Morgunblaðið - 30.08.1992, Side 21

Morgunblaðið - 30.08.1992, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1992 B 21 RAÐAUGi YSINGAR Pavarotti og Heimskórinn Kynningarfundur á veg- um íslandsdeiidar Heims kórsins verður haldinn þriðjudaginn 1. septem- ber nk. kl. 20.30 í húsa- kynnum Lögreglufélags Reykjavíkur, Brautarholti 30, efstu hæð. Þetta er kjörið tækifæri til að fræðast betur um Heimskórinn, því ís- lensku kórfélagarnir sem tóku þátt í tónleikum með Pavarotti í apríl sl. verða á fundinum. Allir eru hjartanlega velkomnir. Nánari upplýsingar og/eða þátttökutilkynning hjá Hafdísi Magnúsdóttur í síma 91-686776. Stýrimannafélag íslands og kvenfélagið Hrönn efna til fjölskylduhátíðar austur í sumarbú- stöðum félaganna í Bröttuhlíð í Laugardal Sunnudaginn 6. september þar sem boðið verður upp á kaffiveitingar í tilefni af því að 30 ár eru liðin síðan bústaðirnir voru teknir í notkun. Farið verður í hópferðabíl frá Borgartúni 18, kl. 12.30 og frá Bröttuhlíð verður lagt af stað heimleiðis kl. 17.30 (þeir sem vilja, geta komið austur á eigin bílum). Nauðsynlegt er að allir sem ætla að koma austur með rútunni skrái sig í síma 629095 og í síma 38141 á kvöldin fyrir kl. 15.00 föstuginn 4. september. Þess er vænst að sem flestir fyrrverandi og núverandi félagar láti sjá sig. Ráðstefna um grasvelli - mannvirkjanefnd KSÍ Mannvirkjanefnd KSÍ boðar til ráðstefnu um uppbyggingu, rekstur og viðhald grasvalla til íþróttaiðkunar. Ráðstefnan verður haldin í Félagsheimili Kópavogs föstudaginn 4. sept. nk. kl. 9.00- 16.00. Á ráðstefnunni verður m.a. fjallað um verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga hvað varðar kostnað við gerð og viðhald íþróttamann- virkja, hlutverk innlendra rannsókna- og menntastofnana, hönnun, uppbyggingu, rekstur og viðhald íþróttagrasvalla og reynslu af eldri völlum. Þátttöku skal tilkynna til KSÍ fyrir 28. ágúst nk. í síma 91-814444. Mannvirkjanefnd KSÍ. Sölusýning á Kjarvalsmálverkum laugardag, sunnudag og mánudag 29.-31. ágúst verður sölusýning á Kjarvalsmálverk- um í Gallerí Borg við Austurvöll. Sýningin verður opin frá kl. 14.00-18.00 þessa þrjá daga. BÖRG Listmunir-Sýningar-Uppboð Pósthússtræti 9, 101 Reykjavík. Sími 24211. P.O. Box 121-1566. Fax 624248. Bar óskasttil leigu Lítill bar eða lítið veitingahús óskast til leigu. Kaup eða aðrir samningar koma til greina. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl., merkt: „Bar - 2320“. Lítið hótel eða gistihús Lítið hótel eða gistihús óskast á leigu. Kaup koma til greina. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl., merkt: „Hótel - 2319“. Vistforeldrar óskast Vistforeldrar óskast á Reykjavíkusvæðinu fyrir 11 ára dreng. Frekari upplýsingar gefur félagsmálastjóri Hafnar í síma 97-81222. íþróttamiðstöðin Asgarður, Garðabæ Nýr 100 fm leikfimisalur með speglum, riml- um og slám hefur verið tekinn í notkun. Tímar lausir til útleigu. Nánari upplýsingar hjá íþrótta- og tóm- stundafulltrúa í síma 658066. Fimleikar Innritun ífimleikadeild Gróttu fer fram mánu- daginn 31. ágúst kl. 16-18 og þriðjudaginn 1. september kl. 13-15 í Gróttuherberginu í íþróttahúsi Seltjarnarness og í síma 611133 á sama tíma. Boðið er upp á: 1. Áhaldafimleika stúlkna 6 ára og eldri. 2. Almenna fimleika stúlkna 10 ára og eldri. 3. Fimleika fyrir stráka og stelpur f. ’87 og '88. 4. Fimleika fyrir drengi 6-9 ára. 5. Kvennaleikfimi. Eldri nemendur eru beðnir að hafa samband á sama tíma. Stjórn fimleikadeildar Gróttu. Heimilislist í Kolaportinu sunnudaginn 13. sept. í Kolaportinu verður sunnudagurinn 13. sept- ember sérstaklega tileinkaður heimilislist og verður þetta í annað skipti sem staðið er fyrir slíkum heimilislistadegi á markaðstorg- inu. Þennan markaðsdag verður fólki sem leggur stund á hverskonar heimilislist, og er þá átt við listir, föndur og handiðju í víð- tækasta skilningi, gefinn kostur á að fá pláss í Kolaportinu á vægu verði til að sýna og selja verk sín. Sérstakur hluti markaðstorgs- ins verður tekinn undir heimilislistadeild, þar sem listafólkið fær pláss í borðmetratali á 900 krónur borðmetrann, en þeir sem þurfa stærra pláss og annars konar aðstöðu geta fengið slíkt í öðrum hlutum Kolaportsins, þar sem verður venjuleg markaðsstarfsemi þennan dag. Vonast er eftir þátttöku víða af landinu í þessum heimilislistadegi, því hópar og ein- staklingar sem fást við alls konar heimilislist eru fjölmargir um land allt og þarna gefst þeim gott tækifæri til að koma framleiðslu sinni á framfæri. Þeir sem áhuga hafa á þátttöku eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Kola- portsins sem fyrst í síma 625030. KCHAPORTIÐ MARKAÐSTORG Keramík - einkakennari Einkakennari óskast til að kenna byrjanda í - keramík. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 5. september merkt: „K - 426“. Menningarsjóður íslands og Finnlands Tilgangur sjóðsins er að efla menningar- tengsl Finnlands og íslands. í því skyni mun sjóðurinn árlega veita ferðastyrki og annan fjárstuðning. Styrkir verða öðru fremur veitt- ir einstaklingum, stuðningur við samtök eða stofnanir kemur einnig til greina ef sérstak- legar stendur á. Umsóknir um styrki úr sjóðnum fyrir árið 1993 skulu sendar stjórn Menningarsjóðs fslands og Finnlands fyrir 30. september nk. Áritun á íslandi: Menntamálaráðuneytið, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Æskilegt er að umsóknir séu ritaðar á sænsku, dönsku, finnsku eða norsku. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Stjórn Menningarsjóðs íslands og Finnlands. Báturtil sölu Til sölu er mb. Friðgeir Björgvinsson RE-400 sem er 20 brl. yfirbyggður stálbátur smíðað- ur 1987 með 340 hestafla Ford-aðalvél, ár- gerð 1990. Báturinn selst með eða án afla- hlutdeilda. Upplýsingar veitir Friðrik J. Arngrímsson hdl. Ingólfsstræti 3, Reykjavík, sími 625654 og fax 616297. Nauðungarsala Byrjun uppboös á eftirtöldum fasteignum verður á skrifstofu embætt- isins á Hafnarbraut 25, Hólmavík, sem hér segir: Bæ I, Kaldrananeshreppi, þinglýst eign Ingólfs Andréssonar, að kröfu Stofnlánadeildar landbúnaðarins og innheimtumanns ríkissjóðs, mið- vikudaginn 2. september 1992, kl. 14.00. M/b Guðrúnu Ottósdóttur ST-5, þinglýst eign Rúnu hf., að kröfu Tryggingastofnunar ríkisins, Almennu málflutningsstofunnar, Búnað- arbanka íslands, miðvikudaginn 2. september 1992, kl. 14.00. Fiskverkunar- og veiðarfærahúsi, Hólmavík, þinglýst eign Hleinars hf., að kröfu Fiskveiðasjóðs fslands, Brunabótafélags (slands og Byggðastofnunar, miðvikudaginn 2. september 1992, kl. 14.00. Geymslu í landi Markhöfða, Bæjarhreppi, þinglýst eign Sveins Guð- mundssonar, að kröfu Húsnæðisstofnunar ríkisins, miðvikudaginn 2. september 1992, kl. 14.00. Markhöfða, Bæjarhreppi, þinglýst eign Sveins Guðmundssonar, að kröfu Húsnæðisstofnunar ríkisins, miðvikudaginn 2. september 1992, kl. 14.00. Skarði, Kaldrananeshreppi, þinglýst eign Þórdísar Loftsdóttur og Baldurs Sigurðssonar, að kröfu Islandsbanka hf., föstudaginn 4. september 1992, kl. 14.00. Sýslumaðurínn á Hólmavik, 24. ágúst 1992, Ríkarður Másson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.