Morgunblaðið - 11.08.1992, Qupperneq 14
14 C
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992
TENNIS / ISLANDSMOTIÐ
Hrafnhildur
og Einar þre-
faldir meistarar
EINAR Sigurgeirsson gerði sér lítið fyrir og vann þrefalt, ein-
liða-, tviliða- og tvenndarleik, á íslandsmeistaramótinu ítennis
sem fram fór á tennisvöllum Þróttar um helgina og er það fjórða
árið í röð sem hann vinnur einliðaleik og tvíliðaleik en annað árið
ítvenndarleik. Hrafnhildur Hannesdóttir, sem er aðeins fjórtán
ára, stóð sig ekki síður, vann einnig þrefalt og allar sínar lotur.
Alls tóku 109 keppendur þátt í mótinu.
I irslit mótsins komu lítið á óvart
enda þurfti aðeins tvær hrinur
til að ljúka öllum leikjum nema úr-
slitaleik karla. Einar
og Ólafur Svéinsson
þurtu að leika þriðju
hrinuna og var leik-
urinn bæði tvísýnn
og spennandi, en þetta var í fyrsta
sinn sem Einar fékk verulega keppni
í úrslitaleik hér heima.
Stefán
Stefánsson
skrífar
Spennandi úrslitaleikur
Ólafur vann fyrstu hrinu og var
yfir í næstu en Einari tókst að meija
sigur og vann þriðju hrinuna frekar
auðveldlega. „Eg þekki Ólaf og veit
að hann getur unnið mig á góðum
degi. Ég var smeykur í annari hrinu
þegar ég gerði mörg klaufamistök
og stressaðist allur upp. Ég vandaði
uppgjafirnar og sótti strax þegar
hann gaf upp og undir lokin fór
hann að missa einbeitinguna", sagði
Einar.
Hrafnhildur sigursæl
Þrátt fyrir ungan aldur hefur
Hrafnhildur unnið flestöll mót sem
hún hefur tekið þátt í á árinu. Úr-
slitaleikurinn gegn Guðrúnu var jafn
í byijun en síðan náði Hrafnhildur
yfirhöndinni og vann létt. „Ég var
svolítið lengi í gang i úrslitaíeiknum
en síðan gekk betur. Ég hef æft
skipulega í tvö ár og æfi þrisvar til
fjórum sinnum i viku á vetuma en
reyni að æfa á hveijum degi á sumr-
in“, sagði Hrafnhildur en hún vann
einnig einliðaleikinn og tvenndar-
leikinn í fyrra.
Þess má geta að Einar Sigurgeirs-
son og Óðinn Ægisson, sem léku
saman i tvíliðaleiknum, eru bræður
þrátt fyrir nafnið því Einar er Ægis-
son en þurfti að breyta föðurnafninu
vegna nafnareglna í Bandaríkjunum.
Ólafur Sveinsson, sem kom fast á
hæla Einars og náði öðru sæti í einl-
iða-, tvíliða- og tvenndarleik, er
stjúpbróðir Einars.
■ Úrslit / C17
Sigurvegari fjórða árið í röð
Einar lék gegn Ólafi Sveinssyni í tvísýnum og spennandi og bráðskemmtilegum leik leik.
Morgunblaðið/KGA
Ungur meistari!
Morgunblaðið/KGA
Hrafnhildur Hannesdóttir, sem er aðeins fjórtán ára, stóð sig vel og vann alla
ieiki sína nokkuð auðveldlega.
Ætla í atvinnu-
mennsku
- segir Einar Sigurgeirsson íslandsmeistari
Einar Sigurgeirsson, sem hefur
verið sigursæll á tennismótum
á íslandi undanfarin ár, hefur
stundað nám við Troy State Uni-
versity í Alabama í ijögur ár og
keppt fyrir hönd skólans og á eitt
ár eftir í námi. Hann hefur alltaf
komið heim á sumrin til að þjálfa
nema síðasta sumar þegar hann fór
til Frakklands og keppti í mótum
atvinnumanna.
„Mér gekk mjög vel, keppti á
fímm mótum og vann þijú en ég
tek fram að þetta voru ekki stærstu
mótin þó verðlaunin væru góð“,
sagði Einar, en á slíkum mótum eru
alltaf peningaverðlaun í boði.
„Ég ætla aftur til Frakklands
næsta sumar. Þó ég hafí keppt á
atvinnumótum er ég ekki inní stiga-
kerfi ATP, sem eru samtök atvinnu-
tennisleikara, en hinsvegar ætla ég
að fara inn í það kerfí næsta ári
og prófa. Ástæðan fyrir því að ég
hef ekki prófað þetta fyrr er að ég
byijaði mjög seint að æfa, orðinn
15 ára, og tel mig fyrst núna eiga
möguleika.
Eg tók líka þátt í undankeppni
Ólympíuleikana á móti í Lilleham-
mer í Noregi en gekk ekki nógu
vel, var að jafna mig eftir tognun
í öxlinni og uppgjafírnar voru því
alls ekki nógu góðar."
Til stendur að byggja tennishöl!
í Kópavogi í vetur þar sem öll að-
staða verður mjög góð. „Það sem
stendur íþróttinni mest fyrir þrifum
hér er aðstaðan. Þó komnir séu
nokkrir góðir vellir verður að vera
hægt að spila allt árið óháð veðri
og ef tennishúsið kemur upp er
möguleiki", sagði Einar.
KNATTSPYRNA / 1. DEILD KVENNA
H ri ngavrtieysa
Einhver misskilningur varð í sambandi við leik Vals og Þórs í 1. deild
kvenna á laugardag. Þórsstúlkur töldu sig hafa fengið leiknum frest-
að fram á sunnudag en Valsstúlkur eru á annri skoðun. Leikurinn var
flautaður af á laugardaginn á meðan stúlkurnar frá Akureyri sátu á ÍSÍ
hótelinu í Laugardalnum og biðu væntanlegs leiks daginn eftir. Ef Þórs-
stúlkur finna einhver gögn máli sínu til stuðnings verður leikurinn væntan-
lega leikinn en annars tapa þær honum 3:0.