Morgunblaðið - 16.10.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.10.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992 7 Rúmlega 3,6 mfflj. í Dalveg BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur samþykkt að taka 3.689.400 kr. tilboði lægstbjóðanda, Klæðning- ar hf., í gatnagerð á Dalvegi. Þrjú tilboð bárust í verkið og er kostnaðaráætlun 5.765.900 krónur. Næstlægsta boð átti Slitlag hf., sem bauð 72% af kostnaðaráætlun en Borgarverk hf. bauð 107% af kostn- aðaráætlun. Lögreglumenn í verkfall ef ekki semst á næstunni „VIÐ áskiljum okkur allan rétt til að taka okkur verkfallsrétt, ef ekkert gengur I samningavið- ræðum. Samningar okkar hafa verið lausir frá 1. september í fyrra og aðildarfélög okkar vilja sjá árangur fyrir miðjan nóvem- ber,“ sagði Jónas Magnússon, formaður Landssambands lög- reglumanna, í samtali við Morg- unblaðið. Formenn aðildarfélaga Lands- sambandsins funduðu á mánudag og sendu frá sér ályktun um kjara- mál, þar sem stjórnvöld eru átalin fyrir að hafa ekki staðið við sam- komulag við lögreglumenn, sem gert var árið 1986, en um leið misstu lögreglumenn verkfallsrétt sinn. Þá er bent á, að byrjunarlaun lögreglumana séu aðeins rúm 51 þúsund krónur á mánuði, en til sam- anburðar séu byrjunarlaun lög- reglumanna í Svíþjóð þrisvar sinn- um hærri. Jónas Magnússon segir að lög- reglumenn hafi ekki lagt fram fast- mótaða kröfugerð um laun. „Það er hins vegar vert að benda á að undanfarin tvö ár hafa heildarlaun lögreglumanna lækkað að raungildi um 20-30%, vegna mikillar skerð- ingar á yfirvinnu og um leið hefur álagið auðvitað aukist. Þá eru rétt- inda- og tryggingamál lögreglu- manna í ólestri, því bótaréttar- ákvæði samkomulagsins frá 1986 voru ekki virt gagnvart lögreglu- mönnum þegar slysabætur hækk- uðu almennt hjá ríkisstarfsmönnum árið 1990.“ Jónas sagði að lögreglumenn hefðu óskað eftir fundi með dóms- málaráðherra og fjármálaráðherra og biðu svara frá þeim. „Lögreglu- mönnum er full alvara og aðildarfé- lögin sækja það stíft að einhver árangur verði kominn í ljós fyrir miðjan næsta mánuð. Ég veit hins vegar ekki hvort stjórnvöld taka okkur alvarlega, þegar við tölum um verkfall, en það verður þá að koma í ljós,“ sagði Jónas Magnús- son, formaður Landssambands lög- reglumanna. Morgunblaðið/Róbert Schmidt Sparkvöllurinn er staðsettur við hafnargarðinn í kauptúninu. Foreldrar gera völl Bíldudal. FORELDRAR barna sem eru í íþróttafélagi Bílddælinga hafa unnið hörðum höndum undanfarið við gerð sparkvallar í kauptúninu. Völlurinn, sem er 25 metrar á breidd og 30 metrar á lengd, er ætl- aður til að auka áhuga og bæta að- stöðu boltaunnenda á boltaíþróttum. Settar verða körfur og mörk á völl- inn og hann girtur af. Hugsanlega verður hægt að nota hann sem skautasvell yfír vetrarmánuðina. Áætlað er að ljúka framkvæmdum í þesum mánuði. R. Schmidt. I dag höfum við þjónað Islendingum í 90 ár Kópavogur Með þjónustu og framfarir í öndvegi ST. JÓSEFSSPÍTALI LANDAKOTI 4Ip02 -19924 Hreingerningar Góð reynsla af einka- væðingunni HVERAGERÐI er fyrsta sveitarfélagið sem einkavæðir hreingemingar á sínum veg- um í hagræðingarskyni og segir Hallgrímur Guðmunds- son bæjarsljóri að þessi ráð- stöfun og fleiri, sem gripið hefur verið til, hafi reynst vel. Hann vill þó ekki nefna upphæðir sem sparast hafa, en segir að ýmsar tilfæringar í mannahaldi bæjarins spari bæði peninga og fyrirhöfn. „Hveragerði hefur átt við fjár- hagsvanda að etja og við reynd- um að finna leiðir til að létta rekstur bæjarfélagins,“ segir Hallgrímur. „Hreingerningar bæjarins voru eitt af því sem okkur fannst vert að breyta. Við könnuðum markaðinn og sömd- um í sumar við Securitas um að annast ræstingarnar. Starfs- fólk við þær er þó að miklu leyti það sama.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.