Morgunblaðið - 11.08.1992, Side 2

Morgunblaðið - 11.08.1992, Side 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ QS& BARCELOIMA ’92 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992 FRJALSIÞROTTIR Reuter „Hinir eru að koma — hlauptu nú!“ sagði Dennis Mitchell, þegar hann rétti Lewis keflið. Hinir eru aðkoma hlauptu nú! Carl Lewis tryggði bandarísku sveitinni sigur og heimsmetið CARL Lewis lauk þátttöku sinni í hlaupum á Ólympíuleikum eins og svo oft áður á ferlinum — kom fyrstur í mark og tryggði bandarísku sveitinni auk þess heimsmet í 4 x 100 metra boð- hlaupi karla, 37,40. „Hinir eru að koma — hlauptu nú!“ sagði Dennis Mitchell, þegar hann rétti honum keflið fyrir síðasta sprettinn og það var eins og við manninn mælt. „Já, já,“ svaraði hann og sem elding skaust hann áfram og fagnaði gífurlega skömmu síðar. Mike Marsh, ólympíumeistari í 200 metra hlaupi, náði góðu viðbragði og gaf tóninn. Leroy Bur- rell, sem stóð ekki undir væntingum í 100 metra hlaupi, geystist áfram og var greinilegt að aðeins eitt kom- ast að í huga hans. Mitchell, Banda- ríkjameistari í 100 metra hlaupi, hljóp þriðja sprettinn og var rétt á undan Bretanum John Regis. Lewis vissi þá að einvígi við Bretann Lin- ford Christie væri í uppsiglingu og var ákveðinn í að gefa hvergi eftir. Hann jók muninn jafnt og þétt og kom iang fyrstur í mark, en Bretar urðu að sætta sig við fjórða sætið. Nígeríumenn fengu silfrið og Kúba bronsið. Lewis og félagar hlupu sigurhring og var geyilega vel fagnað af 65.000 áhorfendum á ólympíuleikvanginum. Mitchell sagðist hafa kallað á Lew- is til að æsa hann upp. „Ég er vanur að halda mönnum við efnið og gerði þetta til að ýta við honum.“ „Dennis öskraði á mig og ég rankaði við mér. Það voru 100 metrar eftir og því svaraði ég „já, já“, en ég sá ekki á klukkuna fyrr en ég var kominn yfír marklínuna. Ég var ánægður með að gullið var í höfn, en heims- metið var sem besti ábætir." Tilefnkum Mark hlaupið Lewis var ekki valinn í bandarísku sveitina, var í sjötta sæti í 100 metra hlaupi á bandaríska úrtökumótinu, en tók sæti Marks Witherspoons, sem meiddist. Eins og áður stóðst hann álagið og var fagnað sem stjömu. „Ég er mjög þakklátur, vegna þess að þessir Olympíuleikar hafa verið frábærir hvað mig varðar — tvö gull og heimsmet í lokin. Ég vissi að Mark gæti staðið sig, en ég tók við hlutverki hans, þegar hann meiddist. Ég veit hvað hann hefur lagt mikið á sig til að vera hérna og við tileinkum Mark hlaupið," sagði Lewis. Carl Lewis fagnar sigrinum. A eftir honum er Nígeríumaðurinn Davidson Ezinwa. Reuter Þróun heimsmetsins Þróun heimsmetsins í 4 x 100 metra boðhlaupi karla síðan rafmagnstímataka var tekin upp. Til vinstri er tíminn, þá þjóð viðkomandi sveitar, staður og dagsetning til hægri. í sviga eru nöfn hlaupara í sigursveit hveiju sinni. 38.03 Bandaríkin........................................Dusseidorf, 3.9.’77 (Collins, Riddick, Wiley, Williams) 37.86 Bandaríkin.........................................Helsinki, 10.8.’83 (King, Gault, Smith, Lewis) 37.83 Bandaríkin......................................Los Angeles, 11.8.’84 (Sam Graddy, Ron Brown, Calvin Smith, Carl Lewis) 37.79 Frakkland............................................Split, 1.9.’90 (M. Moriniere, D. Sangouma, J.-C. Trouabal, B. Marie-Rose) 37.79 SantaMonicaFijálsíþróttafél.....................Monte Carlo, 3.8.’91 (Mike Marsh, Leroy Burrell, Floyd Heard, Carl Lewis) 37.67 Bandaríkin..........................................Zurich, 7.8.’91 (Mike Marsh, Leroy Burrell, Dennis Mitchell, Carl Lewis) 37.50 Bandaríkin...........................................Tókíó, 1.9.’91 (Andre Cason, Leroy Burrell, Dennis Mitchell, Carl Lewis). 37.40 Bandaríkin.......................................Barcelona, 8.8.’92 (Mike Marsh, Leroy Burreil, Dennis Mitchell, Carl Lewis) Reuter Sigursveltin. Leroy Burrell er lengst til vinstri, síðan Dennis Mitchell, þá Carl Lewis og Mike Marsh lengst til hægri. Vildi upp í slúku Carl Lewis hljóp einn besta sprett sinn í boðhlaupi á ferlinum á laugar- daginn, en eins og undanfarna daga sýndi hann áður ókunna hlið á sér, hældi félögum sínum á hvert reipi og sagðist kunna vel við sig í hópi þeirra. „Það var stórkostlegt að sjá þá hlaupa — þeir voru ótrúlegir. Ég vildi helst fara uppí stúku og horfa þaðan á síðasta sprettinn." Áttunda ólympíu- gull Lewis Carl Lewis var af mörgum nefnd- ur konungur leikanna í Barcel- ona eftir 4 x 100 metra boðhlaupið. Þetta var í sjötta sinn, sem Lewis hleypur í sveit, sem setur heimsmet í greininni, og hann fékk áttunda ólympíugull sitt, en auk þess hefur hann einu sinni fengið silfur eða níu verðlaunapeninga á síðustu þremur Ólympíuleikum. Hann sigraði einnig í langstökki að þessu sinni, en féll á bandaríska úrtökumótinu í 100 metra hlaupi, þar sem hann á heims- metið. „Þessu er ekki lokið," sagði kapp- inn, sem er 31s árs. „Ég veit ekki hvað ég geri eftir fjögur ár, en ég held áfram að hlaupa. Á næsta ári ætla ég að leggja mesta áherslu á sprettina, en hugsa ekki lengra fram í tímann.“ Hann sagðist ekki vera viss um hvort sér tækist að komast í liðið fyrir Ólympíuleikana í Atlanta 1996, „en það væri gaman.“ Burrell hrósaði Lewis. „Carl hefur fengið átta tækifæri og nýtt öll til fullnustu. Það er árangur. Ég sé ekki á honum að hann sé að hætta og ef hann heidur áfram á hann alla möguleika á að bæta gulli í safnið.”

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.