Morgunblaðið - 12.09.1992, Page 47

Morgunblaðið - 12.09.1992, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1992 47 ÓLYMPI'UMÓT FATLAÐRAI BARCELONA Gefr Sverrisson byijaði að æfa sund fyrir fimm árum og lauk sundferlinum með gulli í gær. Hann ákvað í fyrra að snúa sér að fijálsíþróttum og vann til bronsverðlauna í 400 m hlaupi fyrr í vikunni. Eins og sjá má felst fötlun Geirs í því að það vantar á hægri handlegg við olnboga. Geir fékk gull ogsettimet GEIR Sverrisson bætti enn einni rósinni í hnappagatið í gær, þegar hann vann til gull- verðlauna í 100 metra bringu- sundi (flokki SB9) á Ólympíu- móti fatlaðra í Barcelona. í úr- slitasundinu fékk hann tímann 1.19,48, sem er ólympíumóts- met, en Geir á jafnframt heims- metið í greininni í sínum flokki, 1.19,20. Qeir ákvað fyrir ári að leggja áherslu á fijálsíþróttir í stað sundsins og fylgdi breytingunni eft- ir með brosnverðlaunum í 400 m hlaupi í sínum fiokki s.l. miðviku- dag. Eftir það sagði hann við Morg- unblaðið að hann tæki þátt í sund- inu á mótinu til að synda sig niður áður en hann sneri sér alfarið að fijálsum. í undanrásunum í gær- morgun gerði hann það sem hann þurfti til að tryggja sér sæti í úrslit- um undir kvöldið, en fór engu að síður á 1.22,75, sem var ólympíu- mótsmet. í úrslitunum bætti hann síðan um betur eftir að hafa haft örugga forystu frá byijun og lauk sundinu með gulli. „Hann vissi hvað hann þurfti að gera í undanrásunum," sagði Ólafur Magnússon, fararstjóri. „I úrslitun- um hélt hann nánast sama hraða allan tímann, var á rúmlega 37 sekúndum eftir 50 metra og vissi hvað hann gat boðið sér eftir það. Hlaupin hafa styrkt hann í fótunum og þó hann hafi ekki æft sundið eins og áður er keppnisskapið til staðar og það hafði mikið að segja.“ Kristín Rós Hákonardóttir (flokki S8) setti íslandsmet í 100 m bringu- sundi, synti á 1.44,78 og varð í fímmta sæti í úrslitunum. Sóley Axelsdóttir (S7) setti líka íslandsmet, fékk tímann 1.25,30 í 50 m flugsundi og varð í 10. sæti í undanúrslitum. Ólafur Eiríksson (SB8) varð 10. í undanrásum í 100 m bringu á 1.38,84 og komst ekki í úrslit. Svanur Ingvarsson (S7) keppti í 50 m flugsundi, en gerði ógilt og var dæmdur úr leik í undanúrslitun- um. Keppni á mótinu lýkur í dag, en á morgun verður lokaathöfnin. UM HELGINA Knattspyrna LAUGARDAGUR 1. deild karla Valsvöllur, Valur - KR.......kl. 14 Akureyrarv.,Þór-ÍA...........kl. 14 Kaplakriki, FH - Fram........kl. 14 Stjömugróf, Víkingur-UBK.....kl. 16 Vestm.eyjar, ÍBV - KA.........kl. 16 2. deild karla Isafjörður, BÍ - Leiftur kl. 13.30 / Fylkisvöllur, Fylkir - Selfoss.kl. 14 ’ Garðabær, Stjaman - ÍBK.......kl. 14 Grindavík, Grindavík - IR....kl. 14 BLeik Víðis og Þróttar, sem vera átti á | Garðsvelli í dag, hefur verið frestað þar til á þriðjudaginn, vegna hins hörmulega sjó- slyss í fyrradag, en skipveijarnir þrír voru , allir búsettir f Garðinum. Leikurinn hefst ( kl. 17.30 á þriðjudag. STAÐAN I' 2. DEILD Fj. leikja u j T Mörk Stig ÍBK 17 12 4 1 41: 14 40 FYLKIR 17 13 1 3 38: 18 40 UMFG 17 9 2 6 35: 30 29 leiftur 17 7 4 6 34: 23 25 ÞRÓTTUR 17 8 1 8 30: 33 25 stjarnan 17 5 6 6 27: 25 21 Bl 17 5 6 6 26: 32 21 Ir 17 3 6 8 22: 33 15 VÍÐIR 17 2 6 9 17: 29 12 SELFOSS 17 1 4 12 19: 52 7 I Keila .. Reykjavfkurmót para hefst um helgina í Oskjuhlíð. Keppt verður f tveimur flokkum. ( Keppnin í dag kl. 11.00 og 13.30. I kvöld verður mót Lærlinga og Keiluhallarinnar kl. 20.00. Á morgun verður paramótinu svo , framhaldið og verða úrslit kl. 14.00. ' Golf LEK mót verður hjá NK á morgun, sunnu- dag. Ræst verður út kl. 9.00. Handknattleikur Hraðmót Stjömunar f handknattleik kvenna, Islandsbankamótið, verður haldið í íþróttahúsinu Ásgarði f Garðabæ um helg- >na. Mótið hófst í gærkvöldi, en keppni heldur áfram klukkan 11.00 í dag. Leikir hefjast á kiukkustundar fresti, sá sfðast kl. 16.00. Á morgun eru tvær síðustu umferð- imar. Fyrsti leikurinn er þá kl. 10.00 og sá síðasti kl. 15.00. Stjaman, FH, Grótta, IBV, Haukar og Selfoss taka þátt. Körfuknattlelkur Körfuknattleiksdeild KR stendur fyrir hraðmót í kvennaflokki um helgina í fþrótta- húsi Hagaskóla. Mótið hefst kl. 12.00 í dag. ÍR, UMFG, UMFN, KRa, KRb og ÍBK tnka þátt. Keppni á morgun hefst kl. 13.00. URSLIT Körfubolti |sl®n®ka kvennalandsliðið tekur þátt f móti I Wales ásamt fimm breskum félagsliðum. Island-Waterford..............50:55 Island - Northampton..........42:66 West-C°ast Coolers.-....71:59 ■Stulkurnar mæta Northampton í undan- urshtum ! dag. KORFUKNATTLEIKUR Flugeldasýning Valsmenn töpuðu með 40 stiga mun VALSMENN-áttu aldrei mögu- leika gegn sterku liði Lyon í Evrópukeppni félagsliða í körfuknattleik í gærkvöldi. Frakkarnir, sem unnu fyrri leik- inn 109:74, fóru á kostum og var sem um flugeldasýningu að ræða, en úrslit urðu 128:88 eftir að staðan hafði verið 65:30 í háifleik. Þetta var seinni leikur liðanna í 1. umferð og heimaieikur Vals, en báðir fóru fram ytra. Valsmenn voru sérstaklega slakir í fyrri hálfleik og þá var það helst Rhodes, sem stóð upp úr, en hann sýndi mikla baráttu ailan leik- inn, tók 21 frákast og skoraði níu stig. I seinni hálfleik tók Franc Boo- ker við sér og gerði þá 30 stig en 41 stig alls. Magnús Matthíasson barðist vel og Ragnar Jónsson var góður í vörninni. Leikmenn Lyon voru mun betri en í fyrri leiknum, voru ákveðnir og öruggir í vörninni og fljótir fram, skoruðu grimmt eftir hraðaupp- hlaup, sem voru góð. Þar fór Banda- ríkjamaðurinn Lion Wood fremstur í flokki, en hann skoraði 30 stig og átti níu stoðsendingar. Bressau var með 17 stig og 14 stoðsending- ar, en Bandaríkjamaðurinn Ravp- ings lék aðeins með í fyrri hálfleik og skoraði þá 23 stig. Svali Björgvinsson, þjálfari Vals, lék ekki með vegna meiðsla í hné og verður sennilega ekki með í Reykjavíkurmótinu eftir helgi. Stig Vals: Booker 41, Magnús 16, Rhodes 9, Ragnar 7, Sfmon Óiafsson 6, Jóhannes Sveinsson 4, Brynjar Sigurðsson 4, Matthí- as Matthiasson 1. Franc Booker ■ TORBEN Piechnik, vinstri bakvörður í knattspymulandsliði Dana, er undir smásjánni hjá Li- verpool. Graeme Souness gerði sér ferð til Dan- merkur s.l. mið- vikudag til að sjá kappann í æfinga- landsleiknum gegn Þjóðverjum. I ROBERT Fleck átti ekki von á Frá Bob Hennessy I Englandi að leika gegn fyrrum félögum sínum í Norwich fyrr en eftir áramót, en umferðaröðinni í ensku úrvalsdeild- inni hefur verið breytt — liðin sem mættust 18. og 19. ágúst, mætast aftur um þessa helgi. Fleck leikur því með Chelsea gegn Norwich í dag, en Norwich vann fyni leikinn 2:1 og 3:0 í London í fyrra. ■ VINNY Jones, sem var seldur frá Chelsea s.l. fimmtudag fyrir 700.000 pund (tæplega 73 millj. ISK) og gerði fjögurra ára samning við Wimbledon, byijar að leika með félaginu, sem hann var hjá í þijú ár, í Ipswich í dag. KÆRUMAL Kæru Leifturs á ÍR var vfsað frá - og kæru Völsunga á Þrótt vísað aftur heim í hérað vegna rangrar málsmeðferðar DÓMSTÓLL Knattspyrnusam- bands íslands vísaði í gær frá kæru Leifturs gegn ÍR. Leift- ursmenn kærðu leikinn í 2. deild, sem ÍR vann 2:1, vegna þess að tveir leikmenn ÍR sem voru í banni voru á leikskýrslu sem liðsstjórar. Dómstóll KRR dæmdi ÍR í hag, Ólafsfírðingarnir áfrýjuðu til dómstóls KSÍ, en fulltrúi þeirra mætti hins vegar ekki þegar málið var dómtekið á mánudaginn, og ákvað dómstóllinn því í gær að fella málið niður. Þá hefur dómstóll KSÍ ákveðið að vísa kæru Völsunga gegn Þrótti frá Neskaupstað aftur heim í hér- að, vegna rangrar málsmeðferðar. Málið verður því aftur tekið fyrir nyrðra, og ljóst að ekki fæst úr því skorið strax hvort það verður Þrótt- ur eða Grótta sem fer upp í 2. deild ásamt Tindastóli. Völsungar kærðu Þróttara fyrir að skipa inn á manni, sem ekki var skráður á leikskýrslu. Dómstóll HSÞ úrskurðaði Völsungi sigur í leiknum, en hann fór 1:0 fyrir Þrótt. Austfírðingar áfrýjuðu úrskurði dómstóls HSÞ til dómstóls KSÍ, en hann hefur vísað málinu aftur til baka. Standi úrslit leiksins fara Þróttarar upp í 2. deild, en falli úrskurður Völsungum í hag fer Grótta upp. Mm FOLK ■ MARK Bright, fyrrum samherji Ians Wrights hjá Crystal Palace, var seldur til Sheffield Wednesday í gær. Palace fékk 350.000 pund og einnig miðheijann Paul Will- iams, en Bright, sem er 29 ára og hefur verið í sex ár hjá Palace, var metinn á 700.000 pund. ■ DAVID Hirst, miðhetji Sheffi- eld Wednesday, verður frá næstu þijá mánuði vegná meiðsla og því greip Trevor Francis til buddunn- ar. ■ STEVE McMahon leikur ekki með Manchester City næsta mán- uðinn — var skorinn upp vegna meiðsla í fæti. ■ IAN Rush, sem var með þrennu í fyrsta sinn í landsleik, þegar Wal- es vann Færeyjar 6:0 í undan- keppni HM í vikunni, hefur þar með gert 23 mörk fyrir Wales, sem er metjöfnun. Iver Allchurch og Tre- vor Ford deildu áður metinu. ■ NIGEL Spackman var seldur frá Glasgow Rangers til Chelsea fyrir 450.000 pund í gær. Spack- man hefur verið á ferðinni undan- farin þrjú ár, fór frá QPR til Chelsea, þaðan til Liverpool, síðan til Rangers og nú aftur til Chelsea. ■ DEAN Saunders verður í byij- unarliði Aston Villa gegn Leeds á Elland Road á morgun. Á fjórum árum hefur hann farið á milli félaga fyrir samtals um sex milljónir punda (um 625 milljónir ÍSK). ■ LEEDS hefur stillt upp sama byijunarliði allt tímabilið, en verður að gera breytingu — Rod Wallace, miðheiji, er meiddur. ■ TONY Cottee hefur náð sér eftir meiðsl og leikur með Everton gegn Manchester United, en Ever- ton vann 3:0 á Old Trafford. ■ RONNY Rosenthal verður sennilega í byijunarliði Liverpool í - fyrsta sinn á tímabilinu. ■ JOHN Aldridge, sem er 34 ára, var þrennu fyrir írland gegn Lettlandi fyrr í vikunni og hefur þar með gert 11 mörk í 48 land- sleikjum fyrir íra. „Aldur hefur ekkert að segja nema á fæðingar- og dánarvottorðum og ég hef hug á að verða Roger Milla HM ’94. MiIIa sló sem kunnugt er í gegn á HM ’90, þá 38 ára.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.