefnd sveitar- stjómarþings Evrópu í Strasbourg. Hann átti þátt í samningu fjölda lagafrumvarpa og reglugerða og sat f ýmsum stjómarskipuðum nefndum. Stuttan tíma var hann settur sendifulltrúi í sendiráði ís- lands í Stokkhólmi árið 1953. Þrátt fyrir embættisannir tókst Páli að rita bækur og efnismiklar greinar í blöð og tímarit og sinna félagsmálum. Af bókum hans má nefna hið mikla ritverk í þremur bindum „Reykjavík, sögustaður við Sund“, sem kom út á árunum 1986-1988. Starfsferli sínum lauk Páll með undirbúningsvinnu að stofnun um- hverfisráðuneytisins og sem fýrsti ráðuneytistjóri þess. Þeir sem kynntust Páli Líndal sakna hans sem góðs drengs og mikils hæfileikamanns. Sárastur er þó auðvitað harmur nánustu vanda- manna og sendum við hjónin þeim innilegar samúðarkveðjur. Birgir Thorlacius. Hinn 25. f.m. varð Páll Jakob Líndal bráðkvaddur á heimili sínu í Reykavík. Er lát hans bar að hönd- um stóð hann á tímamótum. Hann var að láta af störfum vegna aldurs sem ráðuneytisstjóri í umhverfis- ráðuneytinu þar sem hann hafði starfað frá upphafi ráðuneytisins, unnið að skipulagi þess og undir- búningi, m.a. umfangsmiklum breytingum á lögum um stjómar- ráð. Nú ætlaði hann að snúa sér af afli að margvíslegum hugðarefn- um og óloknum verkum. Páll hafði kennt sér meins um skeið, lagst á sjúkrahús og gengist undir rannsókn án þess að neitt alvarlegt kæmi í ljós. Þeir Björn sonur hans voru að vinna saman að verki. Sátu þeir að störfum um hádegisbil þennan laugardag og komu sér saman um að hittast aft- ur síðdegis. Er Björn kom til hans fáum stundum síðar var hann örendur. Guðrún eiginkona Páls var stödd í Kaupmannahöfn er hún fékk sorgarfréttina. Með Páli er genginn góður maður og gáfaður. Með honum í gröfina fer óhemju þekking um sögu lands og borgar. Gáfur hans, minni, iðju- semi og afköst voru aðdáunarverð. Flestallt er hann lét frá sér bar mekri uppruna hans, vísindalegrar nákvæmni og gamansemi. Hann var aldrei ánægðari en þegar hann gat glatt aðra eða skemmt enda var hann eftirsóttur og vinsæll. Hann var hjálpsamur, bóngóður og velyilj- aður og hafði jákvæða afstöðu til hæfileika annarra, einstakt minni á hvað þeir hefðu sett frá sér og hvatti þá til dáða og nýrra verka. Þetta skynjuðu margir og sóttust því eftir návist hans, hvort sem það var í skoðunarferð um bæinn, á fagna- fundi eða samræðum við hann. Páll Jakob Líndal fæddist í Reykja- vík sonur Theodórs B. Líndals (1898-1975) hæstaréttarlögmanns og síðast lagaprófessors og konu hans Þórhildar Briem (1896-1991). Theodór var meðal virtustu lög- manna og ritaði margt um lög- fræði. Hann var sonur Bjöms Lín- dals (1876-1931) yfirdómslög- manns á Akureyri, alþingismanns, bónda og útgerðarmanns á Sval- barði. Móðir Theodórs var Sigríður Methúsalemsdóttir (1863-1939) frá Amarvatni í Mývatnssveit. Þau Bjöm og Sigríður áttust ekki og var Theodór einkasonur hennar. Því varð samband mæðginanna náið og bjó Sigríður á heimili hans þar til hún dó. Sigríður var fom í skapi og flutti þingeyska menningu inn á heimilið sem mætti þar þeirri borg- armenningu er Þórhildur Líndal hafði í svo ríkum mæli. Nærvera Sigríðar mótaði uppeldi barnanna. Þórhildur var elst bama Páls J. Briems (1856-1904) amtmanns og Álfheiðar Helgadóttur (1868- 1962) í hópi fimm alsystkina, hálf- bróður og fóstursystur. Þórhildur var merk kona og gáfuð. Hafði hún gott samband við heimili móður sinnar í Tjamargötu 24 sem mótaði Pál ungan, ekki síst vegna þess að á sjöunda ári er yngri systkini hans komu í heiminn. Tjamargatan var merkis menning- arheimur nokkurra frænda og tengdafólks er þar reistu sér heimili upp úr aldamótum. í Tjamargötu 26 bjó Jón Helgason (1866-1942) bisk- up bróðir Álfheiðar. Jón biskup keikti söguáhuga frænda sinna bræðranna Páls og Sigurðar. Áhugi Páls beind- ist mjög að sögu Reykjavíkur, eins og hjá Jóni ömmubróður hans. Þau Theodór og Þórhildur reistu sér hús á Bergstaðastræti 76. Þeim varð fjögurra bama auðið. Á eftir Páli í systkinahópnum era Sigurður Helgi Líndal prófessor f. 1931, Álf- heiður Birna Líndal Jetzek húsmóð- ir f. 1932 og Bergljót Líndal hjúkr- unarforstjóri f. 1934. Þórhildur var vel menntuð kona, með ríka frá- sagnargáfu og gestrisin svo af bar. Andlegt ijör og orðheppni hefur síðan reynst ættarfylgja. Páll var mikill námsmaður. Hann var lestrarhestur, safnaði fróðleik og var fundvís á efni, ekki síst það sem fyndið var og skringilegt. Það kom snemma í ljós hvert hugur hans stefndi. Á námsáranum stundaði Páll sumarvinnu í ýmsum ráðuneytum og gat sér hvarvetna gott orð. Var því leið hans opin til embættisstarfa er hann lauk prófi í lögfræði 25 ára gamall. Þótt Páll færi ungur á mis við ýmsa þá reynslu og þekkingu sem af fjölbreyttri sumarvinnu og sveitadvöl hlýst bætti hann það upp síðar og varð víðförulli flestum og þekkti landið og veröldina að öðru leyti svo vel að fyrir það var hann landsþekktur. Að loknu embættisprófi í lög- fræði hóf Páll störf hjá Reykjavík- urborg í borgarstjóratíð Gunnars Thoroddsens. Gegndi hann þar svo mörgum ábyrgðar- og nefndar- störfum að of langt yrði upp að telja. Borgarlögmaður var hann 1964-1977. Þau ár var hann í for- ystu Sambands ísl. sveitarfélaga og formaður um ellfu ára skeið. Hafði hann mikil áhrif sem lengi munu standa. Þýðingarmest verða vænt- anlega talin störf hans að skipu- lagsmálum, ekki aðeins borgar, heldur landsins alls, náttúravernd- armálum og listamálum. Með hljóð- látum hætti lagði Páll grunn að listasafni Reykjavíkurborgar og er þess að vænta að nafni hans verði á loft haldið í því sambandi. Páll var vinsæll meðal embættis- manna borgarinnar, kurteis, hjálp- samur og úrræðagóður þannig að hvenær sem góðra ráða var þörf í borgarmálefnum bar nafn hans á góma. Hann undirbjó fjöldamarga lagabálka, einkum sveitarstjómar- efni. Eftir að Páll hætti störfum hjá Reykjavíkurborg stundaði han lög- fræðistörf og tók að sér verkefni fyrir opinbera og einkaaðila. Þá gast tími fyrir hann til að taka sam- an og gefa út ritverk. Birtust á skömmum tíma fjöldi rita sem hann hafði ýmist samið einn eða lagt efni til. Þá tók hann að skrifa ritdóma sem bára vott um yfirferð hans, víð- feðma þekkingu og íjöragan stíl. Árið 1986 var hann skipaður deildarstjóri í iðnaðarráðuneytinu. Frá árinu 1989 starfaði hann sem sérstakur ráðunautur ráðherra við undirbúning að stofnun umhverfis- ráðuneytis og var skipaður ráðu- neytisstjóri þess árið 1990. Ekki eru hér tök á að telja upp útgefin rit eftir Pál Líndal. Fróðlegt væri að taka saman yfirlit yfir þau og aðrar ritsmíðar hans í formi greinargerða og annars þess sem geymt er í embættisskrifstofum rík- is og borgar. Allt sem Páll lét frá sér fara bar merki hins skemmti- lega manns, lipra penna og ná- kvæma lagasmiðs. Ekki er algengt að opinberar greinargerðir séu skemmtilestur. Það átti sér einatt stað er Páll hélt á penna. Árið 1950 gekk Páll að eiga Evu Úlfarsdóttur, mikla ágætiskonu. Varð þeim þriggja barna auðið. Þeim auðnaðist ekki sambúðin og slitu samvistir. Böm þeirra era: Þórhildur Líndal er lögfræðingur og deildarstjóri í félagsmálaráðu- neyti. Hún á Eirík Tómasson hrl. og era synir þeirra þrír. Jón Úlfar Líndal er aðstoðarmað- ur í Reykavík. Björn Líndal er lögfræðingur og aðstoðarbankastjóri Landsbanka íslands. Kona hans er Sólveig Guð- mundsdóttir lögfræðingur og deild- arstjóri í heilbrigðisráðuneyti. Þau eiga tvö börn. Árið 1974 gekk Páll að eiga Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt. Sonur þeirra er Páll Jakob Líndal nemandi Menntaskólans á Akureyri. Þau vora samhent og studdu hvort ann- að í einkalífi og störfum. Ég hef verið í nánum tengslum við Pál svo lengi sem ég man eftir mér. Hann var hinn síkáti fjölfróði frændi er samdi gátur, leikrit og annað skemmtiefni og flutti af ör- yggi í afmælisboðum frændsystkina. Leit ég upp til hans unglingur er hann stundaði menntaskólanám og þreytti stúdentpróf ásamt félög- um sínum sem hafa haldið menn- ingarhópinn sinn til þessa dags. Síðan fylgdist ég með Páli í stúd- entapólitíkinni og margvíslegri fé- lagastarfsemi. Sambandið var eink- um í fjölmörgum fjölskylduveislum, afmælum og gamlárskvöldsboðum hjá ömmu okkar. Þar var farið snar- lega yfir allt hið helsta sem gerst hafði í menningarmálum og stjórn- málum. Þetta var á þeim dögum er hægt var að fylgast með öllu markverðu í þjóðlífinu með því að lesa þau fáu blöð sem út voru gefin og nokkur tímarit. Eða svo hélt maður þá. Er árin liðu kynntumst við enn betur orðnir fulltíða og sambýlis- menn. Hann bjó hér á efstu hæð- inni á Bergstaðastræti 69. Það var segin saga þegar ég sem pipar- sveinn var að burðast við að halda veislur og það gerðist annað hvort að allir gestirnir enduðu hjá Páli, eða Páll slóst í hópinn hjá mér. Þótti gestunum hvort tveggja vel heppnað. Svo fluttist Páll með fjöl- skyldu sína í eigið hús. Tengsl héldust en færðust í auk- ana er Páll og Guðrún keyptu Berg- staðastræti 81 og bjuggu þar ásamt hennar ágætu bömum Huldu, Önnu og Stefáni, og móður hennar, Huldu Árdísi Stefánsdóttur. Það er mikið menningarheimili og glæsilegt og vin- og frændgarður stór. Þá var Páll í þriðja og síðasta sinn kominn á Bergstaðastrætið og hafði búið fyrst á nr. 76,^ síðan á nr. 69 og loks á nr. 81. Átti það vel við mið- bæjarmanninn. Það sýndi sig, sem áður var að vikið, að Páll var velviljaður og áhugamaður fyrir öðrum er sam- vinna þeirra Huldu hófst um útgáfu ævisögu hennar. Sú samvinna leiddi til gagnkvæmrar virðingar. Við frændur þökkum Páli þátt hans í að semja og gefa út Briems- ættina er út kom árið 1990. Fyrir nokkru sagði Páll mér frá starfi sínu við að koma fyrir öllum hinum söguríku munum sem hann hafði safnað saman úr fjölskyldu sinni og Guðrúnar. Stóð mikið til að koma því öllu vel fyrir í risinu þar sem Hulda tengdamóðir hans hafði búið. Ekki auð'naðist honum að ljúka því verki. Þá ræddi hann oft um að við tækjum höndum sam- an um rannsókn á þeim ættum okkar er frá séra Hálfdáni Einars- syni á Eyri og Álfheiði Jónsdóttur frá Möðrufelli er komin og ef færi gæfíst að athuga ætt og afkomend- ur séra Tómasar Sæmundssonar og konu hans Sigríðar Þórðardóttur. Síðast hittumst við fyrir fáum dögum í afmæli Sigurðar bróður hans. Mér þótti sem horfnir dagar væra snúnir aftur er við sátum í verandanum á Bergstaðastræti 76. Ungu lögfræðingamir í fjölskyld- unni komu og gáfu skýrslur úr sín- um sérfræðiheimi og Páll kryddaði hveija sögu með samsvarandi sögum frá fyrri öldum. Páll Jakob sonur hans settist niður hjá okkur með elskulegu viðmóti og sagði sögur af knattspymumálum Akureyrar. Það var nýr þáttur í menningarlífi fjöl- skyldunnar. Menningin og áhuga- málin breytast með nýrri kynslóð. Það kom fram við gerð Briems- ættar að í henni er langlífi og hefur lengi verið, þegar ekki komu til slys og smitnæmir sjúkdómar. Ræddum við Páll það mál og hve þægilegt væri til þess að hugsa að mega njóta lífsins lengi og vel eins og forfeðurn- ir. Nú erum við minnt enn einu sinni á að dag skal að kveldi lofa. Um leið og við tregum Pál Lín- dal og öll þau verk er honum auðn- aðist ekki að ljúka við ber að þakka fyrir allt það sem við höfum fengið að njóta frá hans hendi. Blessuð sé minning Páls Líndals. Eggert Asgeirsson. Páll Líndal ráðuneytisstjóri átti að baki óvenju fjölbreyttan starfs- feril, er hann lést í Reykjavík á 68. aldursári, laugardaginn 25. júlí. Páll var líka óvenju fjölhæfur mað- ur, áreiðanlega einn fárra sem átti skilið að heita lögfræðingur. Leiðir okkar lágu ekki saman mjög langa stund. Við höfðum lengi verið málkunnugir, þegar sá er þetta ritar, kom til starfa í ráðu- neyti umhverfismála. Páll Líndal var ekki aðeins fyrsti ráðuneytis- stjóri umhverfisráðuneytisins held- ur starfaði hann einnig að undir- búningi stofnunar ráðuneytisins á síðari hluta árs 1989. Það kom því í hans . hlut umfram annarra að móta starf og stöðu hins nýja ráðu- neytis í stjórnkerfínu. í þeim efnum nýttist vel staðgóð þekking hans á íslensku samfélagi og afburða þekking á náttúravemdarmálum. Raunar er ekki á neinn hallað þótt sagt sé að enginn hafi verið honum fróðari um sögu náttúravemdar á íslandi. Við þetta bættist víðtæk lagaþekking og ótrúlegt minni. Enn kom víðtæk reynsla hans af skipu- lagsmálum að góðum notum, þegar sá málaflokkur var lagður til um- hverfisráðuneytisins við upphaf síð- asta árs. Var það raunar ekki síst á þeim vettvangi sem á reyndi nú undanfarið ár, þegar til þess kom að kveða þurfti upp úrskurði í við- kvæmum og afar vandleystum mál- um. Þar var vel að verki staðið. Hér hefur aðeins fátt eitt verið nefnt af fjölbreyttum störfum Páls Líndals er varða þá þætti sem eink- um snerta umhverfisráðuneytið. Ógetið er ritstarfa hans, en á því sviði var hann mikilvirkur og sinnti þar ekki síst sögu Reykjavíkur þar sem hann bjargaði mörgu frá gleymsku. Hann var sagnasjór og átti áreiðanlega margt ósagt. Þegar hann lést var það framundan að um hægðist og hann hefði betra næði til ritstarfa. Þótt hann léti af starfi ráðuneytisstjóra var þann veg ákveðið, að hann sinnti áfram ákveðnum störfum fyrir umhverfis- ráðuneytið, ekki síst að því er varð- aði lagasmíð. í því sambandi skal hér nefnt að hann var einn höfuð- smiður frumvarps til laga um bygg- inga- og skipulagsmál á miðhálend- inu, en vernd þess var honum sér- stakt áhugamál. Er hann féll frá var vel á veg komin gerð frumvarps um vatnsvernd á íslandi, en honum var annt um að löggjöf yrði sett um þau mál. Páll Líndal var um marga hluti óvenjulegur og þessvegna eftir- minnilegur maður. Með einni gam- ansögu eða athugasemd gat hann breytt yfirbragði þunglamalegra funda og komið umræðuefni sem var strand á lygnan sjó. Að leiðarlokum er honum þakkað brautryðjandastarf sem oft var erf- itt og sjaldnast að verðleikum met- ið. Fyrir hönd starfsfóiks í umhverf- isráðuneytinu era honum þakkir færðar um leið og við sendum eigin- konu hans, Guðrúnu Jónsdóttur, börnum og ástvinum öllum innileg- ar samúðarkveðjur. Eiður Guðnason. W I I l i » l f l I l l I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.