Morgunblaðið - 06.08.1992, Síða 19

Morgunblaðið - 06.08.1992, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992 19 Brynja við Cessna-flugvél Flugtaks sem hún flýgur reglulega. Morgunbiaðið/Gunniaugur Rögnvaidsson Var hálfskelkuð í fyrsta flugtímanuni - segir Brynja Sigurðardóttir flugkennari „Hún er góður kennari og karlmenn taka henni vel, þó sumum þyki stundum skrítið að sjá kvenkyns flugkennara,“ sagði Reynir Sigurðsson, yfirmaður Bryiyu, sem sýnir hér flugbókina þar sem flugtimar hennar eru samviskusamlega skráðir. FLUGKENNARI. Líklega 35—40 ára karlmaður með Ray- ban sólgleraugu í leðurjakka og gallabuxum. Þá ímynd hafa margir í huganum af flugkenn- urum og þá ekki síst að hann sé karlkyns. En þó karlmenn séu í miklum meirihluta sem flugmenn hérlendis þá starfa hérlendis þrír kvenkyns flug- menn hjá Flugleiðum, og ein sem vinnur sem flugkennari hjá Flugskólanum Flugtaki i afleysingum. Brynja Sigurðar- dóttir heitir hún og á að baki rúmlega 250 flugtíma. „Það bregður sumum í brún að sjá kvenmann sem flugkennara og menn í fluginu taka mér misjafn- lega, sumir líta mig hálfgerðu horn- auga, en ég á marga góða félaga í fluginu og hef kynnst mörgum í gegnum þetta áhugamál og starf,“ sagði Brynja í samtali við blaða- mann sem hitti hana að máli á flug- móti í Múlakoti. Þar flaug hún Cessna-flugvél Flugtaks, skrapp m.a. til Vestmannaeyja og sveim- aði í kringum Þórsmörk í eins hreyfils vélinni. Hún fór í sinn fyrsta flugtíma fyrir fjórum árum en leist ekkert of vel á flugið eftir þann tíma, „Ég var eiginlega hálf- skelkuð eftir fyrsta tímann Það var rok og rigning í þessum fyrsta tíma og ég fór ekki aftur fyrr en að hálfu ári liðnu, leist ekkert á lætin í flugvélinni í veðrinu", sagði Brynja. „Reyndar gerir veðrið hér- lendis flugið erfitt, því það er óút- reiknanlegt og sól og rigning bítast á í háloftunum. En þetta er spenn- andi og í fluginu er maður alltaf að upplifa og sjá eitthvað nýtt í hverri ferð,“ sagði Brynja. Hún hefur um stundarsakir atvinnu við símvörslu hjá SS en vinnur einnig við ræstingar á kvöldin og sem afleysingakennari i fluginu. „Ég reyni að fljúga hvenær sem efni eða aðstæður bjóða upp á, en annars reyni ég að verja frístund- unum við einhveija tómstundaiðju, hjóla t.d. mikið inn í Elliðaárdaí á fyallahjóli, stundum 3-5 sinnum í viku. Mig langar að reyna fallhlíf- arstökk og hef prófað að fljúga með mótorknúnum svifdreka hér á flugmótinu sem var sérstök tilfinn- ing og öðruvísi en að sitja um borð í flugvél. Að svífa um loftin blá er spennandi og kemur i staðinn fyrir spenninginn sem maður fékk fyrst eftir að hafa fengið bílprófið," sagði Brynja. Einn nemenda hennar kvað hana mjög nákvæma sem kennara og lausa við tilgerð sem stundum fylgir karlkyns flugmönnum, færi vel yfir öll öryggisatriði og fylgdist vel með nemendum sínum. Reynir Sigurðsson, sem stjórnar málum hjá Flugtaki, kvað henni vel tekið af nemendum en hún er ein átta kennara sem þar starfa og hefur minnkað hlutfall karlpeningsins um eina stöðu. Viðhorfíð gagnvart kvenfólki er greinilega að breytast í þessu starfi sem öðrum, sem karlmenn hafa verið einráðir í síðustu áratugi. - G.R. Landlæknisembættið: Brjóstamjólk er besta nær- ingin fyrir nýfædd börn ÞESSA dagana stendur yfir vika sérstaklega helguð kynningu á mikil- vægi brjóstamjólkur. Það eru alþjóðasamtökin WABA (World Alliance for Breastfeeding Action) sem tóku þá ákvörðun að helga dagana 1.-7. ágúst brjóstagjöf. Sérstakur samstarfshópur fulltrúa þeirra stofnana sem láta sig bijóstagjöf varða hefur verið stofnaður hér á landi og mun hann leitast við kynna málefni er tengjast brjóstagjöfinni. Samtök þessi sem hér um ræðir voru stofnuð í fyrra og starfa í nán- um tengslum við Alþjóðaheilbrigðis- stofnunina. Markmið þeirra er meðal annars að að samræma og koma upplýsingum um btjóstagjöf milli landa og hinna ýmsu heilbrigðisfag- hópa. í fréttatilkynningu frá Landlækn- isembættinu er sagt frá tillögum sem settar voru fram af sérstökum Ráð- gjafahóp um bijóstagjöf en hann vann á vegum Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar. Þar er hvatt til auk- innar fræðslu og kynningar varðandi bijóstagjöf. í skýrslu hópsins kemur fram að þurrmjólkurneysla hafi auk- ist á kostnað neyslu bijóstamjólkur. Hópurinn leiðir að því líkum að fag- fólk í heilbrigðisstéttum hafi ekki stutt nægilega notkun bijóstagjafar og vanti færni til að gefa konum með barn ráð. Samkvæmt mati Landlæknisemb- ættisins á umræða á borð við þessa fullan rétt á sér hér á landi. Af þeim sökum hefur nú verið stofnaður sam- starfshópur til að vinna að fræðslu um nauðsyn bijóstagjafar. í hópinn hafa valist allir fulltrúar þeirra stofn- ana og samtaka er telja sig málefnið varða. Meginmarkmið hópsins verður að taka saman allar upplýsingar um málefnið og safna þeim á einn stað 9g vinna almennt að þeim í landinu. í fréttatilkynningunni kemur fram sú skoðun að nauðsynlegt sé að koma á ákveðinni stefnumörkun varðandi brjóstagjöf íslenskra kvenna. Þá sé og mjög mikilvægt að mynda góða og markvissa samvinnu milli fag- hópa. Loks er hvatt til þess að fræðsla og ráðgjöf sé samræmd. í grunnatriðum er boðskapur hópsins og Landlæknisembættisins sá að bijóstamjólk sé besta næringin fyrir nýfædd börn og oftar en ekki þurfi ekki aðra næringu fyrstu 4-6 mánuðina. TILBOÐ VIKUNNAR FLOBIDAMA axtasafiIMW^ ,0- CROWN mmsídós 48 WEIAA hAbnækng OSTK.SAMAN ssss ,... 1 ltr. w I 1 aðub rví\ aður HAGKAUP - allt í einniferd

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.