Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ Q99 BARCELONA ’92 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992
C 11
Morgunblaðið/RAX
irðlaununum í hendur Frakka. Á myndinni má sjá Héðinn Gilsson, Þorberg Aðalsteinsson
íl
Geir Sveinsson, fyrirliði:
Einkennilegt
„ÞAÐ er hálf einkennilegt að
ná fjórða sæti á Ólympíuleik-
um og vera dapur yfir því.
Væntingar voru miklar og von-
brigðin því meiri, þvívið vor-
um farnir að finna lyktina af
því að standa á palli," sagði
Geir Sveinsson, fyrirliði ís-
lenska liðsins, eftir tapið gegn
Frökkum.
Geir sagði vörnina háfa verið
mjög slaka gegn Frökkum.
„Ég held að miðjan hafi alveg
brugðist,“ sagði hann og vísaði til
sjálfs sín og Júlíusar. „Það er
kannski engin skýring á þessu, en
það er þó erfitt held ég að komast
í gegnum heila Ólympíuleika án
þess að eiga engan slakan leik.
Það hittist þannig á að í dag á
maður sinn lélegasta leik, það
þurfti endilega að vera í dag.“
Geir sagði fleira spila inn í, t.d.
þreytu: „Þegar menn eru komnir
yfir viss þreytumerki er erfitt að
ná gleðinni fram, sem við höfum
reynt að rúlla á hér. Og þá skiptir
ekki máli hver andstæðingurinn
er. En þetta eru rosalega von-
brigði. Menn átta sig á því betur
er þeir koma heim af hveiju þeir
voru að missa. Við fengum tæki-
færi til að verða öruggir með pen-
ing. Með sigri á Samveldinu í und-
anúrslitum hefði liðið spilað um
1. sætið og nú fengum við annað
tækifæri en aftur mistókst okkur
það sem við ætluðum að gera. Það
eru ekki nema tveir menn af þjóð
okkar sem fengið hafa verðlaun á
Ólympíuleikum — það hefði verið
stórkostlegt að komast i þann
hóp.“
Geir var daufur eftir tapið, og
sagði þegar verið var að kynna lið
Samveldisins og Svíþjóðar, sem
mættust í úrslitum: „Mig langar
mest inn á, til að spila við Frakk-
ana strax aftur.“
tAX
órum
Samveldið fékk gullið
Samveldið fagnaði sigri í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna,
síðasta mótinu sem liðið tekur þátt í. Svíar urðu í öðru sæti
eftir 20:22 tap í úrslitaleiknum, sem var mjög vel leikinn og æsispenn-
andi. Frakkar í þriðja sæti eftir 24:20 sigur á íslendingum sem urðu
því_ í íjórða sæti.
í öðrum leikjum um sæti varð niðurstaðan þessi: Spánn var í fimmta
sæti, burstaði Kóreu 36:21, Ungverjar urðu í sjöunda eftir 23:19
sigur á Rúmenum, Tékkar urðu í níunda sæti — lögðu Þjóðverja að
velli 20:19, og Egyptar urðu númer ellefu. Sigruðu Brasilíumenn
27:24.
Þorbergur Aðalsteinsson landsliðsþjálfari ánægður
með margt í leik liðsins á Ólympíuleikunum, en:
Eins og rothögg
aðnáekkií
verðlaunapening
„ÞAÐ er engin spurning að þetta eru gffurleg vonbrigði. Einhvern
veginn var það þannig að við komumst aldrei inn í leikinn, gáfum
hann frá okkur þegar fbyrjun," sagði Þorbergur Aðalsteinsson,
landsliðsþjálfari, við Morgunblaðið eftir tapleikinn gegn Frökkum
f Barcelona á laugardaginn. „Þeir komust f 3:0 og það er erfitt
að vinna það upp. Þeir voru enn þremur mörkum yfir i' hálfleik
og gerðu fjögur fyrstu mörk í seinni hálfleik. Þá urðum við að fara
íaðrar varnaraðgerðir sem kannski heppnuðust, en við nýttum
það ekki í sókninni þannig að leikurinn rann út í sandinn."
Þorbergur sagði að hugsanlega
væru kröfur til strákanna frá
sinni hendi of miklar. „Það er erfitt
að segja, strákamir
eru náttúrlega búnir
að leggja alveg gíf-
urlega mikið á sig
hérna og hafa staðið
sig vel — komust í íjögurra liða úr-
slit — en þegar maður er kominn í
Skapti
Hallgrímsson
skrífar frá
Barcelona
þá stöðu að möguleiki er á verð-
launapeningi verður maður auðvitað
svekktur er það mistekst. Þetta er
eins og rothögg."
Bronsið var í a ugsýn, en mér
fannst Frakkarnir strax ákveðnari
og kraftmeiri. Hvað var að?
„Það getur legið í því að við höfum
kannski ekki nægan kraft í sjö leiki.
Við hefðum efiaust átt að vera klók-
Ekki vístað
svona tæki-
tæn getist
aftur
sagði Gunnar Gunnarsson
„ÞAÐ var komin rosaieg
þreyta í lykilmenn, sem leikiö
höfðu bæði í vöm og sókn allt
mótið. Svo byrjuðum við mjög
ilia í dag og komumst aldrei
almennílega inn f leikinn.
Fengum þó tækifæri, unnum
boltann en töpuðum honum
altt of oft klauf alega aftur,“
sagði Gunnar Gunnarsson,
leikstjórnandi landsliðsins,
eftir tapið á laugardag.
Gunnar sagði það gt'furleg von-
brigði að tapa ieiknum um
bronsverðlaun. „Það hefði verið
betra að leika um 5.-6. sæti og
tapa þar, hér vorum við að missa
af verðlaunapeningi. Og það er
ekki víst að þetta tækifæri gefíst
nokkum tíma aftur. Svíar, til dæm-
is, með allan sinn árangur, eru nú
í fýrsta skipti í undanúrslitum á
Ólympíuleikum! Leikamir em á
fjögurra ára fresti; lið þurfa að
tryggja sér sæti þar og síðan að
verða á meðal þeirra fjögurra efstu
til að eiga möguleika á verðlaun-
um. Það er rosalega erfitt."
Gunnar sagði erfítt að halda því
fram, eftir leikinn á laugardag, að
hann væri ánægður, „en auðvitað
verðum við að vera ánægðir með
árangurinn. Leikirnir um sæti, þar
sem bæði Tékkar og Ungveijar
hafa unnið, sýna að allt tal um að
riðillinn okkar hafi verið léttari á
ekki við rök að styðjast.. Á svona
móti em allir leikir erfiðir. En það
er vissulega erfitt að kyngja því
að ná ekki þriðja sætinu — maður
á öragglega eftir að svekkja sig á
þessu alla ævi.“
ir og láta Svíaleikinn liggja alveg á
milli hluta. Hvíla lykilmenn. En
maður getur alltaf verið klókur eftir
á, og þetta er vonandi hinn besti
skóli fyrir strákana."
Þú átt við að liðið hafi ekki verið
nægilega vel tilbúið líkamiega til að
spila á fullu allt mótið, kannski
vegna þess að þið voruð ekki að æfa
endilega með Olympíuleikana íhuga,
heldur aðallega HM í Svíþjóð eftir
áramót?
„Hefðum við vitað fyrir tveimur
árum að við væmm á leiðinni hingað
hefði sumarið í fyrra verið skipulagt
öðruvísi. Það kom ekki upp fyrr en
í vor að við færum hugsanlega hing-
að, en eflaust hefðum við gert margt
öðruvísi hefðum við vitað það fyrr.“
Ef þú lítur yfir mótið í heild, ertu
ánægður með þína menn?
„Eg er mjög ánægður með marga
hluti. Við gerðum margt gott í
keppninni, sérstaklega var varnar-
leikurinn nánast undantekningar-
laust mjög góður, nema kannski í
dag, og þá hefur markvarslan verið
nokkuð jöfn og mjög góð á köflum.'
Það er hins vegar ljóst að það sem
við vomm að vinna að í júní var
sóknarleikur, og þá með Bjarka Sig-
urðsson í aðalhlutverki sem örvhenta
leikmanninn fyrir utan. í fyrsta æf-
ingaleik sumarsins gegn Spánveij-
um meiðir hann sig svo og var ekk-
ert meira með, þannig að það fór
geysileg vinna úr skorðum þarna.
En þessari vinnu hefur auðvitað
ekki verið kastað á glæ því við erum
fyrst og fremst að hugsa um HM á
íslandi 1995. Reynum að vinna þetta
markvisst. Ég tel það yrði mjög
gott að vera í hópi átta bestu í HM
í Svíþjóð á næsta ári og í hópi fjög-
urra bestu á íslandi ’95. Og þeir sem
eru í kringum þetta verða að hafa,
þolinmæði fyrir því að við erum að
byggja upp lið. Við gerðum kannski
meira en efni stóðu til hérna og ég
er náttúrlega rosalega ánægður með
það, en einhvernveginn er maður svo
metnaðarfullur og bijálaður að að
manni fmnst alveg synd að ná ekki
í verðlaunapening."
Er framtíð íslenska landsliðsins
björt að þínu mati?
„Já, við eigum geysilega stóran
hóp góðra leikmanna og það er eng-
in spurning að framtíð íslensks
handbolta er geysilega björt. Við
þurfum bara að fá að vinna nógu
markvisst. Fá nógu marga leiki og
vinnufrið."
Og heldurðu að svo verði?
„Já, já. Ég vona að minnsta kosti
að HSI standi undir því í næstu
framtíð því við þurfum geysilegan
tíma, og allt kostar þetta peninga."
Skotanýting og markvarsla
Skotanýting einstakra leikmanna
íslenska liðsins í leiknum gegn
Frökkum, og í keppninni f heild; fyrst
mörk, skottilraunir og prósentuhlut-
fall gegn Frökkum og síðan það sama
hvað keppnina varðar í heild:
Birgir Sigurðsson
.............1 1 100% - 6 8 75%
Jakob Sigurðsson
.........1 1 100% - 8 13 61,54%
Valdimar Grímsson
......5 11 45,45% - 35 58 51,47%
Gunnar Gunnarsson
.......4 7 57,14% - 14 21 66,67%
Patrekur Jóhannesson
..................0 1 - 2 4 50%
Konráð Olavson ...3 4 75% - 3 5 60%
Héðinn Gilsson
..........3 8 37,5% - 18 40 45%
Geir Sveinsson...0 0 - 20 25 80%
Einar Gunnar Sigurðsson
.............0 2 - 10 22 45,45%
Júlíus Jónasson
.........3 7 42,86% - 18 50 36%
Gunnar Andrésson......- 1 1 100%
SigurðurBjamason ...- 5 16 31,25%
Markvarsla íslenska liðsins var
sem hér segir á Ólympíuleikunum:
Guðmundur Hrafnkelsson varði 63
af 172 skotum sem hann fékk á sig,
sem em 36,63%. Bergsveinn Berg-
sveinsson varði 23 af 60 skotum, serp
er 38,33%
■ Guðmundur varði 14 af 40 línu-
skotum, 7 af 19 skotum úr horni, 34
af 76 langskotum, 2 vítaköst af 10
og 6 skot af 27 eftir hraðaupphlaup.
■ Bergsveinn varði 2 af 9 línuskot-
um, ekkert af 3 úr homi, 16 af 30
langskotum, 2 af 8 vítum og 3 skot
af 10 sem hann fékk á sig eftir hrað-
aupphlaup.