Morgunblaðið - 12.09.1992, Page 14

Morgunblaðið - 12.09.1992, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1992 Geysileg aukning í starfsemi getrauna á íslandi Fyrsti vinningur í Eurotips getur gefið 50 milljónir króna SALA er hafin á fyrsta seðli nýrrar knattspyrnugetraunar, Eurotips. Að Eurotips standa fjórar þjóðir, Austurríkismenn, Danir, Svíar og Islendingar. Aætlað er að 1. vinningur verði á bilinu 30-50 miiyónir og er því til mikils að vinna. A get- raunaseðlinum eru 14 leikir, einum fleiri en á hinum viku- lega seðli Islendinga og Svía. Möguleikinn á að fá 14 leiki rétta er einn á móti 4,782.969 og því eru miklir möguleikar að einn tippari hreppi þann stóra. A fyrsta seðli Eurotips eru leikir í Evrópukeppninni, sem fram fara miðvikudaginn 16. september. Þar á meðal er leikur Víkings og ZSKA Moskvu og er þetta í fyrsta skipti sem íslenzkt lið er á seðli í alþjóðlegum getraunum. Undirbúningur að Eurotips hófst í fyrravor. Fyrrnefndar fjór- ar þjóðir hafa frá upphafi staðið að undirbúningnum. Þær eru tæknivæddastar á sviði getrauna en beinlínutengt sölukerfi er for- senda þátttöku í getraunum Eu- rotips. Mikill áhuga er í mörgum öðrum Evrópulöndum á því að koma inn í Eurotips og fyrir ligg- ur að Þýzkaland og Sviss komi inn í samstarfið strax næsta haust. Noregur og Finnland eru einnig að undirbúa þátttöku og eftir nokkur á verða væntanlega flest- ar Evrópuþjóðimar með. Fjórir seðlar verða gefnir út í Eurotips í haust og verða ein- göngu Evópuleikir á þeim. Þess er að vænta að fyrstu árin verði eingöngu Evrópuleikir og jafnvel landsleikir á seðlum Eurotips en hugmyndir eru uppi um að stofna Evrópudeild, sem spiluð yrði í miðri viku, og verða leikir hennar þá væntanlega notaðir. Helgar- leikir koma ekki til greina á seðla Eurotips. íslendingar í fararbroddi í tæknimálum Sem fyrr segir er beinlínutengt söiukerfí forsenda fyrir þátttöku í Eurotips. íslenzkar getraunir hafa frá upphafí verið í farar- broddi í tæknimálum. Er nú svo komið að hin erlendu getraunafyr- irtæki hafa ísland sem fyrirmynd Um 100 blaðamenn voru viðstaddir í Vínarborg nýlega þegar Eurotips var-kynnt. -■ Sigurður Baldursson fram- kvæmdastjóri íslenzkra get- rauna. í þessum efnum. Að sögn Sigurð- ar Baldurssonar framkvæmda- stjóra íslenzkra getrauna má rekja það til stofnunar íslenzka lottósins, sem byijaði í nóvember 1986. „Lottóið tók strax mikil viðskipti frá getraununum," segir Sigurður. „Við settumst niður til að skoða stöðuna og sáum að til þess að geta lifað af samkeppnina þyrftum við að hafa sams konar kerfi og lottóið. Niðurstaðan varð sú að gera samstarfssamning við lottóið um að selja getraunaseðla í lottókössunum. Það var svo í nóvember 1988 að sala hófst í gegnum beinlínutengda kassa lottósins og urðum við þar með fyrsta þjóðin í heiminum sem tók upp beinlínutengda sölu getrauna- seðla.“ 125 aðilar tengdir beint við Getraunir Fleiri þjóðir hafa síðan fylgt í kjölfarið, t.d. allar Norðurlanda- þjóðirnar. Þær hafa allar notað gamla kerfið samhliða en hér á landi var það lagt niður um leið og beinlínkerfíð var tekið í notk- un. Nýja kerfíð var mikið framfa- raspor fyrir alla aðila. Tipparar á landsbyggðinni geta tippað fram að lokun sölukassanna á laugar- dögum en þurftu áður að skila seðlunum á miðvikudögum. ís- lenzkar getraunir hafa síðan þró- að tölvukerfí sitt og núna eru 125 aðilar tengdir fyrirtækinu beint. Eru það helstu tipparar landsins, 25 íþróttafélög og 100 einstakl- ingar og hópar. Þessir aðilar tippa á PC-tölvur og senda raðirnar beint inn í tölvu íslenzkra get- rauna. Til þess að tengjast þannig beint inn í kerfið þurfa menn að eiga tölvu og mótald. íslenzkar getraunir útvega mönnum forrit. Fyrirtækið gerir síðan samning við viðkomandi aðila og hann fær aðgang að kerfinu þegar greiðsla hefur verið tryggð í gegnum greiðslukortafyrirtækin. Auk þess geta viðskiptavinirnir fengið margvíslegar upplýsingar hjá tölvu Getrauna, t.d. er þar að finna öll úrslit í ensku knattspyrn- unni frá árinu 1979 til dagsins í dag. Miklir tekjumöguleikar fyrir íþróttafélögin Sigurður Baldursson segir að það hafi virkað sem vítamín- sprauta á getraunastarfíð þegar beinlínukerfið var tekið upp. „En sá galli fylgdi gjöf Njarðar að samskiptin við íþróttafélögin urðu miklu minni en áður. En eftir að félögin tengdust okkur beint í gegnum PC-tölvur sínar hafa samskiptin orðið meiri og betri. Og það er stefna okkar að stækka þennan hóp. Það er enda til mik- ils að vinna fyrir íþróttafélögin og er Golfklúbbur Akureyrar bezta dæmið um það. Klúbburinn skuldaði mikla peninga og for- ráðamenn hans sáu fram á að erfítt yrði að afla peninga hjá atvinnulífinu, því þar var allt á niðurleið. Þeir settust því niður og hugsuðu sitt ráð. Niðurstaðan var að hóa saman hópi manna til þess að taka þátt í getraunum. Þeir byrjuðu á fullu um síðustu áramót og þetta hefur gengið svo vel hjá þeim að í maí fékk GA t.d 1269 þúsund krónur í áheit og sölulaun. Nýlega var GA með 80 þúsund raðir eina vikuna sem var 18% af heildarsölu í landinu. Sölu- laun og áheit voru 225 þúsund þá viku. Forrráðamenn klúbbsins sjá fram á að hann verði skuld- laus orðinn eftir rúmlega tvö ár ef þeim tekst að halda áfram af sama kraftinum." Sigurður segir að nokkur íþróttafélög fjármagni mikinn hluta starfsins með get- raunasölu. Þannig fengu Fram og Fylkir 4,3 milljónir hvort félag frá Getraunum á síðasta starfsári. „Við viljum fá fleiri félög í hópinn því þetta er borðliggjandi tekju- lind fyrir þau,“ segir Sigurður Baldursson. Hann nefnir sem dæmi að eftir að samstarf hófst við Svía um helgargetraunir hafi ársvelta Getrauna aukist úr 125 milljónum í 343 milljónir og greiðslur til íþróttafélaganna hækkað úr 14 í 70 milljónir króna. íslendingar getspakir „Á síðasta starfsári fengu ís- lenzkir tipparar 205 milljónir í vinninga sem er 47 milljónum meira en þeir settu í pottinn. Þetta sýnir einfaldlega að við erum betri tipparar en Svíar. Það góða við getraunirnar er að hver röð á sama möguleika hvort sem hún er keypt á Stokkseyri eða í Stokk- hólmi." Sigurður segir að það hafi komið á óvart hve tölvuvaldir seðlar hafi gefið góða vinninga. Hann segir að tölfræðin segi að 1-2 mjög stórir vinningar, allt að 30 milljónir, komi árlega á tölvu- valda seðla á íslandi, auk annara stórra vinninga. Hann nefnir sem dæmi að í febrúar hafí 80 ára •gamall maður fengið 10,3 milljón- ir í gegnum tölvuval á miða sem hann borgaði 500 krónur fyrir. Sem fyrr segir er sala hafin á fyrsta seðli Eurotips. Hver röð kostar 20 krónur. Sölustöðum verður lokað kl. 12 miðvikudaginn 16. september kl. 12. FÖstudaginn 18. september verður byrjað að borga út vinninga og auðvitað vona allir að heppinn Islendingur labbi þá inn á skrifstofur ís- lenzkra getrauna og taki við 50 milljón króna ávísun. -SS Golfklúbbur Akureyrar Um 5 milljónir kr. í tekjur af sölu getraunaseðla á tæpu ári TÆPT ÁR er frá því Goifklúbbur Akureyrar hóf sölu getrauna- seðla, en á þeim tíma hefur klúbburinn haft tæplega 5 milljónir króna í tekjur vegna sölunnar, sem þýðir að getraunaseðlar hafa á þessu tímabili verið seldir fyrir um 20 milljónir króna. Yinning- ar hafa á þessum tíma farið vel yfir 20 milljónir króna. Síðasta vetur voru þátttakendur í getraunaleiknum um 200 talsins. Smári Garðarsson vallarstjóri hjá Golfklúbbi Akureyrar hefur umsjón með getraunaleiknum fyr- ir hönd klúbbsins og sagði hann að upphafíð mætti rekja til þess að hann og David Barnwell golf- kennari hefðu tekið sig saman og giskað með misjöfnum árangri. I nóvember á síðasta ári hefðu þeir óvænt fengið 11 rétta í tölvuvali og upp úr því hefði áhuginn auk- ist og þeir reynt að fá fleiri til liðs við sig. „Ég hafði lengi rennt hýru auga til þess að fá kassa hingað uppeftir, maður sá tekj- urnar sem sum félögin, eins og t.d. Fylkir, voru að fá vegna get- raunasölu, en þessi tekjuöflunar- íeið hafði verið illa nýtt á Akur- eyri, við vorum lægst yfir landið hvað þátttöku varðar,“ sagði Smári. Eftir að Svíar bættust í hópinn síðasta haust sagði Smári að menn hefðu séð hvaða peninga- upphæðir um væri að ræða í pott- inum og um 10 manns í kringum golfklúbbinn hefðu þá tekið þátt í getraununum. „Fyrsta tólfan kom á aðfangadagsmorgun, þannig að þetta byijað ágætlega hjá okkur,“ sagði Smári. I desem- ber í fyrra hafði Golfklúbbur Ak- ureyrar um 18 þúsund krónur í tekjur vegna getraunasölunnar og komst þá skyndilega á blað yfír söluhæstu aðila, en reyndar ná- lægt þrítugasta sæti. „Við settum okkur það markmið að komast á topp tíu og það tókst í febrúar þegar við seldum 18 þúsund rað- ir. Síðan höfum við verið að setja okkur ný markmið og í maí vorum við í fyrsta sæti, enda settum við sölumet í þeim mánuði." Stóri vinningurinn kom í febr- úar, þegar golfklúbbsfélagar fengu 10,6 milljónir króna í vinn- ing, en þá voru 50 hlutar í pottin- um. „Þetta er sterkasta fjáröflunar- leið okkar núna, en þar fyrir utan er heilmikið félagslíf í kringum þetta, fólk kemur hingað og spjall- ar og þá höfum við nokkrir félag- Morgunblaðið/Rúnar Þór Smári Garðarsson við tölvu Golfklúbbs Akureyrar. ar fest kaup á afruglara og korti tii að geta fylgst með leikjum á Sky sjónvarpsstöðinni. Við erum alltaf með glóðvolgar fréttir úr enska boltanum og fólki virðist líka það vel. Það verður örugglega mikið um að vera hjá okkur í vetur og við vonust til að sjá sem mest af fólki hjá okkur, en það má geta þess að það eru ekki bara Akureyringar sem tippa hér heldur fólk af öllu landinu, við erum með einn í Noregi og annan í Englandi sem eru með okkur í þessu og þá hafa sjómenn líka sóst nokkuð eftir að taka þátt. Það er mikil spenna í kringum getraunirnar og ævilega líf og fjör í kringum þetta allt saman,“ sagði Smári. \

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.