Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 1
ATVINNU/RAD- OG SMÁAUGLÝSINGAR A TVINNUAUGl ÝSINGAR Framkvæmdastjóri iimflutningsfyrirtækís Traust og vel þekkt innflutningsfyrirtæki í Reykjavík auglýsir í blaðinu í dag eftir framkvæmdastjóra. Honum er ætlað hafa með höndum stjómun og skipuiagningu á daglegum rekstri, stefnumótun og markmiðasetningu í samráði við stjóm. Reynsla af stjórnun, þekking á ís- lensku atvinnulífi, ásamt áræði og dugnaði er sögð nauð- synleg. Gæðastjóri útgerðar- fyrirtækis Útgerðarfyrirtæki á landsbyggðinni sem m.a. rekur frystitogara óskar að ráða gæðastjóra. Starfið felst í umsjón gæðamála fyrirtækisins og uppbyggingu gæða- stjómunar. Blaðamaður á Heims- mynd Tímaritið Heimsmynd auglýsir í blaðinu í dag eftir menntuðum og/eða reyndum blaðamanni sem og hæfum lausapennum. Tekið er fram að með umsóknir verði far- ið sem trúnaðarmál. RAÐAUGL ÝSINGAR Ráðstefna um grasvelli Mannvirkjadeild KSÍ boðar til ráðstefnu um uppbygg- ingu, rekstur og viðhald grasvalla til íþróttaiðkunar. Ráðstefnan verður haldin í Félagsheimili Kópavogs föstu- daginn 4. september nk. kl. 9.00-16.00. Þar verður m.a. fjallað um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga hvað varðar kostnað við gerð og viðhald íþróttamannvirkja, hlutverk innlendra rannsókna- og menntastofnan, hönnun og uppbyggingu, rekstur og viðhald íþróttagrasvalla og reynslu af eldri völlum. Heimilislist í Kolaport- inu Ákveðið hefur verið að tileinka sunnudaginn 13. sept- ember sérstaklega heimilislist á markaðnum í Kolaport- inu. Þetta er í annað sinn sem staðið er að slíkum degi á markaðstorginu. Þennan dag verður fólki sem stundar hverskonar heimilislist, t.d. föndur og listir, gefínn kostur á plássi í Kolaportinu gegn vægu verði til að sýna og selja sín verk. SMAAUGL YSINGAR Göngfuferðir í dag Ferðafélag íslands og Útivist efna að vanda til ferða í dag. M.a. efnir Ferðafélagið til ferðar um Þingvelli og Kaldadal þaðan sem gengið verður á Presthnúk og áfram í Þórisdal. Lagt er af stað kl. 9.00. Þá efnir Útivist til íjörugöngu, 1. áfanga. Lagt verður upp frá skrifstofu Útivistar og farið í Eyðieyjar á Kollafirði. BORGARFJÖRÐUR Stærsta gróðurhús landsins í Sólbyrgi STÆRSTA gróðurhús landsins var byggt á vegum Ylræktarversins hf. í Sólbyrgi í Reyk- holtsdal í Borgarfirði síðastliðinn vetur. Hús- ið er um 3.000 fm að stærð og með tilkomu þess hefur gróðrarstöðin stækkað um helm- ing. a Tnýja húsinu eru eingöngu rækt- -I- aðar agúrkur, en í sumar hefur verið sannkallaður gúrkutími, eða síðan 10. júní þegar uppskera hófst. Búið er að skera u.þ.b. 50 tonn af agúrkum, en áætlað er að heildar- gúrkuuppskera verði um 60 tonn. í eldri hluta stöðvarinnar eru rækt- aðir tómatar og er uppskeran þar orðin u.þ.b. 45 tonn þannig að allt útlit er fyrir að 100 tonna múrinn verði rofínn í Sólbyrgi í sumar, segir í fréttatilkynningu frá Yl- ræktarverinu hf. Það eru mörg handtökin sem þarf að vinna áður en uppskeran er send til Ágætis hf., sem sér um dreifingu á grænmetinu en 10—14 manns hafa verið við vinnu í sumar í gróðurhúsunum í Sólbyrgi. Búðardalur Nýr íþróttavöllur NÚ er unnið af kappi við frágang íþróttavallar hér í Búðardal. Verið er að leggja drenlagnir og síðan verður sett á hann slitlag. * Iþróttavöllurinn er í skemmtilegum dal í miðju þorpinu á vonandi eftir að koma að góðu gagni fyrir íþróttafólk hér. Mikill íþróttaáhugi er meðal íbúanna, einkum unga fólksins og barnanna, en erfiðlega hefur gengið að fá menntaða íþróttaþjálfara til starfa undanfarið. Við erum þó svo heppin að hafa áhugasamt heimafólk sem hefur séð um íþróttaþjálfun og hefur íþróttafólkið náð góðum árangri á mótum og keppnum í ýmsum greinum þrátt fyrir aðstöðuleysi. Nú fer vonandi að styttast í að aðstað- an batni. Framkvæmdir eru dýrar og eft- ir er að byggja upp alla búnings- og baðað- stöðu auk áhorfendasvæðis. Brekkurnar í dalnum eru hins vegar mjög hentugar sem áhorfendasvæði en þarfnast lagfær- inga. Næsta sumar verður væntanlega hægt að nota íþróttavöllinn þótt öll áður- nefnd aðstaða sé enn ekki komin. Nú er verið að mála félagsheimilið Dalabúð og verður það mikil prýði fyrir staðinn. Húsið er fallegt og unnið hefur verið að endurbótum á því undanfarið. - Kristjana Sauðárkrókur Undraefni til múr- viðgerða kynnt fag- mönnum KYNNING á nýjum múrviðgerð- arefnum fór nýlega fram á vegum Aðalsteins Maríussonar, múrara- meistara á Sauðárkróki, og fyrir- tækisins Vesturports hf. í Reykja- vík. Um er að ræða allmargar gerðir af efninu Betokem, sem nú er að koma á markaðinn, en það hefur að undanförnu verið í ströngum prófunum hjá Rann- sóknastofnun byggingariðnaðar- ins og sagði Páll Þ. Pálmason múrarameistari að þær prófanir lofuðu mjög góðu. Þeir Páll og Aðalsteinn sögðu að efnin reyndust mjög vel til ýmiskonar viðgerða á steypu- skemmdum, hvort sem væri vegna veðrunar eða af öðrum orsökum. Þá hefði efnið þann eiginleika að raki í vegg sem gera ætti við skipti raunar litlu máli þar sem efnið drægi raka úr steypunni og hleypti honum út en lokaði hann ekki inni. Þá gerðu þeir grein fyrir þeim kostnaði sem því fylgir að gera við til dæmis þak á bílgeymslu og sýndu hvernig efnið er borið á og hvemig það þekur. Aðalsteinn Maríusson skýrði frá og sýndi myndir af gömlum húsum sem hann hefur verið að gera við og meðal annars notað til þess Beto- kem-efnin. Meðal þessara húsa eru Árbæjarkirkja í Vesturdal í Skaga- fírði og gamla prestssetrið á Sauða- nesi á Langanesi, en það var byggt árið 1879. Verið er að endurgera þennan gamla embættisbústað undir eftirliti Þjóðminjasafnsins og hefur sú stofnun samþykkt þá viðgerðaá- ætlun sem lögð hefur verið fram. - BB Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Aðalsteinn Maríusson múrara- meistari sýnir notkun Betokem- efnanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.