Morgunblaðið - 12.09.1992, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1992
33
flokkinn og studdi dyggilega fram-
sóknarménnina sem voru í lands-
málapólitíkinni. Kosningar voru
meiriháttar mál. Þótt ég væri sér-
hlífinn og latur krakki og reyndi
bæði að koma mér hjá að gæta
bama eða fara í sveit þá var ég
alltaf til í að vera í snatti fyrir Fram-
sóknarflokkinn. Þar bauðst kók og
súkkulaði og gott fólk sem ég sent-
ist fyrir. Stundum hafði ég þó
áhyggjur af Jóni í pólitíkinni.
Fannst hann ekki nógu samkvæmur
sjálfum sér. Eins og dag einn eftir
kosningar þegar ég var svona 7-8
ára. Ég kem hjólandi á fullri ferð
fyrir hornið á Kaupfélaginu í góðu
veðri og má engu muna að ég hjóli
á Kaupfélagið vegna þeirra sýnar
sem við blasir. Ég sé Jón frænda
og Björgvin skólastjóra sitja á bekk
við blómagarðihn talandi og hlægj-
andi eins og bestu vinir. Það voru
ekki nema nokkrir dagar frá því
að Jón hafði verið að reyna að sann-
færa alla bæjarbúa um það með
tilþrifum á sviðinu í Alþýðuhúsinu
að fylgismenn Aiþýðuflokksins, og
svo sem allra annarra flokka en
Framsóknarflokksins, væru vafa-
samar persónur. Ég hélt í einfeldni
minni að hann mundi ekki sýna svo
ískyggilegt ístöðuleysi að eyða svo
miklu sem einu orði á það fólk fram-
ar! Núna skil ég að auðvitað þóttu
honum menn eins og Hannibal,
Björgvin eða Matthías milljón sinn-
um skemmtilegri en það fólk sem
hafði hvorki áhuga né skoðanir á
pólitík. Til voru þau þverpólitísku
mál sem hann vann að með hveijum
sem vera vildi. Slíkt mál var varð-
veisla Hrafnseyrar. Heilagur staður
í augum Jóns og annarra Arnfirð-
inga. Hann var eitt sinn með
Hannibal í Hrafnseyrarnefnd.
Hannibal sendi Jóni að sunnan
minningarpeninga um Jón Sigurðs-
son sem hann átti að selja á ísafirði.
Jón gat ekki hugsað sér að fara
að pranga slíku upp á fólk þannig
að hann keypti alla minningarpen-
inga sjálfur. Oktavía gaf ekki mikið
fyrir svona nefndarstörf.
Sambandið á milli Jóns og Oktav-
íu var sérstakt. Stundum heyrði ég
talað um hana út í bæ eins og ein-
hveija Xanþippu og satt var að hún
fór ekki í launkofa með skoðanir
sínar en það var undantekning ef
það sem hún var að beijast fyrir
var ekki velferð annarra. Hún var
skólahjúkrunarkona, í barnavernd-
arnefnd, heilbrigðisnefnd og eigin-
lega eins og sér flokkur með stefnu-
skrá líka þeirri sem Kvennalistinn
er nú með. Ég held að Jóni hefði
þótt tilveran daufleg ef Oktavía
hefði verið skoðanalaus væfla stöð-
ugt sammála seinasta ræðumanni.
Þótt Jón vildi ekki selja minnis-
peninga í frítímanum seldi hann
bækur fyrir Menningarsjóð. Pabbi
hefði ekki keypt sér bækur eins og
Tunglið og tíeyringurinn eftir Som-
erset Maugham eða Rómarveldið
eftir Will Durant nema vegna þess
að Jón ætlaðist til þess. Margar af
þessum bókum voru og eru enn
mínar uppáhaldsbækur. I ísfirðingi
birti Jón oft ljóð. Ekki bara eftir
framsóknarskáld eins og Guðmund
Inga Kristjánsson heldur líka eftir
svona utanflokksmenn eins og
Bronté-systur. Sjötíu og eitthvað
birtist í ísfirðingi stutt kynning á
þeim og þýtt ljóð eftir Emily Bronté.
Þýðandinn var Anonymus. Ég varð
sjúklega forvitin. Ljóð eftir þessa
konu birtust á þessum tíma helst í
femínistatímaritum í útlöndum.
Hver gat verið að þýða þau á
ísafirði? Allir voru ólíklegir! Eg lof-
aði mömmu uppvaski í marga daga
ef hún gæti komist að því hver
þýðandinn var. Anonymus reyndist
vera mágur Jóns, Guðjón E. Jóns-
son, maður Jensu. Þeir voru góðir
félagar og samband Jóns og Jensu
var verulega fallegt. Börn Jensu
gátu ekki gefið henni eftirsóknar-
verðari afmælisgjöf fyrir mánuði
en að bjóða henni vestur að heim-
sækja Jón og að skoða æskustöðv-
arnar í Arnarfirði.
Ég á svo margar góðar minning-
ar af kynnum mínum af Jóni og
Oktavíu að þær eru mér eins og
„veisla í farangrinum" á þessu
ferðalagi sem lífið er og fyrir þann
veislukost er ég þeim þakklát.
Svala Sigurleifsdóttir.
Björg’vin D. Bjöms-
son — Minning
Fæddur 17. október 1976
Dáinn 5. september 1992
Okkur langar til að kveðja með
örfáum fátæklegum orðum ástkær-
an sonarson, sem lést af slysförum
5. september sl.
Björgvin Davíð ólst upp á Siglu-
firði hjá móður sinni, Halldóru
Björgvinsdóttur og góðum fóstur-
föður, Ólafi Þór Ólafssyni. Hann
átti þó margar ferðir hingað til
Ólafsfjarðar, til föður síns, Björns
Vals Gíslasonar, og konu hans,
Þuríðar Rósenbergsdóttur. Hann
var þá tíður gestur á heimili ömmu
og afa og kynntist þar frændsystk-
inum sínum búsettum í Reykjavík,
sem voru á svipuðu reki, en þau
eru árlegir sumargestir hér.
Björgvin hafði gaman af að
spjalla og gerði sér far um að vita
nöfn sem flestra ættingja og var
ákaflega minnugur á þau enda
greindur vel. Hann stundaði íþróttir
eins og aðrir unglingar og starfaði
mikið með KS. Knattspyrna var
hans uppáhaldsíþrótt.
Björgvin var okkur ákaflega kær
sem og öðrum sem hann þekktu.
Það er því sár og þungur harmur
kveðinn að hans nánustu.
Elsku Dóra, Óli, Þurý, Bjössi,
litlu systurnar og önnur náin ætt-
menni, megi góður Guð gefa ykkur
styrk til þess að bera þessa þungu
sorg.
Nú er kveðjustundin komin.
Mynd Björgvins og minningarnar
um hann verða greiptar í hjörtu
okkar svo lengi sem þau slá. Við
kveðjum elskulegan sonarson okk-
ar.
Amma og afi, Ólafsfirði.
Við fórum góða ferð í Héðins-
fjörðinn um verslunarmannahelgina
í fyrra, Bjössi bróðir, ég, konurnar
okkar, og sex barnabörn mömmu
og pabba. Elstir, tveir stálpaðir
strákar, Björgvin Davíð, sonur
Bjössa og Stefán Hafliði, sonur
Alla bróður. Við sögðum í gríni að
þeir hefðu verið teknir með til að
sjá um uppvaskið. Og það máttu
þeir eiga að þeir voru duglegir við
uppþvottabalann, þótt ekki þætti
þeim það verulega skemmtilegt sem
von var. Lífið var í hæsta máta
óréttlátt svona rétt á meðan þeir
voru að skola af diskunum. En þeir
tóku gleði sína fljótt aftur og voru
snöggir að drífa sig út á vatn á
árabátnum að afloknu uppvaskinu
á vit ævintýra, tveir ungir drengir,
bráðum menn.
Og við nutum lífsins sannarlega
þarna, veiddum silung, borðuðum
góðan mat, spiluðum á spil og höfð-
um það notalegt.
Eftir þetta frí var samþykkt ein-
um rómi að fara aðra Héðinsfjarð-
arferð að ári.
Seint í ágúst var svo lagt af stað
í þá ferð. Stefán Hafliði komst ekki
með en í staðinn var komin í hópinn
dóttir okkar Láru, Hilda Jana. Hún
hringdi í frænda sinn og jafnaldra,
Björgvin Davíð á Siglufirði, og bað
hann endilega að koma með, nú
yrði uppvaskið létt, búið að kaupa
pappadiska! Jú, hann var til í tuskið.
Margar stundir frá því Hilda Jana
og Björgvin Davíð voru agnarlítil
hafa þau leikið sér á sumrin hjá
afa og ömmu á Gunnólfsgötunni í
Ólafsfirði. Og alltaf fór jafn vel á
með þeim, þótt hún byggi í Reykja-
vík og hann fyrir norðan. Alltaf var
eins og þau hefðu aldrei skilið, tóku
upp þráðinn eins og þau hefðu síð-
ast sést í gær.
Síðustu vikuna í ágúst var slæmt
veður á Norðurlandi og við kom-
umst ekki til Héðinsfjarðar. Þegar
við sátum heima í eldhúsinu hjá
Bjössa og Þurý og vorum að vand-
ræðast með jiað hvað við ættum
að gera, fyrst ófært væri í Héðins-
fjörðinn, komu mamma og pabbi í
óvænta heimsókn og buðu okkur
dvöl í sumarhúsi sem þau útveguðu
við Höfðavatn í Skagafirði.
Húsinu fylgdu tveir árabátar og
Björgvin Davíð og Hilda Jana fóru
strax fyrsta daginn í ævintýralega
ferð út á Höfðavatn.
Smáan punkt í sólargeisla langt
út á vatni rak undan norðanvindin-
um. Þegar við sáum að þau myndi
bera upp að ströndinni sunnanmeg-
in vatnsins fórum við að gæta að
hveiju það sætti að þau ætluðu að
landi þar en ekki norðanmegin þar
sem sumarhúsið stóð.
Jú, þau höfðu misst aðra árina
og hröktust nær stjórnlaust undan
vmdinum. Jæja.'og hvað gerðuð þið
á meðan?, spurðum við. Við reynd-
um fyrst að veifa ykkur en þegar
við sáum að það vakti engin við-
brögð; þá fórum við bara að syngja.
Og hvað sunguð þið? Hafið bláa
hafið, Stolt siglir fleyið mitt. Queen-
lög og Skjóttu, ja há.
Daginn eftir náðu þau í bátinn
og reru- í tvo og hálfan tíma á
móti vaxandi norðanvindi og komu
bátnum í rétta höfn. Þau voru þreytt
og stolt það kvöld. Við foreldrarnir
vorum stoltir af duglegu börnunum
okkar.
Þrjár nætur af fjórum kusu
Björgvin og Hilda að sofa úti í tjaldi
í rigningu og roki. Hlustuðu á uppá-
haldslögin sín af spólu, töluðu um
allt milli himins og jarðar, stráka
og stelpur, framtíðina og nýju skól-
ana sem þau voru að byija í. Björg-
vin Davíð hlakkaði mikið til að byija
í Fjölbrautaskólanum á Sauðár-
króki.
Svo var farið í sund að Barði í
Fljótum. Keppt var í öllum þeim
sundgreinum sem við kunnum,
unglingarnir gáfu ekkert eftir og
Björgvin sigraði i baksundi. Það var
stutt í það að þessi stóri hrausti
strákur yrði fullorðinn. Það var
gaman að sjá hann þarna í sund-
lauginni leika sér við litlu systurnar
sínar, Sigurveigu Petru, Berglindi
Hörpu, Kötlu Hrund og Gísla
Tryggva frænda sinn, 5 ára snáða.
Björgvin var góður við böm og trúði
Hildu Jönu fyrir því eina nóttina
þarna í tjaldinu að hann hlakkaði
mikið til að eignast börn sjálfur.
Hann er óvenju einlægur af strák
að vera, sagði Hilda Jana, ánægð
með það að eiga svoleiðis frænda.
En í einni svipan er allt breytt
og fyrir okkur sem þekktum Björgv-
in Davíð og þótti vænt um hann
er heimurinn öðmvísi, framtíðin
öðruvísi án hans.
Hilda Jana hefur misst kæran
vin og frænda. Við öll höfum misst
mikið, stórt skarð er höggvið í fjöl-
skyldu okkar, Björgvins Davíðs er
sárt saknað.
Fyrir okkur verða þessir síðustu
dagar í ágúst, samveran við Höfða-
vatn, dýrmæt minning og við þökk-
um fyrir hana.
Elsku Bjössi, Þurý, Dóra, ÓIi og
fjölskyldur, megi Guð gefa ykkur
styrk í mikilli sorg.
Gísli, Lára, Hilda Jana og
Gísli Tryggvi.
Það haustar snemma í ár hér á
Siglufirði. Undanfarnar vikur hefur
verið kaldranalegt um að litast en
þó aldrei eins drungalegt og sunnu-
dagsmorguninn er bæjarbúum
barst fréttin um að ungur Siglfírð-
ingur, Björgvin Davíð Björnsson,
væri látinn og hefði farist í umferð-
arslysi daginn áður. Haustið hafði
hrifsað til sín ungan dreng í blóma
lífsins.
Björgvin Davíð var sonur frænku
minnar Halldór S. Björgvinsdóttur
og Björns V. Gíslasonar, sjómanns
og bæjarfulltrúa á Ólafsfirði. Þau
hófu búskap sinn á Ólafsfirði en
slitu síðar samvistir og fluttist Hall-
dóra þá heirn til Siglufjarðar með
Björgvin Davíð.
Tengsl þeirra feðga voru ávallt
góð og mikil þó að þeir byggju
ekki saman og einnig reyndist
seinni maður Halldóru, Ólafur Þór
Ólafsson, aðalbókari hjá Siglufjarð-
arkaupstað, Björgvini sem besti
faðir og mikill félagi. Hann átti því
í raun tvo elskulega feður sem báð-
um var jafn annt um vöxt hans og
þroska. Frændgarðurinn í báðum
þessum norðlensku fjörðum var
honum líka jafn náinn og traustur.
Björgvin Davíð ólst upp hér á
Siglufirði og tók virkan þátt í æsku-
lýðs- og íþróttastarfi eins og marg-
ir aðrir unglingar. Hann stundaði
skíði, badminton og knattspyrnu en
hún var hans aðaláhugamál og þar
náði hann mikilli leikni og árangri.
Björgvin lauk prófi í vor frá Grunn-
skóla Siglufjarðar og hugurinn
stefndi til framhaldsnáms. Tilhlökk-
unin var mikil, á sunnudaginn
skyldi haldið ásamt mörgum skóla-
systkinum í Fjölbrautaskóla Norð-
urlands vestra á Sauðárkróki.
Framtíðin virtist björt og skýr við
nám í vinahópi.
Við Siglfirðingar höfum misst
einn af okkar glæsilegustu ungu
sonum og það er erfitt að sætta sig
við. Ég kveð Björgvin Davíð,
frænda minn, með þakklæti fyrir
kynnin og flyt öllum ástvinum hans
dýpstu samúðarkveðjur með ósk um
að þeim veitist styrkur Guðs og
huggun í þungum harmi.
Kristján L. Möller.
„Dauðinn og ástin eru vængirnir
sem bera góðan mann til himins.“
Þessi orð Michelangelos koma upp
í huga minn er við fylgjum ungum
og elskulegum frænda mínum til
grafar í dag.
Ég get varla lýst því með orðum
hvemig mér varð innanbijósts er
ég fékk fregnir af því að systurson-
ur minn, Björgvin Davíð Björnsson,
hefði látist í umferðarslysi sl. laug-
ardag, aðeins 15 ára að aldri. Mað-
ur spyr sjálfan sig hver sé tilgang-
urinn með því að nema ungt fólk,
í blóma lífsins, á brott úr þessu
jarðneska lífi. Hvers vegna kveður
dauðinn dyra hjá svo ungum og
efnileguin dreng sem átti allt lífið
framundan? Þessum spumingum
verður ekki svarað, en eftir stönd-
um við með tómleikann innan-
bijósts og heimurinn fátækari eftir
missi þessa lífsglaða drengs.
Björgvin Davíð var fæddur á
Siglufirði 17. október 1976, og hefði
því orðið 16 ára í næsta mánuði.
Foreldrar hans vom systir mín,
Halldóra Salbjörg Björgvinsdóttir,
og Björn Valur Gíslason. Þau
bjuggu á Ólafsfirði fyrstu árin, en
slitu samvistum árið 1978 og flutt-
ist þá Dóra með son sinn aftur inn
á heimili foreldra okkar í Hafnar-
túni 6, Siglufirði. Björgvin Davíð
var fyrsta barnabarn foreldra
minna, Björgvins Jónssonar og
Halldórii Pétursdóttur, og því eðli-
legt að tengslin yrðu sterk við þess-
ar aðstæður. Þetta varð einnig
breyting fyrir okkur bræðurna,
enda tókum við Björgvini Davíð sem
okkar litla bróður á þessum árum.
Þau eignuðust síðan eigið heimili
og ég minnist þess hve móðirin
unga var dugleg og stolt af því að
hafa búið litla drengnum fallegt og
hlýlegt heimili. Eftir að þau mæðg-
in höfðu búið tvö saman um nokk-
urt skeið kynntist Dóra Ólafi Þór
Ólafssyni og hafa þau búið saman
síðan. Miklir kærleikar tókust strax
með þeim Óla og Björgvini Davíð.
Þeir umgengust hvor annan eins
og faðir og sonur. Fjölskyldan
stækkaði síðan árið 1983, þegar
Dóra og Óli eignuðust Stellu Dór-
ótheu. Þrátt fyrir aldursmuninn var
samband þeirra systkinanna mjög
gott og einkenndist af ástúð og
umhyggju. Mjög gott samband
hélst alla tíð milli þeirra feðga
Björgvins og Björns Vals. Hann bjó
um tíma í Reykjavík en fluttist síð-
an aftur til Ólafsfjarðar og styrktr-
ust þá böndin enn betur. Björn
Valur giftist Þuríði Lilju Rósen-
bergsdóttur og eiga þau saman
þijár dætur; Sigurveigu Petru,
Berglindi Hörpu og Kötlu Hrund.
Björgvin Davíð átti því aðra indæla
fjölskyldu á Ólafsfirði og þar gat
hann einnig leitað til föðurafa síns
og ömmu, Gísla og Sigurveigar, og
frændfólks.
Það er óhætt að segja að það
hafi færst líf og fjör yfir heimilið í
Hafnartúni 6 á Siglufirði eftir að
Björgvin Davíð fæddist og þessi litli
ljóshærði snáði fór að vaxa úr grasi.
Við áttum saman ófáar stundirnar
er við systkinin bjuggum enn í föð-
urhúsum. Það er því með söknuði
sem ég rifja upp þá tíma er ég tók
að mér að gæta frænda míns á
unglingsárunum. Þá fékk ég fyrst
að kynnast þeirri tilfinningu sem
maður fær með því að umgangast
börn, þessari sérstöku ástúð sem
aldrei hverfur. Að þessari reynslu
bjó ég þegar mín eigin börn litu
dagsins ljós, og fengu þau einnig
að kynnast stóra frændanum sínum
sem þau litu upp til. Á þessum árum
fyllti Björgvin Davíð upp í það
tómarúm sem myndaðist hjá for-
eldrum mínum er við systkinin fór-
um að flytjast að heiman. Hann var
eina barnabarnið lengi vel og var
því heimagangur hjá afa og ömmu
í Hafnartúninu, sem oft á tíðum
sóttust eftir að fá að hafa strákinn
hjá sér. Hið sama má segja um
tengslin við foreldra Óla eftir að
fjölskyldan fluttist á Hvanneyr-
arbraut 63, við hliðina á Palla og
Stellu. Þau tóku Björgvini sem sínu
bamabami og þar var hann dagleg-
ur gestur, enda voru þeir jafnaldrar
og miklir vinir Björgvin og Róbert,
sonur þeirra.
Björgvin Davíð hafði því fest
rætur á mörgum heimilum og því
er skarð höggvið í margar fjölskyld-
ur við fráhvarf hans. Ekki má
gleyma öllum langömmunum og
langöfunum, frændum og frænkum
sem fengu að njóta heimsókna hans
í gegnum árin. Björgvin Davíð var
bráðþroska, duglegur og vel gefinn.
Hann tók námið alvarlega og hafði
lagt hart að sér við að ljúka grunn-
skólanum með sem bestum árangri
í vor til þess að undirbúa sig fyrir
haustið. Þá ætlaði hann að hefja
nám í Fjölbrautaskólanum á Sauð-
árkróki, en örlögin gripu inn í dag-
inn áður en af því gat orðið.
Svona atorkusamur og efnilegur
unglingur hafði auðvitað ótal
áhugamál og var virkur í öllu fé-
lagslífi. Þar stóðu íþróttirnar og
tónlistin upp úr. Hann stundaði
knattspyrnu, badminton og skíði
af miklum áhuga og var í raun lið-
tækur í öllum íþróttum. Slíkur var
krafturinn. Þó var mesta .kappið
lagt á fótboltann þetta árið með
3ja flokki Knattspyrnufélags Siglu-
fjarðar og náði hann svo langt að
vera valinn til þess að æfa með
drengjalandsliðinu í sumar. Það er
árangur sem er afar sjaldgæfur hjá
piltum úr „litlu“ liðunum af lands-
byggðinni. í fótboltanum náðu þeir
vel saman Björgvin og Óli, enda
þjálfaði Óli strákana í sumar. Ég
minnist þess þegar ég kom heim í
sumarblíðuna á Siglufírði um versl-
unarmannahelgina, hvað það
kveikti ljúfar endurminningar að
horfa á knattspyrnuleik strákanna
á gamla fótboltavellinum í miðbæn-
um. Og þarna var litli frændi minn
orðinn fullþroska unglingur og
gnæfði yfir jafnaldra sína á vellin-
um, sterkur sem klettur í vörninni.
Hann hafði ágæta tónlistarhæfi-
leika og fallega söngrödd. Hann
stundaði um tíma nám í Tónlistar-
skóla Siglufjarðar, söng með kórum
og spilaði í hljómsveit. Veiðiáhuginn
var heldur ekki langt undan og það
rifjast því upp fyrir mér hvað hann
var glaður er hann fékk að fara
SJÁ NÆSTU SÍÐU