Morgunblaðið - 12.09.1992, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1992
Minning
Friðrik Jesson,
Vestmannaejyum
Fæddur 14. maf 1906
Dáinn 3. september 1992
Friðrik Jesson var einstakur
mannkostamaður, kennari, íþrótta-
maður, forgöngumaður, en fyrst og
fremst var hann drengskaparmaður
og vinur samferðamanna sinna, leið-
togi af Guðs náð og ávallt sam-
kvæmur sjálfum sér sem fyrirmynd.
í Vestmannaeyjum setja fjöllin hinn
sterka svip á náttúruna, samfélagið
allt. Þannig hafa Friðrik Jesson og
eftirlifandi kona hans, Magnea Sjö-
berg, sett svip á sitt samfélag alla
tíð í takt við hin fíngerðu og hnar-
reistu fjöll Eyjanna. Svo samstiga
hafa þessi yndislegu hjón verið alla
tíð og glæsileg, að það brást ekki
ekki hvort sem maður hitti þau á
göngu eða í ökuferð, þá komst mað-
ur í hátíðarskap.
Lengst af starfaði Friðrik, eða í
daglegu tali hann Figgi okkar á
Hól, sem íþróttakennari, þangað til
hann við venjuleg starfslok tók að
sér uppbyggingu Náttúrugripasafns
Vestmannaeyja. Venjuleg starfslok
sagði ég, því þegar hann var kominn
á þann aldur sem menn leggjast að
öllu jöfnu í helgan stein, hóf hann
forgöngustarfið í Náttúrugripasafn-
inu og skilaði því með glæsibrag og
á heimsmælikvarða. í því sem öðru
var honum meira gefið en flestum
öðrum. Á yngri árum var Friðrik í
hópi bestu íþróttamanna landsins,
einn af íslandsmeisturum okkar og
kom ekki á óvart. Jafnvel þegar
hann var kominn á efri ár datt manni
í hug að hann gæti tekið stöngina
og sett nýtt íslandsmet, slíkt var
fjaðurmagnið í þessum manni.
í Ieikfiminni kenndi hann okkur
mannasiði og framgöngu, áræði og
kapp en umfram allt á prúðmannieg-
um grunni og hann gaf ekki tommu
eftir, maður komst ekki upp með
neinn moðreyk. Kennsla hans og
leiðsögn hefur nýst manni ævina
alla og aldrei slegið fölva á.
Minning
Nú haustar að, ekki að eins í
skóginum okkar heldur einnig i
mannlífínu hér á Hallormsstað. Vin-
ur okkar Guðmundur Jónsson er
látinn.
Við vorum slegin er við fréttum
hversu alvarleg veikindi hans voru.
Guðmundur tók sjúkdómi sínum af
sömu stillingu og öllu öðru. Síðustu
dagar Guðmundar hér á Hallorms-
stað voru honum miklir hamingju-
dagar í faðmi fjölskyldu sinnar.
Einstök var gleði þeirra hjóna yfír
heimsókn sonar, tengdadóttur og
bamabama.
Guðmundur fæddist á Freyshól-
um 7. mars 1930 og lést 2. septem-
ber síðastliðinn. Guðmundur ól allan
sinn aldur á Upp-Héraði en lengst
af bjó hann, ásamt eiginkonu sinni,
Heiðrúnu Valdimarsdóttur, á Hall-
ormsstað. Einkasonur þeirra, Jón,
vélstjóri, býr og starfar í Njarðvík.
Guðmundur var hæglátur og
dagfarsprúður maður. En það sem
einkenndi hann þó mest í öllu sam-
starfí var einstök samviskusemi og
lipurð.
Guðmundur hefur auk annarra
starfa séð um aðdrætti fyrir Hall-
ormsstaðaskóla um áraraðir. Á
hveijum þriðjudagsmorgni kom
hann í skólann, sótti innkaupalist-
ann, fékk sér kaffí í eldhúskróknum
og voru það ávallt góðar stundir
því Guðmundur var einstaklega hlý-
legur og skemmtilegur maður. Áð
kvöldi er hann hafði sinnt erindum
á Egilsstöðum og græni Benzinn
Fyrir vináttu Friðriks vil ég þakka
og þeirra hjóna og stuðning þeirra
hjóna sem bakhjarlar sjálfstæðis-
manna alla tíð. Það er skarð fyrir
skildi og mikill sjónasviptir, en eftir
standa langvinn áhrif Friðriks á
samferðamenn sína með sínu hóg-
væra og fagra fasi, en markvissa.
Eftir stendur Náttúrugripasafn
Vestmannaeyja með uppstoppuðum
dýrum hans og lifandi fískasafni sem
hann lagði sál sína í, enda er það
eitt af bestu slíkum söfnum í heimi
að gæðum þótt það sé í sjálfu sér
ekki stórt að vöxtum. Það er verð-
ugt verkefni í minningu Friðriks
Jessonar og málefnisins sem hann
kom á legg til frambúðar að byggja
safnið upp í nýju húsi og fögru, sér-
hönnuðu til þess starfs senv um er
að ræða.
Það er sárt að sjá á eftir Friðrik
Jessyni, sakna vinar og varðmanns
hins góða, jákvæða og uppbyggi-
lega, en efst í huga er þakklæti,
auðmýkt og virðing til manns á leið-
arlokum þessa heims.
Megi góður guð styrkja vini og
vandamenn, styrkja þá til þess að
bera þá reisn sem var Friðrik Jes-
syni svo eðlileg.
Árni Johnsen.
Það var á liðnu vori sem ég hitti
Figga í seinasta sinn. Ég færði þeim
hjónunum nokkur svartfuglsegg og
þáði hjá þeim veitingar í leiðinni,
eins og ég hef gert nokkur undanfar-
in vor. Þessar stuttu heimsóknir
mínar til Figga og Möggu hafa gef-
ið eggjatökunni aukið gildi, því
hvergi hafa ný svartfuglsegg verið
betur þegin en hjá þeim. Hlustað
var með athygli á sögur úr bjarginu,
og svo var hjartahlýjan með kaffí-
meðlætinu ósvikin.
í þessum heimsóknum snerist
umræðan að sjálfsögðu um bjargsig
og fuglalíf og fékk_ ég nrörgum
spurningum svarað. Ég áttaði mig
var affermdur féllu enn á ný mörg
spaugsyrði. Viðvik hans fyrir okkur
staðarbúa voru einnig ófá, því bón-
betri mann var vart hægt að hugsa
sér. Við söknum þess að hafa Guð-
mund ekki lengur hjá okkur.
Við sendum ykkur, Heiðrún, Jón,
Magnea', Heiðar, Þór, íris Mjöll,
Ásta Svandís og systkinum frá
Freyshólum, samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu hans.
Starfsfólk Hallorms-
staðaskóla.
snemma á því að Figga var það
mikil nautn að spjalla um náttúru-
fræði og veiðimennsku. Hann hafði
ákveðnar skoðanir sem hann rök-
studdi með óvenju djúpum skilningi
þess sem skoðar dýpra og skynjar
öðrum betur.
Hann var alinn upp í veiðimanna-
samfélagi og var árum saman
fremstur í flokki snjallra veiði-
manna. Ég geri greinarmun á þeim
sem „veiða“ og þeirra sem eru veiði-
menn. Sannur veiðimaður er sá einn
sem ber virðingu fyrir bráðinni og
þeim reglum sem í gildi eru. Hann
gefur sér tíma til að skoða og spá
í hegðun og atferli bráðarinnar og
lætur jafnvel þar við sitja.
Meðal veiðimanna í úteyjum bera
oft á góma veiðiafrek fyrr og síðar
og eru menn ekki alltaf sammála
um ágæti náungans. En þegar nafn
Figga á Hól er nefnt, þá er það með
virðingu og fer aldrei á milli mála
að hann var í hópi bestu fjalla- og
veiðimanna á sínum tíma. Menn eru
sammála um að fáir léku sum afrek
hans eftir í dag, sem mörg hver eru
sveipuð ævintýraljóma. Þar nægir
að nefna róður hans við eyjarnar á
kajak með hundinn Prins að veiðifé-
laga.''
Það fór ekki á milli mála þegar
ég kvaddi Figga í vor að heilsan var
farin þó hugurinn væri sá sami og
enn kæmi glampi í augun yfír kaffi-
bolla í úteyjaspjalli. Hann virtist taka
veikindum sínum af miklu æðruleysi
og sjálfsagt hefur hann vitað með
sjálfum sér að leiðin yrði ekki mikið
lengrL
Það munu aðrir verða til þess að
gera minningunni um Figga sem
íþróttamanns, kennara og fræði-
manns góð skil, en á þeim sviðum
hefur hann markað djúp spor í sögu
Vestmannaeyja.
Veiðimaðurinn er mér hugleikinn,
því það var Figgi sem hafði milli-
göngu um að kynna mig fyrir ,jarli“
þeirra Bjamareyinga. í Bjarnarey
hef ég átt margar dásamlegar stund-
ir síðan, við iðju sem ég veit að Figgi
naut manna best á sínum tfma.
Við systkinin á Laugarásvegi 47
í Reykjavík, systurbörn Friðriks, eig-
um öll ljúfar minningar frá gagn-
kvæmum heimsóknum í gegnum tíð-
ina. Elstu fjögur systkinin eru fædd
í Vestmannaeyjum og tala enn um
að fara „heim til Eyja“.
Það er eitt atriði sem leitar á
hugann nú þegar ég skrifa þessar
línur og tengist það ekki einhveiju
sérstöku atviki. Mæli ég örugglega
fyrir munn okkar allra systkinanna,
þegar ég nefni hið einstaka og ljúfa
samband Figga og Möggu. Mér er
það til efs að væntumþykja og gagn-
kvæm virðing geti rist öllu dýpra í
sambúð fólks. Figgi var lánsamur
maður að eignast slíkan lífsförunaut
sem Magga hefur reynst.
Minning um góðan mann lifir og
heldur áfram að miðla okkur hinum
um ókomna framtíð. Ég votta að-
standendum Figga á Hól samúð
mína um leið og honum er þökkuð
samfylgdin.
Fyrir hönd systkinanna á Laugar-
ásvegi 47
Gísli I. Þorsteinsson.
Friðrik Jesson er fallinn frá eftir
langa og gæfuríka ævi. Margt leitar
á hugann, ljúfar minningar frá Hól,
sem var næsta hús við bernskuheim-
ili mitt, Hlíðarhús. Á Hól var ég
heimagangur öll bemskuárin. Bæði
var þar frændfólk okkar og svo var
Ágústa dóttir Friðriks besta vinkona
mín. Fyrstu minningamar um Figga,
eins og við kölluðum hann, eru eins
og mynd sem blasir við út um eldhús-
gluggann í Hlíðarhúsi: Maður geng-
ur eftir stígnum, léttur í spori, staldr-
ar við og horfir upp í himininn.
Hann er að skoða fugla sem fljúga
þar hátt uppi í blámanum.
Síðan eru ótal minningar frá
gönguferðum er oft vom farnar á
sunnudagsmorgnum. Alltaf var farið
á einhveija spennandi staði, t.d. út
á Eiði eða út á Urðir. Þetta voru
allt st'órkostlegir staðir, á því lék
enginn vafi, Friðrik miðlaði því svo
sannarlega til okkar krakkanna að
náttúran væri stórkostleg.
Að leika sér í kjallaranum á Hól
eða að koma þangað niður í vinnu-
herbergi Friðriks var ómetanlegt, en
hann var af lífi og sál náttúruskoð-
ari og náttúruunnandi. Vinnuher-
bergið hans var ævintýralegur heim-
ur þar sem oft var eitthvað nýtt og
spennandi að sjá. Enda þótti það
sjálfsagt ef einhver i bænum fann
veikan eða meiddan fugl, eða eitt-
hvert sérkennilegt fyrirbæri rak á
fjörur í Vestmannaeyjum, að leita
þá til Figga á Hól með fundinn. Ég
held að í þá daga hafi a.m.k. dag-
lega einhver bankað þar á dyr í slík-
um erindum, að fá Friðrik til að
lækna fuglinn eða greina fyrirbærið.
Seinna varð ljósmyndun einnig
brennandi áhugamál og vann hann
þar af næmi og listfengi. Enda kom
það ekki á óvart þegar hann setti
upp Náttúrgripasafn Vestmanna-
eyja hve fallega það var gert og af
hvílíkum áhuga. Þar var hinn fæddi
kennari sífellt tilbúinn að leiðbeina
og fræða.
Það sem einkenndi mjög heimil-
islífíð á Hól var lífsgleði og var það
húsmóðirin Magnea sem átti ekki
síður þátt í því, hún sem gat brugð-
ið á leik í fjörugt Charleston á eld-
húsgolfínu fyrir okkur stelpurnar.
Með þakklæti í huga kveð ég Frið-
rik og votta ástvinum hans innilega
samúð.
Jóhanna Bogadóttir.
í dag verður til moldar borinn frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
Friðrik Jesson frá Hól.
Með Friðrik er genginn einn mesti
íþróttafrömuður Vestmannaeyja,
sem allt frá unglingsárum lét mál-
efni íþróttanna, félaga og menning-
armála til sín taka.
Hann var einn af stofnendum
Knattspyrnufélagsins Týs 1. maí
1921, þA tæplega 15 ára gamall.
Tveimur árum síðar hélt hann til
náms í Kaupmannahöfn þar sem
hann menntaði sig meðal annars sem
íþróttakennari. Fljótlega eftir heim-
komuna miðlaði Friðrik þekkingu
sinni til annarra og má segja að
miklar breytingar hafí fylgt í kjölfar-
ið. Með Friðrik kom handknattleik-
urinn til landsins og stóð Friðrik
fyrir fyrsta utanhússmóti í hand-
knattleik sem haldið var hér á landi
árið 1925.
Þá kenndi hann sund og var einn
af baráttumönnum Eyjanna sem
börðust fyrir því að sund yrði gert
að skyldugrein í skólum. Þegar Al-
þingi samþykkti skólasund sem
skyldugrein hafði sú kennsla verið
stunduð í Vestmannaeyjum um
nokkurn tíma. Friðrik var einnig
einn af stofnendum Sundfélags
Vestmannaeyja.
Þáttur Friðriks í íþróttasögunni
er mikill. Jafnframt því sem hann
sinnti kennslu var hann einnig
keppnismaður mikill og afreksmað-
ur. Hann varð margfaldur íslands-
meistari í fijálsum íþróttum og það
fímmfaldur árið 1931 á íþróttamóti
íslands. Þá var Friðrik í vaskri sveit
Eyjamanna sem hélt íslandsmetinu
í stangarstökki um áratuga skeið.
Friðrik Jesson var sómamaður og
mikil fyrirmynd annarra. Hann var
einn af þeim mönnum sem Knatt-
spymufélagið Týr stendur í mikilli
þakkarskuld við. Slíkir menn eru
hveiju félagi nauðsynlegir ef það á
að lifa og dafna.
Sem lítinn þakklætisvott fyrir
ómetanlegt framlag til félagsins
okkar var Friðrik sæmdur æðstu
viðurkenningu félagsins. Þá var
hann meðal annars sæmdur heiðurs-
Guðmundur Jóns-
son, Hallormsstað
viðurkenningu íþróttasambands ís-
lands svo og Fálkaorðunni fyrir störf
sín.
Með Friðrik er genginn góður
maður sem félagið kveður hinstu
kveðju með þakklæti fýrir allt.
Við biðjum góðan Guð að styrkja
eiginkonu Friðriks, Magneu Sjöberg,
og fjölskyldu á sorgarstundu.
Minningin um góðan félaga mun
lifa.
Hvíli í friði vor góði vinur.
Knattspyrnufélagið Týr.
í dag verður Friðrik Jesson borinn
til grafar. Með honum er genginn
einn helsti íþróttafrömuður Vest-
mannaeyja. Maður sem með starfi
sínu átti stóran þátt í að leggja
gmnninn að því öfiuga íþróttastarfí
sem við þekkjum í Vestmannaeyjum
í dag.
Lengst af starfaði Friðrik sem
íþróttakennari og náði því strax að
kveikja áhuga nemenda sinna á
íþróttum og var þeim fyrirmynd sem
góður keppnismaður. Þessu fylgdi
hann eftir í starfi sínu fyrir íþrótta-
hreyfínguna og að því búum við enn
í dag.
Verk manna eins og Friðriks Jes-
sonar verða seint metin að verðleik-
um, en starf hans hlýtur að verða
þeim sem í dag starfa fyrir íþrótta-
hreyfinguna mikil hvatning. Hvatn-
ing til að hlú að því starfí sem Frið-
rik og samtíðarmenn hans lögðu
grunninn að.
Afrekum Friðriks Jessonar verða
ekki gerð skil í stuttri grein, en þeir
sem þekktu Friðrik minnast hans
af virðingu og hlýhug. Ég votta
ættingjum hans mína innilegustu
samúð. Blessuð sé minning hans.
F.h. stjórnar ÍBV, íþróttabanda-
lags Vestmannaeyja,
Omar Garðarsson, formaður.
Haustmót í fijálsum íþróttum var
haldið á Melavellinum í Reykjavík
1924. Við strákarnir sem vorum sí-
fellt að reyna með okkur á Skóla-
vörðuholtinu vorum á hlaupum yfír
Tjarnarbrúna á leið út á völl er við
sáum þijá léttstíga og glaðværa
menn. Einn hélt á bambusstöng.
Strimlavafningar á henni sögðu okk-
ur til hvers hún var ætluð. „Þessi
með stöngina er Vestmanneyingur-
inn.“ „Hann sem stökk nærri 3 m í
sumar og setti met?“
Við fylgdumst með þeim inn á
völl. Fylltumst aðdáun á léttu göngu-
lagi þeirra og fijálsmannlegu fasi.
Þegar að keppni í stangarstökki kom
fengum við enn ástæðu til þess að
dá Vestmanneyinginn. Ljósgul kra-
gapeysa með breiðum grænum
borða um bolinn, gráleitar buxur
teknar saman um ökla og eirbrúnir
gaddaskór. Það var aldeilis íþrótta-
legur svipur á þessum manni. Þarna
leit ég fyrsta sinni Friðrik Jesson.
Eigi urðu þessi fyrstu kynni áhrifa-
minni við að fá að sjá hann lyfta
sér yfír 3,17 m og setja þar með
íslenskt met í stangarstökki. Hann
varð okkur sönn íþróttaleg fyrir-
mynd og svo var hann mörgum.
Ungur kynntist hann íþróttum í
Eyjum. Faðir hans, séra Jes Anders
Gíslason, iðkaði morgunleikfími dag-
lega. Hljóp og gekk um íjöru svo
oft sem tími gafst. Föðurbróðir hahs,
Friðrik ljósmyndari, aðstoðarmaður
Sigfúsar Eymundssonar, var í verð-
launasætum á fyrstu glímumótum
Glímufélags Ármanns í Reykjavík
1889 og ’90. Friðrik Gíslason var
fyrsti sundkennari í Eyjum. Bjarg-
ráðanefnd Vestmannaeyja sem
starfaði að bindindi og slysavörnum
kom sundkennslunni á 1891 í skjól-
sælu viki undir Heimakletti. Þarna
var sundkennsla framkvæmd með
stuttum hléum til 1934, er hún var
færð í upphitaða sjólaug, sem starf-
rækt var þar til hraun hvolfdist yfir
hana 1973. Ef skoðaðar eru heimild-
ir til að mynda til 1914 er Ásgeir,
síðar forseti íslands, Ásgeirsson
annaðist kennsluna, má lesa sér til
um að einn kennir knattspyrnu
1903. Aðrir halda iðkun hennar við
og láta eigast við í glímu, til að taka
úr sér hrollinn eftir sjógutlið. Einn
lagði áherslu á leikfími og húð-
strokuæfingar. Lét sundnemendur
sýna hvorutveggja á þjóðhátíð.
Sund- og glímufélag var stofnað
1894, sem skyldaði félaga að synda
8 sinnum hvert sumar. Ungmenna-