Morgunblaðið - 06.08.1992, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 06.08.1992, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992 /fJíQrta e.Ls/car-fóUc. En aðaUegQ ■faer fyann. hundamcit ár'<UÓ5um.,> Með moixunkaffínu koma í heimsókn. Guð sé oss næstur. 7-17 . . . að brjótast út úrskelinni. TM Reg. U.S Pat Off. — all rights reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndicate Var hann eins og fólk er flest, þessi sem þér erfðuð? BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 ÓFRIÐARÁSTAND Frá Pétri Dokladal: í þessu bréfi ætla ég að lýsa hinu flókna ástandi sem er í Tékkóslóv- akíu um þessar mundir. Enginn veit hversu lengi þetta land verður til. Eins og flestir gera sér ljóst af fréttum óttast fólk klofning og átök. í kosningum í Bæheimi og Slóvakíu sigruðu gjörólíkir flokkar og flokkapólitík þeirra fer ekki að skynsamlegum rökum. Ef við hugsum okkur ríkið sem vagn dreginn af tveimur hestum er eins og annar hesturinn vilji til vinstri en hinn til hægri. Hestamir, Klaus og Meciar, eru jafnsterkir og útlit er fyrir að vagninn, Tékkóslóvak- ía, verði rifinn í sundur. Tékkar komast þá undir áhrif frá Þýskalandi en Slóvakíubúar verða að snúa sér til Pólverja í norðri, Ungverja í suðri og Úkra- ínubúa í austri. Þessar breytingar munu kosta mikinn sársauka því sáð hefur verið miklu hatri mílli þjóðarbrotana — og það er vatn á millu þeirra sem vilja uppreisnar- og eyðileggingarástand. Václav Havel var ekki kosinn forseti á ný og enginn veit hvort embættið verður til í framtíðinni. Því miður kom forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, aldrei hingað eins og áætlað var í fyrra. Ég veit ekki hvað mun gerast hér. Václav Klaus er líklegur for- ystumaður í augum Vesturlanda- Frá Vilhjálmi Alfreðssyni: FYRIR nokkrum mánuðum skrif- aði Gunnar Eyþórsson merkilega grein í DV þar sem hann lýsti því yfír að síðustu mánuðir í kosninga- slag Bandaríkjamanna gætu orðið hættulegir. Nú er það svo að Bush Bandaríkjaforseti ætlar að nota íraksmálið sér í hag. írakar hafa fyrir löngu brotið vopnahlésskil- mála en ekkert. var að gert. En manna. Flokkur hans, ODS, stend- ur með honum og við þegnarnir óttumst einhvers konar auðvalds- stefnu eins og _var í Evrópu fyrir styxjöldina. Vafalaust er það rétt að við teljumst með Vesturlöndum en sem stendur er það bara draum- ur. Laun manna hér og á Vestur- löndum er ekki hægt að bera sam- an. Maður með 3.000 til 4.000 króna laun á mánuði og borgar 6 krónur fyrir mjólk, 20 krónur fyr- ir ost, 18 krónur fyrir lítra af bens- íni eða 300 krónur fyrir skyrtu í búðinni er ekki mjög ánægður. Nú er erfítt fyrir mig að senda bréf til íslands, sendingar eða gjafir eins og áður. Það kostar 150 krónur að senda grammófónsplötu héðan til íslands en kostaði áður 37 krónur. Það er mikil verðhækk- un. Ungar fjölskyldur með börn eiga í miklum erfíðleikum, at- vinnuleysi er mikið. Mikill hluti verksmiðja í Slóvakíu var tilbúinn til vopnaframleiðslu. Núna eru um 10 prósent íbúa í Slóvakíu atvinnu- laus og það er vatn á myllu komm- únista og sósíalista. Málið er þó ekki svona einfalt. Landsmenn verða fyrir miklum áhrifum er- lendis frá, einkum frá Bandaríkj- unum. í kvikmyndahúsum er varla boðið upp á annað en bandarískar spennumyndir og sjónvarpið send- ir út endemis vitleysu. Aður var allt rússneskt en nú skal apa allt nú þykir allt í einu tími til kominn að þýsta á íran. Svo mikið liggur á að þegar flugmóðurskipið John F. Kennedy lét úr höfn 27. júlí voru fimmtíu sjóliðar skildir eftir, svo mikil læti voru í Pentagon. Verði aftur átök milli Banda- manna og íraka munu ísraelar áreiðanlega svara fyrir sig. VILHJÁLMUR ALFRÉÐSSON Efstasundi 76, Reykjavík eftir Bandaríkjamönnum. Við getum að vísu tjáð okkur opinberlega en fólk virðist ekki tilbúið að lifa við lýðræði og marg- ir óttast að hin sterka hönd muni hrifsa valdið. Nú er mikið talað um alþjóðahyggju í sambandi við Evrópubandalagið. Slíkt getur litið sæmilega út en getur í rauninni eyðilagt manneskjuna hið innra. Ég var mjög feginn þegar Danir afneitUðu Evrópusamrunanum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég dáðist að Norðurlandabúum sem stoltum afkomendum víkinganna og trúi að þeir feti í fótspor Dana. Ég er mjög hægrisinnaður mað- ur og met persónuleikann fyrst og fremst. Persónuleiki manna er Guði tengdur og því nauðsynlegt að birta rétt andlit Guðs. Nú hafa komið fram ýmsir nýir straumar í nafni „nýaldar“. Ég var mikill rokkari og las guðspekibækur, s.s. bækur Blavatsky, bækur um Zen, Tao o.fl., svo ég veit hve aðlað- andi þessar nýju kenningar eru, einkum fyrir gáfaða menn. Hætta stafar af ýmsum trúflokkum, s.s. Vottum Jehóva, Hare krisna og Moon, sem sækja að rómversk kaþólsku- og lútersku kirkjunni. Auðvitað er ómögulegt að hefja baráttu gegn þessu en nauðsyn- legt er að halda fast við homstein- inn, sem er Jesús Kristur. Oft minnist ég þá hinnar kæru eyjar, Islands. Ef mögulegt væri flytti ég strax til íslands, settist kannski að á einhveijum stað eins og Hrísey eða einhverri ey á Breiðafírði. Hversu gott væri ekki að njóta rósemi í friði og ró fjarri deilum og baráttu og öðmm vitleysum sem menn skapa. Að predika yfír fuglum, fiskum og blómum eins og heilajg- ur Franciscus gjörði. Lengi lifi Is- land og ísjendingar sem eru óháð- ir menn til fyrirmyndar mörgum. Ég blessa þjóðina í nafni Guðs. FAÐIR PÉTUR DOKLADAL Blanická 130 72400 Ostrava 24 — Stará Bélá Tékkóslóvakíu Kosningabrella? HÖGNI HREKKVÍSI 7/ann, er innuhc/ir AjÁ Ajundr,fiar\Q - aranurn, t» Víkverji skrífar Skrifara var bent á það í vikunni að íslenzkir keppendur á ÓLympíuleikunum væru samtals 29 og svo gæti farið að meira en helm- ingur þessa hóps kæmi heim með verðlaunagripi. Sextán íslending- anna keppa í handknattleik, 2 í sundi, 3 í júdó, 1 í skotfimi, 3 í badminton og 4 í fijálsum íþróttum. íslendingar eiga góða möguleika á verðlaunum í handknattleiknum, spjótkastararnir eru til alls líklegir og hinn öflugi Vésteinn Hafsteins- son keppti í gærkvöldi í úrslitum kringlukastsins, en þessi orð voru sett á blað áður en hann lauk keppni. Ef aðeins er litið til hand- knattleiksmannanna er ljóst að þeir verða ekki neðar en í 4. sæti. Jafn- vel þó svo ótrúlega fari að liðið sigri ekki í fleiri leikjum; vinni þijá leiki, geri eitt jafntefli og tapi þremur leikjum í keppninni dugar það til fjórða sætis. Þar sem handboltamennimir telja rúmlega helming íslenzku keppend- anna er ljóst að meirihluti Islend- inganna verður í fjórða sæti eða ofar á sjálfum Ólympíuleikunum. Tæpast geta margar þjóðir státað af slíkum árangri og svo er alltaf verið að agnúast út í íslenzka íþróttafólkið! x X X Oftsinnis að undnaförnu hefur Víkveiji heyrt á öldum Ijós- vakans talað um að keppendur hafi báðir komið jafnir í mark. Skrifari er svoh'tið að velta því fyrir sér ef bara annar keppendanna hefði komið jafn í mark! XXX Vestnorrænt kvennaþing verður haldið á Egilsstöðum síðari hluta þessa mánaðar og hafa um 350 konur skráð sig til þátttöku; 230 íslenzkar, 64 færeyskar og 50-60 grænlenzkar. í samantekt sem blaðinu hefur borizt kemur fram að konumar kynna menningu sína, viðhorf og baráttumál þá daga sem þær dvelja hér á landi. Ekki er að efa að mikið verður um að vera fyrir austan þá daga sem þing- ið stendur yfir og í niðurlagi fréttar Undirbúningsnefndar þingsins seg- ir: „Ákvörðun um Vestnorræna kvennaþingið var tekin á alþingi í mars 1990 í framhaldi af þingsá- lyktunartillögu frá Vestnorræna þingmannaráðinu um að árið 1992 verði vestnorrænt ár. Undirbún- ingsnefnd var skipuð af félagsmála- ráðherra og setti hún sér það mark- mið að 300 konur mættu til þings- ins og það væru allar konur, en ekki bara konur sem oft fá tæki- færi til að sækja alþjóðleg kvenna- þing. Þessum markmiðum er löngu náð og gott betur og erfitt er að bæta fleiri konum við, því ekki er hægt með góðu móti að hýsa fleiri á Egilsstöðum og nágrenni á þess- um tíma.“ Jafnframt kemur fram í saman- tektinni, að talan 20 er hæsta talan í grænlenzku og allar hærri tölur eru úr dönsku. Einnig að í græn- lenzkri jafnréttisbaráttu er talað um þijú kyn; grænlenzkar konur, grænlenzka karla og Dani.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.