Morgunblaðið - 06.08.1992, Síða 36

Morgunblaðið - 06.08.1992, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992 fclk f fréttum wm^^—mmm BUÐARDALUR Sturlu reistur minnisvarði Minnisvarði um Sturlu Þórðar- son, lögmann, sagnaritara og skáld, var afhjúpaður fimmtu- daginn 30. júlí sl. við hátíðlega athöfn í Búðardal eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu. Minn- isvarðann gerði Hallsteinn Sig- urðsson myndhöggvari. Athöfnin fór fram í fögru veðri og glampaði á listaverkið þar sem það stendur fyrir framan Stjóm- sýsluhúsið í Búðardal. Þar fluttu ræður Marteinn Valdimarsson sveitarstjóri og Friðjón Þórðarson sýslumaður en að athöfn lokinni var boðið til veislu í félagsheimil- inu í Dalabúð þar sem Matthías Johannessen cand.mag. flutti er- indi um Sturlu og umhverfi hans. Félagsheimilið var þéttsetið og fylgja þessum orðum myndir frá samkomunni. Hallsteinn Sigurðsson á ættir að rekja í Dali vestur og er bróður- sonur Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara en sú ætt er frá Kolsstöðum í Miðdalahreppi. I ræðu sinni sagði sýslumaður að Stjórnsýsluhúsið væri sameign nokkurra aðila svo sem venja væri um slík hús, bæði ríkis og heimamanna. Og hann bætti við: „Það er m.a. Héraðsbókasafn Dalasýslu. Ég tel rétt að geta þess við þetta tækifæri að fýrir nokkrum árum kom fram sú hug- mynd að í safni þessu yrði sérstök deild sem varðveitti öll rit Sturlu og önnur rit honum tengd eða allt safnið yrði honum helgað, þ.e. Sturlusafn. Færi einkar vel á því að héraðs- bókasafnið yrði aukið og eflt, sér- staklega á sviði sögunnar og þjóð- legra fræða. Það yrði gert í anda Gestir við minnisvarðann. Morgunblaðið/Kristjana R. Ágústsdóttir Friðjón Þórðarson sýslumaður ávarpar viðstadda. þess bókhneigða og námsgjama fólks sem búið hefur á þessum slóðum öldum saman og hinna miklu bókasafnara sem hér hafa átt heima. Get ég ekki stillt mig um að nefna tvö nöfn í því sam- bandi: Sjálfan Áma Magnússon, prófessor sem fæddur var í Kvennabrekku í Miðdölum og ólst upp í Hvammi í Dölum og átti mér vitanlega aðeins lögheimili á tveim stöðum á ævinni, í Dala- sýslu og Kaupmannahöfn. Og svo Þorsteinn Þorsteinsson sem var sýslumaður Dalasýslu í 35 ár og átti mikið og frægt bókasafn sem nú er geymt í Skálholti en sumir telja að betur væri komið í Búðar- dal svo sem um hefur verið rætt og ritað. Þessi höggmynd sem hér er ris- in og uppsetning hennar hefur að sjálfsögðu kostað all mikið fé. En hvort tveggja er að Listskreyt- ingasjóður ríkisins hefur lagt fram myndarlegan styrk og í annan stað hafa verið gerðar litlar af- steypur myndarinnar sem ætlunin er að selja ef þörf krefur svo að fyrir öllu verði séð og allur kostn- aður greiddur skilvíslega.“ Frá veislunni í Dalabúð. Einstakt tækifæri: Kjalvegur - Hveravellir - Blönduvirkjun Sumarferð Framsóknarfélaganna í Reykiavík verðurfarin laugardaginn 8. ágúst 1992 Farið verður um: Gullfoss - Geysi - Hveravelli - Blönduvirkjun Kl. 08:00 Lagt af stað frá BSf og ekiö að Geysi í Haukadal, þar sem fólki gefst kostur á að skreppa í sjoppu. Kl. 10:30 Lagt af stað frá Geysi. Ekið norður Kjöl að Hveravöllum. Þar munu ferðalangar borða nesti sitt. Kl. 15:00 Lagt af stað frá Hveravöllum og ekið norður að Blönduvirkjun, þar sem virkjunin verður skoðuð í fylgd leiðsögumanns. Kl. 18:00 Lagt af stað frá Blönduvirkjun og ekið að Staðarskála. Kl. 21:00 Lagt af stað frá Staðarskála og ekið til Reykjavíkur. Áætlað er að koma til Reykjavíkur kl. 23:45. Fargjald kr. 2.800,- Tekið verður á móti sætapönfunum í síma 624480 eða á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hafnarstræti 20, 3. hæð, 4. - 7. ágúst. COSPER Þú færð stöðuna, ef þú getur kastað núverandi útkastara út. m Ttí/Tiifo <& n bO OO Góðan daginn!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.