Morgunblaðið - 12.09.1992, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1992
15
Tvíeggjuð arfleifð
eftir Gunnlaug
Þórðarson
Mikið hefur verið ritað um EES-
samninginn og er að vonum, því
efnið er slíkt og mikið í húfi. Flest
mál eru þannig að erfitt er að átta
sig á öllum aðstæðum. Þá er sjálf-
sagt að leita ráða hjá sérfræðing-
um, en alþingismenn og ráðherrar
eiga öðrum fremur tækifæri til
þess. Oft greinir sérfræðingana á,
því.jafnvel þeir geta ekki séð allar
hliðar máls. í því sambandi má
minnast þess hve spár eða áætlan-
ir hagfræðinga geta brugðist illa.
í máli sem EES, verða þingmenn
að meira eða minna leyti að renna
blint í sjóinn um sum atriði málsins.
Megintilgangur með EES-samn-
ingum er að styrkja tengsl okkar
við Ves.turlönd og freista þess að
ná sem bestum kjörum í viðskiptum
okkar við þau.
Ástæðulaus uggur
Á árinu 1946 samþykkti Alþingi
Sáttmála hinna Sameinuðu þjóða.
í 94. gr. hans segir orðrétt: „Sér-
hver meðlimur hinna Sameinuðu
þjóða skuidbindur sig tii að hlíta
úrskurði Alþjóðadómstólsins i
hverju því máli, sem hann er aðili
að.“
Þegar Alþingi með þingsályktun
viðurkenndi lögsögu Mannréttinda-
dómstóls Evrópu 1954 datt engum
í hug að verið væri að brjóta stjórn-
arskrá lýðveldisins með þeirri sam-
þykkt, enda var það ekki. Mann-
réttindadómstóllinn hefur ekki
dómssögu að íslensku lögum, en
hefur þýðingu að alþjóðalögum og
þótt hann sé ekki skuldbindandi
gagnvart íslenskum stjórnvöldum
hefur þeim þótt rétt að taka tillit
til hans. Aðfinnslur Mannréttinda-
dómstólsins í tveimur málum hafa
verið teknar til greina og vegna
þeirra hafa verið gerðar breytingar
á réttarkerfinu, sem gengu í gildi
fyrir skömmu. Dómstóllinn er á
sinn hátt aðhald gagnvart Hæsta-
rétti íslands.
Hitt má vera ljóst að ef sá dóm-
stóll legði einhveijar kvaðir á okk-
ur, sem andstæðar væru þjóðarhag,
dytti engum stjórnmálaflokkanna í
hug að samþykkja þær og myndu
neita að framfylgja úrskurði dóms-
ins, sem yrði þannig í reynd mark-
laus. Með slíkri framkomu kynni
álit íslenskra stjórnvalda að bíða
stundarhnekki, en slíku höfum við
þegar orðið fyrir.
Fátt er með öllu illt
Gamalt máltæki segir að fátt sé
svo með öllu illt, að ekki boði nokk-
uð gott. Þetta sannaðist í landhelg-
isdeilu íslendinga við Breta og
Vestur-Þjóðveija vegna útfærslu
landhelginnar í 50 sjómílur, á árun-
um 1971-1972. Þá þótti mér skylt
að benda á í nokkrum blaðagrein-
„í ljósi þess er segir hér
að framan um hvernig
íslensk stjórnvöld hafa
sniðgengið Alþjóða-
dómstólinn í Haag, má
telja víst að þau myndu
tæpast samþykkja nein-
ar íþyngjandi ráðstaf-
anir af hálfu EES gagn-
vart íslensku þjóðinni.
Lokaorðið verður ævin-
lega í höndum Alþingis
og Hæstaréttar ís-
lands.“
um hér í blaði („Með lögum skal
heim byggja", 3. okt. 1972 o.fl.)
að okkur bæri að standa við skuld-
bindingar okkar samkvæmt 94. gr.
sáttmála Sameinuðu þjóðanna og
leggja deiluna fyrir Álþjóðadóm-
stólinn í Haag. Ég taldi og tel það
bera vott um ástæðulausa vantrú
á málstað okkar ef við treystumst
ekki til að leggja málið fyrir Al-
þjóðadómstólinn og kysum heldur
að bijóta gegn sáttmálanum og
alþjóðalögum. Hætt væri að við
íslendingar yrðum minntir á þá
alþjóðlegu hneisu, sem í því felst,
um ókomna tíma.
Afstaða íslenskra stjórnvalda
Gunnlaugnr Þórðarson
varð allt önnur. Undir forustu þá-
verandi forsætisráðherra, Ólafs
Jóhannessonar, og án mótmæla frá
öðrum en mér var ákveðið að virða
alþjóðadómstólinn að vettugi. ólaf-
ur Jóhannesson forsætisráðherra
afsakaði þessa ákvörðun sína með
mörgum orðum á Alþingi íslend-
inga, m.a. með þessum orðum:
„Mestu ræður þó, að hér er um
þess konar lífshagsmunamái ís-
lensku þjóðarinnar að tefia, tiiveru-
rétt hennar, má segja, að hún get-
ur ekki sætt sig við að fela öðrum,
hvorki öðrum ríkjum né alþjóða-
stofnunum, ■ ákvörðunarvald um
það“. (Alþt. 1971, D. 25.)
Reyndar hafði Ólafur Jóhannes-
son áratug áður haldið því fram
„að smáþjóð verður að varast að
ganga svo langt að hún geti ekki
alitaf að verið við því búin að
ieggja mál sín undir úriausn aI-
þjóðadómstóls ... sannleikurinn
er sá, að smáþjóð á ekki annars
staðar frekara skjóls að vænta
en hjá ... alþjóðastofnunum".
(Alþt. 1960, C. 738.)
I þessu birtist tvíeggjuð arfleifð
okkar, annars vegar virðing fyrir
lögum, sem stofnun elstu lög-
gjafarsamkundunnar ber vott um,
og hins vegar hugarfar hins fijáls-
borna landnámsmanns, sem ekki
vildi lúta æðra valdi.
Því skal skotið hér inn í að stór-
veldin hafa ekki hikað við að
hundsa alþjóðadómstólinn, t.d.
Frakkar, en með þeim fæddist
hugmyndin um þrískiptingu
valds.
Segja má, að sú ákvörðun að
synja dómsögu alþjóðadómstóls
komi okkur í haginn nú, því með
þeirri afstöðu hafa íslensk stjórn-
völd sýnt afstöðu sína þegar mik-
ið er í húfí og þar með að æðsta
dómstigið verður ávallt í höndum
íslensku þjóðarinnar og verði ekki
framselt úr landi. Þetta var hið
góða við hina fráleitu ákvörðun
og er kunnugt öllum erlendum
stjórnvöldum.
Með EES-samningi er EES-
dómstólnum veitt lögsaga í þröng-
um málaflokki. Slík ágreinings-
mál eru venjulega leyst með milli-
ríkjagerðardómi, en málsmeðferð-
in virðist nú einfölduð með ákvæð-
um samningsins.
í ljósi þess er segir hér að fram-
an um hvernig íslensk stjómvöld
hafa sniðgengið Alþjóðadómstól-
inn í Haag má telja víst að þau
myndu tæpast samþykkja neinar
íþyngjandi ráðstafanir af hálfu
ÉES gagnvart íslensku þjóðinni.
Lokaorðið verður ævinlega í hönd-
um Alþingis og Hæstaréttar ís-
lands.
Ungt fólk með hlutverk
Eru samtökin ennþá starfandi?
eftir Eirnýju
Asgeirsdóttur
Þessari spurningu hefur nokkr-
um sinnum verið beint til okkar sem
störfum með Ungu fólki með hlut-
verk og ástæðan fyrir henni er
eflaust sú að nokkuð hljótt hefur
verið um samtökin og þá sérstak-
lega hér á Reykjavíkursvæðinu. Á
sama tíma hefur mikil umræða ver-
ið í þjóðfélaginu um trúmál og krist-
in trúfélög. Samtökin Ungt fólk
með hlutverk hafa á einhver hátt
orðið útundan í þeirri umræðu og
halda mætti að ekkert spennandi
sé að gerast hjá samtökunum. En
það er þó alls ekki svo.
Haustið 1989 fór fram fyrsta
Biblíu- og boðunarnámskeiðið,
skammstafað BOB, á reisulegri
starfsmiðstöð samtakanna á Eyj-
ólfsstöðum í Vallahreppi í nágrenni
Egilsstaða. Þar hafa nú verið hald-
in þijú slík námskeið þar sem fólki,
leikum og lærðum, gefst kostur á
að auka þekkingu sína í kristinni
trú og öðlast þjálfun til þess að
starfa að kristinni boðun. Sú þjálfun
hefur verið í góðu samstarfi við
söfnuði kirkjunnar, t.d. í Egils-
staðakirkju, í Glerárkirkju á Akur-
eyri, á Vopnafírði og á Bakkafírði,
í Seltjarnarneskirkju og í Keflavík-
urkirkju. Þeir sem lokið hafa slíku
námskeiði, en það tekur fimm mán-
uði, eru allir sammála um að það
hafði dýpkað þekkingu þeirra á
Guði, gefið þeim nýja djörfung í
trúnni og verið góður grunnur til
þess að takast á við lífíð eins og
það birtist í allri sinni mynd. Næsta
BOB-námskeiðið mun verða haldið
á Eyjólfsstöðum í janúar 1993, en
það námskeið verður opið fólki frá
öðrum löndum auk íslendinga og
mun kennsla og talað mál verða
bæði á ensku og íslensku.
Auk BOB-námskeiðanna hafa
verið starfrækt ýmis styttri nám-
skeið og ráðstefnur um sérstök efni,
s.s. bænalíf, boðunarstarf, sál-
gæslu, hjónaband og barnauppeldi.
Fjölskyldumót um verslunarmanna-
helgi er orðið hefðbundið og einnig
mætti nefna ■ mót fyrir unglinga.
Starfsfólkið á Eyjólfsstöðum hefur
í nógu að snúasta á sumrin en þar
hefur verið rekin gistiþjónusta með
góðum árangri og auk þess eru
samtökin með í skógræktarátaki á
Fljótsdalshéraði — Héraðsskógum
— og hafa nú þegar verið gróður-
settar yfír 70.000 plöntur í landi
Eyjólfsstaða, vísir að framtíðar
nytjaskógi.
Fjöiskyldufræðslan er ein grein
samtakanna, en á hennar vegum
eru m.a. haldin kvöld- og helgar-
námskeið um málefni hjóna og
bamauppeldi. Norskur fjölskyldu-
ráðgjafí, Eivind Fröen, hefur komið
hingað til lands ótal sinnum og
haldið erindi um málefni fjölskyld-
unnar og nú hafa um 800 manns
sótt slík námskeið víða um land.
Eivind Fröen verður hér á landi um
miðjan september nk. og ráðgert
er að halda kvöldnámskeið með
honum í Reykjavík um fjölskylduna
dagana 17. og 18. september.
I Reykjavík höfum við á sumrin
oft fengið liðstyrk erlendis frá, t.d.
Kings Kids, en það er hópur barna
sem notar söng og dans til þess að
túlka boðskap trúarinnar á sama
tíma og börnin fá fræðslu og upp-
byggingu fyrir sitt eigið trúarlíf.
Einnig höfum við heimsótt bæi og
þorp á landsbyggðinni með erlenda
gesti með okkur.
Samtökin Ungt fólk með hlutverk
fínna sig kölluð til þess að vinna
að boðun kristinnar trúar og þá
fyrst og fremst í samstarfi og innan
þjóðkirkjunnar. Þetta er ekki alltaf
auðvelt og að vinna innan þjóð-
kirkju er ekki ætíð létt verk. Við
höfum oft verið misskilin því við
sem störfum með UFMH eru oft
og tíðum ungt fólk og gerum hlut-
ina á annan hátt en tíðkast hefur
og notum stundum önnur orð og
hugtök en þau sem venja er að
nota. Við höfum oftar en einu sinni
þurft að staldra við og spyija okkur
hvert sé hlutverk okkar og köllun
og starfsvettvangur. Eftir að hafa
rætt saman og leitað Guðs höfum
við aftur og aftur komist að þeirri
niðurstöðu að köllun Guðs til okkar
hefur ekki breyst og enn ætlar hann
okkur verk að vinna.
Allt frá stofnun samtakanna hafa
Eirný Ásgeirsdóttir
„Við erum enn ung að
árum og segjum hlutina
á okkar hátt, en við
höfum köllun og hlut-
verk sem við trúum að
Drottinn ætli okkur.“
almennar kirkjusamkomur verið
stór þáttur í starfinu. Lengst vorum
við í Grensáskirkju og þar komust
hundruð manna til lifandi trúar á
Drottin, m.a. undirrituð. Öllu þessu
fólki þurfti að sinna því þegar trúar-
vakning hefst vakna margar spurn-
ingar sem þurfa svara við og kenna
þarf fólki að iðka trúna og láta
hana flettast saman við hið daglega
líf. I því sambandi höfum við verið
með svokallaða heimahópa, en í
þeim eru málin rædd á persónuleg-
um grunni, við biðjum hvert fyrir
öðru og skoðum orð Guðs saman.
Heimahópamir hafa verið mörgum
styrk stoð til þess að ganga sín
fyrstu skref til þroska og vaxtar í
trúnni.
Undanfarin tvö ár höfum við ein-
ungis verið með samkomur fyrir
meðlimi samtakanna og reynt með
því að uppbyggja hópinn og styrkja
eftir mikið og erfítt byggingarstarf
undanfarinna ára við starfsmiðstöð
samtakanna á Austurlandi. Þessar
samkomur hafa ekki verið auglýst-
ar svo e.t.v. er ekki undarlegt að
spurningunni sem birtist í fyrir-
sögninni hafa verið beint til okkar.
En nú er hafinn nýr kafli í starfí
samtakanna því ætlunin er að byija
með almennar samkomur í Breið-
holtskirkju á sunnudagskvöldum og
var fyrsta samkoman haldin þar
sunnudagskvöldið 6. september kl.
20.30. Við erum enn ung að árum
og segjum hlutina á okkar hátt, en
við höfum köllun og hlutverk sem
við trúum að Drottinn ætli okkur
og við þráum að sjá Guð grípa inn
í líf fólks og blessa það. Þess vegna
munum við halda ótrauð áfram að
vitna um kærleika Guðs og það líf
sem hann hefur gefíð okkur. Við
viljum stuðla að eflingu kristinnar
trúar og fá að sjá okkar gömlu
kirkju vaxa og styrkjast.
Höfundur er kirkjuvörður í
Seltjarnarneskirkju.
Höfundur er hæstaréttar-
lögmaður.
BÍLALEIGA
Úrval 4x4 fólksbfla og statlon bfla.
Pajero jeppar o.fl. teg. Pickup-bflar
með einf. og tvöf. húsi. Minibussar og
12 sæta Van bflar. Farsimar, kerrur f.
buslóðir og farangur og hestakerrur.
Reykjavík 686915
interRent
Europcar
BÍLALEIGA
AKUREYRAR
Fáðu gott tilboð!
B lómasa lu r
Rómaður ?natseðill, frábær þjónusta
og glœsilegur salur
gera tilefni dagsins ógleymanlegt.
FLUGLEIÐIR
H6TEL LIFTLEIIli
Borðapantanir í sima (91) 22321.