Morgunblaðið - 12.09.1992, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1992
Þakkaðu Guði fyrir flugurn-
ar. Þú myndir ekki hreyfa
svo mikið sem einn fingur,
væru þær ekki í kringum
þig...
Ég verð að fara til að á það
reyni hvað ég eigi að gera,
ef þú ert ekki með mér.
HÖGNI HREKKVÍSl
|Hl«iír!0iMiitWítí»itíi
BRÉF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Þriggja ára lamba-
kjöt á tilboðsverði
Frá Gunnlaugi Sveinssyni:
Ég hef oft hugsað um grein sem
Ólafur. H. Dýrmundsson vinur minn
skrifaði í Morgunblaðið 28. aprí! sl.
Ólafur nefndi greinina „Lausaganga
búfjár". Ég hef lengi haft á pn'ónun-
um að svara Ólafi, en í byijun maí
snæddi ég lambakjöt á tilboðsverði.
Eftir þetta át hef ég verið slappur
til ritstarfa og kennt ógleði enda kom
í ljós að tilboðskjötið hafði legið þrjú
ár í frysti áður en það var sett á
útsölu. Nú hef ég hins vegar náð
fullri heilsu með gjörbreyttu matar-
æði og sest því við tölvuna.
í greininni bendir Ólafur á „að
búið sé að friða stór svæði í Land-
námi Ingólfs fyrir allri beit og innan
þeirra eru allir kaupstaðir og kaup-
tún“. Af orðum Ólafs mátti ráða að
hann teldi þetta horfa til framfara.
Ég hef bögglast með þessa fullyrð-
ingu Ólafs fyrir brjósti og vil nú
skoða hana nánar. Hvers vegna er
verið að girða af svæði? Fyrir hveij-
um þarf að girða af fyrir? Hver er
sá vondi úlfur? Og hvers vegna þarf
að loka mannfólkið á þessu svæði
inni í girðingu? Svarið er einfalt: Svo
sauðkindur geti farið þangað sem
þær vilja óhindrað. Hvers vegna eru
það forréttindi sauðkindarinnar að
valsa fijáls um ísland? Hefur vini
mínum Ólafi aldrei dottið í hug að
snúa dæminu við. Hvernig væri að
loka sauðkindina inni í girðingar-
hólfum, í stað mannfólksins. Fólk á
ekki að loka inni í girðingum, sauðk-
indur passa miklu betur inn í girð-
ingar.
Við verðum að endurskoða hugs-
unarhátt okkar þótt stutt sé síðan
við vorum nýlenda undir erlendri
áþján. Sauðkindur á íslandi eru vist-
fræðilegt slys eins og minkurinn.
Þær eyðileggja viðkvæmt lífríki og
eiga hér ekki heima. Að haga sér
eins og hirðingi og stunda mold-
arkofa hugsunarhátt tilheyrir liðnum
tíma. Ég skora á Ólaf og Ögmund
og alla íbúa í landnámi Ingólfs að
hætta neyslu lambakjöts þar til allar
sauðkindur hafa verið lokaðar inni
í einu af þeim girðingarhólfum sem
fólk býr inni í. Varla hafa þessar
girðingar verið reistar til að koma í
veg fyrir lausagöngu almennings?
GUNNLAUGUR
SVEINSSON
VELVAKANDI
LÚSIFER
TÝNDUR
Þrátt fyrir mikla leit hefur
ekkert spurst til Lúsífers, sem
hvarf frá Vatnsendabletti 27
v/Elliðavatn sunnudaginn 21.
júní. Lúsífer er 2ja ára gelt
fress, svartur með hvíta kampa,
háls, kvið og fætur, einnig er
rófubroddurinn hvítur. Þeir sem
gætu gefíð upplýsingar um af-
drif hans eru vinsamlegast
beðnir um að hafa samband við
Hallveigu í heimasíma 673621
eða vinnusíma 19200 eða láta
vita í Kattholti í síma 672909.
SKÓR
Barnastrigaskór fannst í
strætisvagnabiðskýlinu við Ráð-
húsið. Upplýsingar í síma
73374.
GÓÐ ÞJÓNUSTA
Mikael Fransson:
Ég fór með bílinn minn á
verkstæði Jöfurs fyrir skömmu
en þegar ég hafði náð í hann
kom í ljós að ekki hafði verið
gert við allt eins og ég hafði
pantað. Ég snéri mér því til
þeirra aftur og hélt að það yrði
einhver bið. En bíllinn var tek-
inn inn með það sama og við-
gerðinni lokið samdægurs.
Þarna mætti ég Ijúfmannlegri
framkomu og greiðasemi en þvi
er ekki að heilsa á öllum bíla-
verkstæðum. Vil ég þakka þeim
fyrir góða og fljóta þjónustu.
GUTTIER
TÝNDUR
Gutti er svartur köttur með
silfurlita ól og merki. Hann
hvarf frá heimili sínu að Vífils-
götu 15 mánudaginn 8. septem-
ber. Gutti þekkir hverfið sitt vel
og hefur ekki villst. Hann gæti
hafa lokast inni og er fólk í
Norðurmýri og nágrenni vin-
samlegast beðið að athuga í
bílskúrum og kjöllurum. Vin-
samlegast hringið í síma
611560 eða 614683 ef Gutti
hefur einhvers staðar komið
fram.
LYKLAKIPPA
Hjá símaverði í Sindra er í
óskilum svört lyklakippa merkt
París-Frans. Síminn er 627222.
GLERAUGU
Gleraugu fundust á bílastæð-
inu við Seljalandsfoss. Eigand-
inn getur hringt í síma 625355.
Víkverji skrifar
Erlendur maður sem hefur við-
skipti við ísland bað kunningja
sinn íslenskan að útvega sér íslenska
símaskrá svo að hann gæti fyrirvara-
lítið flett upp á símanúmerum í þessu
iandi. Brugðist var við og skroppið
út á pósthús til að kaupa símaskrá.
En, nei, í ljós kom að símaskráin
var ekki til. Upplagið er búið og það
verður ekki bætt við það. Því verður
kunningi Víkveija nú að útskýra
fyrir hinum útlenda vini sínum sem
hefur hug á að efla viðskiptin við
ísland að hér á landi sé þetta eins og
í Sovétríkjunum sálugu — ríkisstofn-
un stjórni símaskránum og skammti
þær. Þær fáist sem sagt ekki eftir
þörfum.
Reynar er íhaldssemin á svona
upplýsingar eins og símanúmerin í
landinu ekki bundin við erlenda við-
skiptavini. Hér á Morgunblaðinu
kom upp eftir sumarleyfin að það
vantaði tvær símaskrár á eitt sér-
blaða þess. Menn þar verða nú af
fyrrgreindum ástæðum að fá að
kíkja í skrána hjá næsta blaða-
manni. Sama kom fyrir tvær Qöl-
skyldur sem voru á ferðalagi þegar
tilkynningin kom um að sækja mætti
eina símaskrá fyrir hvorn síma hjá
þeim og létu það síðan dragast lítið
eitt þegar heim var komið að ‘vitja
um símaskrárnar sínar. Á þeim
heimilum er ekki að finna neina
símaskrá fyrir 1992 og verður ekki.
Líklega segja þeir á símanum líkt
og kaupmaðurinn fyrir norðan, þeg-
ar síldin kom, staðurinn fylltist af
fólki sem reif út vörurnar hjá hon-
um, þar til allt var orðið tómt, og
kúnnarnir tóku að kvarta. „Það þýð-
ir ekkert að vera að panta meiri
vörur, þær hverfa bara strax úr hill-
unum.“
XXX
Hér í Víkveija var á dögunum
farið lofsamlegum orðum um
uppbyggingarstarf íþróttafélaga
fatlaðra í þann mund sem íþrótta-
fólkið var að leggja af stað áleiðis
á Ólympíumótið í Barcelona. Var þar
sagt að líklega væri breiddin af af-
reksfólki okkar á þessu sviði enn
meiri en í íþróttum hinna sem kenna
sér einskis meins. Þetta hefur nú
komið eftirminnilega á daginn. Þrátt
fyrir smæð þjóðarinnar er ísland nú
meðal stórþjóðanna á þessu sviði
íþrótta á mælikvarða verðlaunapen-
inga, og það segir allt um það hversu
vel hefur verið unnið í herbúðum
forustumanna fatlaðra á liðnum
árum. Sú vinna skilar sér nú með
eftirminnilegum hætti, og sýnir
hvers smáþjóðir eru megnugar með
markvissu starfí. í reynd eru því
afrek íþróttafólksins okkar núna í
Barcelona sigur þess fólks sem hefur
á.fórnfúsan hátt skipað sér í forustu-
sveit í íþróttafélögum fatlaðra og
unnið þetta uppbyggingarstarf. Um
margvíslegan þjóðhagslegan ávinn-
ing af íþróttastarfi fatlaðra þarf
vart að fjölyrða. Þátttaka í leik og
keppni hlýtur að styrkja og þroska
sjálfsmyndina og auka sjálfstraust
þeirra til að takast á við lífið.sjálft,
jafnframt því sem afrek á íþrótta-
sviðinu á borð við þáu sem við verð-
um nú vitni að eru líklegri til þess
en flest annað að breyta viðhorfum
almennings til hinna fötluðu — að
færa okkur hinum heim sanninn um
að á sinn hátt eru þeim allir vegir
færir.
xxx
*
Ierlendu blaði mátti lesa þessa
nýstárlegu skilgreiningu á lög-
fræðingum: Lögfræðingur er sá sem
fær það sem við eigum skilið!