Morgunblaðið - 12.09.1992, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1992 35
Minning
Guðmundur Jóns
son, Hvolsvelli
Fæddur 19. október 1944
Dáinn 1. september 1992
í dag, 12. september 1992, verð-
ur jarðsettur frá Stórólfshvols-
kirkju, Guðmundur Jónsson, tré-
smiður á Hvolsvelli.
Guðmundur fæddist á Kálfsstöð-
um í Vestur-Landeyjum, yngstur 6
barna hjónanna Gróu Brynjólfsdótt-
ur, fædd 1904, dáin 1966 og Jóns
Einarssonar, fæddur 1900, dáinn
1964, en þau bjuggu á Kálfsstöðum.
Eftirlifandi börn þeirra hjóna eru:
Guðrún, Lilja, Brynjólfur, Hanna
og Einar.
Kynni mín af Guðmundi hófust
árið 1956, er hann nam við barna-
skólann á Hvolsvelli, en hann dvaldi
hjá systur sinni og mági, Guðrúnu
og Hermanni á Kotvelli í Hvol-
hreppi, tvo síðustu vetur sína í
barnaskóla.
Guðmundur vann við hefðbundin
sveitastörf á Kálfsstöðum allt þar
til hann réðst til Kaupfélags
Rangæinga árið 1965, sem lærling-
ur í húsasmíði, en iðnskólanám sótti
hann á Selfoss.
Undirritaður telur það til forrétt-
inda að hafa fengið að kynnast
Guðmundi mjög náið. Fyrst í barna-
skólanum á Hvolsvelli, en þar
byggðust kynnin fyrst og fremst á
sameiginlegum áhuga okkar beggja
á skáklistinni. Síðan tók við sam-
starf í vinnu og félagsmálum sem
reyndar snerist fljótt í góða vináttu
sem stóð allt til loks lífshlaups
Guðmundar hérna megin landa-
mæra.
Eftir að hafa unnið við smíðar
hjá undirrituðum allt frá 1969 af
fádæma samviskusemi og dugnaði,
gerðist Guðmundur einn af stofn-
endum Byggingarfélagsins Áss hf.
á Hvolsvelli árið 1977, þar sem
hann stundaði iðngrein sína allt þar
til heilsa hans gaf sig á haustdögum
1987.
Við vinnu sína lagði hann sig
mjög fram um að þjónusta við-
skiptavinina sem allra best og verð-
ur að segjast, að stundum fannst
samstarfsmönnunum hann ganga
nokkuð langt í þeim efnum á eigin
kostnað ogjafnvel að ástæðulausu.
Um 10 ára skeið dvaldi Guð-
mundur á heimili okkar eða átti
persónuleg samskipti við okkur
hjónin. Sambýli við Guðmund var
afar ljúft og vandræðalaust.
Guðmundur bjó yfir mörgum
góðum kostum sem einn mann get-
ur prýtt, en hann var ekki maður
sem gumaði af sjálfum sér. Og
ekki hefði honum þótt tilhlýða að
skrifuð yrðu um sig eftirmæli í hrós- „
yrðastíl.
Það er í rauninni afar einfalt og
ljúft að minnast Guðmundar Jóns-
sonar ef svo má til orða taka. Lífs-
hlaup hans og stíll var svo sléttur
og felldur. Allir sem þekktu Guð-
mund vissu hvar þeir höfðu hann
og hvers var af honum að vænta.
Þeir sem ekki þekktu hann fyrir,
þurftu ekki langan tíma til að kom-
ast að raun um mannkosti þá sem
hann hafði til að bera. Hann þurfti
hvorki né reyndi að sanna sig með
orðagjálfri eða öðrum tilburðum.
Hann var hrókur alls fagnaðar
meðal fólks og hafði til að bera
hnyttilegar athugasemdir og tilsvör
á hraðbergi ef svo bar undir og
þurfti ekki til þess nein þau meðul
sem öðrum finnst nauðsynleg. Guð-
mundur kom til dyranna eins og
hann var klæddur.
Guðmundur var einhleypur og
barnlaus og batt ekki trúss sitt við
aðra en sjálfan sig á lífsleiðinni að
öðru leyti en því, að fyrir utan sam-
býli með bróður sínum, Brynjólfi í
Stóragerði 25 og góð tengsl við
systkini sín og venslafólk, átti hann
stóran kunningjahóp, hvort sem var
á vinnustað eða í félagsmálum, en
þeim sinnti hann af miklum áhuga
og dugnaði.
Varla var sú almenn afþreying
til í syeitafámenninu, að Guðmund-
ur léti þar ekki til sín taka.
Hann var mikill unnandi alls
kyns íþrótta þótt hann stundaði'þær
lítið sjálfur nema golfið sem hann
iðkaði meðan heilsan var í lagi.
Hann gerðist einn af stofnfélög-
um Kiwanisklúbbsins Dímonar á
Hvolsvelli árið 1976 og var forseti
kúbbsins 1987—88, en áður hafði
hann gegnt þar fjölmörgum trúnað-
arstörfum.
í Bridsféiagi Hvolshrepps og ná-
grennis gegndi hann trúnaðarstörf-
um nær óslitið frá 1975 og var
hann formaður félagsins frá 1989
til dánardags.
Hann var félagi í Skákfélagi
Rangæinga og gengdi þar trúnað-
arstörfum þegar það félag stóð í
mestum blóma.
Þá var hann félagi og gjaldkeri
til margra ára og hin síðustu ár,
heiðursfélagi í Golfklúbbi Hellu.
Guðmundur var mikill áhuga-
maður um veiðiskap og fiskirækt.
Hann var félagi í Stangaveiðifélagi
Rangæinga og endurskoðandi hin
síðari ár. Þá var hann einn af stofn-
endum Búfiska hf. sem hóf ræktun
í Rangánum árið 1987.
Margir munu minnast hans sem
afgreiðslu- og eftirlitsmanns í veiði-
skúrnum við Hellinn hin síðar ár,
en þar átti hann miklum vinsældum
að fagna meðal veiðimanna fyrir
góða þjónustu og framkomu.
í Búfiski hf. sem og í Byggingar-
félaginu Ás hf. voru Guðmundi fal-
in trúnaðarstörf sem félagskosinn
endurskoðandi, enda glöggur mað-
ur og vökull.
Sem félagi í Stangveiðifélagi
Rangæinga, ruddi Guðmundur veg-
inn ásamt nokkrum öðrum félögum
árið 1980 og fór til Bæjaralands í
Suður-Þýskalandi og stofnaði þar
til kynna við veiðifélaga í Kempten
og nágrenni. Sú ferð varð upphafið
að einstökum kynnum við góða fé-
laga þar syðra sem Guðmundur
kunni.vei að meta og þeir ekki síð-
ur hann fyrir sitt framlag í heim-
sóknum þeirra til íslands.
Auk félagsmálastarfa var Guð-
mundur aðdáandi listar af ýmsu
tagi. Hann hafði yndi af tónlist af
ýmsum toga og eignaðist rafmagns-
orgel sem hann dútlaði við þegar
svo bar undir.
Kveðskapur var Guðmundi í blóð
borinn og var hann orðhagur vel.
Hann orti vísur og kvæði sem hann
því miður tranaði lítt fram nema
þá helst í góðra vina hópi. Hann
komst þó ekki alltaf upp með að
halda þessum hæfileika sínum hjá
sjálfum sér, enda eftirsóttur annála-
smiður og upplesari við hin ýmsu
tækifæri. Síðast sá hann um annál
á þorrablóti í Hvolhreppi sem gatan
hans, Stóragerði, stóð fyrir sl. vet-
ur. Og næsta verkefni í þeim efnum
átti að vera á árshátíð golfklúbbsins
í næsta mánuði, en af því mun
ekki verða, enda hefur Guðmundi
verið falinn önnur og æðri verkefni.
Guðmundur var vel fróður um
flesta hluti þrátt fyrir stutta skóla-
göngu og var sjaldnast komið að
tómum kofunum hjá honum ef ein-
hverrar vitneskju þurfti við.
Hann hafði ákveðnar skoðanir
og áhuga á pólitík og fylgdist vel
þeim málum sem öðrum. í þeim
efnum, mat hann mest frelsi ein-
staklingsins til orðs og athafna og
var lítt hrifinn af boðum og bönn-
um.
Því miður var Guðmundur ekki
þess aðnjótandi að lifa við góða
heilsu til æviloka. Hann veiktist
haustið 1987 af þeim sjúkdómi sem
lagði hann lokum að velli, þrátt
fyrir kafla inn á milli sem gáfu
góðar vonir að því er virtist.
Það var einstaklega lærdómsríkt
að starfa og fylgjast með Guð-
mundi þessi sjúkdómsár hans. Hann
brást afar hetjulega við þessum
óvænta óvini sem að honum sótti
og kom mönnum á óvart með óbil-
andi bjartsýni á lífið og tilveruna.
Við Guðmundur áttum nokkurt
samstarf i bytjun þessa árs, en þá
var hann búinn að vera alls hress
um nokkurt skeið. Ljóst var þó, að
sjúkdómurinn háði honum nokkuð.
En athafnasemin gaf Guðmundi
ákveðna lífsfyllingu þrátt fyrir veik-
indin sem svo óvænt og ótímabært
bundu enda á líf hans.
Nú er komið að leiðarlokum í
þessari tilvist. Allir sem þekktu
Guðmund Jónsson, fara ekki dult
með, að við fráfall hans er genginn
einstakur og vel gefinn maður sem
mikill sjónarsviptir er að. í fámenn-
inu er erfitt að sætta sig við að
missa slíka heiðursmenn úr vina-
hópnum og félagatalinu.
En minningin lifir og Guðmundur
er ekki horfinn frá okkur nema að
því leyti sem skilur að líf og dauða.
Það er víst, að hinir fjölmörgu vinir
og kunningjar Guðmundar munu
minnast hans um mörg ókomin ár
með einum eða öðrum hætti. Þeir
munu minnast orðatiltækja og til-
svara að hætti Guðmundar, auk
ýmissa atvika úr tilverunni hérna
megin, því þau voru mörg og minn-
isstæð.
Eg hef verið beðinn um að skila
kveðju frá Stangveiðifélagi Rangæ-
inga og Golfklúbbi Hellu með inni-
legu þakklæti fyrir vel unnin störf
í þágu þessara félaga. Á þessum
vettvangi sem öðrum, verður hans
sárt saknað.
Fjölskyldan í Stóragerði 10,
þakkar samfylgdina við Guðmund
og fyrir frábær og lærdómsrík
kynni við heiðursmann.
Aðstandendum hans vottum við
okkar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Guðmundar
Jónssonar og megi hann hvíla í friði.
Aðalbjörn Kjartansson.
Dáinn, horfinn! - Hannafregn
Hvílíkt orð mig dynur yfir!
En ég veit að látinn lifir.
Það er huggun harmi gep.
(Jónas Hallgrímsson)
Fyrsta september síðastliðinn
barst okkur sú harmafregn að Guð-
mundur Jónsson, formaður okkar
og félagi, væri látinn langt um ald-
ur fram, aðeins 48 ára gamall. Við
vissum að Guðmundur var ekki
heill heilsu og hafði svo verið um
nokkur ár. En við leyfðum okkur
að vona að með hjálp lækna, vilja-
festu og þrautseigju, sem hann
ávallt, sýndi kæmist hann yfir sjúk-
dóm sinn, því er hann hélt til fund-
ar við lækna sína nú síðast fannst
okkur hann nokkuð hress og bjugg-
umst við að hann kæmi ennþá
hressari til baka eins og jafnan
áður. Þess vegna kom andlát hans
svo óvænt. Guðmundur var vel gef-
inn og vandaður maður, hafði auga
fyrir því spaugilega sem henti hann
sjálfan, menn og málefni, og átti
hann mjög gott með að setja það
á blað hvort sem var í bundnu eða
óbundnu máli og flutti það snilldar-
lega, en hann gætti þess vandlega
að meiða ekki neinn. Guðmundur
var góður og traustur félagi og
tæki hann eitthvað að sér vissu
menn að því væri vel borgið. Hann
var kosinn í stjórn Bridsfélagsins
árið 1975 og má segja að síðan
hafi hann gegnt stjórnunarstörfum
með örlitlum hléum, en þá var hann
kosinn endurskoðandi. Árið 1988
var Guðmundur kosinn formaður
félagsins og gegndi því starfi til
dauðadags. Hann var áhugasamur
og ósérhlífinn og helgaði félaginu
krafta sína. Briddsfélagið vill með
þessum orðum þakka Guðmundi
fyrir framúrskarandi starf í þágu
félagsins. Því auk formannsstarfs-
ins kom það að mestu í hans hlut
að vera spilastjóri, áhaldavörður og
sjá um að skipuleggja mót og heim-
sóknir á vegum félagsins. Guð-
mundur hefur verið kallaður til
annarra starfa „Guðs um geim“.
Vandvirkni, heiðarleiki og trú-
mennska einkenndi öll lians störf
og við trúum að svo muni einnig
verða í nýjum heimkynnum. Guð-
mundar verður sárt saknað af félög-
um Bridsfélagsins.
Flýt þér, vinur, í fegra heim.
Kijúptu að fótum friðarboðans,
og fljúgðu á vængjum morpnroðans
meira að starfa Guðs um geim.
(Jónas Hallgrímsson)
Guð blessi minningu Guðmundar
Jónssonar.
F.h. Bridsfélags Hvolsvallar og
nágrennis,
Ingibjörg Þorgilsdóttir.
Otal minningar komu upp í hug-
ann þegar sú frétt barst að félagi
okkar, Guðmundur Jónsson, væri
látinn. Minningar um góðan dreng
og jákvæðan. Það var árið 1977 á
öðru starfsári Kiwanisklúbbsins
Dímonar að Guðmundur gerðist
Kiwanismaður. Þeim okkar sem
ekki þekktu hann áður varð strax
ljóst að hér var kominn athugull
og yfirvegaður féiagi, sem kunni
svo sannarlega að slá á létta strengi
og var fljótur að sjá skemmtilegar
hliðar á ýmsum málum. Guðmundur
var fljótlega valinn í stjórn klúbbs-
ins og varð forseti starfsárið
1988—89. Gott var að leita til hans
bæði í leik og starfi. Á fundum flutti
Guðmundur okkur oft eitthvað
sjálfvalið efni, svo sem ljóð eða litl-
ar skemmtisögur og ekki var það
verra þegar hann kom með frums-
amdar visur um okkur félagana.
Þar voru mörg gullkornin. Allt efni
flutti Guðmundur á sinn sérstaka
og skemmtilega hátt svo að unun
var á að hlýða.
Guðmundur var mjög góður
ferðafélagi. Mér er sérstaklega
minnisstæð ferð sem við fórum til
Hafnar í Hornafirði af stofnun Kiw-
anisklúbbsins Óss. Ýmislegt óvænt
kom fyrir á leiðinni en Guðmundur
sýndi okkur björtu hliðarnar á öllum
hlutum.
Minningin um Guðmund Jónsson
mun lifa í hugum okkar Kiwanis-
manna og verða okkur hvatning í
stárfi.
Ég vil fyrir hönd Dímonarfélaga
þakka honum samfylgdina og votta
systkinum hans okkar innilegustu
samúð og bið góðan Guð að blessa
minningu hans.
Kiwamsklúbburinn Dímon,
Jón Ogmundsson forseti.
Það eru ekki alltaf þeir, sem
hæst láta og mest berast á, sem
hafa mest á hrif á samferðamenn
sína og gera þeim auðveldara að
í yfirlýsingunni segir: „Hlutfall
launa í framleiðsiukostnaði þeirra
búvara sem framleiddar eru á inn-
lendu fóðri er tiltölulega hátt og
því myndi þessi skattkerfisbreyting
koma afar illa við þær og leiða til
hækkunar framleiðslukostnaðar, á
sama tíma og verið er að leita allra
tiltækra leiða til að lækka fram-
leiðslukostnað búvara.
Með því að nota laun sem skatt-
stofn fyrir innheimtu skatta væri
takast á við lífið. Guðmundur
frændi okkar var einn þeirra manna
sem öðrum er hollt að læra af og
þegar við fylgjum honum til grafar
í dag, getum við sótt okkur styrk
í hvernig hann mætti erfiðleikum
með hugrekki og æðruleysi.
Þrátt fyrir að Guðmundur gengi
síðustu æviár sín með ólæknandi
sjúkdóm virtist hann taka því með
jafnaðargeði. Góða skapið lét ekki
undan síga, þótt hann væri oft þjáð-
ur og þyrfti að gangast undir erfið-
ar ' meðferðir á sjúkrahúsum, en
hann lést eftir eina slíka á Land-
spítalanum.
Guðmundur fæddist á Kálfsstöð-
um í Vestur-Landeyjum, sonur
hjónanna Jóns Einarssonar og Gróu
Brynjólfsdóttur. Guðmundur var
yngstur sex systkina: Guðrúnar
Helgu, Lilju, Brynjólfs, Hönnu og
Einars. Eftir iðnskólanám á Sel-
fossi vann Guðmundur á trésmíða-
verkstæði Kaupfélags Rangæinga
á Hvolsvelli í nokkur ár, en hóf
síðan störf hjá Aðalbirni Kjartans-
syni á Hvolsvelli og samstarf þeirra
varði meðan Guðmundi entist
heilsa.
Guðmundur tók meðal annars
þátt í stofnun fiskeldisfyrirtækisins
Búfisks hf. Búfiskur tók Rangárnar
á leigu og sleppti í þær gönguseið-
um. Guðmundur ká um veiðileyfa-
sölu og umsjón með ánum sumarið
1990. Það sem upphaflega átti að
vera róleg sumarvinna breyttist
skyndilega í ígildi ströngustu
síldarvertíðar, þegar árnar fylltust
af laxi og urðu raunar aflasælastar
veiðiáa það sumarið. Vaktirnar í
litla skúrnum á Hellu urðu gjaman
langar og þeir voru ófáir sem komu
stoltir með maríulaxinn sinn til
Guðmundar þetta sumar til að láta
hann vigta og skrá.
Guðmundur tók af lífi og sál
þátt í því sem hann fékk áhuga á
og náði góðum árangri í flestu.
Hann var góður skákmaður á yngri
árum og lagði síðar stund á brids
með ágætum árangri. Þá náði hann
góðum tökum á golfíþróttinni þótt
hann kynntist henni ekki fyrr en á
fullorðinsárum. Einnig var Guð-
mundur virkur í félagsmálum og
gegndi m.a. formennsku í Kiwanis-
klúbbnum á Hvolsvelli og Bridsfé-
lagi Hvolsvallar og nágrennis.
Hann var orðheppinn og hag-
mæltur, átti gott með að segja frá
og oft á tíðum kryddaði hann frá-
sögnina með því að bregða fyrir
sig röddum og svipbrigðum sögu-
efnanna og ekki voru það ófáir
pistlar og bragir sem hann var
fenginn til að flytja á hinum ýmsu
skemmtunum við góðar undirtektir.
Aldrei skorti umræðuefnin þegar
Guðmundur var náiægur, hvort
sem það var frammistaða íslenskra
íþróttamanna, hreppapólitíkin,
veiðin í Rangá, eða það sem efst
var á baugi í fréttum.'
Á kveðjustundinni syrgjum við
Guðmund Jónsson, en við erum
einnig þakklát fyrir að hafa fengið
að kynnast honum. Minningin um
hann tengist vellíðan og gleði og
þannig minnisvarða reisa sér ekki
allir í hugum annarra.
Systkinin frá Kotvelli.
verið að íþyngja þeim greinum
umfram aðrar sem byggja fram-
leiðslu sína upp á innlendu vinnu-
afli. Þetta hefði í för með sér að
samkeppnisstaða innlendrar fram-
leiðslu, búvara sem annarra, myndi
versna frá því sem nú er.
Það væri einkennileg stjórnviska
í ljósi þeirrar þróunar sem á sér
nú stað i þjóðfélaginu með vaxandi
atvinnuleysi og miklum greiðslu-
halla í viðskiptum við útlönd.“
Stéttarsamband bænda
Hækkun trygging-
argjalds mótmælt
í yfirlýsingu frá Stéttarsambandi bænda er lýst undrun yfir þeim
tillögum stjórnvalda að hækka álagningarhlutfall tryggingargjalds
á launahluta búvöruframleiðslunnar í kjölfar þess að aðstöðugjald
yrði lagt niður.