Morgunblaðið - 11.08.1992, Page 7

Morgunblaðið - 11.08.1992, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ Q89 BARCELONA ’92 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992 C 7 Einbeiting! Morgunblaðið/RAX Sigurður Einarsson er einbeittur á svip þar sem hann gerir sig klárann fyrir eitt kasta sinna. Hann náði lengsta kasti sínu í síðustu umferð og tiyggði sér þar með fimmta sæti sem er besti árangur sem íslendingur hefur náð í spjótkasti á Ólympíuleikum. Besta sem ég hef gert - sagði Sigurður Einarsson sem varð ífimmta sæti í spjótkasti á Ólympíuleikunum „ÉG er mjög ánægður með sætið en vegalengdin er kannski ekkert sérstök. Fyrsta kastið var gott, ég hugsaði um að vanda mig en svo varð ég fljótt svo afvatnaður. Það var mjög heitt í dag og ég svitnaði mikið. Reyndi náttúrlega að drekka vatn eins og ég gat en það eru takmörk fyrir því sem maður getur drukk- ið,“ sagði Sigurður Einarsson eftir að hann varð fimmti í spjót- kastskeppni Ólympíuleikanna á laugardagskvöldið. Sigurður kastaði lengst 80,34 metra, en Ólympíumeistari varð Tékkinn Jan Zelezny, sem gerði sér lítið fyrir og kastaði 89,66 metra strax í fyrstu umferð og setti þar með nýtt Ólympíumet. Skapti Hallgrímsson skrífar frá Barcetona Sigurður var fyrstur í kaströð- inni og byijaði á því að kasta 79,52 m. Og þegar fyrstu umferð lauk var það þriðja besta kastið; aðeins Ólympíumetskast Zeleznys og 82,44 m kast Bretans Back- leys voru lengri. Sigurður kastaði 75,02 í annarri umferð og 77,96 m í þriðju. Þá var keppendum fækk- að, fjórir slökustu hættu og átta stóðu eftir. Sigurður var vitaskuld þar á meðal, var þá kominn í fimmta sætið sem hann hélt. Setti allt í botn Sigurður gerði ógilt í fjórðu og fimmtu tilraun, „en svo setti ég allt í botn í síðasta kastinu og það var aðeins lengra en það fyrsta,“ sagði hann — 80,34 m. Zelezny vann sem fyrr segir, og sagðist reyndar á eftir hafa verið algjörlega sannfærður um að sigur- inn væri í höfn þegar hann setti Ólympíumetið í byrjun. Finninn Seppo Raty varð annar með 86,60 m og Bretinn Steve Backley þriðji með 83,38 m. Finninn Kimmo Kinn- unen varð fjórði, kastaði 82,62 í annarri umferð en gerði öll hin köstin fimm ógild. Sigurður var spurður hvemig mönnum hefði liðið eftir að Zelezny setti Ólympíumet strax í fyrsta kasti. Hvemig stemmningin í hópn- um hefði verið. „Þetta var ofsalega krítískt. Var eins og á heimsmeistaramótinu í fyrra, hann slær menn svolítið út af laginu. En það var náttúrlega frábært hjá Zelezny að hitta á þetta í fyrsta kasti.“ Verður að kveikja og slökkva Og Sigurður sagði það sem sér- stakt væri við þessu tvö stóru mót, Ólympíuleika og heimsmeistara- mót, væri hin langa bið milli kasta. „Það eru sirka tuttugu mínútur á milli kasta og þess vegna er þetta mjög erfitt. Þú getur ekki haldið þeir heitum allan tímann, getur ekki haldið adrenalíninu gangandi. Verður að kveikja og slökkva á sjálfum þér eins og vél og stilla inn á rétta augnablikið. Og það er kannski það sem margir af þessum góðu kösturum, sem hafa kastað lengra en ég, hafa ekki stillt sig inn á. Eg hef gert það á æfíngum, tek- ið langar pásur á milli kasta, og það virðist virka.“ Sigurður sagði fyrst og fremst hugsað um sæti á mótum sem þessu, en menn litu ekki sérstaklega á vegalengdir. Get kastað miklu lengra -Þú varst í þriðja sæti eftir fyrstu umferð — hvemig leið þér þá? Hvað varstu að hugsa? „Ég bjóst við því að þeir færu nokkrir fram úr mér. Ég var ekki orðinn ánægður með neitt, langt frá því. En ég er þokkalega ánægður núna. Þetta er það besta sem ég hef gert, betra en ég gerði í fyrra. Þetta eru náttúrlega Olympíuleikar og einu sæti betra [en á HM í fyrr]. En ég býst við að geta kastað miklu lengra." Sigurður sagði aðstæður hafa verið þokkalegar þegar spjótkasts- keppnin fór fram. „Það var mjög heitt og vindurinn var sveiflukennd- ur. Það var mótvindur sem ekki er talið hagstætt með þessu spjóti, og það sýnir hvað það er frábært hjá Zelezny að kasta 89,66.“ Hrífaitdi áhrif -Þú þurftir að bíða fyrir eitt kast- ið meðan verið var að spila bartda- ríska þjóðsönginn og afhenda verð- laun fyrir 4x100 m boðhlaupið — hvemig áhrif hefur það á menn? „Það hafði hrífandi áhrif á mig. Maður er alltaf stoltur af þessum mönnum sem vinna verðlaunin. Yeit hvernig þeim líður innst inni. Ég hef ekki alveg náð þessari til- finningu ennþá, ekki á svona móti; En kannski er stutt í það. Ég er bjartsýnn á það.“ Sigurður og Einar Vilhjálmsson kasta báðir á móti í Mónakó í kvöld, og eftir fáeina daga verða þeir báð: ir í eldlínunni er Bikarkeppni FRÍ fer fram í Laugardal. „Það verður gaman. Ég hlakka rosalega til að kasta á nýja vellinum í Laugardal. Þetta er frábær aðstaða sem er komin þarna. Og vonandi verður Einar sterkur líka. Ég veit hann vill hefna sín á mér vegna þess hvemig fór hér á Ólympíuleikunum. Hann var óheppinn. Þetta er nánast eins og spilavíti þegar maður er að keppa í undanriðlinum," sagði Sig- urður, því heppni skiptir svo miklu máli. Sigurður sagði að endingu að erfítt væri að standa í því að stunda alfarið íþrótt sína, en „ég hef notið stuðnings afreksmannasjóðs, Visa- ísland og Landsbankans, og langar að koma á framfæri þökkum til þessara aðila, sem og allra annarra sem hafa stutt mig í gegnum tíð- ina.“ Mótmæli gegn heimsmeti hvöttu Zelezny til dáða Tékkinn Jan Zelezny vann loks titil af þeirri stærðargráðu sem 1 hann hefur sótst eftir svo lengi á sama tíma og hann hefur sett hvert heimsmetið af öðru í spjótkasti. Það sem æsti hann hvað mest upp til þess að vinna gullið í Barcelona voru upplýsingar um að hugsanlega yrði nýjasta metið hans ekki viður- kennt. Það setti hann í Osló í síð- asta mánuði er hann kastaði 94,74 metra en álitamál mun vera hvort spjótið standist reglur. Zelezny missti naumlega af gull- verðlaunum í Seoul og einu verðlaun hans á öðrum stórmótum er brons á HM 1987. Að þessu sinni sýndi þessi 26 ára ofursti í tékkneska hernum þó algjöra yfirburði. í fyrstu umferð náði hann risakasti og átökin voru þvílík að mittisól sem hann hafði girt sig rifnaði af. Kastið mældist 89,66 metrar, nýtt Ólympíumet. Heimsmetið í Osló á dögunum setti Zelezny með nýju spjóti sem Ungveijinn Miklos Nemeth, Ólymp- íumeistari í Montreal, hannaði. Reuter Jan Zelezny hafði mikla yfírburði í spjótkastinu. Spjótið fékk hann ekki að nota í Barcelona, til þess hefði það þurft að vera komið í framleiðslu fyrir um tveimur árum. Finnar hafa mótmælt notkun nýja spjótsins og lagt til að metið í Osló verði ekki viðurkennt. Stjóm Al- þjóðafijálsíþróttasambandsins hefur frestað ákvörðun en Zelezny sagðist hafa fengið upplýsingar rétt fyrir úrslitakeppnina á laugardag að met- ið yrði ekki viðurkennt. „Við þessar fréttir æstist ég upp og það eina sem komst að hjá mér var að reyna setja nýtt heimsmet í úrslitunu,“ sagði Téickinn. „Ég vil þakka þeim sem mótmæltu heims- metinu því mótmæli þeirra eggjuðu mig til sigurs í dag,“ bætti hann við. Zelezny gerði sér grein fyrir því að spjótið myndi svífa langt í fyrsta kastinu því hann lyfti höndum af fögnuði áður en það lenti handan línunnar sem markaði Ólympíumet- ið. Einn harðasti keppinautur Zelezny um dagana, Bretinn Steve Backley, hrósaði honum og sagði: „Hann er í góðri æfingu, það er al- veg sérstakt að kasta 90 metra í dag, sama með hvaða spjóti".

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.