Morgunblaðið - 11.08.1992, Page 9

Morgunblaðið - 11.08.1992, Page 9
MÖRGUNBLAÐIÐ 099 BARCELONA '92 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992 C 9 KORFUKNATTLEIKUR Króatar veittu draumaliðinu nokkra keppni ÞAÐ fór eins og flesta grunaði að bandarísku stórstjörnurnar úr NBA-deildinni sigruðu á Ólympfuleikunum. Draumaliðið fékk þó óvænta mótspyrnu frá Króötum í úrslitaleiknum og kynntist því i fyrsta sinn á leik- unum að vera undir um tíma. Það kom þó ekki að sök því öruggur sigur vannst, drauma- liðið gerði 117 stig en Króatar 85. Bandaríkjamenn virtust hálf þungir í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari náðu þeir sér á strik og þá var aldrei spurning um hvor- um megin sigurinn lenti. Michael Jordan gerði 22 stig, Charles Bar- kley 17 og Patrick Ewing 15 auk þess sem hann tók sex fráköst. Króatar höfðu um tíma 25:23 yfir og það voru þeir Drazen Petrovic og Dino Radja sem voru atkvæða- mestr, Petrovic gerði 24 stig og Radja 23. „Vondi strákurinn“ í liði Banda- ríkjanna, Charles Barkley var fyrst- ur til að taka við gullpeningnum hjá Juan Antonio Samaranch og Magic Johnson kom næstur og þeg- ar hann vinkaði áhorfendum ætlaði allt að tryllast í höllinni. „Þetta er það allra skemmtilegasta sem ég hef upplifað. Þó ég leggði alla sigra saman þá jafnast ekkert á við að fá gull á Ólmpíuleikum," sagði Johnson. Króatar voru aðeins yfir í 15 sekúndur og staðan í leikhléi var 56:42. Króatar veittu draumaliðinu mikla mótspyrnu, þá mestu sem milljónamæringarnir bandarísku fengu á leikunum. „Króatar léku fastar og betur en nokkurt annað lið í keppninni og þetta var skemmtilegur leikur. Við vissum þó alltaf að við myndum sigra, það var ekki nokkur spuminG í huga okk- ar,“ sagði Scottie Pippen. „Eg sagði við strákana í leikhléi að þetta gengi ekki. Við erum komnir hingað til að vinna og við verður að fara að gera eitthvað. Það hefði verið alveg út í hött að tapa,“ sagði Charles Barkley. Reuter Alanovic kemur Króötum yfir með því að troða yfir David Robinson (nr. 5) og hanga í hringum líkt og Barkley er frægur fyrir. Á myndinni hér til hliðar má sjá Petrovic í baráttu við Barkley og virðist sá síðamefndi hafa betur. Landsbergis beið í búningsklefanum eftir að Litháar höfðu sigrað SSR í leik um bronsið Allir mættu en með niðurbrettan kragann svo merkið sæist ekki Leikmenn draumaliðsins mættu allir við verðlaunaafhending- una þrátt fyrir að nokkrir hefðu hótað að mæta ekki þar sem þeir voru skikkaðir til að mæta í íþróttabúningi frá fyrirtækinu Ree- bok en viðkomandi leikmenn eru samningsbundnir Nike. Þeir mættu allir í búningi banda- ríska ólymíuliðsins eins og krafist var en ekki þó alveg eins og ætl- ast var til. Allir sem einn renndu frá niður á nafla og brettu niður kraganum þannig að merki Reebok sást ekki. Nokkrir mættu einnig með bandaríska fánann þannig að öraggt væri að ekkert merki sæist. „Við féllumst. allir á að spilla ekki „Reebok-verðlaunabúning- unum“ og eina leiðin sem ég sá til að gera það ekki var að bera bandaríska fánann,“ sagði Michael Jordan. „Bandaríski fáninn spillir ekki fyrir neinu. Hann er yfir allt annað hafinn.“ „Við erum ánægðir með að fá gullið og okkur er alveg sama hvað þeir gera eftir kvöldið í kvöld,“ sagði Magic Johnson en rætt var um að niðurbrettir kragar liðsins gætu haft einhveija eftirmála. Reuter Kraginn nlörl og ekkert Reebok. Með niðurbretta kraga hiýddu leikmenn draumaliðsins á bandaríska þjóðsönginn Litháar unnu sætan sigur, 82:78, á Samveldismönnum í leiknum um þriðja sætið. Það ekki síst stór- leikur hins risavaxna miðvarðar Arvidas Sabonis sem skóp sigurinn, en hann var einmitt aðalmaðurinn í sigri Sovétríkjanna á síðustu Ólympíuleikum en nú lagði hann grunninn að sigri Litháen. Þessi frábæri leikmaður gerði 27 stig og það geiguðu aðeins fjögur skot hjá honum. Hann tók einnig 16 fráköst í leiknum. Sigurinn var sérstaklega sætur fyrir Litháa þar sem þeir líta á Samveldisliðið sem tákn rúmlega hálfrar aldar kúgunar. Eftir að flautað var til leiksloka fögnuðu leikmenn ógurlega, tolleruðu Vlad- as Garastas þjálfara sinn fjórum sinnum og hlupu síðan til búnings- herbergis síns þar sem Vytautas Landsbergis, forseti Litháen fagn- aði hetjunum. „Þetta var sögulegur sigur,“ sagði Landsbergis eftir leikinn og þakkaði leikmönnum fyrir hönd þjóðarinnar. Þegar hann kom úr búningsherberginu rennandi blaut- ur eftir að leikmenn höfðu sprautað á hann kampavíni og í hauskúpu- bolnum sagði hann. „Eg er svo ánægður, eins og þið sjáðið. Bush myndi ekki einu sinni þora að láta sjá sig í svona bol!“ „Þetta er stærsta stund í lífi mínu,“ sagði Sabonis, sem er 2,24 metrar á hæð. „Þessi bronspeningur er mér miklu meira virði en gullpen- ingurinn sem ég fékk á síðustu leik- um með Sovétríkjunum. Þessi pen- ingur er tileinkaður löndum mín- um“, bætti hann við. „Mér leið eins og ég væri á víg- vellinum," sagði Marciulionis sem einnig var í gullliði Sovétríkjanna í Seoul. Hann átti einnig stórleik í liði Litháa að þessu sinni. „Við gát- um ekki tapað. Það var gjörsamlega útilokað,“ sagði hann. Marciulionis ásamt þremur öðr- um í liðinu hjálpuðu til við að safna fé þannig að liðið kæmist á leik- ana. Hann fór á hljómleika með prateful Dead á síðasta ári og ræddi við hljómsveitarmeðlimi eftir tón- leikana og fékk þá til að styðja við bakið á liðinu. Framleiddir voru sérstakir bolir með hauskúpu, sem er merki hljóm- sveitarinnar, og hafa liðsmenn klæðst bolunum auk þess sem þeir hafa runnið út eins og heitar lumm- ur á 3.000 krónur hver. Eftirspurn- in er svo mikil að varla hefur verið unnt að anna henni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.