Morgunblaðið - 12.09.1992, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 12.09.1992, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1992 19 félag var stofnað 1907. Það reisti sundskóla 1912. Hann var málaður í litum hvítbláa fána UMFÍ. Skráð var framan á skálann: „íslandi allt.“ Sé nánar farið ofan í sögu íþrótta í Eyjum urðu líkamsæfingar herfylk- ingar hins danska sýslumanns, sem iðkaðir voru 1856-’72 miklir áhrifa- valdar. 1 Eyjum hafði verið útver öldum saman. í því sem í öðrum verstöðum urðu leikir og íþróttir, t.d. glíma, hollar félagslegar dægra- styttingar, sem eðlilega hrifu æsku- lýðinn til dáða sem óx upp meðal sjómannanna. Sjósóknin og nytjar af fugli, sem aflað var ofan og neð- an brúna eyjanna kröfðust líkams- færni. Frá þessu fólki var Friðrik og meðal þess óx hann upp. Það var því engin tilviljun að hann kynntist íþróttum, en átti sitt keppnisskap, sem kom honum til álita í stráka- hópi Eyjanna. Hann átti framar flestum þá skaphöfn að- leggja við hvaðeina, sem ætlunin var að til- einka sér, skilning á gerð þess og með eljusemi treysta tökin á við- fangsefninu með tíðum iðkunum. Hugurinn til þess að kunna skil á íþróttum og um leið áhuginn á þeim, kom vel fram hjá ungum Vestman- neyingum, er þeir sex sóttu íþrótta- námskeið, sem ÍR hélt í Reykjavík 1922 og hafði fengið norskan íþrót- takennara til þess að veita forstöðu. Eftir að sexmenningarnir komu til baka hófst fyrst iðkun fijálsíþrótta í Eyjum. Friðrik og Jónas Sigurðsson í Skuld eiga saman besta árangur á landsvísu í stöng 1923, 2,82 m. Stangarstökksmet hjá Friðriki var svo fyrst staðfest 1924 2,96 m á þjóðhátíð og 3,17 m eins og fyrr greinir. Yfir 3,25 m fer hann 1929. Fram til 1931 var hann að stökkva um og yfir 3,00 m þar til hann jafn- aði met sitt á Meistaramóti Islands 1931. Síðan stökk hann ekki meir á stöng. Þetta met stóð í 7 ár. Næstu 5 methafar í stöng voru Vestman- neyingar. Nemendur Friðriks. Hann kom fyrst fram í spjótkastkeppni 1925 og vann með 39,05 m kasti. Hann setti svo ísl. met 1929 47,13 m. I 100 m hlaupi náði hann bestum árangri 1931 á Meistaramóti Islands með því að sigra Garðar S. Gíslason sem í nokkur ár var ósigrandi. Veturinn 1926—’27 var Friðrik á sex mánaða leiðbeinandanámskeiði í Reykjavík sem ÍSÍ og UMFÍ stóðu að. Þar varð hann fljótt frábær fim- leikamaður, þó að hann hefði eigi áður iðkað þá, því í Eyjum var eng- in leikfimi kennd fyrr en salur kom þar 1927. Hann náði athyglisverðri færni í fimm helstu sundaðferðun- um. Valsmenn komu auga á Friðrik á námskeiðinu fyrir færni í knatt- spyrnu. Þeir fengu hann um vorið með til Akureyrar til keppni við fé- lögin þar. Hann setti flest mörkin fyrir Val og eins var í leikjum í Reykjavík. Sumarið 1929 dvaldi Friðrik í Reykjavík við æfingar í fimleikum og glímu fyrir ferð sem íslandsvina- fél. Germanía og Glímufél. Ármann stóðu að til 29 borga í Þýskalandi. Jón Þorsteinsson var kennari og stjórnandi. Skammt var liðið á ferð- ina er Friðrik meiddist svo á hné í glímu við höfund þessarar greinar, að hann varð að snúa heim og gang- ast undir uppskurð. í ársbyrjun 1932 veiktist Friðrik af berklum í lunga. Það tók hann 3 ár að yfirstíga sjúk- dóminn. Um skeið dvaldi hann á Vífilsstöðum og gekkst undir að- gerð. Á fermingaraldri þjáðist Frið- rik af eyrnaveiki, svo að hann hlaut að dvela i Kaupmannahöfn hjá systr- um sínum og njóta þar lækninga. Meðan hann var í Kaupmannahöfn fékk hann að.vera í flokki unglinga sem íþróttakennaraefni Statens Gymnastik Institut æfði sig á að kenna íþróttir. Nam hann þarna æfingar og íþróttir, sem komu hon- um síðar sem íþróttakennara vel. Meðan Friðrik var vikur í íþrótt- um, tók hann þátt í félagsmálum. Hann var einn af stofnendum Knatt- spyrnufélagsins Týs 1921 og lengi í stjórn þess. Heiðursfélagi félagsins var hann gerður. Hann starfaði einn- ig með sameiningarfélaginu KV og íþróttaráði því sem stjórn ÍSÍ setti á laggirnar 1928. Fyrir þessi störf hlaut Friðrik þjónustumerki ÍSÍ. Stjórn FRÍ sæmdi hann garpsmerki fyrir áfrek í fijálsum íþróttum. Dæmi má telja fram um hve fijáls- íþróttir skipuðu háan sess í Eyjum. Á meistaramóti íslands 1931 áttu Vestmanneyingar einum meistara færri en Reykvíkingar. Tveir af þremur keppendum í fijálsíþróttum frá íslandi á Ólympiuleikum 1936 voru Vestmanneyingar. í bæja- keppni 1937 í fijálsíþróttum milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja vann höfuðborgin naumt. í sundíþrótt áttu Eyjarnar fljótt eftir að sundlaug fékkst 1934 frá- bært sundfólk. Sigraði t.d. Akureyri í bæjakeppni 1938. Friðrik var for- ustumaður og kennari. Handknatt- leik hófu stúlkur að æfa í Eyjum að áeggjan Friðriks 1927. Náðu þær fljótt i báðum félögum góðum tökum á íþróttin^ii. Ég var dómari í leik stúlknanna 1931 á fullstórum knatt- spyrnuvelli, ellefu í liði — og mig undraði færni þeirra. Slíkt var þá ekki til í Reykjavík eða Hafnarfirði. Með lið voru Vestmanneyingar 1912 á fyrsta knattspyrnumóti Islands. Síðan eins og þekkt er hafa þeir verið vel virkir og oft ógnað liðum annarra byggðarlaga og á stundum sigrað. Um árabil var Friðrik máttarstólpi Týs og sameiningarliðs KV í knatt- spyrnu. Oft náði Friðrik saman flokkum og æfði þá í fimleikum. Voru staðæfingar vel samæfðar og stökkmenn á dýnu sérstakir. Leikfimikennari við barnaskóla Vestmannaeyja varð Friðrik 1929 og hélt því starfi til 1963, nema hvað hann var frá í 3 ár, sökum 'veikinda/ Hann kenndi einnig -við Gagnfræðask. Vestmannaeyja 1929-’32. Á árunum 1921-’34 kenndi hann sund við sundskálann undir Löngu í sex sumur. Eftir að sjólaugin upphitaða tók.til starfa í nóvember 1934 kenndi Friðrik þar sund að sumrinu til 1963. Að tilhlut- an Vestmanneyinga fengust 1925 samþykkt á Alþingi heimildarlög um sundskyldu. Fjögur sveitarfélög not- færðu sér heimildina. Eitt þeirra Vestmannaeyjar. Þegar 1935 tóku um 70% sundskyldra unglinga sund- próf. í sjó höfðu aldrei fengist fleiri en 30%. Friðriki tóksí, að fram- kvæma sundkennsluna sem skyldu- nám af alúð, svo að nemendur tækju henni ekki sem þvingun. í Reykjavík var efnt til mikils skólamóts í leik- fimi 1937. Friðrik hélt þangað með stóra flokka stúlkna og drengja frá barnaskólanum. Fyrir frammistöð- una hlaut skólinn viðurkenningu. Friðrik var fágætur kennari. Hafði ekkert fyrir aga, hvetjandi og alúð- legur í framkomu. Það var eftirsjá að honum, er hann eftir 30 ára störf hvarf til annarra starfa, enda eru stöðurnar við íþróttakennsluna þreytandi. Friðrik fæddist í Norður-Hvammi í Mýrdal 14. maí 1906. Þar var þá prestssetur. Faðir Friðriks, sr. Jes Anders Gíslason (f. 1872, d. 1961), var þá prestur í Mýrdalsþingum. Faðir Jes var Gísli útvegsbóndi og kaupmaður að Hlíðarhúsum í Vest- mannaeyjum, Stefánssonar stúdents í Selkoti, Austur-Eyjafjallahreppi, Ólafsonar gullsmiðs og bónda á sama stað. Kona hans Guðlaug Stef- ánsdóttir frá Laufási við Eyjafjörð, var dótturdóttir Steins Hólabiskups Jónssonar. Móðir Gísla föður sr. Jes var Anna Jónsdóttir prests i Mið- mörk, Vestur-Eyjafjallahreppi, og konu hans Ingveldar Sveinsdóttur, föðursystur Einars skálds og sýslu- manns Benediktssonar. Önnunafnið er komið frá Önnu Eiríksdóttur syst- ur Jóns Konferensráðs en hún er ein formæðra Friðriks. Soffía Lísbet Andersdóttir skip- stjóra Osmundsen frá Tromey í Nor- egi og Ásdísar Jónsdóttur ættaðri af Berufjarðarströnd, er móðir sr. Jes. Móðir Friðriks er Kristjana Ág- ústí Eymundsdóttir (f. 1873, d. 1939) Eymundssonar bónda að Skjalþingsstöðum í Vopnafirði og konu hans Gunýjar Pálsdóttur Páls- sonar bónda að Leiðarhöfn í Vopna- firði. Ágústí ólst upp í Reykjavík hjá föðurbróður sínum Sigfúsi bóksala og ljósmyndara Eymundssyni. Foreldrar Friðriks fluttu til Vest- mannaeyja 1907, þar sem sr. Jes gerðist verslunarstjóri hjá mági sín- um Gísla J. Johnsen. Heimili þeirra Ágústíar var að Hóli og var Friðrik löngu kenndur við það og nefndur „Figgj á Hóli“. Systkini Friðriks: Sólveig, hjúkrunarfræðingur, gift Haraldi Eiríkssyni, raffræðingi, lát- in; Guðný, tannlæknir, látin; Anna, píanókennari, gift Óskari bygging- arfulltrúa, hún lifir mann sinn; Ás- dís Guðbjörg, húsfreyja, gift Þor- steini Einarssyni, íþróttafulltrúa, bæði á lífi. Tvö börn sr. Jes og Ágústí létust í frumbernsku. Heimilið að Hóli var þekkt fyrir menningarbrag. Um það lágu þræð- ir til ýmissa félaga bæjarins. Friðrik Jesson kvæntist 5. apríl 1930 Magneu Þuríði Matthildi (f. 1909) dóttur Alexanders Vilhelms Sjöbergs frá Máimey í Svíþjóð. Var stýrimaður á björgunarskipinu Geir. Móðir Magneu er Soffía Þórðardótt- ir. Magnea ólst upp á heimili móður sinnar og síðari eiginmanns hennar, Ásgríms kaupmanns Eyþórssonar. Þau Magnea og Friðrik stofnuðu heimili að Hóli og bjuggu þar fram að „gosi“ (1973). Eftir heimflutning að loknu gosinu hafa þau búið í ein- býlishúsi. Börn þeirra eru: Ása Soffía (f. 1930), maki Gísli Hjörleifsson, lát- inn, barn þeirra Friðrik Magnús, kvæntur Ingibjörgu Siguijónsdóttur, þau eiga 2 börn; Jessý (f. 1934), gift Trausta Jakobssyni, þeirra börn, Magnea, gift Friðbirni Valtýssyni, eiga 2 börn, og María, gift Ágústi Ármanni Eiríkssyni, eiga 2 börn; Ágústa Þyrí (f. 1944), gift Kristjáni Egilssyni, börn þeirra: Þröstur Egill, maki Guðbjörg Jakobsdóttir, barn- laus, og Logi Jes, ókvæntur og barn- laus; og Biynhildur (f. 1948), gift Inga Tómasí Björnssyni, börn þeirra: Inga Lára, maki Kjartan Þór Ársæls- son, eiga eitt barn', Magnús Freyr og Eva Lind. Friðrik eignaðist ungur vörubif- reið, sem hann hafði atvinnu af jafn- framt sundkennslu á sumrin fram að 1929 að hann gerðist íþrótta- kennari við skóla bæjarins. íþrótta- kennsla hans hjá félögunum var þegnskaparstarf. Ungur vandist Friðrik á veiði- mennsku. Varð iaginn að fara með byssu. Skotveiði í Eyjum annaðhvort stunduð úr fjöru eða af báti. Um tíma fór hann á sjó á „kæjak“. Góð- ur veiðimaður á lunda í háf var hann. í allt sem hann tók sér fyrir lagði hann hugsun. Hann gerði háf sinn meðfærilegri með því að nota bam- bus. Við slíkar smíðar naut hann meðfæddrar handlagni. Hagleikni hans sést á bókum sem hann batt inn og þá naut ljósmyndagerð hans góðs af henni ásamt útsjónarsemi veiðimannsins. Ljósmyndir af nátt- úru Eyjanna tók hann um árabil. Hann vann þær sjálfur og átti til þeirra verka nauðsynleg tæki. Þar á meðal myndastækkara. Tengdason- ur Friðriks, Ingi Tómas skattstjóri, hefur sýnt áhuga og lagni við að varðveita og vinna úr myndasafni Friðriks. Fyrir fáum árum efndi hann til sýningar á myndum Friðriks eftir að hafa unnið þær og stækkað. Vakti sýningin athygli. Friðrik hafði samhliða fuglaveið- um unnið að uppsetningu fugla og fiska. Við þessa iðju naut sín list- rænt handbragð og þekking á dýrum í náttúrunni. Frá hans hendi voru t.d. fuglar á flugi svo að mynstur í hömum varð áberandi og fluglag. Hann fann áhuga fólks á þessu og sjálfur sá hann að kynna mætti lífið í náttúrunni nánar og þá ekki síst í sjónum. Hann kynnti fyrirætlanir sínar um náttúrugripasafn og í því sjóker með lífverum hafsins, fyrir þáverandi bæjarstjóra Guðlaugi Gíslasyni, sem sýndi málinu áhuga, hvatti Friðrik og útvegaði honum fjárstyrk til að kynna sér slík söfn. Friðrik hætti íþróttakennslu 1963 og hélt það ár til Danmerkur og Noregs, þar sem hann naut velvilj- aðrar tilsagnar forstjóra og starfs- manna sædýrasafna. Við heimkonua hóf hann á vegum bæjarsjóðs Vest- mannaeyja að koma á fót safninu. í húsnæði sem bærinn átti, sem var óhentugt, tókst Friðriki á undraverð- an hátt að búa safninu vistlegan og rómaðan sýningarstað. Honum var að vísu vandi á höndum að koma fyrir uppsettum dýrum en höfuð- vandamálið var að geta sýnt á vist- legan hátt lifandi sædýr. Auk þess lærdóms sem Friðrik hafði aflað sér, þá var meðfædd natni hans og íhygli sem greiddi úr vandanum. Mikið grundvallaratriði var, að í nánd við húsakynnin var borhola, frá því að leitað var að drykkjarhæfu grunn- vatni, en úr henni fékkst hreinn sjór. Var hún virkjuð fyrir sædýralíf safnsins. Á árinu 1964 gat Friðrik boðið gestum að njóta safnsins. Hin listilega uppsettu dýr og hreinu sæ- dýraker í vistlegu umhverfi, hafa aflað safninu og þar Vneð störfum Friðriks viðurkenningar. í þessum margþættu störfum hefur Friðrik notið vináttu sjómanna, sem hafa fært honum lífverur úr sjó, skilnings stjórnenda bæjarins, og ekki síst stuðnings fjölskyldu sinnar og þar hefur Magnea kona hans átt sinn stóra hlut. Úr ijölskylduhópnum hef- ur vegna þessarar samhjálpar vaxið upp einstaklingur, til þess að taka við safninu úr forsjá Friðriks. Sá er tengdasonur hans, Kristján Egils- son. Natni og alúð Friðriks og fólks hans við safnið björguðu því frá eyðingu meðan gosið stóð yfir 1973. Friðrik var veittur riddarakross Fálkaorðunnar. í dag óma aldnar klukkur hinnar gömlu Landakirkju yfir moldum hins ágæta Vestmanneyings, Friðriks Jessonar. Afrek hans sem íþrótta- manns geymast, minningar nem- enda um góðan íþróttakennara í sal, á velli og við laug gleymast seint, ávallt mun nafn hans tengjast sæ- dýra- og náttúrugripasafúi Vest- mannaeyja. Á þessum útfarardegi munu margir minnast Friðriks Jessonar með þakklæti og hugsa til eiginkonu hans, Magneu Sjöberg, sem í 62 ár veitti honum sérstaka samstöðu og alúð. Megi hún og afkomendur þeirra hjóna finna á þessum stundum sorgar og kveðju, að Friðrik Jesson er mikils metinn fyrir mannkosti og fjölþætt störf, sem hafa þegar og munu lengi færa með sér blessun og velferð. Þorsteinn Einarsson. í dag verður Friðrik Jesson jarð- sunginn í Landakirkju. Með Friðrik er genginn einn mesti íþróttafröm- uður Eyjanna og afreksmaður. Hann lét til sín taka á mörgum sviðum samfélagsins, hvort heldur var í íþrótta-, félags- eða menningarmál- um. Framlag hans til þessara þátta var slík að honum var meðal annars veitt Fálkaorðan sem og æðstu við- urkenningar íþróttasambands ís- lands. Svo langt sem íþróttasagan spannar í okkar góða samfélagi, má hvarvetna sjá nafn Friðriks getið. Á yngri árum tók hann þátt í hin- um ýmsu íþróttagreinum og var þar margfaldur íslandsmeistari. Hann fyllti meðal annars þann hóp Vestmanneyinga sem hélt ís- landsmetinu í stangarstökki svo ára- tugum skipti. íþróttafrömuður var hann mikill. Hann var einn af stofn- endum Knattspyrnufélagsins Tý þá aðeins fimmtán ára gamall, síðan Sundfélags Vestmannaeyja svo og Skátafélagsins Faxa svo eitthvað sé nefnt. Friðrik stóð fyrir fyrsta úti handknattleiksmótinu sem haldið var á landinu og var það haldið í Vestmannaeyjum árið 1925. Að loknu námi í Kaupmannahöfn, þar sem hann fullnumaði sig sem íþróttakennari, og einnig í bók- bandi, kom hann heim og tók meðal annars að sér kennslu í íþróttum og þjálfun. Friðrik fyllti hóp þeirra manna sem börðust fyrir að sundið yrði gert að skyldugrein í skólum landsins. Þegar það var samþykkt af Alþingi hafði skólasund verið skyldugrein í Vestamannaeyjum í nokkurn tíma. Já þær voru margar nýjungarnar sem fylgdu Friðrik á íþróttasviðinu og má þar nefna að hann kom meðal annars fyrstur með handknattleiksíþróttina til landsins. En líf Friðriks var ekki bara íþróttir. Hann byggði upp Náttúru- gripasafn Vestmannaeyja, sem er einstakt sinnar tegundar hér á landi og ajlt frá opnun þess árið 1964 vann hann sleitulaust við að gera safnið sem best úr garði. Þar skipti ekki máli hvort vinnu- degi væri lokið samkvæmt stimpil- klukku. Hvenær sem tími gafst var unnið við að byggja upp safnið, setja upp fugla eða hraða sér niður á bryggju og sækja lifandi fiska í fiskabúrin frá velviljuðum sjómönn- um. Alltaf var horft fram á veginn og alltaf var verið að byggja upp fyrir komandi kynslóðir. Þvílík elju- semi. Friðrik var svo lánsamur að eiga góða eiginkonu sem tók virkan þátt í starfinu og oftar en ekki voru þau hjónin saman á safninu þar sem þau tóku á móti gestum og fræddu um undur náttúrunnar eins og þeim var lagið. Það var fjölskyldu okkar mikil gæfa að fá að kynnast Friðrik og Magneu og fjölskyldu þeirra en þau kynni hófust í kjölfar eldgossins 1973. Margar ánægjulegar stundir höfum við átt og margs er að minn- ast. Okkur langar til að þakka Frið- rik samfylgdina og þakka einstökum manni allt það sem hann gaf. Við þökkum áralanga vináttu og tryggð. Minningin um góðan mann mun lifa. Elsku Magnea, við hjónin biðjum góðan Guð að styrkja þig og fjöl- skyldu þína á sorgarstundu. Góður vinur er farinn. Guð blessi hann og varðveiti að eilífu. Þuríður Kristín Kristleifs- dóttir, Guðmundur Þ.B. Ólafsson og fjölskylda. Guðbjartur S. Kon- ráðsson - Minning Fæddur 10. júlí 1970 Dáinn 5. september 1992 Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaði þá aftur hug þinn, og þú munt sjá að þú grætur vepa þess sem einu sinni var gleði þín. (Spámaðurinn) Það er komið haust og allt leikur í lyndi. Sumarvinnunni lokið, skól- inn að byija og það er von á Guð- bjarti Sigurði Konráðssyni, Sigga, og Siggu í bæinn. En á einu andar- taki er allt breytt. Siggi vinur minn hefur orðið fyrir alvarlegu slysi og við tekur erfiður biðtími þar sem vonin um bata dvínar smátt og smátt og aðfaranótt 5. september sl. kvaddi hann þetta líf aðeins 22 ára. Allt of ungur til að deyja. Fram í hugann þjóta óteljandi minningar: Frá fyrstu kynnum okk- ar í Reykjanesskóla, frá samveru okkar í Iðnskólanum síðustu vetur; kaffiþamb í eldhúsinu hjá Sigga og Siggu; pælingar yfir tölvunni; yfir námsefninu; framtíðardraumarnir og endalaust spjall um allt milli himins og jarðar. Það er erfitt að trúa því að þessu sé öllu lokið. Sagt er að tíminn lækni öll sár og með þá trú í hjarta kveð ég vin minn með þakklæti fyrir samleiðina og sendi Siggu, foreldrum Sigga og systkinum, tengdaforeldrum og öllum öðrum ættingjum hans og vinum mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Fjalar. i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.