Morgunblaðið - 06.08.1992, Page 29

Morgunblaðið - 06.08.1992, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992 29 Persaflóastríðið — Afmæliskveðja eftir Hjört Hjartarson Þann 2. ágúst sl. voru tvö ár liðin frá upphafi Persaflóadeilunnar. Hún hófst sem kunnugt er með innrás íraka í Kúvæt. Rúmum fimm mánuðum síðar hófust loftárásir fjöl- þjóðahersins undir stjórn Banda- ríkjamanna á stöðvar íraka í Kúvæt og borgir í írak. Með loftárásunum urðu kaflaskil í deilunni og af um- fjöllun fjölmiðla eftir það ekki annað að ráða en ákvörðun um stórstyijöld til „lausnar henni væri sjálfsögð. Hún var þó ekki sjálfsagðari en svo að í öldungadeild bandaríska þings- ins munaði aðeins þremur atkvæðum að stríðsheimild til handa forsetan- um fengist ekki í gegn. Áhlaup Bush-stjórnarinnar og fjölþjóðahersins hófst þrátt fyrir og eftir að búið var að einangra íraks- stjórn pólitískt, efnahagslega og hernaðarlega; ákvörðun um stór- styqold var tekin eftir að íraksstjórn hafði verið þvinguð til að fallast á að draga her sinn frá Kúvæt. Forleikur 2. ágúst 1990 fordæmdi öryggis- ráð SÞ innrás íraka í Kúvæt og krafðist þess að þeir drægju herlið sitt til baka, ekkert ríki var á móti ályktuninni. 6. ágúst samþykkti ráðið við- skiptabann á írak, ekkert ríki var á móti. 9. ágúst samþykkti öryggisráðið, samhljóða, að innlimun íraka á Kú- væt væri ómerk. 25. ágúst heimilaði ráðið aðild- arríkjum Sameinuðu þjóðanna að beita valdi til að framfylgja við- skiptabanninu, ekkert ríki var á móti. 25. september samþykkti ráðið bann við flugsamgöngum við Irak, einungis Kúbanir voru á móti. Og enn eitt vopn var lagt mönnum í hendur: Þann 29. nóvember heimil- aði öryggisráðið, að tillögu Banda- ríkjamanna, aðildarríkjum Samein- uðu þjóðanna að „gera allar ráðstaf- anir sem nauðsyn krefði gegn írök- um, ef þeir drægju ekki hersveitir sínar frá Kúvæt, í síðasta lagi eftir 15. janúar. Ástæða er til að taka fram, að þetta var ekki beiðni SÞ um innrás í Kúvæt og írak; framkvæmdastjóri þeirra frétti af innrásinni eftir að hún var hafin. Mönnum var, eftir sem áður, í sjálfsvald sett hvernig þeir leystu deiluna. Og, í stuttu máli, Vesturlönd klúðruðu málinu. Með öll tromp á hendi tókst þeim ekki að spila úr stöðunni nema upp á gamla móðinn. Auk þess bendir allt til þess að Bush-stjómin hafi aldrei ætlað sér annað en styijöld. Var stríð eini kosturinn? Nei, stríð var ekki eini kosturinn. Viðskiptabannið hefði getað sparað mönnum ómakið. Þær raddir heyrðust að viðskipta- bann væri gagnslaust, írakar hefðu það prýðilegt, þrátt fyrir að það hefði staðið í 5 mánuði. Metupp- skera hefði verið í írak um sumarið og að auki væri margreynt að auð- velt væri að komast hjá viðskipta- banni. Því er til að svara, að við- skiptabannið hafði, þegar hér var komið, lamað efnahagslíf Iraka. Skortur var orðinn sýnilegur á ýms- um varningi í Bagdað og innflutn- ingur, í trássi við viðskiptabannið, nánast enginn. Ástæðan fyrir því hve áhrifin voru lítil á yfirborðinu er sú að Kúvæt var mjög vel birgt og væntanlega hafa írakar komið sér upp birgðum fyrir innrásina. Hins vegar þurfa þeir að flytja inn 70 - 80% af öllum matvælum og hefðu tæplega þolað margra mánaða viðskiptabann, án þess að upp úr syði innanlands. Hafa verður í huga að þetta var ekkert venjulegt viðskiptabann. All- ar samgöngur við írak og Kúvæt voru bannaðar og eftir 15. janúar var heimilt að framfylgja því með vopnavaldi. Hvað hefði gerst? Ef marka má fréttir, áður en loftá- rásir (og ritskoðun) hófust, m.a. frá blaðamanni Morgunblaðsins, taldi íraskur almenningur innrásina í Kúvæt réttmæta. Hins vegar var hann orðinn þreyttur eftir margra ára stríðsátök við írani og leit svo á að best væri að draga hersveitim- ar til baka. Hvað varðar íraska herinn er það að segja, að sá sem fer fyrir matar- lausum her þarf ekki að kemba hærurnar. í stuttu máli:„Vinsældir Saddam Hussein hefðu snúist upp í andúð og leitt til uppreisnar hers og almennings. Iraskar hersveitir hefðu dregið sig til baka frá Kúvæt. Franska tillagan Önnur lausn var einnig möguleg. Á elleftu stundu komu Frakkar með tillögu sem gerði ráð fyrir að írakar drægju sig til baka frá Kúvæt og haldin yrði alþjóðleg ráðstefna um frið í Miðausturlöndum. Þjóðveij- ar og fleiri þjóðir tóku þegar í stað undir hana. Bandaríkin, Bretland og Sovétríkin gátu ekki sætt sig við orðalag tillögunnar og var hún því ekki tekin fyrir í öryggisráðinu. Hún var aldrei borin formlega fram við írösk stjómvöld. Ríki þessi máttu ekki heyra á það minnst að brottför íraka frá Kúvæt tengdist á nokkurn hátt ráðstefnu um málefni Miðaust- urlanda. Afstaða Sovétríkjanna kom ekki fram fyrr en eftir að afstaða Banda- ríkjanna var látin í ljós. Skýringin er sú að Sovétríkin riðuðu til falls á þessum tíma og áttu allt sitt undir velvilja Bush- stjómarinnar. Nei-maðurinn í Bagdað írakar höfðu, þegar hér var kom- ið, neitað með öllu að fallast á skil- yrðislausa brottför frá Kúvæt, þrátt fyrir að margir stórpólitíkusar heimsins, hefðu skriðið á hnjánum til Bagdað að telja Saddam Hussein á að endurskoða afstöðu sína. Hvernig má ætla að hann hefði fall- ist á frönsku tillöguna; frá Bagdað heyrðist hvorki hósti né stuna? Sú staðreynd að írakar létu ekk- ert frá sér fara um tillöguna, þegar hún var óformlega til umræðu, bend- ir einmitt til þess að þeir hafi beðið hennar í ofvæni; hún fól í sér það sem Saddam Hussein ætlaði að bjarga sér á út úr klandrinu, án þess að tapa algjörlega andlitinu. Irakar voru eins og mús undir fjala- ketti og biðu færis að losna út úr Kúvæt. Það sem ekki má Bush vísaði á bug öllum samning- um við slíkt ómenni sem Saddam Hussein er. Allt bendir til þess að hér hafi forsetinn talað þvert um hug sér: Árið 1982, í forsetatíð Reagans og varaforsetatíð Bush, er írak tek- ið af svörtum lista yfir ríki sem styðja hryðjuverk. Bush og James Baker, núverandi utanríkisráðherra, þrýstu á um að Saddam Hussein yrði fenginn bandarískur tæknibún- aður, sem félli vel að áformum hans um hernaðaruppbyggingu, m.a. um þróun kjarnorkubúnaðar. Þegar halla tók á Saddam Hus- sein í styijöldinni við írani, kom her Bandaríkjanna honum til hjálpar, t.d. með því að gefa upp skotmörk í Iran fyrir margumtalaðar Scud- flaugar. Drápa þessi er mun lengri og heldur áfram eftir að uppvíst varð um slátrun írakshers á 5000 Kúrd- um með eiturhernaði: Árið 1989 gefur Bush, þá orðinn forseti, út til- skipun í nafni þjóðaröryggis, nr. 26, og kemur þannig í veg fyrir að lána- tryggingar upp á 1 milljarð $, til handa Saddam Hussein yrðu stöðv- aðar í Bandaríkjunum. írakar náðu að nýta sér helming þessara trygg- inga; hinn helmingurinn var felldur niður 2. ágúst 1990. Hér er ótalinn þáttur Sovétríkj- anna sálugu og Vestur-Evrópu í uppeldi dánumannsins Saddam Hus- sein. Hjörtur Hjartarson Af hvequ stórstyijöld? í bók Jóns Orms Halldórssonar, Islam, sem út kom á síðasta ári, segir: „Afrakstur nýlendutímans var líka upplausn um allar þær álfur sem nú mynda þriðja heiminn. Evrópu- menn teiknuðu upp ríki í samræmi við hagsmuni sína en þvert á þjóðir, hefðir og menningu. Þessi gerviríki hafa síðan mörg hver borist á bana- spjót og mörgum þeirra hefur verið stjórnað af öflugustu illmennum hvers tíma, sem oft hafa reitt sig á stuðning Vesturlanda, er í staðinn hafa setið að efnahagslegum ávinn- ingi.“ Til þess að viðhalda framan- greindu ástandi þarf vald og til þess að mark sé tekið á valdinu þarf að sýna það af og til. Þess vegna var franska tillagan ómöguleg. Við- skiptabann var ófært því það hefði getað haft þær óheppilegu afleiðing- ar að hrekja Saddam Hussein frá völdum. Real-pólitík Tölur vfir fallna hermenn í liði íraka hafa verið nefndar: 30.000, 50.000, 100.000. Hver veit það? Flestir þeirra voru grafnir lifandi þegar „snjó“plógar plægðu yfir byrgi þeirra, þar sem þeir höfðu legið mánuðum saman undir mestu loftá- rásum sögunnar; baráttuþrek ekk- ert. Og hvaða fólk var þetta? Þetta var t.d. fólk eins og það sem íslend- ingar nefna unglinga. Þá eru ótalin nokkur hundruð af sama fólki sem féll í liði fjölþjóðahersins. Síðastliðið vor kom sjónvarpsfrétt sem lét lítið yfir sér. Þar sagði frá bandarískum embættismanni sem var sparkað fyrir að láta uppi tölur bandaríkja- stjómar yfir fjölda fallinna meðal óbreyttra borgara í írak. Þær vom nokkum veginn svona: 60.000 karl- ar, 40.000 konur og 30.000 böm. Lýðveldisvörðurinn og Saddam Hussein em við góða heilsu — enda stóð ekki annað til. Höfundur er rafeindavirki. OKKAR FRÁBÆRA ÚTSALA HEFST í DAG FIMMTUDAG 20-50% AFSLÁTTUR TRYGGIÐ YKKUR NÚ SPORTFATNAÐ EÐA SKÓ Á HREINT HLÆGILEGU VERÐI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.