Morgunblaðið - 11.08.1992, Page 8

Morgunblaðið - 11.08.1992, Page 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ 089 BARCELONA ’92 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992 FRJALSIÞROTTIR Áhoriendur trylltust er Fermin Cacho vann óvæntasta sig- ur Ólympíuleikanna í Barcelona er hann sigraði í einni helstu skraut- grein leikanna, 1500 metrá hlaupi karla, með fádæma glæsibrag að þjóðhöfðingja sínum, Juan Carlos Spánarkonungi, viðstöddum. Troð- fullur leikvangurinn nánast sprakk af æsingi, slík var gleði 63.000 him- inlifandi áhorfenda, er Cacho geyst- ist áfram síðustu 100 metrana og vann einhver eftirsóttustu Ólympíu- verðlaunin. „Mig dreymdi ekki einu sinni að ég ætti eftir að keppa í úrslitum 1500 metra hlaupsins þegar Barcel- ona var úthlutað Ólympíuleikunum árið 1986,“ sagði Cacho, 23 ára hæglætismaður frá þorpinu Agreda í Soria-héraði. „En þegar leikvangurinn var vígð- ur 1989 ákvað ég að leggja enn harðar að mér við æfíngar," sagði Cacho. „Ég keppti mest á minni háttar mótum því ég vildi spara mig fyrir Ólympíuleikana. Þótt ég sé ung- ur til að vinna Ólympíusigur vildi ég ekki láta tækifærið ónotað, tók áhættu og dæmið gekk upp,“ sagði hann. Eftir sigurinn hljóp Cacho til foreldra sinna og faðmaði þá að sér, var síðan leiddur upp í stúku til kon- ungshjónanna sem fögnuðu sigri hans. Cacho útfærði hlaupið stórvel, hélt sig fremst í hópnum og fylgdist með hverri hreyfingu keppinautanna. Þegar um 200 metrar voru eftir lét hann til skarar skríða, fór fram úr Kenýumanninum Joseph Cheshire og slíkur var sprettur hans að hinir hlauparamir virtust nánast standa í stað. „Áhorfendur báru mig síðustu metrana, stuðningur þeirra var stór- kostlegur," sagði Cacho eftir hlaupið. Hlaupið fór óvenju rólega af stað Reuter Fremfn Cacho frá Spáni kemur hér fyrstur í mark í 1.500 metra hlaupinu og vann einhver eftirsóttustu Ólympíuverðlaunin. og eftir því sem á leið stefndi í því meira spennandi uppgjör á loka- sprettinum. Heimsmeistarinn frá Alsír, Nourredine Morceli, þótti sig- urstranglegur en gerði slæm mistök, lokaðist inni í miðjum hóp, komst aldrei út úr þeirri klípu og átti því ekki möguleika á lokahringnum. Égerstoltur Síðasti íþróttamaðurinn til að hlaupa um Montjuic Ólymp- íuleikvanginn í Barcelona var vinnumaður frá Botswana, mara- þonhlauparinn Benjamn Keleketu. Hann kom í mark 32 mfnútum á eftir sigurvegaranum í maraþon- inu, en sagði kokhraustur að hann ætlaði sigra næst. Hann var reyndar ekki sá síð- asti í maraþoninu. Þeir sem á eftir honum komu urðu að gera sér það að góðu að hlaupa lokahringinn á æfingavelli við hliðina á aðalvellin- um, þar sem lokaathöfn Ólympíu- leikanna var að hefjast. „Ég er mjög stoitur yfir því að hafa verið síðasti íþróttamaðurinn til að fjúka keppni á Ólympíuleik- vanginum,“ sagði Keleketu eftir hlaupið. Hann sagðist þó oft hafa hugleitt að gefast upp, sérstaklega vegna hitans. „Það er alveg örugg- lega ekki svona heitt í Botswana,“ sagði hann. Áhorfendurnir 65 þús- und á leikvanginum hylltu Kele- ketu þegar hann hljóp síðasta hringinn, síðasta íþróttamanninn sem hljóp um Ólympíuleikvanginn á Ólympíuleikunum í Barcelona. Heike Henkel áfram best Var sú eina sem fóryfir 2,02 metra í hástökki HEIMSMEISTARINIU íhá- stökki kvenna frá því í fyrra, þýska stúlkan Heike Henkel, sigraði í hástökkskeppninni á laugardag. Henkel var eini keppandinn íhástökkinu sem fór yfir 2,02 sem er sjö senti- metrum frá heimsmeti Stefku Kostadinova. Henkel kenndi strangri öryggis- gæslu um hvað hún var lengi að ná sér á strik í hástökkinu. Henni var til að mynda meinað að hafa með sér „vasadiskó" inn á Ólympíuleikvanginn og var óhress yfír því, sagði að hún hefði stöðugt þurft að vera hugsa um keppnina og það hefði gert sér mun erfíðara fyrir. „Það er erfitt að einbeita sér við svona aðstæður og ég vaknaði ekki fyrr en ég var búinn að fella tvisvar," sagði Henkel sem þurfti þijár tilraunir til að fara yfir 197 sentimetra. Engu líkara var en að góð frammistaða samlöndu hennar, Dieter Baumann í 5.000 metra hlaupinu hvetti hana til dáða. Hen- kel fór léttilega yfír tvo metra og sama gerði aðalkeppinautur henn- ar Galina Astafei frá Rúmeníu. Þýska stúlkan tryggði sér sigurinn með því að fara yfir 2.02 metra og þá hæð réði rúmenska stúlkan ekki við. Joanet Quintero frá Kúbu varð í þriðja sæti með 197 senti- metra. Helke Henkel stekkur hér með miklum tilþrifum yfir 2,02 metra og tryggir sér sigur. Á minni myndinni fagnar hún gullverðlaununum eins og hún gerði líka á síðasta heimsmeistaramóti í Tókíó. Reuter Hwang Young-Cho frá Kóreu (t.v. nr. 1147) og Japaninn Koichi Morishita (1087) börðust um sigurinn í maraþoninu lengi vel en Kóreumaðurinn átti góðan endasprett og sigraði. Morishita varð annar, 22 sekúndum á eftir ólymp- íumeistaranum. Asíumenn í sérflokki Hwang átti frábæran endasprett og sigraði örugglega HWANG Young-Cho frá Suður- Kóreu kom fyrstur i mark í mara- þonhlaupi karla sem var síðasta grein Ólympíuleikanna í Barcel- ona. Hann hafi mikla yfirburði og gat leyft sér að veifa til áhorf- enda og senda þeim fingurkoss er hann hfjóp inn á Ólympíuleik- vanginn. Hwang, sem er 22 ára og vann maraþonið á heimsleikum stúdenta á síðasta ári, kom í mark á 2:13.23 klst. Er hann kom yfir marklínuna var hann alveg búinn og gat ekki staðið á fótunum. „Þetta var mjög erfítt hlaup sérstaklega lokakaflinn upp brekkurnar að leik- vanginum. Ég varð að fara inn í sjúkraherbergi eftir hlaupið til að fá vatn,“ sagði Hwang. Japaninn Koichi Morishita varð annar 22 sekúndum á eftir. Bronsverðlaunin komu í hlut Stephans Freigang frá Þýskalandi sem fór fram úr Takeyuki Nakayama frá Japan á endasprettinum. Hwang var annar Asíubúinn til að vinna maraþon á Ólympíuleikum. Kóreumaðurinn Sohn Kee-Chung sigraði á leikunum í Berlín 1936 og keppti þá fyrir Japan. Þessi sami Shon hljóp inn með ólympíueldinn á leikunum í Seoul fyrir fjórum árum og þá 76 ára gamall. „Þegar Sohn sigraði 1936 varð hann að vera í japönskum klæðnaði. Ég er mjög stoltur að hafa borið fána Kóreu og heyra þjóðsöng Kóreu,“ sagði Hwang. Morishita og Kóreumaðurinn Kim Wan-Kit voru með forystu eftir 27 kílómetra. Hwang og Morishita tóku við forystuhlutverkinu nokkrum kíló- metrum síðar og héldu henni þar til komið var að síðustu brekkunni. Þá sýndi Hwang að hann átti mikið eft- ir og hreinlega stakk Morishita af þegar tveir kílómetrar voru eftir og sigraði öruggtega. Asíumenn frá Kóreu og Japan komu vel frá þessu hlaupi. Af tíu fyrstu hlaupurunum vonl fimm þeirra frá Asíu þar á meðal japanski heimsmeistarinn, Hiromi Taniguchi, sem varð áttundi. Taniguchi varð fyrir óhappi er hlaupið var hálfnað, missti af sér. annan skóinn. Hann var þá í forystuhópnum en varð að stoppa og snúa við og ná í skóinn og klæða sig í hann. Við þetta missti hann af lestinni og kom í mark meira en mínútu á eftir Hwang. Tími Hwangs er lakasti sigurtími sem náðst hefur á Ólympíuleikum síðan í Mexíkó 1968. Meira en 20 hlauparar af 112 sem hófu keppni komust ekki í mark og var ólympíu- meistarinn, Gelindo Bordin frá Ítalíu, einn þeirra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.