Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 099 BARCELONA '92 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992
C 3
Bronsverðlaunum fagnað
Stúlkurnar frá Nígeríu réðu ekki við sig af kæti eftir að hafa hafnað í þriðja sæti í 4 x 100 metra boðhlaupi kvenna.
Þær hlupu sigurhring eins og gullið væri þeirra og fögnuðu ógurlega. Gleðin leynir sér ekki hjá Beatrice Utondu, Fa-
ith Idehen, Christy Opara Thompson og Mary Onyali.
Gwen
sýndi
styrk
sinn
GWEN Torrence átti frábæran
endasprett fyrir bandarísku
sveitina í úrslitum 4 x 100 metra
boðhlaups kvenna á laugardag
og kom í mark rétt á undan Irinu
Privalovu frá Samveldinu. Mary
Onyali tryggði Nígeríu bronsið,
en hún og stöllur hennar fögn-
uðu eins og þær hefðu sigrað.
Sveit Jamaíka, sem sigraði á
heimsmeistaramótinu í fyrra,
var dæmd úr leik.
Evelyn Ashford hljóp fyrst fyrir
bandarísku stúlkurnar og náði
strax forystu. „Ég sagði Esther að
ég kæmi í beygjuna á fullu, en
kannski kom ég henni á óvart. Ég
rétti henni keflið með báðum hönd-
um og það hefur ekki gerst fyrr —
ég fann það upp!“
Esther Jones tók við og Carlette
Guidry hijóp þriðja sprett, en mesta
álagið var á Torrence og hún brást
ekki. Samveldisstúlkan Privalova
var á hælunum á henni, en sú banda-
ríska spennti hvern vöðva og ein-
beitt og ákveðin tókst henni ætlunar-
verkið. Annað gull hennar í Barcel-
ona var í höfn.
Ottey horfði á
Jamaíka sigraði í greininni á HM
í fyrra, en Marlene Ottey, sem átti
að hlaupa síðasta sprettinn á laug-
ardaginn, fékk aldrei tækifæri til að
fara af stað. Juliet Cuthbert, sem
vann til silfurverðlauna í 100 metra
hlaupi, virtist togna á lærvöðva í
öðrum spretti og náði ekki að af-
henda næstu stúlku keflið.
Ottey tókst því ekki að vinna til
gullverðlauna í Barcelona frekar en
á Ólympíuleikunum í Seoul eða Los
Angeles og er sennilega besti frjáls-
íþróttamaðurinn, sem hefur ekki náð
að standa í efsta þrepi á Ólympíuleik-
um.
Reuter
Carlette Guidry frá Bandaríkjunum lengst til hægri á myndinni að ofan
réttir Gwen Torrence keflið fyrir síðasta sprettinn í 4 x 100 metra boðhlaupi
kvenna. Til vinstri tekur Mary Onyali frá Nígeriu við keflinu frá Christy Thomp-
son. Á myndinni til hliðar er sigursveitin. Guidry til vinstri, Ashford, Jones og
Torrence.
:■' v.; • ■■•:. *X •
Efstíhuga
Ashford að
fá sér ærlega
aðborða
Evelyn Ashford hætti frjáls-
íþróttakeppni á toppnum og
eftir að hafa tekið við gullverð-
launum í 4x100 metra boðhlaupi
á laugardag sagði hún að tími
væri kominn til að fá sér ærlega
að borða.
Ashford er 35 ára og skráði
nafn sitt á spjöld sögunnar á laug-
ardag er hún vann sitt fjórða
Ólympíuguil. Aðeins tvær konur
aðrar hafa unnið það afrek en
Ashford er elsta konan fyrr og
síðar sem vinnur Ólympíugull í
fijálsum. Hefur hún verið í sigur-
sveit Bandarílqamanna í 4x100
metra boðhlaupi á þremur leikum
í röð en auk þess vann hún 100
metra hlaupið á leikunum 1984.
Ashford keppti á Ólympíuleik-
unum í Montreal, þá 19 ára göm-
ul, og varð fimmta í 100 metrun-
um. Hefur hún því verið í fremstu
röð í 16 ár ef frá er skilin hvíld
frá keppni til að eignast dóttur.
Til þess að komast til Barcelona
fór Ashford á sérstakt mataræði.
Hún hataði matarkúrinn en tak-
markið var samt að ná þyngd sinni
niður í það sem hún vó 1984 er
hún setti heimsmet í 100 metra
hlaupi, 10,76 sekúndur, í Ziirich.
Eftir boðhlaupið sagðist hún hætt
kúmum. „Það er tími til kominn
að ég geri það sem mig langar
til, þar á meðal að borða kökur,“
sagði hún.
Ashford komst ekki í úrslit 100
metra hlaupsins í Barcelona. Við-
bragðið brást og hún varð aðeins
fimmta í öðrum riðli undanúrslit-
anna. Það voru henni vonbrigði
en hún sagðist hafa bætt sér það
upp með því að fara út að borða.
„Eg hámaði linnulaust S mig í
tvær klukkustundir," sagði hún.
.Evelyn Ashford hefur talað
ákaft gegn lyíjanotkun íþrótta-
manna. Hún setti tvö heimsmet í
100 metrunum á ferlinum, árin
1983 og '84. Þó það hafi verið
hennar aðalgrein var hún meðal
10 fremstu hlaupakvenna í 200
metra hlaupi í sjö ár og vann silf-
urverðlaun í þeirri grein S Seoul.
„Ég ætlaði ekki að fara heim
frá Barcelona öðru vísi en með
gull um hálsinn og það gekk eft-
ir,“ sagði Ashford sem hljóp fyrsta
sprett fyrir bandarísku sveitina.