Morgunblaðið - 12.09.1992, Page 21

Morgunblaðið - 12.09.1992, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1992 Loðnuvertíðin 21 Dani gefur safn ís- lenskra fyrirtækja- og einkennismerkja DANSKUR maður, Otto Christiansen, gaf á dögunum Árbæjar- safni safn íslenskra fyrirtækja- og einkennismerkja og mun elsta merkið vera frá árinu 1903. Afhendingin fór fram á heimili Haf- liða Jónssonar, píanóleikara, og Jónheiðar Níelsdóttur. Það var Margrét Hallgrímsdóttir borgarminjavörður sem tók við merkjun- um. í samtali við Otto Christiansen kom fram að hann hafi byrjað að safna merkjunum árið 1966 þegar hann var í einni af sínum mörgum íslandsferðum en honum og Haf- liða Jónssyni er vel til vina. Hann sagðist hafa rekið augun í hve glæsileg merkin hafi verið á ein- kennisbúningi íslensku flugmann- ana og farið á skrifstofu Flugfé- lags Islands á Hótel Sögu til að falast eftir merkjum. Otto sagði að mjög vel hefði verið tekið á móti sér og að þetta hafi verið byrjunin á söfnun hans. Otto hélt svo áfram að heimsækja hin ýmsu fyrirtæki, t.d. bifreiðastöðvar og skipafélög og voru allir tilbúnir til að gefa Otto merki ef þau voru til. Otto sagði að þegar hann var að hefja söfnunina á einkennis- merkjunum hefði fólk orðið hissa því ekki væri her á íslandi og lít- ið um einkennisbúninga. En Otto sagði það ekki vera rétt því hann hefði séð allskonar merki og bún- inga til að mynda hjá lögreglu- mönnum, tollvörðum, slökkviliðs- mönnum og sýslumönnum. Elsta merkið úr safni Ottos er merki af sýslumannshúfu sem er frá þeim tíma þegar Island var enn undir konungsveldi Danmerk- ur eða frá árinu 1903. Otto vildi koma því á framfæri að hann væri ekki hættur söfnun- inni og ef fyrirtæki og stofnanir vildu leggja sitt af mörkum þá þægi hann það með þökkum því að miklar heimildir lægju í þessum barmmerkjum hvað varðar sögu fyrirtækja og byggðar á íslandi. Morgunblaðið/Kristinnn Frá afhendingu safnsins f.v. Helgi Sigurðsson safnvörður muna- deildar, Margrét Hallgrímsdóttir, borgarminjavörður og Otto Christiansen. Á myndinni má sjá brot safnsins sem gefið var til Árbæjarsafns. Ný alþjóðleg skoðanakönnun um hvalveiðimál Andstaða við hvalveiðar teng- ist lítilli þekkingu á hvölum Lítið veiðst vegna ótíð- ar síðustu 3 vikumar DRÆM veiði vegna ótíðar hefur verið á loðnumiðunum norðan við landið síðustu þrjár vikur. Þórður Jónsson, rekstrarstjóri Síldar- verksmiðja ríkisins, sagði að ekk- ert hefði veíðst í fyrrinótt og spáð væri vaxandi veðri og stormi í morgun. Þórður sagði að samtals hefði verið landað 3733 t af loðnu á Siglu- firði en engu hefði verið landað þar frá því fyrir helgi. Hann sagði að nokkur skip væru á miðunum en lít- ið hefði veiðst síðustu 3 vikur vegna ótíðar. Hefði t.d. ekkert veiðst í fyrri- nótt, einhver von væri í nótt en aft- ur væri spáð vaxandi veðri og stormi á miðunum í morgun. Aðspurður sagði Þórður að greiddar væru 4000 kr. fyrir tonnið af loðnu enda kreppti að mörkuðum. Jóhann Andersen, framkvæmda- stjóri Krossanesverksmiðjunnar, sagði að þar hefði verið landað 3440 t en engu síðan 5. september. Lönd- uðu þá Björg Jónsdóttir ÞH og Guð- mundur Olafur ÓF. Aðspurður sagði Jóhann að loðnan væri heldur ma- grari á vesturmiðunum en þeim aust- ari. Hann sagði að greiddar væru rúmlega 4000 kr. fyrir tonnið. Engu hafði verið landað í Bolung- arvík í gær en Einar Jónatansson, framkvæmdastjóri Einars Guð- finnssonar hf., sagði að von væri á ísleifi ef eitthvað veiddist. Um það bil 12 skip eru á loðnu- miðunum um 90 mílur norður af landinu. Loðnuskipin eru fremur dreifð á miðunum. Þórshöfn í Færeyjum. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. MIKILL meirihluti Ástrala og Þjóðverja og nokkur meirihluti Breta og Bandaríkjamanna er á móti hvalveiðum undir hvaða kringumstæð- um sem er. En mikill meirihluti Japana og Norðmanna telur hvalveið- ar eðliiegar ef þeim er stjórnað á viðunandi hátt. Almenningur í þess- um löndum virðist hafa takmarkaða þekkingu á hvölum og hvalveiði- málum en þekking Norðmanna og Japana er þó mun meiri en hinna. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar könnunar sem unnin var í háskól- um í Bandaríkjunum og Kanada og liggur frammi á stofnfundi Norð- ur-Atlantshafssjávarspendýraráðsins í Þórhöfn í Færeyjum. í könnuninni voru 500 manns í Ástralíu, Bretlandi, Noregi, Þýska- landi og Japan og 1.000 manns í Bandaríkjunum spurðir um afstöðu til hvalveiða. Fyrst var spurt hvort menn væru sammála þeirri fullyrð- ingu að ekki væri hægt að ímynda sér hvers vegna nokkur vildi drepa jafngáfaðar skepnur og hvali. 64% Ástrala voru sammála þessu, 22% í ályktuninni segir ennfremur: „Þessari, stefnu ríkisvaldsins hefur aldrei verið fylgt eftir af meiri hörku en nú og kemur hún jafnt fram í afstöðu þess í þeim samningaviðræð- um sem það á nú í við Félag háskóla- kennara sem og í auknum niður- skurði fjárveitinga til skólans. Að því er launamál varðar hafa félagar í Félagi háskólakennara mátt sæta beinni tímakaupslækkun sökum þess að yfirvinna við rannsóknir fæst nú ekki greidd í sama mæli og áður. Á sama tíma hefur ríkisvaldið einungis boðið félaginu 1,7% launahækkun enda þótt kaupmáttur taxtalauna félagsmanna hafi fallið meira en hjá öðrum háskólamönnum í þjónustu ríkisins og meðallaun séu með því lægsta sem þekkist meðal háskóla- menntaðra manna. Allt hefur þetta gerst á tímum svonefndrar „þjóðar- sáttar". Niðurskurður á fjárveiting- voru ósammála en 13% tóku ekki afstöðu. 64% Breta voru sammála þessari fullyrðingu, 20% voru ósam- mála og 13% tóku ekki afstöðu. 59% Þjóðveija voru sammála, 24% ósam- mála og 18% tóku ekki afstöðu. 25% Japana voru sammála, 50% ósammála og 16% tóku ekki af- stöðu. 22% Norðmanna voru sam- mála, 57% ósammála og 16% tóku um til skólans kemur einkum niður á launaútgjöldum. Hann mun því hafa bein áhrif á laun kennara sök- um minnkandi yfirvinnu. Aukin hagsæld og velferð þjóðar- innar er ekki síst undir því komin að efla það starf sem fram fer við Háskóla íslands. Skipbrot í atvinnu- rekstri undanfarinnar ára staðfesta að besta fjárfestingin er í því fólgin að auknu fé sé varið til að efla rann- sóknir og vísindastörf. Félag há- skólakennara krefst þess að ríkis- valdið sjái svo um að Háskólinn geti starfað eftir þeim markmiðum sem honum hafa verið sett skv. lögum. En til þess að svo megi verða þarf að stórauka fjárveitingar til skólans. Því skorar Félag háskólakennara á yfirvöld fjármála og menntamála að endurskoða stefnu sína í málefnum Háskólans.“ ekki afstöðu. Loks voru 57% Bandaríkjamanna sammála, 25% ósammála og 20% tóku ekki af- stöðu. 60% Ástrala. sögðust sammála þeirri staðhæfingu að þeir væra á móti hvalveiðum undir hvaða kring- umstæðum sem væri. 29% voru ósammála og 11% tóku ekki af- stöðu. 43% Breta voru sammála þessu, 37% voru ósammála en 19% tóku ekki afstöðu. 54% Þjóðveija voru sammála, 24% ósammála og 18% tóku ekki afstöðu. 48% Banda- ríkjamanna voru sammála, 34% ósammála og 27% tóku ekki af- stöðu. 24% Japana voru sammála, 50% ósammála en 18% tóku ekki afstöðu og 21% Norðmanna voru þessu sammála, 57% ósammála en 18% tóku ekki afstöðu. Loks var borin undir þátttakend- ur í könnuninni staðhæfing þess efnis að ekkert væri á móti lival- veiðum ef þeim væri stjórnað á við- unandi hátt. Þessu var 21% Ástrala sammála, 66% ósammála og 13% tóku ekki afstöðu. 19% Breta voru þessu sammála, 64% ósammála og 17% tóku ekki afstöðu. 26% Þjóð- veija voru sammála, 60% ósammála og 14% tóku ekki afstöðu, 27% Bandaríkjamanna voru sammála, 55% ósammála og 17% tóku ekki afstöðu. 64% Japana voru sammála, 22% ósammála en 13% tóku ekki afstöðu og 74% Norðmanna voru þessu sammála, 15% ósammála og 9% tóku ekki afstöðu. Þátttakendur voru spurðir hvað þeir teldu hvalastofna vera stóra til að leiða fram hvort andstaða við hvalveiðar gæti byggst á þeirri trú að livalir væru í útrýmingarhættu. Fram kom að þekking á þessum efnum var almennt lítil, til dæmis vissi aðeins 1% Þjóðveija að búr- hvalir eru yfir milljón dýr. Þá taldi meirihluti Bandaríkjamanna, Ástr- ala og Þjóðveija að aðeins væru til um 10 þúsund hrefnur og aðeins 5% töldu þær yfir 100 þúsund. En talið er að hrefnur séu um 800.000. Svarendur í Japan og Noregi voru þrisvar til fjórum sinnum líklegri til að svara rétt um stærð hrefnu- stofna en í Ástralíu, Englandi, Háskólinn Háskólakennarar mót- mæla „sveltistefnu“ Á FUNDI Félags háskólakennara sem haldinn var í Lögbergi 10. sept- ember sl. var samþykkt ályktun þar sem harðlega er mótmælt „þeirri sveltistefnu sem ríkisvaldið hefur löngum beitt í fjárveitingum tií Háskóla íslands, ódýrasta háskóla á Norðurlöndum", að því er segir í samþykktinni. Bandaríkjunum og Þýskalandi. í könnuninni kom einnig fram að mjög fáir Bretar, Bandaríkja- menn, Ástralir og Þjóðveijar töldu eðlilegt að borða hvalkjöt. Innan við helmingur Japana og Norð- manna studdu hvalkjötsneyslu en jafnmargir voru á móti henni. En í könnuninni kom einnig fram mik- il andstaða við neyslu hrossakjöts, kengúrukjöts og selkjöts. Könnun þessi var unnin af Milton M.R. Freeman hjá Albertaháskóla í Kanada ög Stephen R. Kellert hjá Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Hún var meðal annars kostuð af Hval hf., landsstjórnum Færeyja og Grænlands og ýmsum vísindastofn- unum í Noregi, Japan, Kanada og Bandaríkjunum. -----» ♦ ♦----- Háskóli Islands Hannes flyst í stöðu dósents DÓMNEFND innan félagsvís- indadeildar Háskóla íslands hef- ur gefið álit sitt um hæfi Hannes- ar Hólmsteins ‘Gissurarsonar til þess að flytjast úr stöðu lektors í stöðu dósents við Háskólann. Að sögn Siguijóns BjörnsSonar, forseta félagsvísindadeildar, var einkum litið til ritstarfa Hannesar við mat á hæfi hans. Þau voru næg til að hann teldist hæfur til að gegna stöðu dósents. Gerðuberg Myndlistarsýning þriggja einhverfra listamanna MYNDLISTARSÝNING þeirra Önnu Borgar Waltersdóttur, Áslaugar Gunnlaugsdóttur og Péturs Arnar Leifssonar verður opnuð í Gerðu- bergi mánudaginn 14. september kl. 17.30 að viðstöddum verndara Umsjónarfélags einhverfra, frú Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands. Listamennirnir þrír eru allir hátt að hún gefi sem besta mynd heimilisfólk á sambýli fyrir ein- af þróun í myndsköpun hvers og hverfa við Hólaberg. Þau hafa öll eins. Verndari Umsjónarfélags ein- unnið að myndlist í lengri eða liverfra, frú Vigdís Finnbogadóttir, skemmri tíma og hafa hvert um sig verður viðstödd opnunina og Guðni mótað sinn sérstaka stíl. Verkin á Franzson verður með tónlistarflutn- sýningunni eru öll unnin á þessu ing. Sýningin stertdur til 1. október. ári. Sýningin er sett upp á þann (Fréttatiikynning) Líkamsrækt Stjörnunnar fyrir karla og konur og morgunleikfimi kvenna mun hefjast mánudaginn 14. september Upplýsingar og innritun í síma 651940. Stjarnan Garðabæ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.