Morgunblaðið - 12.09.1992, Síða 12

Morgunblaðið - 12.09.1992, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1992 TRÓNDUR PATURSSON Myndlist____________ Eiríkur Þorláksson Á sama hátt og við erum oft í hlutverki smáþjóðarinnar í sam- skiptunum við okkar skandinav- ísku frændur, sem fá litlar fregn- ir af menningar- og listalífi hér á landi, eru flestir Islendingar fá- fróðir um listalíf næstu nágranna okkar í Grænlandi og í Færeyjum. Um langt árabii hefur komið út í íslenskum þýðingum nokkuð af bókmenntum Færeyinga, en minna hefur borið á færeyskri myndlist á sýningum hér. Þetta er mjög miður, því að þar er margt forvitnilegt að gerast, eins og glöggt mátti sjá á sýningu ijög- urra færeyskra listakvenna- í Hafnarborg í Hafnarfirði nýlega; nú hefur verið bætt um betur á Kjarvalsstöðum, en þar stendur nú yfir í vesturgangi sýning á nokkrum verkum eftir einn þekkt- asta myndlistarmann Færeyja um þessar mundir, Trónd Patursson. Tróndur er .af þriðju kynslóð færeyskra myndlistarmanna, fæddur 1944, og kynntist mynd- list fyrst um 1960 í myndlistar- skóla, sem nokkrir listamenn ráku um tíma í Þórshöfn. Hann var um tíma við listnám í Kaupmanna- höfn, en það var ekki fyrr en um 1970 sem hann sneri sér í alvöru að listnámi, fyrst í Listiðnaðarskó- lanum í Voss og síðan í Listakade- míunni í Ósló. Hann hélt sína fyrstu einkasýningu í Þórshöfn 1973, og hefur starfað að mynd- list óslitið síðan. Tróndur Patursson stendur föstum fótum í færeyskri sögu og menningarhefð; hann hefur reist sér hús og vinnustofu í Kirkjubæ á Straumey, þar sem fjölskylda hans hefur búið í fimmtán ættl- iði. í námi sínu fékkst hann jöfn- um höndum við málverk og högg- myndir, auk þess að vinna með málma, eins og sést í nokkrum þeirra verka, sem hann hefur unn- ið fyrir stofnanir og fyrirtæki í Færeyjum, t.d. við Tækniskólann í Þórshöfn. Hann hefur verið óhræddur við að takast á við ný efni og nýja tækni, og 1986 kynntist hann glermálun, sem hefur heillað hann mjög hin síðari ár; hann hefur unnið um nokkurra ára skeið að skreytingum fyrir nýja kirkju í Götu, þar sem mál- verk á gler eru þungamiðjan. I glerverkunum fyrir kirkju- skreytinguna rísa m.a. persónur Krists og Maríu Magdalenu upp úr tjáningarríku litaspili, þar sem náttúruöflin virðast hinn ráðandi þáttur, með þeim miklu sveiflum lita og flæðis, sem stendur alltaf nærri eyjabúum, sem mega lifa í sátt við óblíða náttúru. Að frátöld- um þessum verkum er myndlist listamannsins að mestu óhlut- bundin, þó að vissulega megi greina þar áhrif náttúruaflanna, einkum í litavali sem tengir hana ' við hafið. Á sýningunni í vesturgangi Kjarvalsstaða getur að líta viða- mikil málverk á gler, og nokkrar vatnslitamyndir sem tengjast and- rúmslofti ákveðinna árstíða. Lita- flæðið í vatnslitunum er einkar sterkt, og ber vott um góða tilfinn- ingu listamannsins fyrir gildi lita og jafnvægis þeirra í millum. Einkum má benda á myndirnar „Haustmynd 1“ og „Páskasól 11“ í þessu sambandi. Það eru þó glerverkin, sem Tróndur Patursson: María Magdalena. Glermálverk, hluti af skreytingu kirkjunnar í Götu. draga mest að sér athyglina. Verkið „Hádýpi“ (1991) er sett saman úr tíu flekum, sem hver um sig er settur saman úr stórum glerplötum. Tæknilega hliðin á gerð verka af þessu tagi er án efa flókin og vandasöm, þannig að lít- ið má út af bregða til að allt fari í vaskinn; en það er hið mikla lita- flæði og dýpt litanna sem grípur augað. Hinir dökku og bláu litir í þessu verki vísa til hafsins, sem vissulega er undirstaða alls lífs ; Færeyjum jafnt sem á íslandi. I „Norræn Myrology" (1992) krauma ríkulegri litir undir, þann- ig að heildarsvipurinn verður afar sterkur, og staðsetningin nýtir dagsbirtuna einnig afar vel. I tengslum við sýninguna liggur frammi ágætlega gerð og afar fróðleg bók um listamanninn, auk þess sem kort með myndum af fleiri verkum hans eru einnig fá- anleg. Þar sem sýningin sjálf er smá að vöxtum, gefa þessi gögn listunnendum gott tækifæri til að kynnast listamanninum og verk- um hans betur, og er slíkt til fyrir- myndar varðandi erlendar sýning- ar af þessu tagi. Sýningunni á verkum Trónds Paturssonar í vesturgangi Kjarv- jlsstaða lýkur sunnudaginn 13. september. Bölsýni og gagnrýni Caput-tónleikar Bókmenntir Skafti Þ. Halldórsson Sigurður Á. Friðþjófsson: Krossgötur. Ljóð. Sáfi. Hafnar- firði. 1992. í titilljóði ljóðabókar sinnar, Krossgötum, yrkir Sigurður Á. Frið- þjófsson um óvissu tímans. Á kross- götum eigin slóða veit ljóðmælandi ekki í hvaða átt skal haldið enda stefna þær allar burt í eina átt „inn í sjálfan mig / þar sem ég hverf / á flótta / undan sjálfum mér“. Raun- ar er sú innhverfa vegferð sem þama er vikið að fyrirferðarlítill þáttur í skáldskap Sigurðar og mik- ill hluti hans í einkennilega miklu ósamræmi við það fyrirheit sem gefið er í þessu ljóði. Þannig eru mörg kvæði fyrri hluta bókarinnar býsna skorinorð ljóð, heimsósómakvæði, sem ein- kennast af siðferðilegri og þjóðfé- Ertu í bílahugleiðingum? Ódýr, rúmgóður fjölskyldubíll á góðu verði. Eins og aðrir Lada bílarhefur Lada Safir reynst afbragðsvel hér á landi, enda kraftmikill og sterkur. Veldu þann kost, sem kostar minna! Bifmífarcfj ianftínin»ðarv4tar hf, Ármúta 13, SuðurtmHkbrmtt 14, Sími681200. lagslegri gagnrýni. í síðari hluta bókarinnar eru kvæðin þó ögn sjálf- hverfari eins og þau séu sum hver tilraun til uppgjörs við óvissuna enda þótt niðurstöðurnar séu dálítið óljósar. Einnig er þar að finna ljóð- rænni streng. Sigurður. setur sig stundum í heimspekilegar stellingar. Oft er það bölsýnn vandlætari sem talar: „Margur á um sárt að binda / Það eru hörmungartímar. / Myrkravöld við stjóm“, segir í einu kvæðanna og stundum umhverfist bölsýnin í einhvers konar nihilisma: líf okkar tilgangslaus uppreisn gegn dauðanum Sum kvæði Sigurðar eru ágæt- lega ort. Þau em heilsteypt og bygg- ing þeirra markviss. Efni þeirra og efnistök minna um margt á ljóð skálda á áttunda áratuginum, bæði norrænna og ekki síður íslenskra. Það er í senn styrkleiki og veikleiki ljóðanna. Nokkuð skortir fyrir bragðið á ferskleika viðfangsefn- anna. Skáldskapurinn telst varla framlegur. Auk þess finnst mér að í ljóð Sigurðar skorti þann ljóðræna tón og þá meðvituðu glímu við ljóð- málið sem einkenndi ljóð ýmissa bestu ungskálda tímabilsins, t.a.m. þeirra Einars Más Guðmundssonar og Birgis Svans Símonarssonar. Ljóðrænu • kvæðin í þessari bók ganga þar að auki einhvem veginn ekki upp og virka sundurlaus, t.a.m. kvæðið Dagrenning. Það er nú raunar svo að frum- leiki getur varla talist einn mikil- vægasti mælikvarðinn á gæði skáld- skapar þótt því sé gjarnan haldið fram. í það minnsta fæ ég ekki betur séð en það hái einu besta kvæði þessarar bókar, Lesenda- Sigurður Á. Friðþjófsson bréfi, lítt þótt það minni mjög að efni og formi til á þekkt kvæði Njarðar P. Njarðvík, Barn í Bíafra. Bæði fjalla kvæðin um hluttekning- arleysi sjónvarpsáhorfenda and- spænis hörmungum heimsins. „End- ursýnið deyjandi börn!“ segir í kvæði Sigurðar og athyglinni er beint á ofurraunsæjan hátt að flugum sem reyna að þrengja sér inn í augu sveltandi barns: Endursýnið flugurnar sem skríða út úr augum okkar stækkið þær þúsundfalt svo þær sprengi utan af sér sjón- varp- ið Krossgötur er önnur ljóðabók höfundar. Hún er 39 blaðsíður að lengd og í henni eru 23 kvæði. Hún er í kiljuformi og frágangur bókar- innar góður. Tónlist Jón Ásgeirsson Caput-hópurinn stóð fyrir fimmtu tónleikunum á UNM-hátíðinni sl. fimmtudagskvöld og vora þessir kemmerhljómsveitartónleikar haldn- ir í Langholtskirkju. Á efnisskránni voru verk eftir Tuomas Kantilinen frá Finnlandi, Tomas Friberg frá Svíþjóð, Jesper Koch frá Danmörku, Atla Ingólfsson frá íslandi og Jon Öivind Ness frá Noregi, sannkallað „fimm þjóða“ norrænt samstarf. Stjórnandi var Guðmundur ÓIi Gunn- arsson. Big Gestures for a small Orchestra eftir Tuomas Kantilinen var fyrst á efnisskránni og stjórnaði höfundur flutningi verksins, sem er samið fyr- ir sex strengi, flautu, óbó, tvö klari- nett, horn, trompett, básúnu, píanó og þrískipað slagverk. Þetta er vel unnið vek, þar sem mikið er um nákvæmlega útskrifað „kaótískt" samspil, oftlega í tengslum við liggj- andi bassa (orgelpunkt) en í gegnum þennan þykka tónvef „gægðust" ein- staka raddir, fluttar t.d. af óbói, flautu og fiðlu. Seja má að nafnið bendi til mikils umstangs hjá hljóð- færanum en eigi ekki við látæði stjómandans, sem var mjög hófstillt. Excurtions eftir Niels Martinsen var næst á efnisskránni og er það samið fyrir fimm strengi og fimm blásara. Samkvæmt efnisskrá notar höfundurinn fjóra mismunandi hraða, sem tengjast hver sínum eigin tónvef og stefefni og líkir verkinu við „könnunarferð í skemmtigarði, þar sem í boði eru a.m.k. fjögur skemmtiatriði". Þessi fjölvirkni kom ágætlega út og var þarna um sam- spil á milli byggingar verksins og reynslu hlustandans, sem er ekki mjög algengt í nútímaverkum. Tyger! Tyger! þeitir söngverk eftir Tomas Friberg. Það er samið fyrir tvo strengi, tvo tréblásara, píanó, og slagverk, en auk þess slær söngvar- inn stóru trommuna og í borðplötu, en hann á að „túlka mann sem er við það að verða geðveikur". Verkið, sem er nokkuð en ekki mjög „klikk- að“, var ágætlega sungið af Sören Mulvad Johansen. Ice-breking eftir Jesper Koch er samið fyrir tvær harmonikkur og slagvek. Þetta var á margan hátt skemmtilegt verk og víst er að harm- onikkan getur verið blæbrigðaríkt hljóðfæri og.var margt vel gert í samspili þeirra við slagverkið. Le pas, les pentes heitir verk Atla Ingólfssonar og er samið fyrir fimm strengi, flautu, klarinett og píanó. Tónhugmyndirnar eru unnar úr stuttum tónmyndum. Undir það síð- asta varð samskipan þeirra hrynrænt samstæðari en í upphafi verksins. Verkið er vel unnið og var frábær- lega vel leikið., Lokaverk tónleikanna heitir CIS — TRANSS og er eftir Jon Öivind Ness. Meginhluti verksins er þétt unnin tónklasi með „kaótískri" áferð, rism- ikið verk og vel unnið. Höfundurinn segist hafa forðast stöðugleikann, því hann sé oftast í reynd stöðnun. Hvað snertir vinnuaðferðir er mikil stöðnun í verki Ness. Ungum lista- mönnum hættir oft til að setja sama- semmerki á milli nýlegrar reynslu sinnar og þess sem kalla mætti nýtt og framlegt. Það sem þeir eru að kanna og kynnast í fyrstá sinn, er oftast gamalt, þó sjálfum finnist þeim það sé nýjung og eitthvað spennandi. Það er nefnilega fátt nýtt undir gömlu sólinni okkar. Flytjendur, sem flestir voru ís- lenskir, stóðu sig vel og var flutning- urinn í heild mjög góður, undir ör- uggri stjórn Guðmundar Óla Gunn- arssonar og Tuomasar Kantilinen. Úr söngbók séra Friðriks Hljómdiskur Oddur Björnsson Nú tindra stjörnur. Magnús Baldvinsson syngur við undirleik Olafs Vignis Alberts- sonar. Þessi hljómdiskur með mörgum söngvum séra Friðriks (17 talsins — lögin efitr ýmsa höfunda) er gefinn út af KFUM — m.a. til styrktar byggingu aðalstöðva KFUM og K við Holtsveg. F’lytjend- ur söngvanna eru Magnús Bald- vinsson bass-bariton, einn okkar ungu óperusöngvara sem eru að gera garðinn frægan útum um allt (Magnús syngur við óperuna í San Francisco), og Ólafur Vignir Al- bertsson, sem óþarft er að kynna. Vafalaust er fengur að þessum hljómdiski fyrir þá sem eiga minn- ingar úr KFUM og K og einnig fyrir hina fjölmörgu sem minnast séra Friðriks með hlýhug og virð- ingu, en þekkja minna til trúar- legra söngva hans sem sjaldan heyrast utan KFUM. Magnús Baldvinsson er auðvitað ágætur söngvari, þótt vart verði ráðið af þessum flutningi hversu ágætur hann er. Hitt get ég tekið undir að söngurinn er látlaus og án allrar tilgerðar og sú einlægni hæfír vissulega söngvum af þ'essu tagi. Auðvitað er þetta nokkuð ein- hæft prógram, enda engin nauðsyn að hlusta á alla söngvana í einni lotu. Engu að síður er mikill fengur að því að hafa svo stórt safn af söngvum séra Friðriks á einum stað í vönduðum flutningi, aðgengilegt hvetjum og einum. Ekki spillir fyr- ir að hægt er að styrkja gott mál- efni með því að kaupa þennan disk, sem mætti skipa sess við hliðina á sögum, þýðingum og ritum séra Friðriks — til að gefa betri mynd af þessum hlýja og fjölgáfaða trúarleiðtoga, sem drakk sterkara te og reykti sterkári vindla en nokkur annar íslendingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.