Morgunblaðið - 11.08.1992, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ 089 BARCELONA ’92 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992
C 5
Reuter
Baumann fagnar sigri. Hann er fyrsti Evrópubúinn sem vinnur fimm kíló-
metrana frá því Lasse Viren sigraði í Montreal 1976.
Þolinmæði
Baumanns
boraaði sig
Þróun heimsmetsins
Hér á eftir fer tafla yfir þróun heimsmetsins í
4 x 400 metra hlaupi frá því 1960.
3:02.37 Bandaríkin (Róm)....................8. 9. '60
(Yerman, Young, Glenn Davis, Otis Davis)
3:00.7 Bandaríkin (Tókió)................21. 10. '64
(Cassell, Larrabee, Williams, Henry Carr)
2:50.6 Bandarikin (Los Angeles)............24. 7. '66
(Frey, Evans, Smith, Lewis)
2:56.16 Bandarikin (Mexikó)...............20. 10. '68
(V. Matthews, R. Freeman, L. James, L. Evans)
2:56.16 Bandaríkin (Seoul).................1. 10. '88
(D. Everett, S. Lewis, K. Robinzine, B. Reynolds)
2:55.74 Bandaríkin (Barcelona).................8.8.92
(A. Valmon, Q. Watts, M. Johnson, Steve Lewis)
Reuter
Bandarísku hlaupararnir liöfðu ástæðu til að brosa eftir sigurinn í 4 x 400 metra boðhlaupi þar sem
þeir bættu einnig elsta heimsmetið í fijálsíþróttum. Þeir eru frá vinstri: Michael Johnson, Steve Lew-
is, Andrew Vamon og Quincy Watts.
Reuter
Dieter Baumann bíður eftir að glufa myndist milli Afríkumannanna þriggja þegar um 100 metrar eru eftir í mark í
5.000 metra hlaupinu.
Elsta heimsmetið
féll í Barcelona
ÞJOÐVERJINN Dieter Bau-
mann sýndi ótrúlega þolin-
mæði er hann beið eftir því að
glufa myndaðist í vegg hlaup-
aranna á lokasprettinum í
5.000 metrunum.
Baumann hefði þurft að taka
stóran sveig út fyrir keppi-
nauta sína á lokapsrettinum hefði
hann viljað ná forystu er komið var
út úr lokabeygjunni. Þrátt fyrir að
hann sé kunnur sem öflugur enda-
sprettsmaður hefði því fylgt mikil
áhætta því hann átti m.a. í höggi
við annan sprettharðan hlaupara,
Brahim Boutayeb frá Marokkó sem
varð Ólympíumeistari í 10 km
hlaupi í Seoul. Þess í stað kaus
hann að bíða í þeirri von að glufa
myndaðist og gekk það eftir eins
og fyrr segir. Kunni hann sér vart
læti og var tæplega kominn í mark
er hann fór kollhnís á hlaupabraut-
inni af fögnuði.
Baumann er fyrsti Evrópubúinn
til að sigra í 5.000 metrunum frá
því Finninn Lasse Viren sigraði í
Montreal '1976. í millitíðinni hefur
sigurinn fallið afrískum hlaupurum
í skaut.
Þrír hlauparar frá Kenýu skipt-
ust á forystu í hlaupinu og fóru
greitt. Lengst af var Yobes Ondieki
fremstur en hann hefur náð einum
allra besta tíma heims undanfarin
ár og þótti sigur stranglegur en
eyddi of miklu púðri um miðbik
hlaupsins og átti aldrei möguleika
á endasprettinum. Undir lokin dró
verulega úr hraða hlaupsins serri
kom Baumann til góða því hann
er sérstaklega góður á endaspretti
og það vissu keppinautar hans.
Baumann er 27 ára ljósmyndari
og fyrrum hermaður. Hann varð í
öðru sæti í hlaupinu í Seoul fyrir
fjórum árum og fjóðri á HM í fyrra.
Elesta heimsmetið í fijálsíþróttum
féll á Ólympíuleikvanginum í
Barcelona á laugardaginn er Banda-
ríkjamenn bættu 24 ára gamalt met
í 4 x 400 m hlaupi karla. Quincy
Watts, sem sigraði í 400 metra
hlaupi karla í síðustu viku, var í
bandarísku sveitinni og bætti því
öðru gullverðlaunum í safnið.
Bandaríska sveitin hljóp á 2:55.74
mín. og bætti heimsmet Bandaríkj-.
anna frá því á Ólympíuleikunum í
Mexíkó 1968 uni 0^42 sekúndur.
Bandaríska sveitin á Ólympíuleikun-
um í Seoul 1988 jafnaði reyndar
heimsmetið frá því í Mexíkó. í sigur-
sveit Bandaríkjanna voru: Quincy
Watts, Andrew Valmon, Michael
Johnson, ólympíumeistari í 200
metra hlaupi og Steve Lewis, silfur-
verðlaunahafi í 200 metra hlaupi.
Valmon tók fyrsta sprett fyrir
Bandaríkin og náði strax forystu.
Watts tók næsta sprett og skilaði
góðu forskoti til Johnsons sem bætti
enn við forskotið og Steve Lewis
fullkomnaði verkið með góðum enda-
spretti. Kúba hafnaði í öðru sæti,
tæpum fjórum sekúndum á eftir
bandarísku sveitinni og heimsmeist-
arar Breta urðu að sætta sig við
bronsverðlaunin.
Quincy Watts sýndi það og sann-
aði að hann er konungur 400 metra
hlaupsins. Hann var fyrstur til að
hlaupa 400 metrana á innan við 47
sekúndum og á laugardaginn bætti
hann öðrum gullverðlaunum í safnið
í 4 x 400 metra hlaupinu.