Morgunblaðið - 12.09.1992, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1992
17
Einkahagsmunir eða almannahagur
Um kirkjubyggingu í Kópavogi
eftir Helgu
Sigurjónsdóttur
Sú var tíðin að Kópavogur var
nefndur Litla Palestína vegna tíðra
og óvæginna átaka þar um menn
og málefni. Var oft hart deilt á
fundum, einkum pólitískum fund-
um, og stór orð látin falla í hita
leiksins. Gætnum mönnum og
grandvörum þótti þetta miður og
vonuðust til að hér væri aðeins um
að ræða bernskubrek ungs samfé-
lags sem var í mótun, með tíð og
tíma myndu menn útkljá deilumál
sín af öllu meiri stillingu. Sem bet-
ur fer hafa þær vonir ræst, næstum
því. Hér býr friðsamt fólk sem hef-
ur ræktað garðinn sinn frábærlega
vel, jafnt í eiginlegri sem óeigin-
legri merkingu. Samt hefur friður-
inn verið rofinn nokkrum sinnum á
umliðnum árum og menn skipað sér
í flokka með eða á móti einhveiju.
Nær alltaf hafa upphafsmenn slíkra
átaka verið menn sem sjálfir áttu
hagsmuna að gæta eða skjólstæð-
ingar þeirra en þeir síðan fengið
friðsaman almenning til að fylkja
sér um málið með öllum tiltækum
ráðum. Ég mun ekki nefna hér ein-
stök mál sem mér eru ofarlega í
huga, það væri engum til góðs. Ég
nefni þetta hins vegar vegna þess
að enn er kominn upp hatrömm
deila í Kópavogi og nú vegna fyrir-
hugaðrar kirkjubyggingar á Víg-
hóli.
Helstu andstæðingar byggingar-
innar, stofnendur og talsmenn Víg-
hólasamtakanna, eiga persónulegra
hagsmuna að gæta í þessu máli þar
sem byggingin mun skerða lítillega
útsýni frá nokkrum húsum. Tals-
menn samtakanna hófu hins vegar
andóf sitt í vor með náttúruvernd
að yfirskini. Grunlaust fólk var
fengið til að skrifa undir mótmæli
gegn byggingunni í þeirri trú að
bygging kirkjunnar myndi valda
alvarlegum náttúruspjöllum í næsta
nágrenni kirkjunnar. Fullyrt var
jafnvel að ætlunin væri að reisa
kirkju á friðuðu svæði. Þetta er
rangt eins og margoft hefur komið
fram í fjölmiðlum á undanförnum
vikum. Ékki er nema eðlilegt að
fólk verji hagsmuni sína, það gera
allir, en það má ekki gera með
hvaða ráðum sem er. Hvorki í þessu
máli né öðru má tilgangurinn helga
meðalið.
Þegar talað er um náttúruvernd
virðast flestir álíta að allar bygging-
ar séu náttúruspjöll en allur gróður
náttúruvernd. Málið er ekki svona
einfalt. Fagrar byggingar, sem falla
vel að umhverfinu, verða hluti þess
og þar með dýrar náttúruperlur.
Víða erlendis má sjá slík mannvirki
bæði forn og ný. Á hinn bóginn
getur gróður valdið náttúruspjöllum
stingi hann í stúf við flóruna sem
fyrir er á staðnum. Sem dæmi má
nefna grenitré sem nú eru að vaxa
Hamrinum í Hafnarfirði yfir höfuð.
Þar hafa menn óafvitandi framið
náttúruspjöll á einum fegursta stað
í bænum. Verndun sérstæðra og
fagurra staða er sjálfsögð en einnig
í þeim efnum þarf að fara að öllu
með gát. Væri ekki Borgarholtið
fátæklegra án kirkjunnar sem er
stoit okkar Kópavogsbúa. Eða hvað
væri Skálhoitsstaður án kirkjunnar
eða Þingvellir án bæjar og kirkju?
Á sama hátt mun kirkja á Víghóli
fegra svæðið og auki gildi þess. Þar
með verður það almenningseign og
ekki lengur staður úr alfaraleið sem
fáir þekkja.
Við Kópavogsbúar höfum byggt
mikið á undanförnum árum og ára-
Helga Sigurjónsdóttir
„En nú spyr ef til vill
einhver hvers vegna
ekki sé unnt að finna
kirkjunni annan stað úr
því að ágreiningur er
um Víghólasvæðið. Því
er fljótsvarað. Það er
engin lóð lengur eftir í
Digranessókn sem
hentar fyrir kirkju-
byggingu.“
tugum og er það vel. Við eigum
nú þegar yfrið af stórum og glæsi-
legum byggingum sem hýsa versl-
anir og skrifstofur en við höfum
látið undir höfuð leggjast að koma
okkur upp húsum yfir listir og aðr-
ar menningarstarfsemi. Kirkjan á
Borgarholti er líklega eina menn-
ingarlega húsið okkar fyrir utan
skólana. Kirkja í Digranessókn, sem
hönnuð er fyrir tónlistarflutning,
yrði því kærkomin og mikil lyfti-
stöng fyrir tónlistarlífið í bænum.
Margir Kópavogsbúar eru meðal
þekktustu tónlistarmanna landsins
og flestir þeirra hafa stigið sín
fyrstu spor á listabrautinni í Tón-
listarskóla Kópavogs. Væri ekki
ánægjulegt að geta boðið þessu
góða listafólki aðstöðu í fögru húsi
sem er sérstaklega ætlað til tón-
leikahalds? Nútímakirkjur eru ekki
aðeins guðshús þar sem presturinn
messar á sunnudögum. Þær eru
miklu meira. Þær eru lifandi hús
þar sem listir og annað menningar-
líf blómstar. Þær eru líka hús barna
og unglinga og þangað eru ungu
mömmurnar boðnar velkomnar með
ómálga börn sín. Við, sóknarbörnin
í Digranessókn, höfum lengi beðið
eftir þess konar húsi.
En nú spyr ef til vill einhver
hvers vegna ekki sé unnt að finna
kirkjunni annan stað úr því að
ágreiningur er um Víghólasvæðið.
Því er fljótsvarað. Það er engin lóð
lengur eftir í Digranessókn sem
hentar fyrir kirkjubyggingu. Meðan
landrými í Kópavogi var yfrið nóg
uggðu menn ekki að sér. Víðáttu-
mikil landflæmi voru fullbyggð en
þess ekki gætt að taka frá svæði
til síðari nota, til dæmis fyrir opin-
berar byggingar og leikvelii. Þetta
á við bæði um Kársnesið og elsta
hluta Austurbæjarins. úr þessu
verður ekki bætt héðan af heldur
verða menn að sætta sig við orðinn
hlut.
Digranessókn hefur mátt búa við
húsnæðisleysi í 20 ár og hefði fyrir
löngu þurft að eignast eigin kirkju.
En þar hefur verið þungt fyrir fæti
alla tíð. Lengi vel töldu margir
Kópavogsbúar að ekki þyrfti nema
eina kirkju í bænum. ■ Þær raddir
hafa nú hljóðnað og sennileg er
öllum ljóst að hver og einn söfnuð-
ur verður að eiga eigin kirkju, þar
sem hér er um að ræða fjölmenn-
asta söfnuð landsins. Verði málið
kveðið í kútinn núna er allt útlit
fyrir að söfnuðurinn eignist aldrei
kirkju. Það væri alvarlegt menning-
arslys og Kópavogsbúum til lítils
sóma.
Mér þykir vænt um bæinn minn
enda er ég alinn upp frá fimm ára
aldri. Hér er gott að búa og þó að
margt hefði mátt fara betur við
skipulagningu bæjarins og upp-
byggingu hans vill maður hvergi
annars staðar vera. Meðan bærinn
var að breytast úr dreifbýli í þétt-
býli hefur margur maðurinn þurft
að sjá á bak ýmsum þeim gæðum
sem stijálbýli fylgja. Én þannig er
lífið, menn geta ekki bæði sleppt
og haldið og uppbygging bæja og
borga hefur það iðulega í för með
sér að einkahagsmunir verði að
víkja fyrir almannahag. Slíkt ætti
ekki að kosta úlfúð og ófrið.
Höfundur er kennnrí við
Menntaskólann í Kópavogi.
NIÐURHENGD LOFT
■ CMC korti tyrir nifiurhengd loft, or úr
galvaníserufium málmi og eldþolið.
■ CMC kerfl er auðvelt I uppsetningu og mjög sterkt.
■ CMC kertl er fest með stlllanlegum upphengjum
sem þola allt að 50 kg þunga.
■ CMC kerti fasst I mörgum gerðum basði sýnilegt og
falið og verðið er ótrúlega lágt
EINKAUMBOÐ
IBÞ.Þ0RGRÍMSS0N&C0
Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640
I.
iVERÐLÆKKUN
Gerðu raunhæfan samanburð á verði og
gæðum. Accord er sérlega vandaður og vel
heppnaður bíll jafnt að utan sem innan.
Verð eftir lækkun:
I
? Accord EX með sjálfskiptingu: 1.518.000,-
j Accord EXi með sjálfskiptingu: 1.615.000,-
Líttu við í Vatnagörðum 24 og kynntu þér
góða bíla og greiðslukjör við allra hæfi.
Tökum góða notaða bíla sem greiðslu upp í
nýjan.
Einkenni Civic eru fegurð og glæsileiki.
Þetta er bíll sem þú mátt ekki láta framhjá
þér fara. Nú býðst Civic á einstaklega
hagkvæmum kjörum. Verð eftir lækkun:
Civic 3dyra á verði frá: 899.000,-
Civic 4dyra á verði frá: 1.178.000,-
HONDA
ÁRÉTTRl LÍNU