Morgunblaðið - 11.08.1992, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 11.08.1992, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ 9S& BARCELONA '92 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992 C 13 25. SUMAROLYMPIULEIKARNIR Ógleymanleg sýning | íslenski fínlnn bor- Inn Inn á Ólympiu- lelkvanglnn ð loka- hátíðinnl. Það er Geir Sveinsson, fyrlrllði handknattleiks- landsliðsins, sem gengur inn með fán- ann. Með eðlilegum leik hefðu íslending- ar reyndar átt að geta unnið þá, það er engin spuming, en strákam- ir virkuðu þreyttir. Brosið — sem var svo áberandi framan af mótinu — var horfið af andlitum þeirra, og þrátt fyrir ákveðni fyrir leik um að leggja sig alla fram þrátt fyrir þreytuna, gekk dæmið ekki upp. Þorbergur er að byggja upp fyrir framtíðina, segir hann. Fyrir HM ’95 á Islandi, og vonandi tekst hon- um það. Varnarleikur var alla jafna góður hjá liðinu hér, markvarslan einnig í góðu lagi en sóknarleikur- inn alls ekki. Og það er ef til vill ekki óeðlilegt, þegar tekið er með í reikninginn að engin örvhent skytta var með í för. Þrír menn á heimsmælikvarða sem hefðu getað leikið á hægri vængnum sátu heima að jafna sig eftir uppskurði vegna meiðsla; Kristján Arason, Sigurður Sveinsson og Bjarki Sigurðsson, sem meiddist fyrr i sumar, en hon- um hafði verið ætlað stórt hlutverk hér. Verðlaunapallurinn var auðvit- að grátlega nálægt, og mönnum leið ekki vel þegar Frakkamir stigu upp á brons-stallinn. En þessu verð- ur að taka. Menn eru nú búnir að finna lykt af bronsinu, og komast vonandi nær einhveijum góðmálm- inum en það síðar. Sigurður Sigurður Einarsson varð fimmti í spjótkastinu, sem er besti árangur íslendings í þeirri grein á Ólympíu- leikum. Því ber einnig að fagna. Sigurður er glæsilegur íþróttamað- ur, sem gæti náð enn lengra. Hann stefnir hátt, segist geta kastað mun lengra en í dag og undir það tekur þjálfari hans. Því verður gaman að fylgjast með honum á næstu árum. Einar Vilhjálmsson varð íjórtándi í spjótkastinu og komst ekki í úrsli- takeppnina. Heppnin var ekki með Einari á þessum síðustu Ólympíu- leikum hans. Hann hafði sett sér Morgunblaðið/RAX LJósadýrðl Lokaathöfnin var tilþrifamikil og endirinn glæsilegur, þar sem flugeldar lýstu upp alla Montjuic-hæðina. það markmið að komast meðal þeirra tólf bestu, sagði það verða stóran persónulegan sigur eftir þau slæmu meiðsli sem hann varð fyrir í fyrra, en það tókst ekki og Einar tók því karlmannlega. Upp og niður Vésteinn Hafsteinsson komst í úrslit í kringlukastinu og var mjög ánægður með það, enda var þetta aðeins í annað skipti sem hann komst í úrslit árstórmóti. Og varð þar í ellefta sæti. Pétur Guðmunds- son komst hins vegar ekki í úrslit í kúluvarpinu og svo virðist sem meiðslin sem hann varð fyrir í sum- ar hafi háð honum; ef ekki líkam- lega þá að minnsta kosti andlega. Sundstúlkurnar stóðu sig ekki eins vel og þær ætluðu, Ragnheiður Runólfsdóttir var að ljúka ferlinum og var greinilega undir mikilli pressu að standa sig vel. Bæta eig- in met. En það tókst ekki. Og Helga Sigurðardóttir hefur „toppað“ of seint er hún náði ólympíulágmark- inu til að mögulegt væri hún næði sínu besta aftur hér. Ekki var hægt að búist við meiru af badminton- fólkinu, Carl J. Eiríksson skotmaður var hins vegar nokkuð frá sínu besta og júdómennimir duttu allir úr í fyrstu glímu. Menn gerðu sér auðvitað vonir um að Bjarni Frið- riksson næði sér vel á strik hér, en hann var óheppinn að lenda strax á heimsmeistaranum. Sá tapaði reyndar geysilega óvænt strax í næstu glímu, þannig að Bjarni fékk ekki uppreisn, en með því hafði hann fastlega reiknað. Sorglegt í raun vegna þess að allir vita hvað býr í Bjarna. Skin og skúrir skiptast á, meira að segja í Barcelona. En ég held íslendingar geti verið nokkuð ánægðir með sína menn á þessum 25. Ólympíuleikum nútímans. Handboltamennirnir og Sigurður Einarsson sáu til þess. Morgunblaðið/RAX Hátíö IJóss og frióar Lokaathöfnin á Ólympíuleik- vanginum á sunnudagskvöldið var tilkomumikil. Mér fannst nú reynd- ar frekar lítið í hana varið framan af, menn verða bara að fyrirgefa ef þeir eru ósammála. Að minnsta kosti miðað við setningarathöfnina, sem var stórbrotin. Glæsiieg hesta- sýning stóð reyndar upp úr og tón- listin var falleg, en eftir að ólympíu- eldurinn dó lifnaði yfir sýningunni. Og þegar Josep Carreras og Sarah Brightman stigu á svið og sungu lag Andrews Lloyd Webber Fríends for life tóku hárin að rísa! Vallar- gestir ljómuðu, tókust margir í hendur og rugguðu sér í sætunum, meira að segja kóngurinn og drottn- ingin tóku þátt í þeim leik í heiðurs- stúkunni. Boðið var upp á söng, dans og leik, búið var af afhenda borgarstjóranum í Atlanta Ólymp- iufánann, en þar í borg verða leik- amir haldnir 1996. Síðasti hluti hátíðarinnar var til- einkaður vináttu, friði og ljósum. íþróttamennimir sem setið höfðu uppi í stúku streymdu niður á völl, sungu og dönsuðu í takt við tónlist rúmbuhljómsveitanna sem stigu á svið. Meira að segja íslensku hand- boltamennimir, sem höfðu tekið gleði sína á ný eftir tapið daginn áður. Það var ánægjulegt að sjá. Og flugeldasýningin í lokin var stór- kostleg. Tíu tonn af sprengiefni voru notuð, jafn mikið og venjulega dugar í klukkustundar sýningu, að sögn þeirra sem að stóðu, var þama skotið á loft á sex mínútum! Enda stórbrotið. Síðan dimmdi. Hátíðinni var lokið, hver fór til síns heima og geymir leikana í minningunni. Og minningin lifir, á því er ekki nokkur vafi. Enginn sem kom nálægt Ólymp- íuleikunum í Barcelona gleymir þeim. Það er ekki hægt. Barcelona Q99 HVERS má vænta? Listvið- burða og f lugeldasýninga í eig- inlegri merkingu við upphaf og endi leikanna, og hins sama í óeiginlegri merkingu íkeppn- inni sjálfri. Það gekk eftir, og að þessu sinni var meira að segja talsvert púður í íslensk- um keppendum og árangurinn betri en áður, þó menn hafi eflaust einhverjir búist við meiru. Fjórða sæti f handknatt- leikskeppninni og það fimmta í spjótkastinu er auðvitað gott — það besta sem íslendingar hafa náð íþessum greinum — en mikið vill meira og bronsið var vissulega aðeins í seiling- arfjarlægð handknattleiks- mannanna, og jafnvel Sigurðar. En um það þýðir ekki að fást nú, og gleðjast ber yfir árangr- inum. Tuttugustu og fimmtu Ólympíuleikum nútímans er lokið, ógleymanlegri íþrótta- og listasýningu. Bandaríkjamaðurinn Carl Lewis vann til tvennra gullverðlauna á þessum leikum, óg hefur því unn- ið alls átta, jafnaði þar með met finnska hlauparans gamal- kunna Pavo Nu- urmi, en hjá því verður ekki komist að hugsa til þess hvað Lewis hefði gert hefði hann tek- ið þátt í 100 og 200 m hlaupunum. Hann var veikur er bandaríska úrtöku- mótið fór fram, keppti þó en náði ekki að tryggja sér sæti í ólympíul- iðinu í þessum greinum. Og sagðist sætta sig við það, eftir reglunum yrði að fara, en mikið andsk... hlýt- ur þetta að vera blóðugt. Hefði hann verið með í greinunum tveim- ur er ég hræddur um hann hefði hampað fleiri gullpeningum hér. Jafnvel fjórum, eins og í Los Angel- es fyrir átta árum. Þessi frábæri íþróttamaður vann langstökkið og var í boðhlaupssveitinni bandarísku sem setti frábært heimsmet í 4X100 metrunum. En á blaðamannafundi eftir heimsmetið útilokaði Lewis ekki að hann yrði með á leikunum í Atlanta eftir fjögur ár, þá 35 ára. Og fleiri stóðu sig vel. Sund- keppnin var mjög skemmtileg, svo og fleiri fijálsíþróttagreinar en ekki er ástæða til að vera að telja þær upp hér. Og „draumaliðið" banda- ríska í körfuboltanum fór auðvitað á kostum og vann alla leiki sína auðveldlega. Stórkostleg sýning í raun þar á ferð, útbreiðslustarfsemi fyrir íþróttina. Og handboltinn; þar mættust tvö bestu lið heimsins í úrslitunum, og Samveldið fagnaði sigri. Frábært lið þar á ferð, sem BREF Skapti Hallgrímsson skrífar leysist nú upp eins og í öðrum grein- um. Vel við hæfi að það lyki tilvist sinni með því að hampa gullinu. Lykt af bronsl íslensku handboltamennimir komu bakdyramegin inn á leikana, engin pressa var því á þeim — ein- ungis að hafa gaman af verkefninu, láta léttleikan ráða ferðinni. Og það náðu þeir að gera, sérstaklega framan af. Það var mjög gott að ná öðru sæti í riðlinum, og komast þar með í fjögurra liða úrslit. En menn verða einfaldlega að sætta sig við að það er alls ekkert óeðli- legt þó liðið hafí tapað þremur síð- ustu leikjunum. Alls ekkert. Líta verður raunsæum augum á hlutina. Svíar eru heimsmeistarar og við áttum ekki möguleika gegn þeim. Samveldið stóð upp sigurvegari á mótinu, og um liðið þarf varla að fjölyrða. Það er einfaldlega frá- bært. Og Fi'akkamir sem við mætt- um í síðásta leiknum eru sterkir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.