Morgunblaðið - 11.08.1992, Síða 16
16 C
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992
KNATTSPYRNA / U-21 ARS
Tap í tilþrifa
litlum leik
ÍSLENSKA landsliðið skipað
leikmönnum 21 árs og yngri
tapaði fyrir jafnöldrum sínum
frá ísrael 0:1 í frekar tilþrifalitl-
um leik á Akranesi þar sem
jafntefli hefði verið sanngjörn-
ustu úrslitin.
skrifar frá
Akranesi
Ísraelar byijuðu mun betur í leikn-
um og voru sterkari aðilinn í
fyrri hálfleik. Strax á 8. mínútu
komst besti leik-
Sigþór maður þeirra, Shay
Eiríksson Holtsman innfyrir
vörn íslendinga en
Ólafur Pétursson
markvörður varði vel með úthlaupi.
Það var síðan á 15. mínútu sem
eina mark leiksins var skorað. Þá
endurtók áðurnefndur Holtsman
leikinn, en náði í að þessu sinni að
leika á Ólaf og renna knettinum í
autt markið.
íslenska liðið fékk tvö þokkaleg
marktækifæri í fyrri hálfleiknum.
Finnur Kolbeinsson átti skot rétt
yfir markið og skot Steinars Guð-
geiyssonar var varið.
ísraelsmennirnir voru mun
ákveðnari í fyrri hálfleik og það var
eins og vantaði allan brodd í sóknar-
leik íslenska liðsins. Fremstir voru
Akurnesingarnir Arnar og Þórður
Guðjónsson og þeir náðu sér ekki
á strik og voru eflaust þreyttir eft-
ir erfiðan bikarleik gegn KA.
íslendingar komu ákveðnir til
leiks í síðari hálfleik og þá höfðu
þeir Ríkharður Daðason og Helgi
Sigurðsson komið inn í stað Skaga-
mannanna. Á 55. mínútu vildu ís-
lensku strákarnir fá vítaspyrnu
þegar Helga Sigurðssyni var brugð-
ið innan vítateigs en Guðmundur
Stefán dómari sá ekki ástæðu til
að dæma á brotið og gestirnir
sluppu með skrekkinn.
Þrátt fyrir aukinn sóknarþunga
í síðari hálfleiknum gekk íslenska
liðinu erfiðlega að sigrast á sterkri
vörn ísrael sem var mjög örugg í
leiknum auk þess sem markvörður-
inn greip vel inn í leikinn þegar
þess þurfti með. Ásmundur Arnars-
son fékk þó gott færi á 77. mínútu
eftir laglegan undirbúning Helga
Sigurðssonar en skot Ásmundar var
varið. Þar má segja að síðasta færi
íslendinga hafí runnið út í sandinn.
Finnur Kolbeinsson var besti
maður íslenska liðsins, mjög dug-
legur á miðjunni. Lárus Örri Sig-
urðsson stóð sig vel í vöminni og
Ólafur Pétursson var öruggur þegar
á hann reyndi í markinu. Þá átti
Helgi Sigurðsson góða spretti í síð-
ari hálfleiknum.
Shay Holtsman stóð upp úr hjá
Israel. Hann er mjög ógnandi sókn-
armaður og skapaði oft hættu með
hraða sínum. Hann þurfti að yfír-
gefa völlinn vegna meiðsla á 65.
mínútu. Miðvörður þeirra Gad
Brunner var traustur auk mar-
kvarðarins Itzacks Corenfeins.
« j ' í ,
f1\4
' •• Ai •• ,
Morgunblaðið/Ástvaldur
Helgi Sigurðsson lífgaði upp á framlínu íslenska liðsins í síðari hálfleiknum en það dugði skammt.
Jiirgen Kllnsmann gerði tvö mörk
í fyrsta leik sínum með Mónakó um
helgina.
FRAKKLAND
Klinsmann
byrjar vel
með Mónakó
ÞJÓÐVERJINN Jiirgen Klins-
mann gerði tvö mörk í fyrsta
leik sínum með Mónakó, þegar
liðið vann Toulon 4:0 í 1. um-
ferð frönsku deildarkeppninnar
á laugardaginn.
Klinsmann náði sér aldrei al-
mennilega á strik með Inter
á Ítalíu á síðasta keppnistímabili.
„Ég átti ekki von á að bytja svona
vel,“ sagði miðherjinn. „Mónakólið-
ið leikur góða knattspyrnu og leik-
mennirnir hafa gaman af því sem
þeir eru að gera. Ég kann vel að
meta slíkt andrúmsloft, en því var
ekki alltaf fyrir að fara á Ítalíu og
ég er viss um að ég hef tekið rétta
ákvörðun með félagaskiptunum."
Mónakó, sem varð í öðru sæti í
deildinni á síðasta keppnistímabili
og lék til úrslita í Evrópukeppni
bikarhafa, sýndi snilldartakta, en
Marseille slapp með skrekkinn gegn
Toulouse á heimavelli. Þegar á 12.
mínútu sló dauðaþögn á áhorfend-
ur, en þá skoruðu gestirnir. Útlend-
ingarnir hjá Marseille björguðu
heimamönnum, Spánverjinn Vazqu-
ez jafnaði úr aukaspyrnu og Þjóð-
verjinn Völler gerði sigurmarkið úr
vítaspyrnu.
„Þetta var fyrsfi opinberi leikur
liðsins undir minni stjórn og hann
var erfiður," sagði Jean Femandez,
þjálfari Marseille. „Liðið þarf tíma
til að ná sínu besta, en strákarnir
gáfust aldrei upp og það er ég
ánægður með.“
Strasbourg, sem lék í 2. deild
undanfarin þijú ár, skemmti 35.000
áhorfendum og vann Lille 2:0, en
Bordeaux, sem einnig kom upp,
náði aðeins markalausu jafntefli á
heimavelli gegn Lyon.
Urslit / C17
KORFUKNATTLEIKUR / NBA
ENGLAND
Cantona med
þrennuífrá-
bærum leik
FRAKKINN Eric Cantona var
í sviðsljósinu á Wembley á
laugardaginn, þegar Eng-
landsmeistarar Leeds unnu
bikarmeistara Liverpool 4:3 í
frábærum leik um góðgerða-
skjöldinn að viðstöddum
61.291 áhorfanda. Liverpool
lék betur, en Cantona sló lið-
ið út af laginu og gerði þrjú
af mörkum Leeds.
Liverpool, sem hefur 17 sinnum
leikið um skjöldinn og aðeins
tapað sex sinnum, náði fljótlega
undirtökunum, spilaði markvisst
og skapaði sér góð marktæki-
færi. Mark Walters var sérstak-
lega öflugur á vinstri vængnum
og hvað eftir annað skapaði hann
mikla hættu með með leikni sinni
og nákvæmum fyrirgjöfum. Það
var því gegn gangi leiksins, þegar
Cantona gerði fyrsta markið um
miðjan fyrri hálfleik. Rod Wallace
átti allan heiðurinn að markinu,
en Cantona skoraði af 15 metra
færi, boltinn fór upp í netið hægra
megin við Bruce Grobbelaar.
Ian Rush jafnaði skömmu síð-
ar, en Tony Dorigo kom Leeds
aftur yfir rétt fyrir hlé. Hann
fékk boltann eftir vel útfærða
aukaspyrnu, þrumaði með vinstri
í Rosenthal og inn.
Ef eitthvað var þyngdist sókn
Liverpool í seinni hálfleik og bar
árangur um miðjan hálfleikinn,
þegar Saunders jafnaði. En þrátt
fyrir yfírburðina átti ekki fyrir
Liverpool að sigra að þessu sinni,
Cantona bætti tveimur mörkum
við áður en Mark Wright náði að
minnka muninn tveimur mínútum
fyrir leikslok.
Þetta var fyrsti leikur Leeds á
Wembley í 10 ár og fyrsti leikur
félagsins um skjöldinn síðan
1969.
Risasamningur O’Neal
Shaquille O’Neal skrifaði um I sentimetra hár og vegur tæp 150 I til sjö ára og hljóðar uppá 2,2 millj- I armaður í háskólaboltanum í fyrra,
helgina undir samning við kíló. Orlando valdi hann sem fyrsta arða ÍSK og er sagður stærsti gerði 24,1 stig að meðaltali í leik,
Orlando Magic í NBA deildinni kost í vali á nýliðum fyrir næsta ár samningur sem gerður hefur verið tók 14 fráköst og varði 5,2 skot
bandarísku. O’Neal þessi er 216 | í NBA-deildinni. Samningurinn er | í hópíþróttum. O’Neal var yfírburð- | með liði sínu, Louisiana State.