Morgunblaðið - 11.08.1992, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 11.08.1992, Qupperneq 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ Q99 BARCELONA ’92 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992 TENNIS Lékveikuren sigraði samt ÚRSLITALEIKURINN í einliða- leik karla í tennis bauð upp á allt það sem góður úrslitaleikur á að gera. Leikurinn var jafn; fimm hrinur þurfti til að Ijúka honum, hann var spennandi; það spennandi að margir af áhorfendunum höfðu vart taug- ar til að horfa á síðustu loturnar og síðast en ekki sfst var spilað- ur þar frábær tennis, þrátt fyrir að mennirnir sem léku til úrslita væru ekki í allra fremstu röð. Rétt rúmum fimm klukkutimum og fjórum kílóum eftir að hann hófst stóð Svisslendingurinn Marc Rosset uppi sem sigurveg- ari, eða öllu heldur, hann lagðist á leirvöllinn, gjörsamlega búinn. Andstæðingur Rosset í úrslita- leiknum var Spánverjinn Jordi Arrese, og það fór ekki á milli mála að hann var á heimavelli. Mikill meirihluti áhorfenda studdi hann og fagnaði gríðarlega er sá spænski skoraði stig eða sá svissneski gerði mistök. Rosset, eða svissnesku alp- amir eins og hann hefur verið kallað- ur vegna þess hve hann er hávaxinn, lét það hins vegar lítið á sig fá og sigraði í fyrstu tveimur hrinunum og var því kominn með vænlega stöðu. En hitinn í Barcelona var að vanda mikill á laugardaginn þegar leikurinn fór fram, og hann hafði sitt að segja. Jafnt og þétt dró af Rosset, og Arr- ese sigraði í þriðju hrinu við gífurleg- an fögnuð áhorfenda, sem fögnuðu enn meira þegar hann sigraði í þeirri fjórðu og jafnaði 2:2. „Eg var alveg að því kominn að gefast upp, mér leið svo hrikalega illa,“ sagði Rosset. „Ég svaf ekkert í nótt og leið mjög illa þegar ég fór inn á völlinn. Ég gat vart hreyft mig í þriðju og fjórðu hrinu, og þjálfarinn minn gaf mér magatöflur svo ég myndi ekki hrein- lega æla. Ég vildi hætta, fara inn í búningsklefa í sturtu og fá mér eitt- hvað að drekka. En ég vissi að þeir myndu ganga frá mér ef ég hætti.“ Og Rosset hætti ekki. Þrátt fyrir hita, svefnleysi og veikindi náði hann að sigra Spánveijann, fyrir framan áhorfendur sem voru orðnir nær gjör- samlega stjarfir af spenningi. „Kannski varþetta sólin, því í fimmtu hrinunni var orðið aðeins kaldara og þá leið mér betur,“ sagði Rosset. Þetta var fyrsti fimm hrinu leik- urinn sem Rosset þurfti að leika á , Ieikunum. Það hlýtur að teljast merkilegt, því á leið sinni að gullinu þurfti hann að leggja að velli Jim Courier, Börsunginn Emilio Sanchez og Króatann Goran Ivanisevic. Vik- umar fyrir Ólympíuleikana var hann ekki við æfingar eins og flestir af kollegum hans. Hann skemmti sér á sólarströndum með félögum sínum, æfði sig meira á sjóskíðum en í tenn- is og stundaði samkvæmislífið grimmt. Hann kom á ÓL aðallega til þess að skemmta sér, segir hann sjálfur, og ætlaði að eyða meiri tíma í að horfa á aðrar íþróttagreinar en leika sjálfur. Það hefur án efa hjálp- að honum. „Ég var mjög rólegur og afslappaður í hveijum leik og vissi að ég hafði engu að tapa. Ég gerði mér engar vonir um verðlaun, en í dag fékk ég tækifæri til að verða Ólympímeistari og nýtti mér það. Ég er ekki viss um að ég fái tæki- færi til að gera það aftur," sagði Rosset. Reuter Marc Rosset lagðist á leirvöllinn gjörsamlega búinn andlega og líkamlega eftir að hafa sigrað Spánveijann Jordi Arrese í úrslitaleiknum í einliðaleik karla. Gull til Bandaríkjanna Mary Joe og Gigi Femandez sigruðu í tvíiiðaleik kvenna lýðveldinu en Gigi rekur ættir sínar til Púertó Ríkó. Þær hafa ekki gert mikið að því að leika tvíliðaleik saman, og var þetta annað mótið sem þær spila á saman. Bandarísku stúlkumar sigruðu í fyrstu hrinunni 7-5, töpuðu þeirri næstu 2-6, en unnu úrslitahrinuna örugglega, 6-2. Þetta var annar sigur banda- rískra stújkna í tvfliðaleik í tennis í röð á Ólympíuleikum, því að í Seoul fyrir fjórum árum voru það Zina Garrison og Pam Shrivers, frá Bandaríkjunum, sem tóku við gull- verðlaununum. Mary Joe og Gigi Fernandez urðu á laugardaginn Ólymp- íumeistarar í tvfliðaleik í tennis, þegar þær sigruðu spænsku stúlk- umar Aröntxu Sanchez Vicario og Conchitu Martinez í úrslitaleik með tveimur hrinum gegn einni. Mary Joe og Gigi, sem em alls óskyldar, keppa fyrir hönd Banda- ríkjanna, en em reyndar hvomgar hreinræktaður Bandaríkjamaður. Mary Joe er fædd í Dóminíkanska EFTIRTEKTARVERÐ UMMÆLI Lyfjanotkun íþróttamanna og stríðið í Bosníu krydduðu yfírlýsingaflómna á Ólympíuleikun- um í Barcelona og yfírlýsingagleði liðsmanna banda- ríska körfknatttleiksliðsins átti sér engin takmörk. Hér er gripið niður í nokkrar yfírlýsinganna: Um iyfjanotkunina... ■„Sérhver sá sem heldur að Gail hafi tekið lyf til að auka afreksgetu sína má kyssa sitjandann á mér,“ sagði Bob Kersee þjálfari Gail Devers, sigur- vegarans í 100 metra hlaupi kvenna. ■„Ég þarf engin lyf, hef nógu mikla hæfileika úr að spila," sagði Heike Drechsler eftir sigurinn í lang- stökki kvenna. ■„Við eigum í styijöld í Sarajevo, svo hvaða máli skipta ein pilla eða tvær?“ sagði einn af forsvars- mönnum Olympíusveitar Bosníu þegar hann var spurður hvort keppandi þaðan hefði verið kallaður á teppið hjá lyfjanefnd Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC). ■„Ég hélt alltaf að hún væri á lyfjum, var sann- færð um að hún væri svindlari," sagði Gwen Torr- enee Ólympíumeistari í 200 metra hiaupi kvenna um Katrin Krabbe sem féll á lyfjaprófi skömmu Í-ir leikana. „Ef keppendur hefðu þurft að vera í mínum spor- um síðustu 36 klukkustundimar og upplifað þann mannlega harmleik og geðshræringu sem þetta hef- ur valdið rynni upp fyrir þeim ljós hveijar afleiðing- ar þess sem þeir aðhafast væru,“ sagði Dick Pal- mer, aðalfararstjóri Breta, eftir að þrír breskir kepp- endur vom sendir heim vegna lyfjanotkunar. íþróttimar... ■„Menn þurfa aðeins að koma keflinu á milli, ekki takast í hendur,“ sagði John Cannon er hann var spurður hvemig það virkaði á kanadíska hlaupara að hlaupa í boðhlaupssveit með Ben Johnson. ■„Þeir sækja á, þú verður að hlaupa eins og fætur toga,“ sagði Dennis Mitchell er hann rétti Carl Lew- is keflið fyrir síðasta sprett í 4x100 metra boðhlaup- inu. ■„Við stundum ekki íþróttir vegna þeirrar ánægju sem það veitir eða til að komast gegnum háskóla. Við gemm það til að græða peninga og auðgast," sagði bandaríski spretthlauparinn Leroy Burrell. ■„Kerfíð er ágætt en ekki mennirnir sem brúka það... Stundum þrýsta þeir á rangan hnapp," sagði þjálfari mexíkönsku hnefaleikamannanna um dóm- ara sem notast við tölvur í dómgæslu. ■„Þetta er ekki heimsendir. Hundurinn mun eftir sem áður flaðra upp um mig,“ sagði bandaríski sund- maðurinn Matt Biondi eftir að honum mistókst vöm Ólympíutitilsins í 100 metra skriðsundi. ■„Ólympíuleikarnir vom til áður en Carl Lewis kom til sögunnar og þeir verða til þegar hann verður allur. Leikamir vom ekki fundnir upp fyrir hann,“ sagði spretthlauparinn Dennis Mitchell sem varð þriðji í 100 metra hlaupinu. ■„Eg verð að sleppa frá þessu lifandi" sagði Matt- hew Scogginn hafa verið það eina sem hann hugs- aði er hann lenti flatur á bakinu í lauginni eftir misheppnaða dýfu af 10 metra palli. Við skellinn sprakk í honum lunga. ■„Komið hingað í hringinn og ég skal kála ykk- ur,“ hrópaði ástralski hnefaleikamaðurinn Stefan Scriggins til áhorfenda eftir að hann tapaði viður- eign í veltivigt. ■„Guð einn mun segja til um hvenær tími verður kominn til að hætta," sagði Carl Lewis eftir sigur í þriálju langstökkskeppnina á Ólympíuleikum í röð, en hann er á 32. aldursári. Strfftlft... ■„Fæstir okkar æfðu n\jög mikið. Nokkrir komu beint af vigvellinum,“ sagði Janko Gojkovic sund- maður frá Bosnfu. ■„Að búa við þvílíkar aðstæður í Qóra mánuði og koma svo hingað er eins og að sleppa úr helvfti inn í draumaríki," sagði Josko Bodulic, einn af forvígis- mönnum Ólympíunefndar Bosníu við komuna til Barcelona frá Sarajevo. Draumalfðlð ■„Hann sló mig, ég svaraði fyrir mig. Menn í ykk- ar stöðu þekkið þetta ekki, þetta er eins og í skugga- hverfunum,“ sagði bandaríska körfuknattleiksstjarn- an Charles „vondi strákurinn" Barkley aðspurður hvers vegna hann rak olnbogann í angólskan varnar- mann. ■„Að komast í draumaliðið jafnast helst á við fyrstu fullnæginguna," sagði Barkley. ■„Ef okkur tekst ekki að vinna verður það óvænt- asti ósigurinn í allri íþróttasögunni," sagði Barkley fyrir úrslitaleikinn. ■„Þá er það síðasti leikurinn. Kálum þessum skrattakollum og látum Guð um að bjarga þeim eftir leikinn," var það síðasta sem hinn yfírlýsinga- glaði Barkley sagði fyrir sfðasta leikinn. Sigri fagnað R"I]!,T Mary Joe og Gigi Femandez fagna sigri sínum í úrslitaleiknum í tvfliðaleik. Þær eru þrátt fyrir sama eftimafn alls óskyldar. KNATTSPYRNA Narvaez þjóðhetja FRANCISKO „Quico“ Narvaez, er þjóðhetja á Spáni eftir að hafa tryggt þjóð sinni sigur í knattspyrnukeppninni Olymp- íuleikanna með marki á lokamín- útunni gegn Póllandi. Spánn sigraði í leiknum 3:2 og Narva- ez, sem leikur með Cadiz ífyrstu deildinni, gerði tvö af mörkum liðsins fyrir framan 95 þúsund áhorfendur á Nou Camp leik- vanginum sem hvöttu heima- menn óspart. Eg veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði hinn tvítugi markaskorari eftir leikinn. „Ég þarf að róa mig niður fyrst en ég veit að þetta var minn besti leikur á ævinni.“ Spánveijar höfðu ekki fengið á sig mark í fímm leikjum í keppninni þegar Wojciech Kowalczyk skoraði fyrsta markið fyrir Pólland. Markið kom á lokasekúndum fyrri hálfleiks. og var gegn gangi leiksins. Fögnuður áhorfenda var mikill þegar Abelardo Femandez jafnaði leikinn úr aukaspymu á 64. mínútu og Narvaez kom heimamönnum yfír fímm mínútum síðar. Pólveijar svör- uðu fyrir sig með marki Ryszard skömmu síðar og flest benti til þess að framlengingu þyrfti til að skera úr um úrslitin. Hvattir áfram af mesta fjölda áhorfenda sem kom til að sjá keppn- isgrein á Ólympíuleikunum náðu Spánveijar að skora sigurmarkið. Áhorfendur risu úr sætum sfnum þegar Narvaez skoraði af stuttu færi og gerði vonir Póllands um ann- að gull sitt í knattspymukeppninni að engu. „Þetta var ógleymanlegt og augnablik friðar þegar markið kom í lokin. Þá vissi ég að sigurinn var í höfn. Allar tilfínningar og allt það sem ég hafði byrgt inni í mér leyst- ist úr læðingi á því augnabliki,“ sagði þjálfar Spánverja. Spánn: Antonio Jimenez, Aibert Ferrer, Mikel Lasa (Jose Amavisca 52.), Roberto Solozabal, Juan Lopez, Luis Enrique Mart- inez, Josep Guardiola, Abelardo Femandez, Rafael Berges, Francisco Narvaez, Alfonso Perez. Pólland: Aleksander Klak, Marcin Jalocha (Piotr Swierczewski 56.), Tomasz Lapinski, Marek Kozminski, Tomasz Waldoch, Dar- iusz Gesior, Jerzy Brzeczek, Andrezej Juskowiak, Ryszard Staniek, Andrzej Ko- bylanski, Wojciech Kowalczyk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.