Morgunblaðið - 12.09.1992, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1992
13
Möguleik
húsið í
leikferð
MOGULEIKHUSIÐ er um þess-
ar mundir að leggja af stað í
leikferð um landið með barnale-
iksýninguna Tvö möguleg ævin-
týri (og ekkert ómögulegt). Sýn-
ingin er unnin upp úr tveimur
ævintýrum sem Möguleikhúsið
sýndi sl. vetur, Grími og galdra-
manninum og Fríðu fitubollu.
Tvö möguleg ævintýri eru ætluð
börnum á aldrinum 2-10 ára og
eru um ein og hálf klukkustund í
flutningi.
Möguleikhúsið er atvinnuleik-
hópur sem starfað hefur í rúm tvö
ár og einskorðað sig við sýningar
á barnaefni, sem að mestu leyti
hefur verið samið og unnið í sam-
vinnu leikaranna, sem að leikhús-
inu standa. Þeir eru Alda Arnar-
dóttir, Bjarni Ingvarsson, Pétur
Eggerz og Stefán Sturla Sigur-
jónsson. Möguleikhúsið hefur
komið fram á dagvistar- og skóla-
dagheimilum, útiskemmtunum og
við önnur tækifæri og unnið leik-
þætti fyrir sjónvarp.
Pétur Eggerz veitir nánari upp-
lýsingar og hjá honum er hægt-
að panta sýningar.
(Fréttatilkynning)
_____________Brids_________________
Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Visa-Bikarkeppni BSÍ 1992
Frestur til að spila þriðju umferð
Visa-bikarkeppninnar rennur út 14.
september nk. í þriðju umferð eru 8
leikir og úrslit þriggja hafa borist til
skrifstofu BSÍ.
Sveit Eiríks Hjaltasonar, Reykja-
vík, spilað við sveit Guðmundar
Eiríkssonar, Reykjavík, og vann sveit
Eiríks þann leik með 95 IMPum gegn
85.
Sveit Gísla Hafliðasonar, Reykja-
vík, spilað við sveit Málningarþjón-
ustu Selfoss og vann sveit Gísla þann
leik örugglega með 186 IMPum gegn
48.
Sveit Tryggva Gunnarssonar,
Akureyri, kom til Reykjavíkur og spil-
aði við sveit Guðlaugs Sveinssonar,
Reykjavík, og vann sveit Tryggva
þann leik með 23 IMPa mun.
Sveit VÍB, Reykjavík, spilar við
sveit Raftogs, Reykjavík, nk. sunnu-
dag í Sigtúni 9 og sveit Suður-
landsvideó fór að Skógum sl. föstudag
og spilaði við sveit Stefaníu Skarphéð-
insdóttur. Dregið verður í fjórðu um-
ferð Visa-bikarkeppninnar nk. þriðju-
dag, 15. september.
Bridsfélag Kópavogs
Sl. fimmtudag hófst vetrarstarfið
hjá BK. 17 pör mættu til leiks og var
spilaður Mitehell.
Urslit:
Austur/vestur:
Þórður Björnsson - Birgir Öm Steingrímsson 254
Sigurður Siguijónsson — Júlíus Snorrason 231
RagnarBjömsson-ÁrmannJ.Lárusson 229
Norður/suður:
Jón Steinar Ingólfsson - Sigurður ívarsson 263
Jón Andrésson-HaukurHannesson 254
Gunnar B. Kjartansson - Valdimar Sveinsson 254
Næstkomandi fimmtudag hefst
þriggja kvöld hausttvímenningur.
Bridsfélag Breiðholts
Spilamennska hjá Bridsfélagi Breið-
holts byijar í haust þriðjudaginn 15.
september á eins kvöids tvímenningi.
22. september verður einnig spilaður
eins kvölds tvímenningur, en þann 29.
september hefst þriggja kvölda
hausttvímenningur. Eins og fyrr er
spilað í Gerðubergi, keppnisstjóri er
Hermann Lárusson. Spilamennska
hefst kl. 19.30. Allir velkomnir.
Bridsfélag kvenna
Vetrarstarfið hefst mánudaginn 14.
september með aðalfundi og léttri
spilamennsku á eftir. Spilað er í húsi
Bridssambandsins í Sigtúni kl. 19.30
á mánudögum. Keppnisstjóri í vetur
vérður Júlíus Snorrason.
■■■■■■
■■■■■■■■■■■■■■■i
Nýtt símanúmer og faxnúmer TNT á íslandi
Simi: 637300
Fax: 637309
Qd
■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ i
Express Worldwide
Suðurlandsbraut 26,108 Reykjavík
Sími: 637300, Fax:637309.
■■■■■■■■i
i ■■■■■■ ■"
Einn af leikurum Möguleikhússins i einu hlutverka sinna.
Ný spennandi vörusending komin í hús:
Eftirsóknarvert
fyrir fólk sem kann
ffott að meta
Nú vcrú ur opið aiia helgina þ ví
Habitat-húsið hefur fengið þrjár
glæsilegar sendingar af nýjum
vörurn frá London og vídar.
Vandað ar og spennandi vörur
sem fást aöeins í Habitat.
S----T—-----—---' ' T-V,
=foSií/
Viðskiptavinir athugiðI
Nýr glæsilegur Habitat
myndalisti er væntanlegur
innan örfárra dagal
Vörur sem bera þetta
merki eru á sérstöku
tilboði. Allt mjög
vandaðar vörur
sem vert er að athugal
Næg bílastæöi á BergstöOum
- — - (bilageymsluhús) á horni Skóla-
BILASTÆÐ I vörðustígs og Bergstaðastrætis.
Verið velkomin í
habitat
a
u s
LAUGAVEGI 13 - SiMI (91) 625870
Míissið ekki af gtæsiiegri sendíngu!
Opið í dag iaugardag frá kl. 10.00 - 16.00
á morgun sunnudag frá kl. 13.00 - 16.00!
AUGLÝSINGASTOFA BRYNJARS RAGN/