Morgunblaðið - 12.09.1992, Side 48

Morgunblaðið - 12.09.1992, Side 48
MICROSOFT. einarj. WINDOWS. SKÚLASONHF MORGUNBLADIÐ, AÐALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVlK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691101, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYIll: HAFNARSTRÆTl 05 LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Suðurland Allt sorp urðað á Kirkjuferju Samningur undirritaður í gær Selfossi. SAMKOMULAG um nýjan sorpurðunarstað fyrir Sorpstöð Suðurlands var undirritað í gær. Nýi urðunarstaðurinn er í landi ríkisjarðanna Kirkjuferju og Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfusi. Samkomulagið er milli Iand- búnaðarráðuneytisins, Sorpstöðvarinnar og ábúenda jarðanna. Svo það öðlist fullt gildi þarf það staðfestingu sveitarstjórnar Ölfushrepps og jarðanefndar Arnessýslu. Vonast er til að unnt verði að heíja urðun á hinu nýja svæði næsta vor að undangengnum rannsóknum og undirbúningsframkvæmdum á urðunarstaðnum, vegalagningu og fleiri þáttum. Samningurinn heimilar Sorpstöð Suðurlands að hefja rannsóknir á svæðinu og sýni þær jákvæða niður- stöðu verður sótt um starfsleyfí til Hollustuvemdar ríkisins og umhverf- isráðuneytis. Sorpstöð Suðurlands er byggða- samlag allra þéttbýlisstaðanna í Ár- nes- og Rangárvallasýslum. Hún hefur auk þess tekið á móti sorpi frá fleiri aðilum gegn gjaldi. Sorpið hef- ur verið urðað á Selfossi en urðunar- svæðið þar er nú fullnýtt. „Það hefur verið unnið að þessu máli á undanförnum árum og mjög mikilvægt að ná þessari niðurstöðu. Stormur eystra VEÐURSTOFAN spáir stormi á miðunum við austan- og suðaust- anvert landið í dag og mun veðr- ið ná inn á landið. Styttir upp sunnan til síðdegis og annað kvöld. Spáð er áframhaldandi norðanátt og allhvössu veðri á miðum og annesjum fyrir norðan með dálítilli súld öðru hverju og stinningskalda eða allhvössu á Vestfjörðum og Vestfjarðamiðum síðdegis. Með henni náum við að vera með einn urðunarstað fyrir allt svæðið. Það stefndi í vandræðaástand vegna þess að urðunarstaðurinn á Selfossi er að fyllast. Ég vonast til þess að allir hlutaðeigandi greiði götu máls- ins svo urðun verði að veruleika á þessum nýja stað,“ sagði Karl Björnsson bæjarstjóri á Selfossi og formaður stjórnar Sorpstöðvar Suð- urlands. Hann sagði það markmið Sorpstöðvarinnar að standa að urð- unarstaðnum eins vel og hægt væri og samkvæmt öllum reglugerðum Þar um- Sig. Jóns. Morgunblaðið/Peter Lidengren Heimsmethafinn fagnar gulli Geir Sverrisson heimsmethafi fagnar sigri og ólympíumótsmeti í 100 metra bringusundi á Ólympíumóti fatlaðra í Barcelona í gær. sjá nánar bls. 47. Rekstrarvandi Miklagarðs hf. 350 millj. kr. hlutafjáraukn- ing lokatilraun til björgunar SIGURÐUR Markússon sljórnar- formaður Sambandsins segir að nú á næstunni muni stjórnin gera úrslitatilraun til þess að koma rekstri Miklagarðs í rétt horf. „Við höfum engin tiltæk ráð önnur en að auka þarna hlutafé ennþá einu sinni. Það er eiginlega það eina sem hægt er að gera með hlutafélag sem stendur höllum fæti með sitt eigið fé. Eg er nokk- uð bjartsýnn á að við munum finna leið til þess að gera þetta innan okkar hreyfingar,“ sagði Sigurður í gær. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er um það rætt að hlutafjáraukning í Miklagarði hf. nemi um 350 milljónum kr. „Það er ljóst að þessi tilraun, ef af verður, yrði lokaátakið til þess að koma rekstri Miklagarðs í viðunandi horf. Það vita allir að verslunarrekst- ur okkar hefur verið feiknalega erfið- ur á undanförnum árum. Þótt tapið Skipulag'ðri leit að sjómönnunum tveimur af Sveini Guðmundssyni hætt Flakið rannsakað með neðansjávarmyndavél | LEIT að sjómönnunum 'tveimur sem saknað er af rækjubátnum Sveini Guðmundssyni GK-315, sem fórst um 12 sjómílur suðvestur af Eldey á fimmtudag, hélt áfram án árang- urs frá birtingu I gærmorgun. Síðdegis var svo skipulagðri leit hætt. Sjómaðurinn sem fannst látinn síðdegis á fimmtudag hét Svav- ar Páll Óskarsson. Mennirnir sem saknað er heita Ásmundur Steinn Björnsson og Þorsteinn Einarsson. Rannsóknarlögreglan í Keflavík annast forrannsókn málsins. Eng- inn skýring hefur fundist á hvað olli sjóslys- inu en að sögn Þóris Maronssonar, yfirlög- regluþjóns, verður reynt að fara með neðan- sjávarmyndavél til að rannsaka flak bátsins strax og veður lægir. Svavar Páll Óskarsson var 53 ára, til heimil- is að Hvoli í Garði. Hann lætur eftir sig eigin- konu og tvö uppkomin böm. Þorsteinn Einarsson hreppstjóri er 66 ára, til heimilis að Skiphóli í Garði. Hann er kvæntur og á uppkominn son. Ásmundur Steinn Björns- son er 39 ára, til heimilis á Garðbraut 19, Garði. Hann er ókvæntur og bamlaus. Svavar Páll Óskarsson. Ásmundur Steinn Bjömsson. Þorsteinn Einarsson/ Morgunblaðið/Björn Blöndal Lítið brak hefur fundist úr Sveini Guð- mundssyni GK-315 en Þorvaldur Bene- diktsson varðstjóri hjá lögreglunni í Kefla- vík heldur hér á tveimur björgunarhringj- um og körfu sem fundust á floti á sjónum og eru í geymslu á lögreglustöð Iögregl- unnar í Keflavík. af Miklagarði hafi verið um 400 miiljónir króna í fyrra, þá var það tap ekki nema um helmingur þess taps sem var á verslunarrekstri Sam- bandsins og Miklagarðs árin á und- an,“ sagði Sigurður. Sigurður sagði að ástæður þess að hann væri nokkuð bjartsýnn á framtíðarrekstur Miklagarðs hf. væru ágæt söluaukning. Aukningin hefði verið um 8% í fyrra, samanbor- ið við árið 1990 og sömuleiðis fyrstu sex mánuðina í ár. Hann sagði aukn- inguna enn meiri í dagvörusölu, því í fyrra hefði salan aukist um 16% og 18% fyrstu átta mánuðina í ár. Sigurður var spurður um viðræður forráðamanna Sambandsins og Landsbankans um með hvaða hætti hægt væri að endurfjármagna rekst- ur Miklagarðs: „Við höfum náttúru- lega verið í viðræðum við Landsbank- ann um öll möguleg mál sem snerta okkur, en um þær viðræður tel ég að viðsklptaaðilinn eigi ekki að tjá sig, ekki fremur en bankinn, sem er krafínn um bankaleynd. Það væri með ólíkindum annað en málefni Miklagarðs hefði borið á góma í við- ræðum okkar við bankann." Sigurður sagði að staða Sam- bandsins væri erfið, eins og svo margra annarra. Það væri rétt sem kom fram í Morgunblaðinu í gær, að fyrirtækið ætti eignir á móti skuldum. „Hins vegar er greiðslu- staða Sambandsins mjög erfið, þótt eiginfjárstaða okkar sé síst verri en margra annarra fyrirtækja. Við erum alltaf að vinna að því að selja eignir og greiða niður skuldir, en það hefur gengið frekar hægt, það verður að segjast eins og er,“ sagði Sigurður. Aðspurður hvort viðræður um að bankinn leysti til sín eignir til þess að létta á skuldastöðu Sambandsins. væru að nálgast ákvörðunarstig, sagði Sigurður: „Ég get ekki svarað þeirri spurningu, ekki fremur en hinni, því þar með kæmi ég aftur inn á bankaleyndina og trúnaðinn.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.